Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 52
Samningaviðræður BHMR og ríkisins: Tugi prósenta ber ennþá í milli FUNDUR samninganefnda Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- '^hanna og stjórnvalda í gser leiddi í Ijóa að ny'ög mikið ber enn á milli samningsaðila, en nær helmingur félag BHMR hefur nú verið i verk- falli í vikutima. Óljóst er hvenær boðað verður til næsta samningafund- ar, en ríkissáttasenyari mun hafa samband við deiluaðila um hádegið og meta í framhaldi af þvi hvort hann telur ástæðu til þess að boða til fundar. BHMR lagði fram meginkröfur sínar á samningafundinum í gær, f.em svar við hugmyndum Samninga- nefndar ríkisins um viðræðugrund- völl, sem lagðar voru fram í fyrra- dag. í þeim hugmyndum eru helstu atriðin, annars vegar að gert er ráð fyrir samningi um launaliði til ára- móta, þar sem launabreytingar verði áþekkar því sem ríkið semur um við aðra með hliðstæð laun. Hins vegar verði samið um endurskoðun á launa- kerfi BHMR til áramóta 1991 og þeir þættir endurskoðunar, sem lokið er settir í framkvæmd eftir þvi sem um semst hvetju sinni. Prófaldurs- kerfið verði endurskoðað á þessum tíma og kerfisbundið starfsmat fari fram. Meginkröfur BHMR gera ráð fyrir að lágmarkslaun fyrir BA eða BSc próf verði 71.500 krónur, sem er 1.500 krónum hærra en var í fyrri kröfugerð vegna hækkana á vísitölu síðan þá. Gerð er krafa um lágmarks- þrep vegna lífaldurs, fjölgun á virk- um prófaldursþrepum, framhalds- menntun verði metin í hlutfalli þó prófi sé ekki lokið, þak á menntunar- stigum til launa verði afnumið, vinn- utími verði styttur í 37,5 stundir og fleira. Sjá bls. 2 FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Hreiðar H. Hreiðarsson fylgist með er reynt er að ná bátnum upp. Drattarbatunnn marar í halfu kan við dýpkunarprammann. Haj&iarfiarðarhöfti: Maður fórst þegar dráttarbátur sökk SEXTÍU og Qögurra ára maður, skipstjóri dráttarbátsins Björns- ins, fórst í gær þegar dráttarbát- urinn sökk i mynni Hafnarfjarð- arhafhar um klukkan 14. Drátt- arbáturinn var að draga dýpkun- arpramma út úr höfninni þegar slysið varð. Skipstjórinn var einn um borð í bátnum og annar mað- ur var um borð í prammanum. Dráttarbáturinn sökk á auga- bragði eftir að hafa oltið, þegar allt í einu stríkkaði á tógi miili hans og prammans. Um borð í prammanum var Hreiðar H. Hreiðarsson. Hann segir að er þeir komu út fýrir hafnar- mynnið og að stórri bauju sem þar er, til að losa prammann við möl og sand, hafi orðið skyndileg stefnubreyting á dráttarbátnum, sennilega þar sem hann var kominn of nálægt hafnargarðinum. Við það stríkkaði á tóginu milli þeirra með þeim afleiðingum að dráttarbátur- inn valt á hliðina og sökk á auga- bragði. „Eg stakk mér í sjóinn á eftir bátnum er þetta gerðist. Ég náði að kafa niður að brúnni og ná hand- taki á hurðarhúninum, en hurðin var föst og ég gat ekki opnað hana,“ segir Hreiðar H. Hreiðars- son. „Sjórinn var mjög kaldur og ég kólnaði fljótt upp. Síðan tókst mér með naumindum að synda í land.“ Er Hreiðar var kominn á land var hann fiuttur í Borgarspítalann en fékk að fara þaðan eftir skoðun. Eðvarð Ólafsson rannsóknarlög- reglumaður í Hafnarfirði stjórnaði vettvangsrannsókn á slysinu. Hann segir að er slysið átti sér stað hafi varðskipið Týr verið í höfninni. Voru strax fengnir tveir kafarar frá því, og tveir aðrir kafarar er voru að vinna í höfninni, til að kafa nið- ur að dráttarbátnum. Náðu þeir líki skipstjórans úr brúnni og komu því í land. Eðvarð segir að tildrög slyssins séu nokkuð óljós utan að vitað er að átakið frá tógi prammans kom á hlið dráttarbátsins þannig að hann valt á hliðina og sökk. Hreiðar H. Hreiðarsson segir að sér sé með öllu óskiljanlegt hvemig þetta gat gerst. Þeir hafi margoft farið þessa leið til að losa pramm- ann og skipstjórinn var alvanur og þaulkunnur aðstæðum. Dýpkunarp- ramminn hefur um nokkurt skeið unnið að dýpkunarframkvæmdum í Hafnarfjarðarhöfn en Dýpkunar- félagið hf. á Siglufirði hefur hann á leigu. Síðdegis í gær var unnið að því að ná dráttarbátnum upp og var stór krani á dýpkunarprammanum notaður við það verk. Tókst að ná bátnum hálfum úr sjó, en kraninn náði ekki að lyfta honum hærra og seint í gærkvöldi hafði ekki tekist að ná bátnum öllum upp. Verkfall dýralækna: Alifugla- slátrun fær ^undanþágu „AF dýraverndunarástæðum höf- um við veitt undanþágu á alifugla- slátrun fram að næstu helgi en þá metum við ástandið. Það verð- ur fljótlega mjög þétt á kjúkling- unum ef þeim er ekki slátrað," sagði Magnús Guðjónsson, form- aður Dýralæknafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. í verkfalli dýralækna í þjónustu ríkisins er öll slátrun á búfé ólögleg, þar sem héraðsdýralæknar hafa lög- um samkvæmt eftirlit með allri slíkri starfsemi. í Dýralæknafélagi íslands eru 65 dýralæknar og þar af eru 33 verkfalli. „Við reiknum með löngu verkfalli," sagði Magnús Guðjónsson. Hann sagði að of snemmt væri að fullyrða eitthvað um skort á svína- og nautakjöti í verslunum og sagðist ekki vita hversu mikið væri til af þessu kjoti. Sj-á fréttir á bls 4 Frumvarp um stjórn fískveiða: Horfíð frá kvótakerfi Fram hefur verið Iagt þing- mannafrumvarp um stjórn fiskveiða, sem felur í sér að horfið skuli frá núverandi kvótakerfi með skiptingu heildarafla og aflahámarki á hvert einstakt skip. í stað stjórnar með veiðileyfum komi stjórn á stærð fiski- skipastólsins. Fiskveiðar verði því „fijálsar innan þeirra marka sem hámarks- afli á hverja fisktegund leyf- ir. Samkvæmt frumvarpinu skal ráðherra heimilt að ákveða að áfram gildi sama kerfí og verið hefur um veiði annarra sjávar- dýra en botnfisktegunda, svo sem rækju, humars, skelfisks, sfldar og loðnu. Sóknargetu flotans skal að- laga að hámarksnýtingu fiski- stofna með því að takmarka fjár- festingu í skipum. Sett skulu fyrirmæli um mat á sóknargetu hvers og eins skips. Saman- lagðri sóknargetu fiskiskipa- stólsins skulu sett mörk sem kveða á um hvernig skipastóllinn samsvarar veiðþoli flskistofn- anna. Flutningsmenn frumvarpsins eru Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S/Vf), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) og Júlíus Sól- nes (B/Rn) Sjá nánar á þingsíðu blaðsins í dag. Hagdeild ASÍ: 8,6-10,6% hækkun hjá verkafólki LAUN fiskverkafólks myndu hækka um 11,2%, ef bónus hækkaði hlutfallslega eins og aðrir kaupliðir samkvæmt nýgerðum samningi BSRB og stjórnvalda, en um 8,4% ef hækkunin kæmi á greitt tíma- kaup, sem er tímakaup með álögum þar með töldum bón- us. Þetta kemur fram í mati hag- deildar Alþýðusamabnds íslands á samningi BSRB fyrir hópa innan ASI, en það var kynnt á miðstjómarfundi Alþýðusam- bandsins í gærdag. Á sama hátt myndi hreint tímakaup verka- manna hækka um 9,5% og verkakvenna um 10,6%, en greitt timakaup um 8,6% hjá verkamönnum og um 9,1% hjá verkakonum. ■ ■ ' • ... 'i THORPAC FILMA, POKAR OG ÍLÁT Thomac ÆPÆFÆFÆA/Ær Efstir á blaði FLUGLEIÐIR jS&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.