Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 SIEMENS Bakað, steikt og glóðarsteikt á mettíma! Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. MICROWELLE PLUS frá Siemens ogt,*tftiáa,ne5' SMUH& is\e°s NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Leikhópur LK í sýningunni „Við kynntumst fyrst í Keflavík." Saga í leikbúningi eftir Hjálmar Árnason Leikfélag Keflavíkur: Við kynnt- umst fyrst í Keflavík. Höfundur: Ómar Jóhannsson. Leikstjóri: Hulda Ólafsdóttir. Leikmynd: Hulda Ólafsdóttir - og Gfsli B. Gunnarsson. Búningar: Sigfríður Sigurðardóttir. Lýsing: Jónas Þorsteinsson. Hljómsveit: Veigar Margeirsson, Ari Danfelsson, Björn Árnason og Júlfus Guð- mundsson. Sýningar f Félagsbió, Keflavík. Um þessar mundir er haldið með margvíslegum hætti upp á 40 ára afmæli Keflavíkurkaupstaðar. Leik- félag staðarins leggur sitt að mörk- um með sýningunni „Við kynnt- ■ umst fyrst í Keflavík". Verkið mun samið með afmælishátíðina í huga GLÆSILEGX TOSHIBA SL-3258 Þessi f rábæra samstæða, sem seldist upp fyrir páskana, er komin aftur. 2 x 40 watta magnari Graphictónjafnari FM-stereo, MW og LW 2 kassettutæki Hraöupptaka, síspilun Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari Geislaspilari með 16 prógrömmum 16 sm breiðbandshátalarar með bakhljóm Frábært fermingartilboð: Aðeins kr. 35.900," Kr. 34.100stgr. Greiðslukjör í allt að 12 mán. pett* e/t Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 18995 OQ 622900 - NÆO BfLASTÆOI og er frumraun höfundarins, Ómars Jóhannssonar. Um er að ræða nokk- urs konar revíuform þar sem höf- undur bregður upp svipmyndum úr fortíð og nútíð. Kynnir, leikinn af höfundi sjálfum, stígur fram á svið, ávarpar leikhúsgesti og leiðir þá með skoplegum hætti á vit sögunn- ar. Brugðið er upp fímm meginþátt- um, dæmigerðum stemmningum úr bæjarlífinu en hver þeirra er svo rofinn með spjalli kynnis eða hressi- legum söngvum. Það hlýtur að teljast djarfmann- leg ákvörðun stjómar leikfélagsius að ráðast til atlögu við jafn við- kvæmt efni og hér um ræðir, hvað þá að ganga í smiðju til lítt þekkts höfundar. Af viðbrögðum leikhús- gesta á fmmsýningu að dæma er óhætt að óska Leikfélaginu til ham- ingju með frumlega og smellna af- mælisgjöf til bæjarbúa. Öllu gamni fylgir alvara. Að baki léttleikans mátti kenna brodda, suma hvassa. Ugglaust kunna ein- hver sár að sitja eftir, en þessi blanda gamans og alvöru er einmitt styrkur verksins. Af þáttunum fímm tel ég „sjoppuþáttinn" sístan, einhvem veginn var hann ekki nógu markviss og of einhæfur. Hins veg- ar bjargaði Ámi Ólafsson þeim þætti með glæsilegri endurfæðingu „Gvendar þribba", eins af kunnari Keflavíkingum. Sviðsmynd er einföld og skyn- samleg. Hún styður textann í stað þess að kæfa. Búningar breyttust skemmtilega í takt við tímann. Ástæða er til að hrósa tónlistarflytj- endum agaðan leik. Hvað er revía án söngs og hvað er söngur án texta. Grun hef ég um að bútar með meinlegum textum við grípandi lög muni heyrast á næstunni á göt- um Keflavíkur. Hulda Ólafsdóttir, leikstjóri, hef- ur greinilega valið þann kostinn að gefa hverjum leikara nokkúð fijálst svigrúm til að túlka persónurnar. Fyrir vikið verða þær hver um sig skemmtilega trúverðugar og sú heildarstemmning, sem verkið krefst, nær að einkenna sýninguna. Með þem orðum er sennilega einnig best: að lýsa frammistöðu íeikara. Á frumsýningu var salur Félags- bíós þéttsetinn. Leikhúsgestir voru á ólíkum aldri en innileg viðbrögð þeirra hljóta að hafa láunað að- standendum sýningarinnar erfiði sitt. Höfundur er skólanieistari. Mj ólkurkvótinn Kúabændur and- vígir aukningu KÚABÆNDUR eru andvígir því að auka mjólkurfrainleiðslu um tvær milljónir lítra á næsta ári gegn samsvarandi samdrætti kinda- kjötsframleiðslunnar. Hugmyndir þessa efhis hafa verið settar fram en Landssamband kúabænda hafhaði þeim á aðalfundi sambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. Kúabændur benda á að þegar á næsta verðlagsári beri ríkið ábyrgð á 104 milljónum lítra sem er að hluta til framleiðsla umfram innan- landsneyslu. Einnig líði óðum að því að samningar bænda við Fram- leiðnisjóð um leigu á mjólkurrétti renni út og þá gæti framleiðslan aukist um meira en tvær milljónir lítra til viðbótar. Næðu hugmyndir um skipti á mjólkur- og sauðfjár- rétti fram að ganga væri virkur mjólkurréttur orðinn meira en 108 milljónir lítra við lok gildistíma bú- vörusamnings en engar líkur á að hægt sé að afsetja alla þá mjólk innanlands eða utan. Innbrot Brotist inn í skóla og gælu dýravershin SÍBROTAMAÐUR var staðinn að innbroti í gæludýraverslun við Laugaveg aðfaranótt þriðjudags- ins. í fórum mannsins, sem var ölvað- ur, fundust hamar, glerskeri og um 7000 krónur. Hluta ijárins hafði hann stolið úr versluninni. Aðfaranótt þriðjudagsins var brotist inní Þinghólsskóla í Kópa- vogi. skemmdir voru unnar en ekki var vitað hvort einhverju hefði veirð stolið. 11 rúður voru brotnar í Ár- bæjarskóla að kvöldi mánudagsins. Þá var brotist inn í m/s Álftafell í Reykjavíkurslipp. Rótað var og skemmt en ekki var vitað hveiju var stolið. Þá var brotist inn í bíl við Grettis- götu og stolið veski með kredit- korti og ávísanahefti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.