Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 38

Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 Tm—I";i'—!T‘ 7TI—!T '! O',--- Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Stjömuspeki Stjörnuspeki er tæki til þess skapað að hjálpa manninum að auka sjálfsþekkingu sína og almenna mannþekkingu. Ef við viljum fá svar við því hver við erum verðum við að hafa viðmiðun. Við þurfum spegil. Það hefur oft verið sagt að stjömuspeki sé sálarspegill en einnig að hún sé sjálfskönn- unartæki. Náttúruspeki Stjömuspeki er mannþekking- artaeki en jafnframt má segja að hún sé náttúmspeki því helsta kenning hennar gengur út á það að maðurinn sé af- sprengi náttúmnnar og jafn- framt að maður, náttúra og sólkerfi séu hluti af einu og sama lífkerfi. Þess vegna not- um við stjömuspeki til að skil- greina persónuleika okkar. Plánetur og stjömumerki hafa ekki áhrif á manninn, heldur má sjá í hreyfilögmálum plá- neta ákveðna samsvömn við lögmál í lífí mannsins. Mörg stjörnu merki Þegar við segjumst vera í ákveðnu merki, t.d. Hrútnum, emm við í raun að segja að Sólin hafi verið í Hrútsmerkinu þegar við fæddumst. Staða Tungls, Merkúrs, Venusar og Mars í merkjum, ásamt Rísandi merki og Miðhimni skiptir einnig miklu hvað varð- ar persónuleika okkar. Sólin er táknræn fyrir gmnneðli, vilja og lífsorku, Tunglið fyrir tilfmningar og daglegt hegð- unarmynstur, Merkúr fyrir hugsun, Venus fyrir ást, vin- áttu og listræna hæfileika, Mars fyrir framkvæmdaorku, Risandi merki fyrir fas og framkomu og Miðhiminn fyrir markmið út í þjóðfélaginu. Það er því t.d. staða Tungls í merki sem segir meira um tilfinning- ar heldur en Sólarmerkið. Til að geta notað stjömuspeki verðum við að finna merkin okkar og sjá hvemig þau vinna saman og vega hvert annað upp. Fjögur aöalatriöi Fjögur atriði skipta mestu í stjömuspeki; stjömumerki, plánetur, hús og afstöður. Ef við viljum læra stjömuspeki þurfum við að kunna skil á þessum atriðum og þekkja táknin fyrir hvert þeirra. Stjörnumerkin Stjömumerkin ere tólf og spannar hvert merki 30 gráð- ur. Byijað er að telja hringinn frá Hrútsmerkinu (20. mars — 19. apríl), síðan kemur Nautið (20. apríl — 20. maí) og svo koll af kolli. Tvíburi (21. maí — 20. júní), Krabbi (21. júní — 22. júlí), Ijón (23. júlí - 23. ágúst), Meyja (23. ágúst — 23. sept.), Vog (23. sept. — 22. okt.), Sporðdreki (23. október — 21. nóv.), Bogmaður (22. nóvember — 21. des.), Stein- geit (22. desember — 20. jan.), Vatnsberi (21. janúar — 19. feb.) og að lokum Fiskar (19. febrúar — 19. mars). Byrjun merkjanna Áhugamenn um stjömuspeki hafa tekið eftir því að bókum og blöðum ber ekki alltaf sam- an um það hvenær merkin byija. f einni bók er sagt að TViburinn byrji 20. maí en í annarri að hann byiji þann 21. Ástæðan fyrir þessu er sú að það er skeklga í tímatali okk- ar, þ.e. dagatalið og hinn raun- verulegi sólargangur eru ekki alveg samstíga. Þess vegna er einum hlaupársdegi bætt við á Qögurra ára fresti og um leið riðlast byijunar- og endadagar merkja. Það er einnig rétt að hafa í huga að sólin getur skipt um merki klukkan 15 um dag og er því t.d. í Hrútnum fyrri part dags en í Nautinu eftir kl. 15. GARPUR yVWA'A/ þ/ÍICTI /U.U1N GA/S.B/NN B’/A/S OG AÐ BÚA UM KjUM' RÚTT /J EFTiR, i <SARÐINUAI P/RJFt /Je£>A/J ■ J- ( Ro's/rnajz HÆTTUAB ITAXA / -- ER /1LÍ.T TtAGIAAEE) DíSOTTHlNG ujja cxsotseAR \ GRETTIR jaAKKA PéR L/EÐUPOKI! ^ ---psffí/: yp 0 © 1988 United Feature Syndicate. Inc. — fo-7 “ Jf/W 7AV?6 lUllllIllllHTWTIHfinHnilllfinjllMjUIMIMIIIIIIMIIIIIII BRENDA STARR EKKEG.TS'ý'Nin SKAÞ/SERÐ KONU BETUR £N SK'aPOR/NN 'A BASUNU "V HENNAR LJOSKA ~\ \MII( VBKÉ>L>e/VlAE>' FERDINAND !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!: SMAFOLK IT5 A 600P TMIN6 BECAU5E MY PRACTICE 15 A5 TRIFLIN6 A5TWEY C0ME.. -----<3r~ /'V*' J „De minimus non curat lex.“ „Lögin láta sig smámuni ekki varða.“ Það var eins gott því að mitt starf í lögfræðinni er allt um smá- muni... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sjö lauf er fallegur samningur á spil NS, en eftir hindrun aust- urs er illmögulegt að segja al- slemmuna. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 876 ♦ 1084 ♦ DG ♦ ÁK543 Vestur Austur ♦ K42 .. ♦ ÁDG10953 ♦ KG763 ♦ 95 ♦ 8754 ♦ 2 ♦ G ^1092 Suður ♦ - ♦ ÁD2 ♦ ÁK10963 ♦ D876 Vestur Norður Austur Suður — — 3 spaðar 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: Spaðatvistur. í stöðum af þessu tagi fylgir áhætta öllum ákvörðunum. Suð- ur hefur auðvitað enga trygg- ingu fyrir því að norður eigi gott lauf, en það er þó með líkum, svo hækkun hans í sex tígla er skynsamleg. Hið sama var þó ekki hægt að segja um spilamennskuna. Hann trompaði fyrsta slaginn, tók trompin og fór síðan í lauf- ið. Þegar það brotnaði ekki 4-0 taldi hann samninginn í höfn — henda mætti hjarta niður í 5. laufíð og reyna við yfírslaginn með svíningu fyrir hjartakóng. En honum láðist að hugsa um litlu spilin. 3-1-legan gerir það að verkum að liturinn stíflast og úrslitaslagurinn í laufí nýtist ekki. Þegar hann áttaði sig á þessu svínaði hann hjartadrottn- ingunni, en gat samt ekki kom- ist hjá að gefa tvo slagi á hjarta. Komi maður auga á stíflu- hættuna er einfalt að bregðast við henni. Til dæmis með því að henda strax laufí heima í fyrsta slag! t SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á mjög fjölmennu opnu móti í Búdapest í marz kom þessi staða upp í skák alþjóðameistarans Diz- dar, Júgóslavíu og sovézka stór- meistarans Zeitlin, sem hafði svart og átti leik. 27. - Rexd5!, 28. cxd5 - Rxd5, 29. Dcl - Rxe3, 30. g4!? (Hvítur reynir millileik, því 30. Dxe3 — Hxg3 er aiveg vonlaust) 30. — Hxg4! og hvítur gafst upp, því eftir 31. hxg4 — Rxg4 er hvítur með óstöðvandi mátsókn. Alls tóku 600 skákmenn þátt í mótinu, þar af 120 Sovétmenn og komust færri slíkir að en vildu. Efstir og jafnir urðu Sovétmennirnir Glek, Snajder og Kischniev, a-þýzki stórmeistarinn Bönsch og Svíinn Johnny Hector rn% v. af 9 möguleg- um. Hector stóð sig nyög vel í baráttunni við Rússafansinn, 12 skákmenn urðu næstir með 7 v., allt Sovétmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.