Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 29 Námskeið fyrir verð- andi foreldra NÁMSKEIÐ fyrir verðandi for- eldra heQast í félagsheimilinu Gerðubergi í Breiðholti, Árseli í Árbæjarhverfi og Fjörgyn í Grafárvogi upp úr miðjum þessum mánuði. Námskeiðin eru á vegum tveggja ljósmæðra og er þeim skipt í tvo flokka, a- og b-námskeið. Heildartími hvors námskeiðs um sig verður 14 tímar, sem dreifast á 7 vikur. í kynningarbréfi frá ljósmæðr- unum Guðrúnu Ólöfu Jónsdóttur og Hrefnu Einarsdóttur segir meðal annars: „Við munum sníða þessi námskeið eftir fyrirmynd þeirra Sheilu Kitzinger og Michel Odent, en þau halda ákaft fram gildi „náttúrulegrar fæðingar" að því tilskyldu, auðvitað, að með- ganga sé eðlileg og móðirin full- komlega heilbrigð. Aðferð þeirra byggir á þeirri forsendu að for- eldrarnir sjálfir verði virkari þátt- takendur í undirbúningi fæðingar- innar og í fæðingunni sjálfri, sem væntanlega er einn stærsti at- burður í lífi hvers og eins.“ Efni námskeiðanna er skipt í 7 meginþætti: 'Fijóvgun og fóstur- þroski, daglegir lifnaðarhættir, aðdragandi fæðingar, fæðingin, litskyggnur og gangur fæðingar, sængurlega og að fæðingu lok- inni. Hver meginþáttur skiptist niður í nokkra sérþætti. Tvöföld söfti- un í Dalasýslu Búðardal. Lions félagar fóru um Dalasýslu og seldu rauðu Qöðrina, eins og félagar þeirra annars staðar á Kvenfélagskonur voru að safna til styrktar fyrir 13 ára stúlku héðan úr Dölum sem er búin að vera sjúkl- ingur frá fæðingu, en er nú farin til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að fá grætt í sig nýra. Það er móðurbróðir stúlkunnar sem gefur henni sitt annað nýra. Sýslubúar í Dalasýslu tóku þess- um söfnunum vel og sýndu þá sam- stöðu sem fólk býr yfir þegar að mest á reynir. - Krístjana Borgfirðingavaka; Sýning í sam- komuhúsinu í Borgarnesi Borgfirðingavaka hefst að kvöldi föstudagsins 14. apríl. Verður þá opnuð sýning í sam- komuhúsinu í Borgarnesi á verkum tveggja borgfirskra listamanna, en það eru þeir Einar Ingimundarson frá Bor- garnesi sem sýnir olíumálverk og Páll Guðmundsson frá Húsa- felli sem sýnir myndir úr grjóti. Sýningin stendur yfir í rúma viku og verða listaverkin til sölu. Laugardaginn 15. apríl verður söngskemmtun í Logalandi, þar koma fram samkórinn Björk úr Austur-Húnavatnssýslu og sam- kór Hvanneyrar. Sunnudaginn 16. apríl verður kvöldvaka á Hlöðum á Hvalljarð- arströnd og verða þar ýmis heima- fengin skemmtiatriði. Þriðjudag- inn 18. apríl verður spurninga- keppni milli Mýra- og Borgar- fjarðarsýslna í Lyngbrekku og fleira verður þar á dagskrá. Leiðrétting landinu. En þaö eru fleiri félög sem vinna aö líknarmálum og þar sem kvenfélagið Þorgerður BELGI Elíasson er ekki stjórnar- Egilsdóttur í Laxárdalshreppi fonnaður KFUM eins og misrit- var einnig búin að skipuleggja a^ist í blaðinu í gær, en hann á söfnunarferð um sýsluna, tóku sæti í sljóm félagsins. þessi félög sig saman um þessa Blaðið biðst velvirðingar á þess- ferð, en fyrir sitt hvort málefhið. ari misprentun. Flskverð á uppboðsmörkuðum 12. apríi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 59,00 46,50 58,62 13,381 784.388 Þorskur(ósl-) 50,00 41,00 48,71 16,508 804.161 Þorskurjdbl.) 30,00 30,00 30,00 0,166 4.980 Þorskur(smár) 33,00 33,00 33,00 0,434 14.338 Ýsa 66,00 35,00 64,01 4,345 278.125 Karfi 37,50 15,00 35,70 40,360 1.441.045 Ufsi 31.00 31,00 31,00 1,592 49.377 Steinbítur 38,00 30,00 36,96 3,494 129.171 Langa 15,00 15,00 15,00 0,045 677 Lúða 275,00 115,00 279,16 0,506 141.449 Koli 55,00 38,00 47,92 1,198 57.418 Skata 45,00 45,00 45,00 0,019 857 Skötuselur 130,00 130,00 130,00 0,027 3.536 Lax 302,00 290,00 297,09 0,199 59.121 Hrogn 160,00 160,00 160,00 0,460 73.600 Samtals 46,44 82,737 3.842.243 Selt var aðallega úr Otri HF. I dag verður meöal annars selt óákveöiö magn úr Stakkavík AR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 45,00 43,00 44,10 6,948 306.380 Þorsk(ósl.1n.) 49,00 30,00 46,34 8,676 402.089 Ýsa 55,00 45,00 46,21 0,535 24.725 Karfi 32,00 32,00 32,00 3,073 98.328 Ufsi 29,00 29,00 29,00 3,387 98.217 Steinbitur 22,00 22,00 22,00 0,556 12.232 Steinbítur(ósL) 29,00 29,00 29,00 0,083 2.407 Langa 15,00 15,00 15,00 0,052 780 Lúöa 290,00 230,00 255,82 587,00 150.165 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,346 8.650 Keila 8,00 8,00 8,00 0,455 3.640 Skata 20,00 20,00 20,00 0,023 460 Samtals 44,82 24,721 1.108.073 Selt var úr Freyju RE og bátum. i dag verða meðal annars seld 15 tonn af karfa úr Höfðavík AK og óákveðiö magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,00 50,00 50,00 1,440 72.000 Þorskur(ósL) 46,50 41,00 45,06 9,333 420.536 Ýsa 99,00 30,00 84,86 0,277 23.566 Ýsa(ósL) 97,00 68,00 88,89 3,745 322.906 Karfi 36,00 27,00 34,37 13,533 465.207 Ufsi 31,00 31,00 31,00 4,800 148.800 Steinbítur 23,50 15,00 22,53 0,590 13.307 Skarkoli 45,00 35,00 38,58 0,308 11.913 Lúða 225,00 160,00 221,58 0,076 16.840 Samtals 44,12 34,318 1.513.997 Selt var aöallega úr Hörpu GK, Margréti HF, Mána HF og Sól- eyju GK. ( dag verða meðal annars seld 4,5 tonn af ufsa frá Miðnesi hf. og óákveöið magn af þorski og ýsu úr Eldeyjar- Boða GK. Selt verður úr dagróðrabátum. Bjöm Gíslason afhendir Davíð Oddssyni borgarstjóra fyrsta ein- takið af bæklingnum „Hvað gera slökkviliðsmenn þegar ekki brennur?". Morgunblaðið/Júlíus Brunaverðir gefa út bækling ÞESSA dagana er Bmnavarðafélag Reylyavík- ur að dreifa bæklingi í hús sem ber yfirskrift- ina „Hvað gera slökkviliðsmenn þegar ekki brennur?“. Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar um hin ýmsu störf slökkviliðsmanna og hvert borg- arbúar geti snúið sér í hinum ýmsu neyðartilfellum sem upp geta komið. Brunavarðafélag Reykjavíkur hvetur borgarbúa að kynna sér bæklinginnn mjög vel. (Fréttatíikynning) Þjóðleikhús- ið frumsýnir Ofviðrið Þjóðleikhúsið frumsýnir Of- viðrið eftir William Shakespe- are í þýðingu Helga Hálfdan- arssonar á stóra sviðinu næst- komandi föstudag. Er þetta fyrsta sviðsuppfærsla íslensks atvinnuleikhúss á verkinu. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikmynd og búninga gerir Una Collins, tónlistin er eftir Lár- us Grímsson og lýsing er í höndum Páls Ragnarssonar. Gunnar Ey- jólfsson fer með hlutverk Prosper- óns, María Ellingsen leikur Míröndu dóttur hans, Sigrún Wa- age er Aríel og Róbert Amfinnson er Kalíban. Auk þeirra taka þátt í sýningunni Erlingur Gislason, Helgi Bjömsson, Sigurður Skúla- son, Amar Jónsson, Ámi Tryggvason, Sigurður Siguijóns- son, Bessi Bjamason, Hákon Waage, Jón Símon Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Anna Kristfn Amgrímsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Tinna Gunn- laugsdóttir. 45 tónleikar á 47 dögum BUBBI Morthens er að leggja af stað í tónleikaferð um landið. Fyrstu tónleikamir verða í Sandgerði á laugardag, 15. aprfl. Alls ætlar Bubbi að halda 45 tónleika á 47 dögum. Á dagskrá tónleikanna verður nýtt efni af væntanlegum plötum, ásamt efni af fyrri plötum hans. Tónleikaferðin hefst sem fyrr seg- ir í Sandgerði. Næstu daga á eft- ir verður hann annars staðar á Reykjanesi, þá á Snæfellsnesi og síðan á Norðurlandi. Næstir koma Austfirðir, frá 4.-13. maí, nokkrir tónleikar á Vesturlandi fylgja á eftir og loks ferðast Bubbi um Vestfírði frá 19.-30. maí. Loka- tónleikamir verða á Hótel Borg í Reykjavík 1. júní. íslandsmeist- arakeppni í sam- kvæmisdönsum um helgina íslandsmeistarakeppni í sam- kvæmisdönsum fer fram helg- ina 15. og 16. apríl í íþróttahús- inu í Hafnarfirði við Strand- götu og er þetta í fiórða sinn sem keppnin er haldin og hafa keppendur aldrei verið fleiri en nú. Setningarathöfn, þar sem allir keppendur koma fram, hefst laug- ardaginn 15. apríl klukkan 14 með innmarsi, setningarræðu og lúðrablæstri. Keppni hefst svo strax að setn- ingu lokinni og stendur fra á kvöld. Síðan er framhaldið á sunnudag klukkan 11. Stefnt er að ljúka keppni um klukkan 19. Alþjóðaforseti Alþjóða dans- kennnarasambandsins, Leonard Morgan, verður yfirdómari í keppninni ásamt þeim Anne Lindgard frá Englandi og Börge Jensen frá Danmörku. Mývetningur firumsýnir „Fundur í hjóna- bandsneftid“ Björk. UngmennaféiagiÖ Mývetning- ur frumsýnir sjónleikinn „Fund- ur í hjónabandsnefnd" { Skjól- brekku, laugardaginn 15. aprfl kl. 21.00. Höfundur og leikstjóri er Ey- vindur Erlendsson. Aðrir höfundar eru þeir, Þorgrímur Starri Björg- vinsson og Friðrik Steingrímsson. Persónur og leikendur eru; Odd- ur laxveiðibóndi og fjáreigandi, oddviti oggestgjafi: Kári Þorgríms- son. Anna oddvitaypja stoð og stytta manns síns og sveitarfélags- ins: Hrafnhildur Kristjánsdóttir. Sigurður fiöivitri og ólíkindatól, sem rekur hænsnabú í stórum stíl ásamt Gunnu: Friðrik Steingríms- son. Gunna frændkona Sigurðar og sambýlingur á samliggjandi óð- ölum beggja, snarpgreind og hand- takagóð: Þórgunnur Eysteinsdótt- ir. Kidda hárgreiðslukona og allvel menntuð blaðurskjóða, hneygð að fegurð: Amfríður Jónsdóttir. Gústi maður hennar, bankamaður og eig- andi þúsund refa, fyrrum efnilegt skáld og húmoristi: Egill Frey- UM NÆSTU helgi, 14.-15. april, kemur ný hþ'ómsveit til starfa í Þórscafé. Það er danshljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar ásamt söngvaranum Björgvini Halldórssyni. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar hefur starfað frá árinu 1983. Hljómsveitin hefur undan- farin ár starfað með Hemma Gunn steinsson. Hermundur bóndi og séntilmaður af gamla skólanum, kastar fram vísu við tækifæri: Hólmgeir Hallgrímsson. Frerya, aðvífandi partýgella á flótta undan ástmanni sínum: Þórdís Jónsdóttir. Grímur fiár- og veiðimaður mein- skældinn: Þorgrímur Starri Björg- vinsson. Göran, sænskur strákur, fiósamaður og pianósnillingur: Öm Friðriksson. Guðmundur 40 kúa bóndi upp á 5 og 6 þúsund lítra hver, orðfár og ófyrirsjánlegun Gunnar Þór Brynjarsson. - Krístján Tónleik- ar í Duus Rokkhfiómsveitin Bless heldur tónleika í veitingahúsinu Duus í kvöld, fimmtudagskvöld með gestahfiómsveit. Húsið opnar kl. 22.00, en Bless mun hefia leik sinn um 24.00. í millitíðinni munu ýmsar hjjómsveit- ir troða upp. Bless er um þessar mundir að hefja vinnu á stórri plötu, sem gefin verður út fyrir jól. Tónleikar á Borginni mjómsveitin Te heldur tón- ieika á Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld, ásamt gesta- hljómsveit. Hljómsveitina Te skipa þeir Kolbeinn Einarsson gítarleikari og söngvari, Gunnlaugur Guð- mundsson bassaleikari og söngv- ari, og Einar Valur Scheving trommuleikari, en Kolbeinn lék áður á gítar með Rauðum flötum og Gunnlaugur lék á bassa með Blátt áfram. Þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar og húsið opnar kl. 22.00. í þætti hans „Á tali“. í hljómsveitinni eru: Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjóns- son, Finnbogi Kjartansson og Gunnar Jónsson auk Björgvins Halldórssonar. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar og Björgvin verða í Þórs- café öll föstudags- og laugardags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.