Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Einingaverksmiðja Sæplasts hf. tekin til starfa: Uppsetning 3000 fermetra iðnað- arhúss tók einungis einn mánuð Einingaverksmiðja Sæplasts hf. á Akureyri er nýlega komin í gang, en verksmiðjan var flutt frá Hafiiarfirði um síðustu áramót og undanfarnar vikur hefur verið unnið að uppsetningu verksmiðj- unnar og tilraunaframleiðslu. Sæplast hf. keypti Börk hf. frá Hafiiarfirði seint á árinu 1987 og tók við rekstrinum í ársbyijun árið 1988. A síðasta ári var unnið að endurskipulagningu rekstrar- ins og er gert ráð fyrir að í ná- inni framtíð muni um tíu manns starfa í verksmiðjunni og er áætl- uð velta um 100 milljónir króna á ári. í verksmiðjunni eru framleiddar einingar, samlokur með einangrandi kjama og stálklæðningu á báðum hliðum, en einangrun samlokanna er frauðplast. Framleiðsla eining- anna fer þannig fram að stálplötur eru valsaðar í rétta lögun og þær klipptar í ákveðnar lengdir, en þessi hluti framleiðslunnar fer fram hjá Garðahéðni í Garðabæ samkvæmt sérstökum framleiðslusamningi milli fyrirtækjanna. Úretani, sem blandað er úr nokkrum efnum, er dælt inn á milli platnanna, þar sem það þenst út og fyllir holrúmið á milli undir miklum þrýstingi. Frauðið er svo látið harðna í pressunni við ákveðið hitastig í tiltekinn tíma. Jónas Vig- Stromplyft- an bilaði EFSTA lyftan í Hliðaríjalli, svo- kölluð stromplyfta, fór ekki í gang í gærmorguif, þegar sefja átti hana af stað. í allan gærdag var unnið að viðgerð á lyftunni og taldi ívar Sigmundsson for- stöðumaður Skíðastaða undir kvöldið að viðgerð yrði lokið í gærkvöldi og lyftan yrði komin í gang í dag. „Það var einhver draugur í stýri- búnaði lyftunnar," sagði Ivar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að búið væri að finna bilunina, en ástæður hennar væru mönnum enn ókunnar. Hrósaði hann happi yfir að lyftan skyldi bila þennan dag, en ekki þá næstu á undan þegar alþjóðlega skíðamótið stóð yfir. „Þetta er auðvitað hvimleitt, en sem betur fer afar sjaldgæft að lyftum- ar hjá okkur bili,“ sagði ívar. Vatnsleiðsla fór í sundur MIKLAR skemmdir urðu í íbúð við Hólabraut á Akureyri þegar vatnsleiðsla fór í sundur og vatn flæddi um alla íbúðina og niður á næstu hæð. Lögreglu var tilkynnt um at- burðinn skömmu fyrir kvöldmat í gær, miðvikudag, og sagði varð- stjóri að miklar skemmdir hefðu orðið vegna heits vatns og gufu í kjölfar þess að leiðslan sprakk. Þá lak vatn niður á næstu hæð og urðu einnig skemmdir á þeirri íbúð. Varðstjóri sagði ljóst að eigandi íbúðarinnar yrði fyrir miklu tjóni vegna vatnsskemmdanna, en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði væri ekki um aðrar trygging- ar að ræða en á innbúi. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Einingaverksmiðja Sæplasts hf. á Akureyri er nýlega komin í gang, en frá áramótum hefúr verið unnið að uppsetningu véla og tilrauna- framleiðslu. Áætlað er að velta fyrirtækisins verði um 100 milljónir á ári og þar vinni um tíu manns. Á innfelldu myndinni eru frá vinstri: Pétur Reimarsson framkvæmdasfjóri Sæplasts hf., Steinþór Ólafsson rekstrartæknifræðingur og Jónas Vigfússon byggingaverkfræðingur. fússon byggingaverkfræðingur sagði að einingar framleiddar með þessari aðferð væru léttar og með- færilegar, burðarþolið væri mikið og einangrunargildið hátt, en þykkt ein- ingar er um helmingur sambærilegs burðarvirkis með hefðbundinni ein- angrun. í verksmiðjunni eru fram- leiddar húseiningar, frysti- og kæli- einingar og hurðir í kæli- og frysti- klefa. Jónas sagði að byggingakostnað- ur væri svipaður og þegar um venju- lega byggingaaðferð væri að ræða, en það tæki mun skemmri tíma að reisa hús með umræddum einingum. Sem dæmi mætti nefna að áætlað væri að það tæki átta menn um viku að setja upp og ganga frá 1.000 fermetra þaki. Varðandi skamman bygging- artíma nefndi Jónas að stærsta verk fyrirtækisins á síðasta ári, 3.000 fermetra iðnaðarhús fyrir Norma hf. í Garðabæ, hafi ekki tekið nema um einn jnánuð í uppsetningu og Stein- þór Ólafsson rekstrartæknifræðing- ur sagði að frá því fyrst var farið að huga að húsbyggingunni og þar til hún var fullbúinn til notkunar hafi ekki liðið nema um tveir mánuð- ir. Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóri Sæplasts sagði að þessi fram- leiðsla hentaði einkar vel í þeim til- fellum þar sem mönnum væri í mun að koma framleiðslu sinni í gang sem fyrst. Hann tók sem dæmi þar um að á síðasta ári hafi verksmiðjan sett upp á mjög skömmum tíma þak tveggja húsa er höfðu orðið eldi að bráð; fiskverkun Sæbergs á Eskifirði og Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar. Með hagræðingu og auknum af- köstum hefur verið unnt að ná niður framleiðslukostnaði og hefur verðið á einingunum laékkað frá því sem áður var og vonast þeir Sæplasts- menn til að það skili sér í fjölgun verkefna. Sem fyrr segir fer fram- leiðsla eininganna fram á Akureyri, en öll skrifstofuvinna í kringum fyr- irtækið fer fram á heimaslóðum Sæplasts, Dalvík. Einingaverk- smiðja Sæplasts er eina verksmiðja sinnar tegundar á landinu. Sam- keppni við innfluttar einingar er mikil en stefnt er að því að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins með öflugri vöruþróun og vandaðri vöru. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Sigfus í sund á reyk- lausum degi Á REYKLAUSUM degi var Akureyringum boðið að taka léttan sundsprett í Sundlaug Akureyrar án þess að greiða gjald og var líflegt í sundlauginni í morguns- árið. Að jafnaði mæta þetta 50 til 60 manns í laugina snemma morguns, en í gær- morgun voru hátt á annað hundrað manns mættir til- búnir til að mæta reyklaus- um degi. Sigfús Jónsson bæjarstjóri brá sér í laugina og tók léttan sprett áður en daglegar annir hófust og var þessi mynd tekin við það tækifæri. En það var ýmislegt fleira sem gert var á Akureyri í tilefni dagsins, í göngugötu var heilmikil uppá- koma og seinnipart dags var ókeypis í allar lyftur Hlíðar- fjalls. Þrátt fyrir þoku nýttu sér margir endurgjaldslaust afnot af lyftunum og sagði starfsmaður Skíðastaða í sam- tali við Morgunblaðið að um 100 manns hefðu komið með rútum kl. 17.00 ígær.„Það er greinilegt að Akureyringar nýta sér að það er ókeypis í lyftumar hjá okkur, það væri örugglega ekki hræða hérna annars, það er svo mikil þoka,“ sagði starfsmaðurinn. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA: Einungis þjónustan skilar hagnaði — verulegnr samdráttur á öðrum sviðum VERULEGUR halli varð á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári, en hversu mikill hann ná- kvæmlega er verður ekki upplýst fyrr en á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í byijun maí. Á aðalfúndi Akureyrardeildar KEA, sem haldinn var í fyrra- kvöld, kom fram að við þessum taprekstri verður að bregðast og er verið að skoða ýmsa möguleika svo bæta megi stöðuna. Að þjón- ustunni undanskilinni varð tap á öllum sviðum kaupfélagsins. Þeg- ar hefur verið ákveðið að loka þremur verslunum félagsins, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gser, og áður hefiir verið sagt frá athugunum félagsins varð- andi sölu Snæfellsins. I skýrslu Magnúsar Gauta Gauta- sonar kaupfélagsstjóra kom fram að verulegur halli varð á rekstrinum á síðasta ári, en einungis innan þjón- ustusviðs varð raunaukning í veltu umfram launakostnað. „Það er kannski dæmigert fyrir þetta þjóð- félag að vaxtarbroddurinn er í þjón- ustugreinunum, en undirstöðuat- vinnugreinarnar eiga erfitt upp- dráttar," sagði Magnús Gauti. Kaupfélagsstjóri gerði grein fyrir dbuÐ •yjbíúnc rekstri einstakra deilda síðasta ár. Verulegur samdráttur varð á rekstri brauðgerðar kaupfélagsins, veltan á síðasta ári var 52,6 milljónir á móti 52,2 árið á undan. Magnús Gauti sagði ástæður samdráttarins margar og nefndi m.a. vörugjald og sölu- skatt á brauð í því sambandi, auk harðnandi samkeppni á markaðnum. Efnagerðin Flóra velti um 20 millj- ónum á síðasta ári, Kjötiðnaðarstöð- in 342,5 milljónum og kjötpökkun félagsins velti 58 milljónum á síðasta ári. Smjörlíkisgerðin var með 37 milljóna króna veltu og sala Reyk- húss KEA var 75,5 milljónir á síðasta ári. Laun í iðnaði voru 88 milljónir og jukust um 12% á milli ára. Á flestum sviðum iðnaðar var um samdrátt frá fyrra ári að ræða. Stígandi hefur verið í veltu þjón- ustufyrirtækja og veltan árið 1988 var töluvert meiri en árið 1987. Hótel KEA kom einna best út með 187 milljónir króna í veltu á árinu sem er um 40% veltuaukning frá fyrra ári, en herbergjum hótelsins var fjölgað um 21 á milli áranna 1987 og 1988. Af öðrum þjónustu- fyrirtækjum innan Kaupfélags Ey- firðinga má nefna að Bifreiðastöðin á Dalvík velti 78 milljónum, bifreiða- deildin á Akureyri 50 milljónum og mjólkurtankbílar félagsins veltu 27 milljónum á árinu. Samtals veltu þjónustufyrirtæki KEA 403,5 millj- ónum króna og var það eina sviðið sem sýndi raunaukningu í veltu á síðasta ári. Hvað sjávarútveginn varðar þá keypti félagið togarann Baldur á síðasta ári og hann aflaði fyrir 58,8 milljónir króna. Fiskhúsið á Akur- eyri var með sölu upp á 31,6, sem er samdráttur upp á rúm 2%. Frysti- húsið á Dalvík er stærsta fyrirtækið á þessu sviði og velti það tæpum 469 milljónum króna á síðasta ári, sem er veltuaukning upp á tæp 24%. Fiskverkun KEA í Grímsey velti 49 milljónum á síðasta ári, en þar var um að ræða samdrátt upp á 21,88%, bæði er um að kenna aflabresti og einnig verkaðist fiskurinn illa þannig að hann féll í verði. Frystihúsið í Hrísey velti 210 milljónum króna á síðasta ári. Mest af aflanum var verkað í salt, eða 46,9%, og í fryst- ingu fóru 41,4% aflans. Samdráttur varð í veltu land- búnaðar á milli áranna 1987 og 1988, en veltan á því sviði var í fyrra svipuð og árið 1985. Sauð- fjársláturhús seldu fyrir 343 milljón- ir á síðasta ári og sala stórgripaslátr- unar var 171 milljón króna. Mjólkur- samlagið velti 1.456 milljónum á síðasta ári. Samdráttur í innveginni mjólk var 3,9% á milli ára. Á liðnu ári fjárfesti félagið fyrir 186 milljón- ir króna, mestu munar þar um togar- ann Baldur, en einnig var um að ræða vélakaup i mjólkursamlag og í frystihúsið á Dalvík. Kaupfélagið seldi eignir fyrir 27 milljónir króna. Langtímalán upp á 223 milljónir voru tekin á síðasta ári. Bjöm Baldursson fulltrúi kaup- félagsstjóra á verslunarsviði gerði grein fyrir stöðunni á því sviði. í máli hans kom fram að velta mat- vöruverslana var tæpar 800 milljón- ir og þar af var salan mest í verslun- inni við Hrísalund, eða 365,5 milljón- ir króna, og í versluninni við Byggða- veg 144 milljónir króna. Velta Vöru- húss KEA var 216,5 milljónir króna á móti 221,2 árið á undan. I bygg- ingavörudeild sem er önnur stærsta sölueining verslunardeildar var salan á síðasta ári rúmar 307 milljónir. Heildarvelta verslunardeildar á síðasta ári var tveir milljarðar og 793 milljónir króna, þar af er salan á Akureyri upp á tvo milljarða og 81 milljón króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.