Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 27
26 1 A r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 pitrgminMalil! Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Atvinnuleysið Um 2.700 manns hafa að jafnaði verið atvinnu- lausir í mánuði hveijum, það sem af er þessu ári. Þetta er þreföldun atvinnuleysis frá sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöföldun á atvinnu- leysi, ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára. Þetta er býsna stór hópur. Þessir ein- staklingar hafa margir hvetjir fyrir fjölskyldum að sjá. At- vinnuleysið kemur því niður á fleiri einstaklingum en þess- um 2.700. Viðbrögð við þess- um tölum eru hins vegar ótrú- lega daufleg. Þeir tveir stjórnmálaflokk- ar, sem hafa talið sig sérstaka málsvara verkalýðsins, Al- þýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, eiga báðir aðild að þess- ari ríkisstjórn. Undir þeirra stjórn er orðið mesta atvinnu- leysi, sem hér hefur þekkzt árum saman. Þrátt fyrir það verður þess ekki vart, að for- ystusveit þessara tveggja flokka hafi sérstakar áhyggj- ur af þessu atvinnuleysi, eða hyggist gera sérstakar ráð- stafanir til þess að útvega þessu fólki atvinnu. Það fer líka ótrúlega lítið fyrir því, að verkalýðsfélögin lýsi áhyggjum yfir atvinnu- leysinu. Helztu foringjar verkalýðsfélaganna hafa látið ýmis mál til sín taka en ekki er að sjá, að þeir hafi mikið um þetta atvinnuleysi að segja. Hvað veldur því, að 2.700 einstaklingar, sem eru atvinnulausir, virðast vera að gleymast? Telja menn, að það sé ekkert óeðlilegt, að umtals: vert atvinnuleysi sé hér? í öðrum löndum hefur lengi verið talið, að „hæfilegt“ at- vinnuleysi væri nauðsynlegt. Sá hugsunarháttur hefur ekki ríkt hér. Er hann að ryðja sér til rúms undir vinstri stjórn? Atvinnuleysi 2.700 ein- staklinga er mikið áhyggju- efni. En jafnframt er ekki ástæða til að ætla annað en að þetta ástand haldi áfram. Eftir nokkrar vikur kemur mikill fjöldi skólafólks á vinnumarkaðinn. Hvar á það fólk að fá vinnu? Meðan at- vinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni um er hætta á því, að það verði erfitt fyrir vinnumarkaðinn að taka á móti þeim mikla Qolda skóla- fólks, sem er á leiðinni út úr skólunum og inn á vinnu- markaðinn. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, lýsir þeirri skoðun í Morgunblaðinu í gær, að at- vinnulífið hafi búið við falsað gengi í fjögur ár. Það er út af fyrir sig þungur áfellis- dómur yfir þeim ríkisstjórn- um, sem setið hafa á þessu tímabili. En hvort sem menn eru sammála eða ósammála borgarstjóra um þetta mat á ástæðum erfiðrar stöðu at- vinnuveganna er það alveg ljóst, að ríkisstjórnin getur ekki setið aðgerðarlaus. Sá mikli samdráttur, sem nú stendur yfír í atvinnu- og við- skiptalífí landsmanna, er ekki til kominn vegna aflahruns eða verðfalls á erlendum mörkuðum. Menn bera þenn- an samdrátt stundum saman við kreppuárin 1967-1969. Þá varð hrun í síldveiðum, aflabrestur á þorskveiðum og verðhrun á erlendum mörkuð- um. Ekkert slíkt hefur gerzt nú. Afli er mikill. Verð er hátt. Undirstaðan er því í lagi. En annað ekki. Núverandi ríkisstjórn sýnir engin merki þess, að hún ætli að taka vandamál at- vinnulífsins alvarlegum tök- um. Geri hún það ekki mun atvinnuleysi aukast. Þá mun skólafólk standa uppi at- vinnulaust og tekjulaust í sumar með hrikalegum afleið- ingum fyrir möguleika þess að halda áfram námi næsta vetur. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórn verkalýðsflokk- anna og Steingríms Her- mannssonar vakni? Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að á tímum umtalsverðs atvinnu- leysis færu fjölmennir starfs- hópar í verkfall. Kannski er það til marks um hve fjar- lægðin er orðin mikil á milli undirstöðuatvinnuveganna, þar sem verðmætasköpunin fer fram, sem við lifum öll á, og ýmissa þjónustugreina, sem frá degi til dags starfa ekki í nokkrum tengslum við sjávarútveginn. En hvernig í ósköpunum halda menn, að það sé hægt að semja um hærra kaup við opinbera starfsmenn á sama tíma og sjávarútvegurinn er að falli kominn og tæplega 3.000 ein- staklingar ganga um atvinnu- lausir? AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON Fjárinagiismarkað- ur leitar jafiivægis Stóraukin fagmennska ein afleiðinga jákvæðra vaxta Fjármagnskostnaður. Þetta orð hefur verið notað til skýringar flest- um vandamálum í atvinnurekstri hér á landi undanfarin misseri. Þess er skemmst að minnast þegar fulltrúar sveitarfélaga þinguðu í Reykjavík með ráðherrum og greindu frá mörgum dæmum um að fjár- magnskostnaðurinn væri að leggja fyrirtæki, jafnvel byggðarlögin, í rúst. En vextir hafa farið lækkandi frá áramótum á almennum Qár- magnsmarkaði, aukin bindiskylda hindrar þá þróun segja bankamenn. Fréttir hafa verið sagðar af því að peningar hrönnuðust upp hjá bönk- um og verðbréfasjóðum og illa gengi að endurlána, það er ávaxta, féð. Morgunblaðið kannaði stöðuna á fjármagnsmarkaði og hvemig þróunin hefiir verið undanfarið. Megin niðurstaðan er þessi: Eftir tíu ár frá setningu Ólafslaga um verðtryggingu Qárskuldbindinga, virðist markaðurinn almennt vera að aðlagast verðtryggingunni, fagmennska hefiir mtt sér til rúms í ríkum mæli innan Qármálastofnana, og, í augnablikinu, innlán hafa aukist nokkuð umfram útlán og eftirspura fyrirtækja eftir lánum hefur dregist saman. Staðan Heildarinnlán, að meðtöldum áætluðum áföllnum vöxtum, jukust um 3,9% fyrstu tvo mánuði ársins í innlánsstofnunum, sem er hækkun um eitt til tvö prósent að raunvirði. Á sama tíma í fyrra var aukningin 2,9%. Innlán alls voru 88,6 milljarð- ar í lok febrúar. í febrúar lækkuðu innlánin að raunvirði. Heildarútlán innlánsstofnana stóðu í stað fyrstu tvo mánuði árs- ins. Þau lækkuðu reyndar að krónu- tölu um 18 milljónir. Á sama tíma í fyrra jukust útlán um 5,4%. Heild- arupphæð útlána var í lok febrúar 89,9 milljarðar króna. Útgefin skuldabréf verðbréfasjóð- anna voru í lok febrúar alls um 6,5 milljarðar króna og höfðu aukist um nálægt 800 milljónum frá áramót- um. Leigusamningar eignaleiga voru alls upp á rétt rúmlega sex milljarða og höfðu staðið í stað frá áramótum. Lánsumsóknir til Iðnþróunarsjóðs voru jafnmargar fyrstu þijá mánuði þessa árs og sama tíma í fyrra, eða 30. Upphæðimar sem sótt var um voru 374 milljónir í fyrra og 434 í ár. Það er nokkur raunlækkun, ná- lægt 6,8%. Lánsumsóknum til Iðnlánasjóðs hefur fækkað verulega og upphæð- imar lækkað um 74% miðað við fyrstu þijá mánuði þessa og fyrra árs. í ár bárust 30 umsóknir, en 68 í fyrra. Nú er sótt um 122 milljónir, en í fyrra um 468 milljónir króna. Hækkun innlána Við leit að skýringum á hækkun innlána umfram útlán, urðu einkum fímm augljósar. í fyrsta lagi hefur ríkissjóður greitt um það bil einn milljarð króna fyrir innleyst spari- skírteini umfram andvirði seldra skírteina. Verðbréfasalar segja að þetta fé hafi að mestu farið í að kaupa önnur verðbréf á markaðnum. í öðru lagi keyptu lífeyrissjóðimir skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir um 500 milljónum króna minni upp- hæð en áætlað var og fór það fé að miklu leyti til að kaupa bankabréf. í þriðja lagi nefndu talsmenn verð- bréfasjóða að neysla almennings hefur minnkað meira en sem nemur tekjusamdrætti og því myndað sparnað. Augljóst merki um það er hmn í bílasölu. í fjórða lagi lentu margir bankar í lausafjárerfiðleikum í fyrra og þurftu að greiða refsi- vexti til Seðlabankans. Það vilja þeir ekki láta gerast aftur og gæta því betur að sér nú. Loks hefur dreg- ið úr eftirspum eftir lánsfé, sem sést skýrast á umsóknum til Iðnlána- sjóðs. Breytt umhverfi Með Ólafslögum kom verðtrygg- ing fjárskuldbindinga, sem þýddi að vextir urðu ekki lengnr neikvæðir, lánin hurfu ekki í verðbólgu. Þama var skrefið að vísu ekki stigið til fulls gagnvart fyrirtækjum, það gerðist ekki fyrr en 1985, þegar afurðalán tóku að bera jákvæða vexti. Þar með féll síðasta vígið sem gat falið stjórnunarleg mistök í rekstri fyrirtækja. Eftir það hefur íslenskt fjármálaumhverfi verið með allt öðm sniði en var fyrir áratug síðan. Það hefur haft í för með sér að einstaklingar og fyrirtæki þurfa að beita breyttum aðferðum við áætlanir sínar og lántökur. Nú dug- ir ekki lengur að treysta á guð og lukkuna, dæmið verður að vera reiknað rétt, áður en lánið er tekið. Þetta hefur ekki öllum tekist og hafa ofíjárfest, tekið of mikil lán, hafa ekki séð fyrir, eða eins og sum- ir viðmælenda sögðu, lokað augun- um fyrir fjármagnskostnaðinum. Markverðasta breytingin, segir einn viðmælandi blaðsins, á nýliðn- um ámm er sú, að nú sjást varla lengur menn sem hann kallaði „fjáraflamenn". Menn sem reyna að komast yfir fé með einhveiju móti og vita ekki hvemig á að endur- greiða það, telja sig jafnvel ekki þurfa þess. í stað þeirra em komnir vel skipulagðir menn, með raun- hæfar áætlanir. Þetta, segir hann, er glöggt merki þess, að Ólafslög em nú, tíu ámm eftir gildistöku, farin að sýna árangur, menn em famir að aðlagast breyttu umhverfi. Meiri fagmennska Innan peningastofnana hefur áhrifa Ólafslaga ekki síður gætt. Margir viðmælendur sögðu að fag- mennska væri ólíkt meiri nú en áð- Morgunblaðið/ Ami Johnsen Endi Klakksins skagar upp úr skriðunni, en §ær sér til Víkur í Mýrdal og Hjörleifshöfða. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 ur. Jafnvel í pólitískt skipuðum bankaráðum væm menn famir að gera sér grein fyrir, að vafasamt væri að gefa fé skattborgaranna til illa rekinna fyrirtækja. Dæmi um það væri andstaðan við Atvinnu- tryggingasjóð. í lífeyrissjóðunum, bönkum og sparisjóðum, á verð- bréfamörkuðum, alls staðar ríkir aukin fagmennska. Hvað þýðir það? Jú, peningarnir em nýttir betur en áður, vel er gætt að ávöxtun þeirra, þeir em í umferð, verið er að nota þá. Það hefur svo smám saman áhrif til vaxtalækkunar. Einn viðmælandi orðaði það svo, að einungis tveir hópar væm eftir í þjóðfélaginu, sem ekki átta sig á hinu breytta fjármálaumhverfi: Þeir atvinnurekendur sem enn treysta á kraftaverk, og stjórnmálamenn, sem vilja gera kraftaverk. Þessir stjóm- málamenn séu sífellt að reyna að gera kraftaverkin með millifærslum fjármuna í gegnum sjóði og með því að skrúfa lögmál efnahagslífsins föst. „Framþróun í fjármálum hér á landi og annars staðar hefur að miklu leyti verið vegna þess að ver- ið er að finna lausnir fram hjá tak- mörkunum stjórnmálamanna," segir hann. Radarmælingar Fjármálastofnanir, sem háðar eru reglum Seðlabanka um lausaflár- stöðu og bindiskyldu, hafa nú gírað niður eftir að hafa verið teknar á radarinn hjá Seðlabanka. Til dæmis má nefna að Landsbankinn missti af miklum hagnaði á síðasta ári vegna refsivaxta, eða sekta, af slakri lausafjárstöðu. Nú er bindiskyldan orðin víðtækari, tekur meðal annars til bankabréfa. Á móti kemur að hlutfallið var lækkað úr 12% í 11%. Fyrst um sinn að minnsta kosti mun það hafa í för með sér að kostnaður eykst við bankabréfin og þess vegna munu vextir síður fara lækkandi. Lækkandi vextir Frá áramótum hafa markaðsvext- ir lækkað sem nemur um það bil einu prósentustigi. Reiknað er með að lækkunin haldi áfram fram að miðju ári um 0,25% í viðbót. Tals- menn banka og verðbréfasjóða sem rætt var við sögðu að markaðurinn væri að leita jafnvægis eftir þenslu síðustu ára. Nú er framboð af fjár- magni meira en eftirspurn, þótt ekki sé þar neitt hyldýpi á milli og þess vegna lækka vextir. Það verður til þess að ásókn í lán eykst á ný og þá hækka vextirnir. Þannig gengur það líkt og þegar bolti skoppar á gólfi, sveiflurnar verða minni og minni, nema ... stóráföll verði í þjóðarbúinu af náttúruvöldum eða mannavöldum. Hrunið í Reynisgalli við Vík í Mýrdal: Milljónir tonna hrundu úr fjallinu Tuttugufalt rúmmál Þjóðarbókhlöðunnar Um einnar milljóna rúmmetra sneið hmndi í sjó fram úr Reynis- Qalli þann 1. apríl sl. eða um 3 milljón ir tonna af grjóti sem sam- svarar öllu því efni sem ekið var á fjóruni ámm í varnargarðana við lónið á Sultartanga. Rúmmál Þjóðarbókhlöðunnar er 50 þúsund rúmmetrar þannig að hmnið er um 20 sinnum stærra. Skriðan fyllti sjávarvíkina Bolabás og kaf- færði nær algjörlega hraunhrygg- inn Klakk sem skagaði í sjó fram og var gamalt landamerki milli Víkur og Reynishverfis. Blaða- menn Morgunblaðsins gengu skriðuna fyrr í vikunni. Lítil hætta virðist vera á meira hmni í bráð en smákornótt hmn var af og til úr berginu. Berghilla hét bergið sem hrundi sunnanmegin í Reynisfjallinu. Þar voru komnar all langar sprungur inn í bergið og hafa þær gliðnað á und- anförnum árum. Sumar sprungurnar voru sjáanlegar tugi metra inn í íjall- ið. Séð frá skriðunni virðist sem hru- nið hafi náð inn fyrir sprungurnar því svo er að sjá sem rist hafi verið framan af fjallinu í einu vetfangi með hníf. í Berghillu var sigið til fýla áður fyrr, enda var mikið af fýl í bjarginu og þóttu Berghillusig hörð sig. Hrun- ið kaffærði nánast Klakkinn sem áður fyrr var alltaf' kallaður Þórs- hafnarklakkur. Þó náði skriðan ekki ysta hluta Klakksins, dranga stein- snar frá fjörunni sem var fastur við Klakkinn með steinboga þar til í jarð- skjálftunum miklu 1896. Nýia skrið- an er nær 500 metra breið og nær 200-300 metra frá bjarginu. Fyrir um það bil 10 árum hrundi all mikið úr berginu nokkuð vestar, en hrunið nú er margfalt stærra. Nýja skriðan veldur því að að nú er gangfært sunn- an Reynisfjalls milli Víkur og Reynis- hverfís á fjörunni, því á einum stað við vestuijaðar hrapsins verður að sæta sjávarföllum til að komast land- leiðina. Skriðan er rnjög stórgrýtt en ágæt yfirferðar. -. á.j. 27 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER MÁ KRISTINSSON Yfirríkjastoftianir og samskipti íslands við EB ÞAÐ ER margítrekað að íslendingar vilji ekkert hafa með svokallað- ar yfirríkjastofiianir. Kom þetta síðast fram á EFTA-fundinum í Osló á dögunum. Af samtölum við islenska stjórnmálamenn er að visu \jóst að engan veginn er á hreinu hvað átt er við með yfirríkja- stofhun. Vitað er að málið snýst um afsal sjálfsákvörðunarréttar og þar með fúllveldis eða sjálfstæðis þjóðarinnar. Það felst í umræð- unni að í Evrópu em a.m.k. tólf þjóðir sem hafa að miklu leyti afsalað sjálfstæði sínu i hendur yfirríkjastofiiunum á vegum Evrópu- bandalagsins. Af því leiðir að þjóðriki á borð við Lúxemborg, Belgíu og Holland em ofurseld ákvörðunum stofiiana sem þjóðþing þeirra fá ekki breytt, svo vitað sé til skilgreiningar islenska forsætisráð- herrans á hlutverki yfirríkjastofiiana. Belgar, Lúxemborgarar og Hollendingar era þvi minna sjálfstæðir en t.d. íslendingar. egar fulltrúar þessara þjóða eru inntir eftir áhrifum skerð- ingar vegna EB-aðildar á sjálf- stæði þeirra er það samdóma álit embættismanna jafnt sem stjóm- málamanna að sé sjálfstæði þjóðar metið í réttu hlutfalli við tækifæri hennar til að hafa áhrif á eigin örlög, þá hafí þessar þjóðir aldrei verið sjálfstæðari. Mönnum er þá gjamt að minnast þess að stórveld- in í nágrenninu, Frakkar og Þjóð- veijar, hafa um aldir ítrekað fótum troðið sjálfstæði þessara ríkja, í bókstaflegum skilningi. Oftar en ekki hafa akrar þeirra orðið vígvöll- ur stórveldanna í deilum sem voru þeim óviðkomandi. Áhugi innan Evrópu á því að útkljá deilumál með vopnaskiptum er sem betur fer enginn og sú breyting hefur orðið að með tilkomu Evrópu- bandalagsins eru þessar þjóðir hafðar með í ráðum. Engar ákvarð- Auðvitað þarf andstaða við yfirríkjastofnanir ekki að leiða til einangrunar og þaðan af síður fá- tæktar, ef þjóðir eru í rauninni sjálfstæðar. Sjálfstæði hlýtur að byggjast á því að þjóð hafí kjark til að eiga samskipti við aðrar þjóð- ir á þann hátt að gagnkvæmum hagsmunum sé þjónað sem best. Sjálfstæð hlýtur sú þjóð að vera sem óhrædd á samskipti við aðrar þjóðir. Samningafælni Þegar samskipti íslands við umheiminn eru talin í krónum snúast þau um físk, annars hljóta þau að varða sífellda viðleitni til að staðfesta sjálfstæða tilveru þjóðarinnar og þar með sam- skiptavilja hennar við umheiminn. Undarlegu moldviðri hefur verið þyrlað upp í kringum hugsanlegar komulagi um útfærslu og áherslur í stefnumálum EB og á það einn- ig við um sjávarútvegsstefnuna. Embættismennimir hafa stöðu sinni samkvæmt ítrekað vilja bandalagsins til að afla veiðiheim- ilda í íslenskri lögsögu, enda er það fyllilega í samræmi við stefn- una. Það er engum vafa undirorp- ið að Evrópubandalagið vill blanda saman viðskiptahagsmunum og nýtingu auðlinda, a.m.k. þegar fískur er annars vegar. En endan- lega eru það ekki framkvæmda- stjórar bandalagsins eða embætt- ismenn sem ákveða um hvað skuli samið heldur fulltrúar aðildarríkj- anna. Talsmenn aðildarríkjanna hafa flestir lýst öðrum viðhorfum hvað varðar samskipti við íslendinga og sagt, að sérstöku máli gegni um þá, eins og kom skýrast fram í viðtali við vestur-þýska sjávarút- vegsráðherrann í blaðinu. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr áhrifum fram- kvæmdastjómarinnar sem hljóta alltaf að byggjast á því að hún hefur fmmkvæði í tillöguflutningi og að undirbúningi mála fyrir fundi fulltrúa aðildarríkjanna. Það væri hins vegar fáránleg blekking að trúa því að „Brussel" geti stjómað Evrópu. Evrópubanda- lagið er ekki yfírríkjastofnun af Við landamæri EB-ríkja er nú verið að skipta um skilti og selja upp ný í litum Evrópufánans með nafini landanna; tollskiltin hverfa. anir em teknar, hvort sem þær varða takmarkanir á hávaða frá garðsláttuvélum eða breytingar á gjaldmiðlum, án þess að þessar smáþjóðir séu spurðar álits. „Við sem aldrei vomm virtir viðlits í samskiptum Evrópuþjóða, fáum nú tækifæri til að segja álit okkar á öllu er varðar samskipti Evrópu- ríkja, ekki einungis innbyrðis held- ur og við ríki utan Evrópu," sagði embættismaður við þann sem þetta ritar. Af ummælum íslenskra ráðherra verður ekki annað séð en íslending- ar séu tilbúnir til að taka hverri þeirri samþykkt í alþjóðasamstarfí sem þjónar hagsmunum þeirra og áskilja sér að sama skapi rétt til að sitja hjá, vera stikkfrí, ef niður- staðan er þeim ekki að skapi. Af- staða íslendinga mótast þannig ekki á málefnalegum grundvelli, heldur ráða sérhagsmunir þeirra sjálfra oftast ferðinni. Skyldu ís- lendingar t.d. tilbúnir til að styðja fríverslun með túlípana? Skammt er í að vanhugsaðar og stöðugar yfirlýsingar um sjálfstæði breytist í einangrunarstefnu. Sú þjóð sem leggur einangrun og sjálf- stæði að jöfnu verður að sætta við við að vera einmana, vinasnauð og fátæk. Samkvæmt þessum við- horfum eru Albanir sjálfstæðastir allra þjóða í veröldinni. samningaviðræður íslendinga við Evrópubandalagið um gagn- kvæma hagsmuni beggja. Mál- flutningurinn virðist helst byggj- ast á þeirri forsendu að eina ferð- ina enn eigi að selja landið. Síðast þegar landið var selt gengu ís- lendingar til vamarsamstarfs við vestrænar þjóðir, sem um þessar mundir er fjörutíu ára og fáir treysta sér til að fullyrða að hafí ekki umfram annað í utanríkis- stefnu þeirra treyst sjálfstæði þjóðarinnar. Samningum íslands við Evr- ópubandalagið hefur ekki verið lokið samkvæmt ströngustu skil- greiningum embættismanna í Brussel. Það er óskiljanlegt að íslendingar skuli ekki hafa áttað sig á því að embættismenn Evr- ópubandalagsins hafa ekki umboð til þess að hafa aðrar skoðanir eða áherslur en koma fram í stefnu bandalagsins. Ef til vill byggist það á því að „grínarar" á meðal íslenskra stjómmálamanna vlkja iðulega að stjómarstofnun- um í Bmssel í sama tón og kom- missömm Framkvæmdastofnunar við Rauðarárstíg, en þar er ólíku saman að jafna. í Bmssel er það hlutverk full- trúa aðildarríkjanna, hvernig sem þeir em valdir, að komast að sam- því tagi sem tekur ákvarðanir er ganga þvert á vilja og áherslur aðildarríkjanna. Engin ákvörðun er tekin þar án samþykkis meiri- hluta ríkistjómanna tólf. Það skiptir einnig máli að allar ákvarð- anir eiga sér langan aðdraganda. Áður en þær koma til endanlegrar afgreiðslu hafa fastanefndir eða embættismenn frá aðildarríkjun- um §allað um þær a.m.k. þrisvar sinnum, Evrópuþingið og Efna- hags- og félagsmálanefndin hafa sagt sitt álit og iðulega ein eða tvær nefndir hagsmunaaðila. Það er því fjarri lagi að innan EB sé beitt einhveiju meirihlutaofbeldi við afgreiðslu mála. Framkvæmdastjóm EB hlýtur alltaf að halda fram stefnuatrið- um bandalagsins í samskiptum við þjóðir utan þess þar til kemur að því að aðildarríkin gera grein fyrir áherslum sínum. Hvað varð- ar samninga íslendinga við EB má fullyrða að sérhagsmunir þeirra njóti umtalsverðs skilnings. Við hljótum að tala við Evrópu- bandalagið um sameiginleg hags- munamál okkar, annars blasir við að hagsmunum okkar verður ekki borgið. Höfundur er fréttaritari Morg- unbiaðsins íBrussei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.