Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Morgunblaðið/Bj arni Frá fundi fulltrúa HÍK og skólastjórnar Verslunarskólans um aðgang verkfallsvarða HÍK að skólanum. V erslunarskólinn: Samkomulag um að- gang verkfallsvarða ÞAÐ KOM ÁGÆTT samkomulag út úr þessum fundi. Við féllumst á að tveir nafngreindir verkfallsverðir fengju að ganga um skól- ann,“ sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla íslands, í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúar Hins íslenska kennarafélags og skólastjórn Verslunarskólans funduðu í gærmorgun um aðgang verkfallsvarða HÍK að skólanum. „Við álítum að siðferðislegur réttur okkar verið viðurkenndur og erum sáttir við þessa niðurstöðu," sagði Sigurður Svavarsson, sem var einn af fulltrúum HÍK á fundin- um. „Verkfallsverðirfráokkurgeta nú farið um Verslunarskólann með samþykki skólanefndar og skóla- stjóra," sagði Sigurður. Þorvarður Elíasson sagði að það hefði aldrei komið til greina að verkfallsverðir HÍK gengju um skólann án sam- þykkis húsráðenda. Verkföll: Öll bráða- tilvik leyst - segir yfírlæknir Blóðbankans „Tekist hefur að leysa öll þau bráðatilfelli, sem upp hafa komið síðan verkfall náttúru- fræðinga hófst. Undanþágur hafa jafnframt verið veittar fyrir þeim aukaatvikum, sem upp hafa komið, og þurft hafa skjóta afgreðslu,“ sagði Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbank- ans, í samtali við Morgunblaðið. „Öllum neyðartilfellum er sinnt, en annars er reynt að takmarka þjónustuna eins og kostur er. Hinsvegar finnum við fyrir aukn- um þrýstingi á Blóðbankann eftir því sem liðið hefur á verkfallið,“ sagði Ólafur. Einn náttúrufræðingur er á aðalvakt og annar á aðstoðarvakt á meðan á verkfalli Félags íslenskra náttúrufræðinga stend- ur. Undir venjulegum kringum- stæðum starfa í Blóðbankanum ellefu náttúrufræðingar. Að auki hafa verið veittar heimildir vegna sérrannsókna í neyðartilvikum og á það aðallega við þegar skima þarf blóð með tilliti til lifrabólgu- veiru og eyðnimótefna og ýmissa sérrannsókna í neyðartilvikum. Með þessu móti er hægt að við- halda þeim blóðbirgðum, sem kann að þurfa að grípa til í neyð- artilfellum. Háskólinn: Slæmtefpróf- um seinkar „ÞAÐ YRÐI GÍFURLEGA slæmt fyrir stúdenta ef verk- fall háskólakennara hefði þau áhrif að prófiim seinki. Það gæti valdið erfiðleikum varð- andi sumarvinnu og jafhvel seinkað útskrift," sagði Jónas Friðrik Jónsson, formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, í samtali við Morgunblaðið. Félag háskólakennara sam- þykkti í almennri atkvæðagreiðslu að fara í verkfall 28. apríl næst- komandi hafi samningar ekki tek- ist fyrir þann tíma. Jónas Friðrik sagði að 28. apríl væri síðasti kennsludagur og al- menn próf ætti að halda frá 5. maí til 31. maí. Frá litningarannsóknadeild rannsóknastofu Háskólans á Barónsstíg. Verkfallið er bagalegf - segirJóhann Heiðar Jóhanns- son læknir „HÉR ERU tveir náttúrufræð- ingar í verkfalli og það er nyög bagalegt fyrir þá sem þurfa á þjónustu okkar að halda," sagði Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á litningarannsókna- deild rannsóknastofu Háskól- ans á Barónsstíg, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að deildin gerði 350 til 400 litn- ingarannsóknir á ári. Jóhann Heiðar sagði að litn- ingarannsóknir væru til dæmis gerðar á þunguðum konum sem orðnar væru 35 ára gamlar. „Rannsóknin er gerð seint á með- göngutímanum, eða á 16. viku, og hún tekur tvær vikur,“ sagði Jóhann Heiðar. „Það er því mjög bagalegt ef verkfallið dregst á langinn, því þá gæti orðið einnar til tveggja vikna töf á að niður- stöður rannsóknanna liggi fyrir. Einnig er hugsanlegt að við verð- um að fækka þeim sem fá þessa þjónustu," sagði Jóhann Heiðar. Nokkrir íslenskir tog- arar veiða úthafskarfa FRYSTITOGARARNIR Sjóli HF og Haraldur Krisljánsson HF fara á tilraunaveiðar á út- hafskarfa á Reykjaneshryggn- um í næstu viku, að sögn Helga Kristjánssonar hjá Sjólastöð- inni hf. Stefiit er að því að Ýmir HF, Mánaberg ÓF og ein- hver skip í eigu Granda hf. fari á þessar veiðar í sumar, að sögn Sveins H. Hjartarsonar hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Helgi Kristjáns- son sagði í samtali við Morgun- blaðið að árið 1987 hefðu verið veidd 90 þúsund tonn af úthaf- skarfa á Reykjaneshryggnum fyrir utan 200 mílna fiskveiði- lögsögu okkar. Þar af hefðu Sovétmenn veitt 71 þúsund tonn. „Það eru margar ástæður fyrir því að Haraldur Kristjánsson og Sjóli fara á úthafskarfaveiðar núna. Það er til dæmis búið að minnka grálúðukvóta skipanna og sóknardagar þeirra eru búnir um OPNUÐ hafa verið tilboð í yfir- lagnir vega í Reykjanesumdæmi Vegagerðarinnar í sumar. Klæðning hf. átti lægsta tilboð í klæðingar en Löftorka hf. í mal- bikun og lögn olíumalar. Lægstu tilboðin voru 85—90% af kostnað- aráætlun. Tilboð Klæðningar hf. í klæðing- Kom fram heil á húfi miðjan þennan mánuð þannig að við verðum annaðhvort að leggja skipunum um tíma eða reyna þess- ar veiðar," sagði Helgi Kristjáns- son. Hann sagði að stefnt væri að því að veiðieftirlitsmaður og Jakob Magnússon frá Hafrann- sóknastofnun færu með skipunum á veiðamar. Líklegt væri að settur yrði kvóti á úthafskarfaveiðamar og ef svo færi skipti miklu máli fyrir okkur að hafa tekið þátt í þeim. „Við vonumst til að geta selt Japönum úthafskarfann en hann hefur ekki verið vel séður hér í landi vegna smákrabbadýra sem em á um 20% karfans. Ég reikna hins vegar með að við hendum þeim karfa sem er með krabbadýr á sér,“ sagði Helgi. Hann sagði að til þess að veiðamar á úthaf- skarfanum borguðu sig þyrftu skipin helst að veiða fyrir um eina milljón króna á dag, eða 25 til 30 tonn. Trúlega væri best að stunda þessar veiðar frá miðjum apríl og una var tæplega 11,8 milljónir kr., sem er 90% af kostnaðaráætlun, en hún var 13,1 milljón. Fyrirhugað er að leggja klæðingu á 144 þúsund fermetra. Loftorka bauð 13,2 millj- ónir í malbikun og lögn olíumalar, samtals 26.500 fermetra, sem er 85% af kostnaðaráætlun er var 15,5 milljónir kr. S.G. verktakar átti lægsta tilboð í málun lína á vegi í Suðurlands- og Reykjanesumdæmum, 2,6 millj- ónir kr., sem er 74% af kostnaðar- áætlun. Á þessu svæði á að mála samtals 160 km akreinalínur og 340 km markalínur. fram í maí, því þá þjappi karfinn sér saman í torfur vegna hrygn- ingar. Helgi sagði að úthafskarfinn héldi sig á 200 til 250 faðma dýpi þar sem Sovétmenn veiddu hann. „Hampiðjan hefur sett upp fyrir okkur um 2.500 fermetra flottroll sem við ætlum að gera tilraunir með. Trollið kostar 1,4 milljónir króna og er svipað þeim sem Rúss- ar nota við þessar veiðar. Möskv- amir fremst í trollinu eru 32 metr- ar að stærð og ummálið á því er 1.150 metrar. Ummál venjulegra flottrolla er hins vegar 500 til 600 metrar," sagði Helgi Kristjánsson. Reykjavíkurborg: Rúmlega tvö þúsund til sumarstarfa BÚAST má við að um 800 til 1.000 manns verði ráðnir til starfa hjá Reykjavíkurborg í sumar og um 1.200 til 1.400 unglingar á aldrinum 14 til 15 ára verði ráðnir í vinnu- skóla borgarinnar. Að sögn Gunnars Helgason- ar forstöðumanns ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hversu margir verða ráðnir í vor. „Borgin hef- ur ráðið um 800 til 1.000 manns til sumarstarfa síðastlið- in 10 ár auk unglinganna í vinnuskólanum," sagði Gunnar. Þeir sem eru 16 ára og eldri fá vinnu við gatnagerð, viðhald á götum, ræktunarstörf og skógrækt. Skráning í almenn störf hófst 1. apríl en skráning í vinnuskólann verður auglýst síðar. Slitlag á vegi á Reykjanesi: Lægstu tilboð 85-90% af kostnaðaráætlun UNG KONA, sem saknað hafði verið frá því á sunnudagskvöld, kom fram í gær, heil á húfi. Hún hafði dvalist erlendis í nokkra daga án þess að gera aðstandend- um vart um. Bíll hennar hafði fundist mann- laus við hafnargarðinn á Granda- garði. Allvíðtæk leit hafði verið gerð að konunni, meðal annars höfðu fjörur verið gengnar og kaf- arar höfðu leitað hennar í höfninni. Garðyrkjubændur: Tollhöfii fyrir tré grænmeti og blóm GARÐYRKJUBÆNDUR hafa áhyggjur af innflutningi á plönt- um og grænmeti vegna hættu á að með þeim berist ýmis meindýr Bylgjan/Stjarnan; Jón Asgeirsson ráð- inn sem ft*éttas1jóri JÓN Ásgeirsson hefur verið ráð- inn fréttastjóri á Bylgj- una/Stjörnuna. Jón er löngu landskunnur, fyrst sem frétta- maður og síðar framkvæmda- stjóri Rauða krossins. Hann hef- ur að undanfornu verið fram- kvæmdastjóri Mannamóta hf. og Ráðstefnumiðstöðvar Reykjavík- ur en tekur strax við hinu nýja starfi. í frétt frá íslenska Útvarpsfélag- inu hf. segir að stjórnendur þess bindi miklar vonir við störf Jóns að uppbyggingu og eflingu fréttasviðs Bylgjunnar og Stjörnunnar. Það sé skýr stefna félagsins að gera alhliða frétta-og upplýsingamiðlun að homsteini í framtíðarstarfsemi - -þessara-útvarpsstöðvar-Jón-Asgeirsson og vegna hugsanlegrar með- höndlunar innflutta grænmetis- ins með eiturefnum. Kemur þetta fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sambands garð- yrkjubænda fyrir skömmu. Leggja garðyrkjubændur til að komið verði upp „tollhöfh" fyrir grænmeti, blóní, tré, runna og lífræn ræktunarefiii. í ályktun fundarins er því beint til landbúnaðarráðherra að allar vörur verði skoðaðar í tollhöfninni og að heilbrigðisvottorða verði kraf- ist í öllum tilvikum. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna tjóns af völdum skordýra sem berast með innflutningi. Meðal annarra samþykkta fund- arins er áskomn til stjórnvalda um að fella niður söluskatt af innlendu grænmeti. Meðal annars vegna þess að söluskatturinn hafi hækkað verð grænmetis til neytenda óæskilega mikið. Á aðalfundinum var Bjarni Helgason á Laugalandi endurkosinn formaður Sambands garðyrkju- bænda og með honum í stjórn: Hannes Kristmundsson, Jóhannes Helgason, Erlingur Ólafsson og Ingólfur Guðnason. Samþykkt var samhljóða ósk Félags garðplöntuframleiðenda um aðild að Sambandinu. ,•!** *-f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.