Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 19 vexti innlends iðnaðar. Þannig hef- ur til dæmis bolmagn innlendra iðn- fyrirtækja til að sinna rannsókna- og þróunarstarfi verið ákaflega tak- markað. I þriðja lagi hafa innlendar orkulindir ekki orðið sú undirstaða stóriðju sem ætla mátti þótt von- andi verði þar breyting á næstu árum eins og ég mun víkja að á eftir. Rannsókna- og þróunaráætlun Hagnýt rannsókna- og þróunar- starfsemi í þágu iðnaðarins er ónóg hér á landi. Reyndar á þetta við um alla rannsókna- og þróunar- starfsemi í landinu. Heildarútgjöld íslendinga til þessa málaflokks í hlutfalli við þjóðarframleiðslu eru ekki nema þriðjungur til helmingur af því sem algengast er í iðnríkjun- um. Þetta er óviðunandi. Þá er það sérstakt vandamál hér á landi hversu lítil framlög fyrirtækjanna sjálfra tii þessara þarfa eru. Hér veldur ekki skilningsskortur heldur skortir fyrirtækin oftast nær ein- faldlega bolmagn til að ráðast í viðamikil rannsókna- og þróunar- verkefni. Hið opinbera hefur því augljósu hlutverki að gegna við rekstur rannsóknastofnana í þágu atvinnulífsins en jafnframt er mikil- vægt að auka þátttöku fyrirtækj- anna sjálfra í rannsókna- og þróun- arstarfsemi. í þessu skyni var nýlega ákveðið að hrinda í framkvæmd sérstakri rannsókna- og þróunaráætlun á vegum iðnaðarráðuneytisins og Iðn- tæknistofnunar. Þessi áætlun sem er til 2—3 ára, verður fólgin í 8—10 skýrt afmörkuðum verkefnum sem Iðntæknistofnun mun vinna að í nánu samstarfi við ákveðin fyrir- tæki. Þáttur stjómvalda í þessari áætlun er fyrst og fremst fólginn í því að leggja fram hluta þess fjár sem þörf er á til að standa straum af kostnaði við verkefnin. Ég hef ákveðið að veija í þetta þróunarátak á þessu ári um 7 milljónum króna af því fé sem á fjárlögum fyrir árið 1989 er ætlað til iðnþróunar og iðnaðarrannsókna. Gert er ráð fyrir að framlag ríkissjóðs nemi fjórðungi af heildarkostnaði hvers verkefni en fyrirtækin og ýmsir sjóðir standi undir þremur fjórðu hlutum hans. Hér er því um að ræða 60—90 millj- óna króna átak á næstu árum þeg- ar allt er talið. Þetta er ef til vill ekki ýkja há fjárhæð en hún er engu að síður há miðað við það fé sem nú er varið til þessara mála. Það er von mín að þetta frumkvæði skili sér í aukinni þátttöku fyrir- tækja í rannsókna- og þróunar- starfi hér á landi og verði iðnaðinum jafnframt lyftistöng. Athugasemdir frá Pottínum og pönnunni NOKKRAR athugasemdir frá Pottinum og pönnunni vegna verðkönnunar Verðlagsstofhun- ar á matsölustöðum án vínveit- inga og skyndibitastöðum, sem Morgunblaðið skýrði frá: 1. Verðkönnun þessi er gerð í janúar og febrúar 1989 en ekki birt fyrr en í aprílbyijun. Hún hlýt- ur því að vera orðin of gömul til Háskóla- fyrirlestur í guðfræði Föstudaginn 14. apríl flytur dr. Geoffrey Wainwright, pró- fessor í trúfræði við Duke Uni- versity í Bandaríkjunum, fyrir- lestur í guðfræðideild Háskóla íslands. Prófessor Wainwright á sæti í trúar- og skipulagsmálanefnd Al- kirkjuráðsins. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í kennslustofu V í Aðal- byggingu HÍ og hefst klukkan 10.15. að gefa rétta mynd af verðlaginu í dag. 2. Ekki er leitað eftir því að fá þær tölur staðfestar sem fram koma í könnuninni hjá forsvarsmanni við- komandi fyrirtækis til að auka áreiðanleika þeirra. 3. Með öllu er óraunhæft að bera saman verð á veitingahúsum með takmarkaða þjónustu, grillum og kaffiteríum. 4. Sjálfsagt væri að geta þess þegar önnur máltíð er innifalin í verðinu eins og t.d. salatbar. 5. Ódýrasti réttur á dagseðlinum okkar þegar þessi könnun var gerð, fyrir utan barnarétti, kostaði kr. 660.00 með salatbar, súpu og kaffi, en ekki kr. 820.00. 6. Á þeim langa tíma sem leið frá því að könnunin var gerð og þar til að hún var birt hefur verð- lækkun átt sér stað á Pottinum og pönnunni t.d. á gosi, pilsner og ýmsum réttum auk þess sem bætt hefur verið inn á matseðil okkar nokkrum mjög ódýrum og góðum réttum. Þetta var m.a. gert til að- léttara væri fyrir bamafólk að koma og borða hjá okkur því gos og létt- ar máltíðir fyrir börn og fullorðna vógu þungt í þeim kaupum. Sem sagt síðasta verðlækkun hjá okkur var gerð rúmum mánuði áður en könnun þessi var birt. 0HITACHI Sjónvarpstæki sem treystandi er á. 3já ára ábyrgð iíW»RÖNNING •//“// heimilistæki KRINGLUNNI OG NJALSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 Til upplýsinga læt ég hér fylgja með dæmi um rétt verð í dag á þeim atriðum sem könnuð voru í „könnun VerðIagsstofnunar“. Gosdrykkur 60,00 kr. Pilsner 80,00 kr. Appelsínusafi (hreinn) 70,00 kr. Kaffi með mat innifalið Kaffibolli 50,00 kr. Súpa dagsins 250,00 kr. Ódýrasti fiskréttur 470,00 kr. Súpa innifalin í verði. Ódýrasti kjötréttur 485,00 kr. Súpa innifalin í verði. Bamaréttir frá kr. 230,00 til kr. 330,00. Að lokum vona ég að Verðlags- stofnun framkvæmi áreiðanlegri kannanir í framtíðinni. F.h. Pottsins og pönnunnar, Ólafúr Óskarsson, framkvstj. Einstakt tækifæri 2. maí til Spánar með Veröld -Þúsparar allt að kr. 42.100/ fyrir fjölskylduna Farþegar okkar á Benidorm og Costa del Sol eru nú í góðu yfirlæti og veðrið er yndislegt, um 25 stiga hiti á daginn. Við seljum nú síðustu sætin til Spánar 2. maí, en aðrar brottfarir okkar í maí eru uppseldar. * Verðmismunur í maí og júlí fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Benal Beach. HRflAMIflSTÖfllN Austurstræti 17, sími 622200. Málið er svo einfalt að þegar við kaupum leðursófa- sett veljum við gegnumlitað leður og alltaf anilínsútuð (krómsútuð) leður og leður- húðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum - og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru endingarbestar). Ef þú ert í einhveijum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Húsgagna-höllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.