Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Húsbréfakerfið: Ótakmarkaður aðgangur að ríkistryggðu lánsfé og ávís- un á spillingu og verðbólgu - segir í áliti fimm stjórnarmanna Húsnæðisstofhunar FIMM-AF tíu stjómarmönnum Húsnæðisstofnunar ríkisins gagnrýna harðlega húsbréfa- kerfi það, sem félagsmálaráð- herra hefiir boðað. I álitsgerð sem þeir sendu félagsmálanefiid Alþingis rekja þeir hugmyndira- ar um húsbréfakerfíð, lýsa nú- verandi húsnæðislánakerfi og stöðu þess, sefja fram tillögur um úrbætur á því kerfí, og loks gagnrýna þeir fram komnar hug- myndir um húsbréfakerfíð. Með- al helstu atriða gagnrýninnar er að með húsbréfakerfí yrði veitt- ur ótakmarkaður aðgangur að lánsfé með ríkisábyrgð, utan lánsfjárlaga, að auðveldar leiðir skapist til spillingar i formi mis- notkunar kerfísins og að hús- bréfakerfið auki á þenslu á Qár- magnsmarkaði og þar með leiði til hækkunar vaxta og aukinnar verðbólgu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atriðum álitsgerðar fimmmenninganna. Húsbréfakerfi byggir á því, að kaupandi íbúðar greiðir ákveðinn hluta verðsins (65%) með veð- skuldabréfí. Seljandinn getur skipt skuldabréfunum fyrir húsbréf sem Húsnæðisstofnun gefur út. Hug- myndin með þessu fyrirkomulagi er sú, að fjármögnun íbúðakaupa verði í ríkari mæli en nú er innan markaðarins, það er að seljandi láni kaupanda. Seljandi á þó að geta fengið féð í hendur þar sem hús- bréf eiga að verða markaðshæf, þannig að seljandinn getur selt þau, ef hann vill losa um féð. Forgangur á atvinnuvegina Fimmmenningamir segja að hús- bréfaskiptin, sem eiga að auka innri fjármögnun á fasteignamarkaði, veiti forgang að peningaspamaði landsmanna, til dæmis umfram at- vinnuvegina, vegna þess að þau eru með ríkisábyrgð. „Með leið skulda- bréfaskipta og ríkisábyrgðar mun allt það fé sem flyttist við innri fjár- mögnun úr bankaspamaði í húsbréf verða opinbert lánsfé og þar með eykst opinbert íjármagn til hús- næðismála. Auk þess munu þau skuldaberéf sem áður gengu á milli kaupanda og seljanda einnig verða ríkistryggð og þar með opinbert fjármagn," segir í álitsgerðinni. Ennfremur: „Síðast en ekki síst mun verða auðvelt að ná hagstæð- um ríkistryggðum skuldabréfum til annarrar fjármögnunar en til íbúða- kaupa í gegn um skuldabréfaskipti. Þetta mun verða auðvelt því ekki er krafíst annarra skilyrða en veða og greiðslugetu." Þá segja þeir: „Engin efri mörk em á þeim heildarupphæðum sem Byggingarsjóði er heimilt að skipta skuldabréfum fyrir.“ Opnað íyrir spillingu Hættan á spillingu er sögð fólgin í því að menn nálgist húsbréf eftir krókaleiðum. „Aðferðir til að fá húsbréfafjármagn eru einfaldar. íbúðareigandi sem á skuldlitla íbúð selur og fær greitt með húsbréfum. Síðan kaupir sami maður aðra íbúð og þá á skuldabréfi sem hægt er að breyta í húsbréf. Húbréfunum sem fengust greidd fyrir fyrri íbúð- ina er hægt að halda eftir og nota fjármagnið til annarra hluta. Ætt- ingjar eða kunningjar munu geta skipt á íbúðum sín á milli og feng- ið út húsbréf og skipt síðan aftur á íbúðum, sem þá vissulega væru með veði fyrir því ijármagni sem hefur verið reitt af hendi. Ekki er betur hægt að sjá en sú innri fjár- mögnun sem átti að fást með hús- bréfum muni hverfa fyrir lítið og fjármagn fari úr húsbréfakerfinu beint til annarra nota en því var ætlað.“ VerðbólgTJvaldur Fimmmenningamir vara við hug- myndum um að leysa í einu vet- fangi úr biðröðinni eftir lánum, reyndar draga þeir í efa að hún sé jafn stór og af er látið og segja hana fara minnkandi. „Ef sinna á þeim biðlista sem liggur fyrir og öllum þeim sem „ætla“ að sælq'a um lán á skömmum tíma getur það ekki haft annað í för með sér en verðsprengingu á íbúðamarkaði." Ætlunin er að hlutkesti ráði hve- nær Húsnæðisstofnun endurgreiði húsbréf, sem þýðir að tilviljun ræð- ur hvenær handhafi bréfsins og eig- andi fær greiðslu. „Vegna þess ... gerir enginn greiðsluáætlun á grundvelli þeirra," segir í álits- gerðinni. Þá er sagt að óvissa sé fyrir hendi um markaðshæfni bréf- anna, en til að tryggja gengi bréf- anna eigi að koma upp viðskipta- vaka sem tryggi verð þeirra. „Bygg- ingarsjóður á með öðrum orðum að vera tilbúinn til að leggja út pen- inga til kaupa á húsbréfum á mark- aði. Þetta þýðir að Byggingarsjóður á að haga sér eins og hundur að elta skottið á sjálfum sér, gefur út skuldabréf og kaupir þau síðan aft- ur.“ Þá er sagt að gangi húsbréf lið- lega á skuldabréfamarkaði og fái hátt skiptagildi muni þau fá sama gildi og peningaseðill. „Útgáfa hús- bréfa mun því hafa að nokkru leyti sömu áhrif og peningaprentun og verða þar með verðbólguhvetjandi." Sveiflur aukast Þeir vitna til reynslu af húsnæð- islánamarkaði í Danmörku og segja að ekki sé um sambærilegt kerfí að ræða. Dönsk húsbréf séu þar seld á fjármagnsmarkaði af stofnun til þess að afla fjár til húsnæðis- lána. Sveiflur hafí verið miklar á raunávöxtun þeirra bréfa og hér á landi muni síst verða minni sveiflur. „Er ekki líklegt að húsbréf, kannski upp á nokkra milljarða, sem koma á markað hvort heldur er á þenslu- eða samdráttartíma, muni magna hagsveifluna fremur en að draga úr henni?" er spurt. Þá segja þeir að samanlagt muni áhrif húsbréfakerfisins leiða til hækkunar fasteignaverðs og að verði kerfíð samhliða núverandi kerfí sé hætt við að það hafí skað- leg áhrif á fasteignamarkaðinn með því að þeir sem geti orðið sér úti um fé á húsbréfamarkaði muni bjóða upp verðið fyrir þeim sem bíða eftir láni frá Húsnæðisstofnun. Vextir hækka Þeir segja að húsbréfaviðskipti séu á margan hátt frumstæðari við- skiptamáti á fasteignamarkaði en niðurgreidd lán Húsnæðisstofnun- ar. „Eins og ástand er nú á mjög vanþróuðum íslenskum verðbréfa- markaði er nær víst að verulegt framboð húsbréfa myndi lækka verð þeirra vegna mikilla affalla og á þann hátt hækka fjármagnskostn- að af húsnæði. Það er, þetta leiddi til stórhækkaðra vaxta.“ Þá gagnrýna þeir að ráðgjöf eigi að færast frá Húsnæðisstofnun til banka og annarra aðila á markaði. Þeir segja að í ljóis hafi komið á fundum með bankamönnum að bankamir telji sig þurfa ..meiri þóknun fyrir þessa þjónustu en svo, að húsnæðisstjórn telji réttlætan- legt að lántakendur greiði hana.“ Þau lána mest Sagt er í álitsgerðinni að með hús- bréfakerfi muni íbúðaeigendur á höfuðborgarsvæðinu lána mest vegna þess að þeir eiga dýrari íbúð- ir en em utan svæðisins. „Miðaldra og gamlir íbúar höfuðborgarsvæðis- ins eiga dýrar og skuldlausar íbúð- ir. Þau munu því lána mest í hús- bréfakerfinu og verða fyrir mestum afföllum vegna þess að þau eru sá þjóðfélagshópur sem líklegastur er til að þurfa (ekki endilega vilja) selja húsbréf á markaði. íbúðareig- endur utan höfuðborgarsvæðisins sem búa í íbúðum byggðum eða keyptum eftir 1980 lána minnst í húsbréfakerfinu. Áhrif húsbréfa- kerfisins munu því verða misjöfn eftir landshlutum og þjóðfélags- hópum.“ Einn hópurinn sem mun verða útundan, að mati fimmmenning- anna, er ungt fólk. „í húsbréfakerfi eru engin félagsleg sjónarmið," er sagt og fullyrt að núverandi for- gangshópar verði verr úti. Eftirlit slaknar Fimmmenningarnir segja að nú sé öllum kunnugt um það verð sem þurfi að greiða fyrir lánsfé frá Húsnæðisstofnun, neytendaeftirlit sé því öflugt. „Ekkert neytendaeft- irlit verður með vaxtabótum af því tagi sem fyrirhugaðar eru. í saman- burði við ástandið nú munu fáir hafa þá þekkingu sem þarf til að geta lagt mat á það hvort hann fær réttláta meðferð yfirvalda." Úrbætur á núverandi kerfi Fimmmenningamir leggja til að núverandi lánakerfi verði bætt og halda fram að sá kostur sé væn- legri en að taka upp húsbréfakerfi. Þeir leggja til að lífeyrissjóðir tryggi fjármögnun með óbreyttum skulda- bréfakaupum af Húsnæðisstofnun, það er fýrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Þá leggja þeir til að þeir sem búa í eigin húsnæði geti fengið endurkaupalán, líka þegar um ný- byggingu er að ræða, þannig mætti ráðstafa 4,5% af útlánafénu til ann- arra en nú fá nýbyggingalán. Þeir leggja til að húsnæðislán verði ekki veitt þeim sem eiga eignir yfir ákveðnu hámarki og þá verði allar eignir taldar, það er fasteignir, bflar, verðbréf, bankainnistæður og hlutabréf. Þeir vilja að hægt verði að geyma lánsrétt í þeim tilvikum þegar einhver vill ekki fullnýta rétt sinn strax, þá geti hann tekið hluta lánsins síðar. Lagt er til að tekjuhá- ir einstaklingar greiði hærri af- borganir en aðrir og greiði þannig lánin niður á skemmri tíma. „Allar þessar breytingar mundu gera það að verkum að 12% af útlánafé sjóðs- ins yrði fært frá tilteknum hópum umsækjenda til annarra. Með hrað- ari endurgreiðslu ykist síðan svig- rúmið til útlána.“ Að lokum leggja þeir til að Húsnæðisstofnun verði heimilað að gefa út skuldabréf og selja á almennum markaði til að afla fjár til útlána. Þeir stjómarmenn Húsnæðis- stofnunar sem skrifa undir þessa álitsgerð em Björn Þórhallsson og Grétar Þorsteinsson fulltrúar ASI, Grímur S. Runólfsson og Hákon Hákonarson fulltrúar Framsóknar- flokks og Jón Gunnarsson kosinn af Borgaraflokki. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra: Andóf af pólitískum toga rakalaus niðurrifestarfeemi — Segir annarleg sjónarmið ráða ferðum hjá helmingi Húsnæðismálastjórnar JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra segir að einsýnt sé að þeir fímm stjórnarmanna Húsnæðismálastjóraar sem leggjast gegn því að tekið verði upp svokallað húsbréfakerfi, ætli sér að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga. „Það væri mikill ábyrgðar- hluti, ef þeim tækist það,“ sagði félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið i gær. „Þama virðast einnig vera á ferð- inni sömu öfl og gerðu sitt ítrasta til að bregða fæti fyrir framgang kaupleiguíbúðanna á Alþingi fyrir ári síðan og sömu öfl og reyndu að koma í veg fyrir að framvarp sem ég flutti árið 1987 og átti að draga úr sjálfvirkni í húsnæðiskerf- inu, m.a. lánveitingum til hinna efnameiri, yrði að lögum,“ sagði Jóhanna. „Ég legg líka áherslu á að hér er um álit fímm einstaklinga að ræða,en ekki Húsnæðismálastjórn- ar,“ sagði Jóhanna. „Þessi rakalausa niðurrifsstarf- semi gegn húsbréfunum sem birtist í greinagerð fímmmenninganna kemur mér því í sjálfu sér ekki á 6vart,“ sagði Jóhanna, „þeir sem helstan hlut áttu að máli árið 1986 að koma á núgildandi kerfí, hafa notað hvert tækifæri til að bregða fyrir mig fæti í endurskipulagningu á húsnæðiskerfinu. Ég tel því að na't-v n.t! »»iawgm¥««».niu»tw<w þetta sé andóf af pólitískum toga, þar sem annar leg sjónarmið virð- ast ráða ferðinni og þar sem höf- undar núverandi kerfis leggja alla áherslu á að verja kerfí sem komið er i þrot og neita að viðurkenna staðreyndir, en átta sig ekki á því að þeir hitta helst fyrir síná eigin umbjóðendur," sagði félagsmála- ráðherra. Aðspurð hvað hún teldi vera rangt í álitsgerð fímmmenning- anna, sagði Jóhanna: „Það er full- yrt í greinagerðinni, í löngu máli, að núverandi kerfi sé að komast í jafnvægi. Á sama tíma liggur fyrir á Alþingi álit sem lagt var fram fyrir nokkram dögum, frá sjálfri Húsnæðisstofnun ríkisins sem gengur í þveröfuga átt við álit fimmmenninganna. Þar kemur fram að enn berist inn fleiri um- sóknir heldur en afgreiddar era út og um næstu áramót verður biðröð- in engu styttri en hún er nú. Hús- næðisstofnun áætlar að um næstu áramót verði óafgreiddar umsóknir fleiri en nú era, eða um 10.600. að auki kemur fram hjá Húsnæðis- stofnun í þessu áliti að biðtími eftir lánum getur nú verið allt að 37 mánuðir.“ „Ég bendi einnig á hvað þeir vilja í staðinn: frekari skömmtunarað- gerðir innan núgildandi kerfís - og krafa hefur einnig komið fram um að setja nokkra milljarða á næstu 2-3 áram til viðbótar úr Ríkis- sjóði inn í þetta kerfi. Þeir peningar era ekki til. Það era einmitt slíkar lausnir sem andófshópar gegn hús- bréfum leggja til, sem hafa skaðleg áhrif á peninga- og fasteignamark- að,“ sagði Jóhanna. Félagsmálaráðherra sagðist jafn- framt vísa fullyrðingum alfarið á bug, þess efnis að húsbréfakerfið ylli verðsprengingu og þenslu , hefði skaðleg áhrif á fasteignamarkaðinn og drægi fé frá atvinnuvegunum. „Enda gengur álit fimmmenning- anna þvert á álit sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar sem unnu álitsgerð um áhrif húsbréfakerfísins á fast- eignamarkaðinn. Þeir telja að hús- brefakerfið hafi jákvæð áhrif á fast,- eignamarkaðinn og að það muni stuðla að auknum stöðugleika á fasteignamarkaðnum, lækkun fast- eignaverðs, lækkun vaxta, auk þess sem húsbréfakerfíð myndi lækka útborgunarhlutfall og auka innri fjármögnun fasteignamarkaðarins. Það hefur verið unnið mjög vand- lega að undirbúningi þessa máls i bráðum á annað ár, þar sem könn- uð hafa verið áhrif af hinum og þessum þætti. Ég vil biðja menn um að bera það saman við núgild- andi kerfi, sem fór á tæplega viku í gegnum Alþingi, þannig að það gafst enginn tími til að skoða það eða kanna hvaða áhrif það hefði á mismunandi þætti,“ sagði félags- málaráðherra. Ráðherra kvaðst hafa fundið fyr- ir víðtækum stuðningi við húsbréfa- kerfið úti í þjóðfélaginu og vitnaði í álit BHMR þar sem kemur fram mjög jákvæð afstaða til húsbr- Wefakerfisins og hún sagðist telja að mikill meirihluti væri fyrir því á Alþingi. „Því tel ég að það væru hrein skemmdarverk ef fámennum hópi tekst nú á síðustu stundu að bregða fæti fyrir þetta mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. 111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.