Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 ATVIN N MMA UGL YSINGAR Saumakonur óskast! Vanar saumakonur óskast nú þegar við buxnasaum. Vinnutími frá kl. 8-16.30. Ennfremur óskum við eftir saumakonum í kvöldvinnu. Vinnutími frá kl. 17-22. Allar nánari upplýsingar gefur Tómas verk- stjóri í símum 24230 (á daginn) og 681192 (á kvöldin). íslensk föt hf., Hverfisgötu 52, sími 24230. Breiðholt Starfskraftur óskast eftir hádegi til léttra starfa og til að sjá um kaffistofu. Vinnustaðurinn er reyklaus. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. apríl merktar: „A - 8664“. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á Vonina KE 2. Vélar- stærð 441 kw. Upplýsingar í símum 985-22255 og 92-68090. Þorbjörn hf. Ritari Opinber aðili í miðbænum vill ráða ritara til afgreiðslu og innsláttar á tölvu. Starfsreynsla ekki nauðsynleg. Einhver yfir- vinna fylgir. Laun skv. samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir merktar: „Ritari - 2677“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir helgi. Sölumenn athugið Óskum eftir dugmiklum sölumönnum á skrá hjá ungu fyrirtæki á uppleið. Umsækjendur verða að hafa reynslu, góða framkomu, gott vald á íslensku máli og verða að hafa góðan bíl til umráða. Starfið felst í: 1. Söluferðum út á land. 2. Söluferðum á höfuðborgarsvæðinu. Umsækjendur skulu senda umsóknir til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „Sölumenn -100%“. iSunnuhlíð Barnaheimili Starfsmaður óskast í 60% starf á barnaheimili fyrir 10-12 börn. Vinnutími frá kl. 11.45-16.15. Einnig vantar starfsmann í afleysingar. Ekki er um sumarströf að ræða. Umsóknir sendist Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1, 200 Kópavogi, fyrir 20. apríl merktar: „Barnaheimili". Iðnaðarmaður Byggingariðjan hf. óskar eftir trésmið (eða járnsmið) sem flokksstjóra við veggjafram- leiðslu. Rafsuðukunnátta æskileg. Upplýsingar gefur Stefán í síma 36660. Mötuneyti Aðstoðarstúlka óskast til sumarafleysinga í mötuneyti Rannsóknastofnana atvinnuveg- anna á Keldnaholti. Þarf að geta hafið störf 26. apríl. Upplýsingar gefur Þóra í síma 82230. Svæfingalæknir Staða svæfingalæknis við sjúkrahúsið í Keflavík er hér með auglýst til umsóknar. Um er að ræða 80% stöðu með bakvöktum. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum ásamt öllum venjulegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veita framkvæmda- stjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma 92-14000. Keflavík, 12. apríl 1989. Framkvæmdastjóri. Kvensjúkdóma- læknir Staða kvensjúkdómalæknis við sjúkrahúsið í Keflavík er hér með auglýst til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum ásamt öllum venjulegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veita framkvæmda- stjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma 92-14000. Keflavík, 12. apríl 1989. Framkvæmdastjóri. Sölumenn óskast Við seljum vel þekktar vörur beint til við- skiptavinarins og þurfum nú fleiri sölumenn. Eins og er höfum við áhuga á þér sem býrð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Gott starf! H vað þýðir það fyrir þig? -- Hærri laun? - Eigin ábyrgð? - Samgang við fólk? -- Þroskar hæfileikana? Ef þú svarar þessum spurningum játandi og ert þar að auki á aldrinum 20-40 ára og hefur ökuréttindi og eigin bifreið, getum við boðið þér gott sölustarf á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þú þarft ekkL að hafa unnið við sölumennsku áður; þú getur í dag verið starf- andi í verslun, við iðnað, á skrifstofu eða eitthvað sambærilegt. Ef þú ert metnaðar- gjarn og röskur getum við gert þig að góðum sölumanni. Hringdu í síma 688166 og spurðu eftir Jan Almkvist. — “i Vörumarkaöurinn hf. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, félagsfræði, dönsku, þýsku, raungreinum, viðskiptagreinum og faggrein- um málmiðnaðarmanna. Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar til umsóknar kennarastöður í rafiðn- greinum og íslensku. Umsóknir, á$amt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 2. maí nk. Menntamálaráðuneytið. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sjúkraliðar Hjúkrunarfræðinga eða 3-4 árs hjúkrunar- nema vantar til afleysinga í sumar. Ýmsar vaktir eða vaktafyrirkomulag kemur til greina. Einnig vantar okkur sjúkraliða til sumaraf- leysinga og til lengri tíma. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunarfor- stjóri, sími 35262 og Jónína Nílsen, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, sími 689500. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbein- endum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími skólans er frá 1. júní til 31. júlí. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og þekkingu á gróðurumhirðu og öðrum verklegum störfum. Reynsla í starfi með unglingum er líka æskileg. Ennfremur er sérstaklega auglýst eftir leið- beinendum fyrir hóp fatlaðra ungmenna, sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Vinnuskóli Reykjavíkur. jhl vm ■kH BkJI ■ ■ A / //—^/ vc/N A D TIL SÖLU Byggingaverktakar Tilboð óskast í byggingakrana Boliot árgerð 1976. 30 metra hæð, 26 metra bóma. Einnig í loftpressu fyrir traktor með tveimur lofthömrum. Upplýsingar í símum 92-12500 og 92-11753. TILKYNNINGAR Málflutningsstofa Höfum flutt málflutningsstofu okkar í Hús verslunarinnar, 6. hæð. Ný símanúmer eru 678878 og 678879. Sigríður Ásgeirsdóttir hdi, Baldvin Hafsteinsson hdl. FUNDIR ■ MANNFAGNAÐIR Árshátíð Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem átti að vera á Hótel Sögu 15. apríl 1989, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Stjórn og skemmtinefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.