Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 18
MÖRGMfe'LAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 13. APRÍL 1989 tt Efling iðnaðar og íríverslun: Tengsl Islands við umheiminn eftír Jón Sigurðsson Morgunblaðið birtir hér fyrri hluta ræðu þeirrar, sem Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, flutti á ársþingi iðnrekenda hinn 16. mars sl.: „Ég er sannfærður um að aukið frjálsræði í viðskiptum með Qármagn og fjármálaþjónustu mflli íslands og annarra landa getur einnig, ef rétt er áhaldið, stuðlað að aukningu þjóðar- tekna hér í framtíðinni. Ég tel að sá greinarmunur sem mörgum er tamt að gera á viðskiptum með vörur og þjón- ustu annars vegar og með Qármagn hins vegar standist ekki þegar nánar er skyggnst í eðli máls. Og ég sé ekki að í aukinni fríverslun með Qármagn og Qármálaþjónustu fe- list verulegar hættur fyrir íslenskt efnahagslíf, hvað þá efiiahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar." Mér er það mikið ánægjuefni að fá þetta tækifæri til að ávarpa full- trúa iðnaðarins á þessu ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í fyrsta sinn í starfí iðnaðarráðherra. Viðburðaríkir tímar Við lifum nú viðburðaríka tíma jafnt innan lands sem utan. Hér er ég ekki eingöngu að vísa til atburða líðandi stundar heldur ekki siður til meiri háttar þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa á undanfömum árum og flest bendir til að halda muni áfram það sem eftir lifír aldar- innar. Mér fínnst það vera samnefn- ári fyrir þessa þróun að íslenskt samfélag er sífellt að verða opnara jafnt út á við sem inn á við. Inn á við kemur þetta meðal annars fram í fráhvarfí frá miðstýringu til vald- dreifíngar í viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja og út á við í auknum skiptum við aðrar þjóðir, auknum ferðum íslendinga til annarra landa og auknu fijálsræði varðandi við- skipti með vörar, þjónustu og fjár- magn við aðrar þjóðir. Sviptingar í dægurmálum geta flýtt eða tafíð þessa þróun um stundarsakir en þær ráða litlu um höfuðáttina sem hún stefnir í því sú afstöðubreyting sem að baki býr ristir djúpt í vitund þjóðarinnar og er byggð á beinni reynslu fjöldans af skiptum við aðrar þjóðir bæði heima og erlendis en ekki þurrum kennisetningum um ágæti friversl- unar. Þessi þróun er hluti af þjóðfélags- breytingum sem snerta næstum alla heimsbyggðina þótt í misríkum mæli sé. Það er ekki einungis á Vesturlöndum sem stefna frelsis í NORRÆNI Sumarháskólinn á íslandi mun gangast fyrir nokkrum fundum á næstu vikum um nýjar aðstæður í samskipt- um Evrópuríkja og stöðu íslands gagnvart þeim. Flutt verða fræðsluerindi og almennar um- ræður verða. í frétt frá íslandsdeild Norræna Sumarháskólans segir meðal ann- ars: „Ekki er hægt að einskorða íslenska Evrópuumræðu við þá spumingu hvemig ísland nær sem bestum viðskiptasamningum við Evrópubandalagið. Líka verður að spyija um vinnumarkað, félagsleg réttindi, umhverfisvernd, vinnu- vemd, menntun og fjölmörg önnur félagsleg atriði sem öll em háð hinum efnahagslegu tengslum." viðskiptum hefur orðið ofan á und- anfarin ár. Hún hefur ekki síður gert það í ýmsum ríkjum sem kenna sig við kommúnisma. Ég nefni hér aðeins Sovétríkin og Kína sem dæmi. Auðvitað er langt í land að í þessum ríkjum hafí verið komið á markaðshagkerfí að vestrænni fyr- irmynd en þróunin stefnir ótvírætt í þá átt. Við íslendingar eigum margt ógert í þessum efnum. En það em ekki skyndiverkefni sem verða leyst á einni nóttu. Tengsl f slands við umheiminn Það er fjölmargt sem mig langar til að gera hér að umtalsefni og ég verð bví að stikla á stóm. Fyrst langar mig að víkja nokkmm orðum að þróun atvinnu- og efnahagsmála að undanfömu og horfunum á næstunni. Þá mun ég fjalla um mikilvægi iðnaðarins í þjóðarbú- skapnum og jafnframt nefna nokkr- ar nýjungar sem em á döfinni þar á meðal rannsókna- og þróunará- ætlun í þágu iðnaðarins og endur- vinnslu á úrgangsefnum. Næst ætla ég að fara nokkmm orðum um at- hugun þá sem nú fer fram á hag- kvæmni þess að byggja og reka nýtt álver hér á landi. Þar á eftir mun ég snúa mér að því sem er mál málanna um þessar mundir en það em þær breytingar sem em að verða á viðskiptaháttum í Evrópu með sameiginlegum heimamarkaði Evrópubandalagsins og þýðingu þessara breytinga fyrir Islendinga. Þetta kann að virðast sundurleit atriðaskrá en samnefnarinn er þó skýr: Tengsl íslands við um- heiminn. Fundimir verða í Norræna hús- inu, sá fyrsti þann 15. þessa mán- aðar klukkan 14. Hann ber yfir- skriftina „Staða íslands gagnvart Evrópubandalaginu við tilkomu innri markaðar." MálsheQendur verða Yngvi Öm Kristinsson hag- fræðingur hjá Seðlabanka, Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ og Kristján Jóhannsson VSÍ. Annar fundurinn verður 30. apríl og ber yfirskriftina „Horfur í alþjóða- stjómmálum. Hvert þróast hernað- arbandalögin?" Málshefjendur verða Árni Bergmann og Vigfús Geirdal. Þriðji fundurinn verður 20. maí um þjóðemishyggju og Evrópuhyggju. Meðal málshefj- enda verður Gunnar Karlsson sagnfræðingur. Ástand og horfur í efiiahagsmálum Það urðu mikil umskipti í þróun efnahagsmála á síðasta ári. Þjóðar- telqur drógust saman um 1Yi% en höfðu aukist um 1014% árið 1987. Umskiptin urðu enn meiri þegar lit- ið er til þjóðarútgjaldanna. Þau juk- ust um 16% árið 1987 en drógust hins vegar saman um 1% í fyrra. Spár um þjóðarhag á þessu ári gera ráð fyrir enn frekari samdrætti þjóðartekna og þjóðarútgjalda. Þessi umskipti — sem rekja má til minnkandi sjávarafla, lækkandi verðlags á útflutningsafurðum og síðast en ekki síst til þess að þjóðar- útgjöld fóm úr böndunum árið 1987 — hafa í för með sér mikinn aðlög- unarvanda fyrir þjóðarbúið. Höfuð- verkefnið í stjóm efnahagsmála við þessar aðstæður er að koma í veg fyrir atvinnuleysi með því að treysta rekstrargmndvöll atvinnufyrir- tækja en halda jafnframt aftur af verðbólgu og viðskiptahalla. Þessi markmið stangast auðvitað því mið- ur á að ýmsu leyti. Ef þau gerðu það ekki væri lítill vandi í land- stjórninni. Bætt rekstrarskilyrði Þegar ríkisstjómin tók við á síðastliðnu hausti stóðu mörg fyrir- tæki í útflutnings- og samkeppnis- greinum höllum fæti. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfama mán- uði — verð- og launastöðvun, geng- islækkun krónunnar í nokkmm fremur litlum þrepum, verðjöfnun- argreiðslur til frystiiðnaðarins og aðhald að vaxtaþróun — hafa bætt rekstrarskilyrði þessara greina til muna. Þannig hefur raungengi krónunnar lækkað vemlega frá því sem það fór hæst á síðari hluta árs 1987 og fyrri hluta árs 1988. Áætl- að er að á mælikvarða verðlags verði raungengi krónunnar á fyrsta ársfjórðungi í ár tæplega 13 % lægra en það var á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra og áætlað er að á mælikvarða launa hafi raungengið lækkað enn meira á sama tíma eða um nálægt 15%. Vísitala samkeppn- isstöðu útflutnings- og samkeppnis- greina, sem auk breytinga á gengi og almennu verðlagi eða launum tekur tillit til breytinga á viðskipta- kjömm einstakra greina gefur svip- aða mynd. í heild hefur samkeppn- isstaða útflutnings- og samkeppnis- greina batnað á þennan mælikvarða um 5% frá því hún varð lökust á síðari hluta árs 1987. Samkeppnis- staða útflutnings- og samkeppnis- iðnaðar eingöngu hefur hins vegar batnað um rúmlega 10%. Ég er alls ekki að halda því fram að afkomuskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina séu almennt orð- in viðunandi. Það fer til dæmis ekkert á milli mála hvað iðnaðinn varðar skiptir mjög í tvö hom varð- andi afkomuna. Þannig er afkoman með eindæmum góð í ál- og kísil- jámframleiðslu en afar slæm í ull- ar- og fataiðnaði. Þá er einnig ljóst að nú sverfur að lagmetisiðnaðnum vegna þeirrar herferðar sem er í gangi gegn afurðum hans á erlend- um mörkuðum. En það má ekki gera lítið úr þeim almenna bata sem orðið hefur á rekstrarskilyrðum út- flutnings- og samkeppnisgreina að undanfömu. Gengislækkun er ekki allsherjarlausn Gengislækkun er engin allsher- Jón Sigurðsson gagnvart útlöndum. Við þensluað- stæður í þjóðarbúskapnum getur gengislækkun einfaldlega gert illt verra með því að virka sem eldsmat- ur á verðbólgubálið. Forsenda þess að gengislækkun skili tilætluðum árangri — það er að segja lækkun á raungenginu — er að dregið hafí úr eftirspum í hagkerfínu. Þetta hefur sannast á undanfömum mán- uðum. Lækkun á gengi krónunnar í nokkmm tiltölulega litlum þrepum hefur skilað verulegri lækkun á raungengi krónunnar eins og ég hef þegar rakið. Þessi lækkun á raungenginu ásamt þeim samdrætti sem varð í innlendri eftirspum á síðari hluta árs í fyrra hafði í för með sér að halli á viðskiptum gagn- vart útlöndum á síðasta ári varð minni en horfur vom á um mitt ár eða rétt rúmlega 10 milljarðar króna sem svarar til um 4% af landsframleiðslu. Reiknað er með því að viðskiptahallinn minnkaði á þessu ári og verði nálægt 9 milljörð- um króna eða um 314% af lands- framleiðslu. Þetta er auðvitað of mikill halli. Það er hins vegar var- hugavert að ganga lengra en þegar hefur verið gert í breytingum á gengi krónunnar því þær skila sér greiðlega í hækkun á verðlagi og þar með í auknum þrýstingi á launa- hækkanir. Uppsafnaður skuldavandi Bætt rekstrarskilyrði leysa auð- vitað ekki uppsafnaðan skulda- vanda fyrirtælq'a. Til þess þarf önn- ur úrræði. Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina er eitt þeirra. Verkefni hans er einfaldlega að lengja lán sem hvíla á fyrirtækjum sem hafa rekstrargmndvöll þegar til lengri tíma er litið. Ég vil vekja athygli á því hér að það em ekki eingöngu fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa fengið fyrirgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði, heldur er þar einnig um að ræða iðnfyrirtæki sem framleiða til útflutnings. Fjár- hagsstaða allmargra útflutnings- fyrirtælq'a er hins vegar svo slæm að þau munu ekki fá fyrirgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði. Fyrir þeim liggur ekki annað en að freista þess að ná nauðarsamningum við lánardrottna sína eða lenda í gjald- þroti. í sumum tilvikum mun Hlut- aQársjóður Byggðastofnunar geta tekið þátt í endurreisn þeirra fyrir- tækja sem svo fer um enda hafi þau úrslitaþýðingu fyrir atvinnulíf í viðkomandi byggðarlagi eða at- vinnugrein. En ég vil taka það skýrt fram að fjármagn og hlutverk Hlut- afjársjóðs er takmarkað. Atvinnuástand Ég sagði áðan að höfuðviðfangs- efni ríkisstjómarinnar væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þrátt fyrir hrakspár í upphafi hefur henni tek- ist það til þessa. I janúarmánuði vom að jafnaði 3.000 manns á at- vinnuleysisskrá sem svarar til um 214% af mannaflanum. Þessar tölur vom nokkm lægri fyrir febrúar- mánuð eða 2.600 manns á atvinnu- leysiskrá og um 2% af mannaflan- um. Auðvitað verður að fara var- lega í það að draga ályktanir af þessum atvinnuleysistölum því þessa mánuði er árstíðabundið at- vinnuleysi jafnan töluvert. Þá er jarlausn hvorki á rekstrarvanda fyrirtælq'a i útflutnings- og sam- 'Réþþnísg'réiriúrh né'á vlðskiþtáfiáná* ‘ * réft' að' hkfáT huga ‘áð gæffáleýsi Norræni Sumarháskólinn á íslandi: __ A Fundaröð um Island og Evrópubandalagið og erfítt tíðarfar til sjós og lands á sinn þátt í atvinnuleysinu sem skráð hefur verið fyrstu tvo mánuði ársins — ekki aðeins erfítt efnahags- ástand. Engu að síður er ljóst að atvinnuástand er ótraust um þessar mundir. Þannig bendir atvinnu- könnun Þjóðhagsstofnunar frá því í janúarmánuði síðastliðnum til þess að í heild stefni fyrirtæki fremur að fækkun starfsfólks en íjölgun. í þessu felst mikil breyting frá fyrri atvinnukönnunum sem allt frá árinu 1985, er þær hófust hafa sýnt skort á vinnuafli þegar á heildina er litið. Kj arasamningar Framundan em kjarasamningar. Það er ljóst að þjóðhagshorfur gefa naumast svigrúm til að samið verði um óbreyttan kaupmátt almennra launa hvað þá kaupmáttaraukn- ingu. Ljóst er að í þeim viðræðum um kjarasamninga sem standa yfír munu samtök launafólks á almenn- um vinnumarkaði setja atvinnuör- yggi á oddinn. Raunsæir launa- samningar em forsenda þess að það takist að tryggja atvinnuöryggi og munu stjómvöld gera sitt til að þeir náist. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um rúmlega 24% nú í byijun mars. Þetta em að sjálfsögðu slæm tíðindi en þau em ekki fyrirboði um að verðbólga sé að fara úr böndunum. Það ríkir þó óneitanlega töluverð óvissa um verðlagsþróun á næstu missemm. Við þessar aðstæður þarf að stefna að því að ná sem fyrst hóflegum launasamningum en setja jafnframt í gang athugun á því hvemig hægt sé að stuðla í senn að atvinnuör- yggi og aðhaldi að verðhækkunum og síðast en ekki síst að kjarajöfnun i þjóðfélaginu. Mikilvægi iðnaðarins í þjóðarbúskapnum Iðnaðurinn er undirstöðugrein í íslenskum þjóðarbúskap. Við hann starfa næstum 20 þúsund manns eða nálægt 15% af mannaflanum í landinu. Undanfarin ár hefur störf- um í iðnaði að jafnaði fjölgað um 300—400 á ári. Hlutdeild iðnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur verið tiltölulega stöðug undanfarinn hálf- an annan áratug á bilinu 14—17%, sem auðvitað þýðir að á þessum tíma hafi vöxtur iðnaðarins nokk- um veginn haldist í hendur við vöxt þjóðarbúskaparins. Hlutur iðnaðar- ins í vömútflutningi landsmanna var á síðasta ári um 23% og skipt- ist nokkum veginn jafnt milli stór- iðju og annarra iðngreina. Þessi tala segir þó ekki alla söguna um hlut iðnaðarins í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar því að við hana þarf að bæta framleiðslu iðnaðarins fyr- ir innanlandsmarkað sem kemur í staðinn fyrir innflutning. Þá er það athyglisvert að iðnaðurinn hefur á undanfömum ámm gegnt mikil- vægu hlutverki í uppbyggingu at- vinnulífs á landsbyggðinni, því störfum í iðnaði hefur fjölgað meira þar en á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi iðnaðarins fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf er því ótvirætt. Engu að síður er ljóst að iðnvöxturinn hefur ekki uppfyllt vonir bjartsýnustu manna hér á ámm áður. Á þessu em án efa margar skýringar. Ég ætla aðeins að nefna þijár: í fyrsta lagi — og það sem sennilega skiptir mestu máli — þá hefur sambúðin við sjáv- arútveginn ævinlega verið iðnaðin- um erfið. Ókeypis aðgangur sjávar- útvegsins að gjöfulum fiskimiðum umhverfís landið gerir það að verk- um að samkeppnisstaða hans gagn- vart öðmm útflutnings- og sam- keppnisgreinum er ákaflega sterk þegar vel er að gáð. Þennan að- stöðumun má rekja til gmndvallar- skipunar í íslenskum þjóðarbúskap sem ekki verður breytt í skyndingu. Ég er hins vegar sannfærður um það að þegar fram líða stundir verði aðgangi að takmörkuðum fískstofn- unum við landið deilt út með ein- hvers konar sölu á veiðileyfum. Hins vegar verður óhjákvæmilega nokkur bið á því að starfsskilyrði atvinnugreina jafnist á þann hátt. í öðm lagi má telja fullvíst að smæð íslenskra iðnfyrirtækja og ekki síður smæð markaðarins sem þau háfa óhéftán áðgáng áð hafi hamlað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.