Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 22

Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Hliðarstýri brotnaði af Concorde-þotu: Flugstjórinn hafði ftillt vald á þotunni Sydney. Reuter. HELMINGUR hliðarstýris Concorde-þotu brezka flugfélagsins Brit- ish Airways brotnaði af í gær er hún flaug með næstum tvöföldum hraða hljóðsins frá Nýja Sjálandi til Ástralíu. Er það fyrsta alvar- lega óhappið í sögu Concorde-þotunnar, sem flogið var fyrst fyrir 20 árum og verið hefur í áætlunarflugi í rúm 13 ár. Um borð í þotunni voru 100 Bandarílgamenn í hnattflugi. Flugvélin var nýfarin frá Christ- church á Nýja Sjálandi og var kom- in í 44.000 feta hæð er atvikið átti sér stað. „Ég heyrði smáhvell og hélt að við hefðum flogið á eitt- hvað, en hvernig mætti það vera í þessari flughæð? Ég hafði enga vísbendingu um hvað hafði gerzt og hélt því áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Það var fyrst í að- flugi til Sydney í Ástralíu, rúmri klukkustund síðar, að þotan titraði. Hristingurinn hætti eftir tvær til þijár mínútur og hún flaug mjög eðlilega. Ég hafði fullt vald á flug- vélinni, lenti henni eins og ekkert hefði í skorizt, og fékk það aldrei á tilfínninguna að farþegamir væm í hættu. Þess vegna brá mér þegar ég sá hvers kyns komið var,“ sagði David Leney, flugstjóri, við komuna til Sydney. Hliðarstýri Concorde-þotunnar er tvískipt og brotnaði nær allur efri hluti þess, sem er um hálfur fer- metri að stærð. „Við beitum hliðar- stýrinu frekar lítið á flugi og þar sem neðri hluti þess starfaði eðli- lega gekk flugið eðlilega fyrir sig,“ sagði Leney flugstjóri, sem flogið hefur Concorde-þotum í 13 ár. „En það er alvarlegt mál þegar stykki brotnar af flugvél," sagði Leney. Hann taldi ólíklegt að um málm- þreytu væri að ræða. Flugumferðarstjórar á flugvellin- um í Sydney sáu í sjónauka þegar þotan nálgaðist að hluti hliðarstýris hafði brotnað af henni og gerðu ráðstafanir eins og um nauðlend- ingu yrði að ræða. Sögðu þeir flug- stjóranum þó ekki að stykkið vant- aði fyrr en eftir lendingu. Þotan er yngst Concorde-þotna British Airways; tíu ára gömul og hefur flogið um 10.000 flugstundir. Varahlutir og viðgerðarmenn vom sendir með Boeing-747 þotu frá London til Ástralíu í gær og var vonast til að viðgerð yrði lokið svo Concorde-þotan gæti haldið hnatt- fluginu áfram á morgun, föstudag, samkvæmt áætlun. Bandaríkja- mennimir borguðu um 40.000 doll- ara hver, jafnvirði 2,2 milljpna ísl. króna, fyrir ferðina. Frá Ástralíu liggur leiðin til Colombo á Sri Lanka, Mombasa í Kenýu og Monróvíu í Líberíu. Lýkur ferðinni í London 23. apríl nk. Ö~B0 Reuter Concorde-þotan eftir lendingu í Sydney. Eins og sjá má hefur efri helmingur hliðarstýrisins brotnað af. Bretland: Japanir hafa áhuga á kjamorkuveri St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. JAPANSKIR iðjuhöldar hafa fjórum sinnum komið til viðræðna við forráðamenn og vísindamenn í kjarnorkuverinu í Dounreay. Forráðamenn þess leita allra leiða til að selja þá tækni og þekk- ingu, sem er í Dounreay, að því er segir í The Sunday T'imes sl. sunnudag. Forráðamenn Dounreay gera kunnugt nú í vikunni samninga við innlenda og erlenda aðila, sem nema milljónum punda. Þeim hefur tekizt að koma á markað miklu af þeirri starfsemi, sem verið hefur í Dounreay og ekki lýtur beinlínis að kjarnorkunni. Á síðasta ári hafa japanskir iðjuhöldar fjórum sinnum komið til Dounreay til viðræðna við forr- áðamenn þar. Þangað hafa kom- ið menn frá Toshiba, Hitachi og Mitsubishi. Þeir hafa látið í ljósi áhuga á ranrisóknum, sem gerðar hafa verið þar á eldiskjamakljúfi. í júlí á síðasta ári ákváðu brezk stjómvöld að hætta við þessa rannsóknaráætlun og kjama- kljúfurinn hætti starfsemi um miðjan næsta áratug. Kjamorkurannsóknarráð Jap- ans, PNC, hefur átt samstarf við Brezka kjarnorkuráðið. Yfírvöld í Japan hafa ákveðið að halda áfram rannsóknum á eldiskjarna- kljúfum vegna orkuskorts í landinu. í Japan hefur það lengi tíðkazt að einkafyrirtæki legðu kjarnorkurannsóknarráðinutil fé. AÐEINS I NOKKRA DAGA VIÐ RÝMUM TIL OG SELJUM ÚT SÍÐUSTU EINTÖK AF ÝMSUM HÚSGÖGNUM. EINNIG VERÐA ÝMSAR VÖRUR Á TIÐBOÐSVERÐI. \run!J iir SUÐURLANDSBRAUT 22 ■ SÍMI 36011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.