Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 1 Of. tbl. 77. árg._______________________________________SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989_______________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hundaæði í Grænlandi Kaupraannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Starfsmenn dönsku blóðrannsóknarstofn- unarinnar í Kaup- mannahöfh hafa greint hundaæðiveiru í grænlenskum ref. Sást til hans í höfuð- staðnum Nuuk fyrir skömmu og og vökn- uðu strax grunsemdir um að hann væri sjúk- ur. Var hann því skotinn umsvifa- laust. Hefur nú verið hafíst handa við að aflífa alla flækingshunda í bænum. Bandarískt sjónvarp í Moskvu Atlanta. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CNN, Cable News Network, sem sendir út fréttir eingöngu allan sólarhringinn, ætlar að hefja útsendingar í Moskvu á hausti komanda. Er um að ræða áskriftarsjónvarp og þurfa væntan- legir áhorfendur að leigja eða kaupa myndlykil. Sagði Wussler, að Iíklega yrðu hótel, fyrirtæki og opinberar stofhanir helstu viðskiptavinirnir en almenningi stæði þjónustan einnig til boða, vildi hann greiða fyrir hana. Fjöldamorð á bátafólki Sjóræningjar myrtu rúmlega 130 víet- namska flóttamenn 16. apríl sl. er þeir kveiktu í báti Víet- namanna og skutu eða börðu þá sem stukku í sjóinn. Sjó- ræningjamir náðu bátnum á sitt vald er Víetnamamir, sem vom á leið til Malasíu, höfðu verið tvo daga á sjó og var tuttugu konum nauðgað. Einn af þeim sem komust lífs af sagðist hafa bundið saman þijú lík og setið á þeim þar til honum var bjargað í annan bát flóttamanna. Morgunblaðið/Bjami Eiriksson Flug 737frá Seattle FLUG 737 frá Seattle, hin nýja Boeing þota Flugleiða, lenti I við athöfii í Leifsstöð sagði Sigurður Helgason forstjóri á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir kl. 10 í gærmorgun I Flugleiða m.a. í ávarpi sínu að með komu þotunnar væri eftir 11 tíma flug með millilendingu í Montreal. Vigdís I stigið djarft skref í atvinnuuppbyggingu landsins. Finnbogadóttir forseti Islands gaf þotunni nafiiið Aldís og | Sjá frásögn á bls. 2 Kanada: Fiskstoftiarnir í hættu vegna rányrkju utan lögsögumarka EB ákveður sína eigin kvóta í andstöðu við fiskifræðinga Financial Times. í mörg ár hafa Kanadamenn átt í erf- iðri deilu við Evrópubandalagsþjóðimar vegna fiskveiða þeirra síðarnefiidu við kanadísku lögsögumörkin og í janúar síðastliðnum blossaði hún upp af end- urnýjuðum krafti. Þá komust kanadískir fiskifræðingar að því, að þorskstofiiarn- ir við austurströndina væm miklu minni en búist hafði verið við. Segja þeir engan vafa leika á, að um sé að kenna rán- yrkju fiskiskipa firá EB-ríkjunum. Agreiningur Kanada og Evrópubanda- lagsins snýst einnig um viðskipti með kjöt og skinn en fiskveiðideilan er þó langal- varlegust. Kanada og EB eru meðal 16 aðila að Norður-Atlantshafsfiskveiðinefnd- inni (NAFO) en það er hennar hlutverk að fylgjast með fiskstofnum og stjóma veiðun- um utan 200 mflna lögsögunnar við Kanada. Á hveiju ári ákveður nefndin hve mikið megi taka af einstökum fisktegundum, til dæmis þorski, skarkola og karfa, en síðustu fjögur árin hefur EB alltaf mótmælt þessum ákvörðunum. Hefur það síðan sett sér sjálft sína kvóta, sem eru stundum tífalt meiri en NAFO finnst ráðlegt. Kanadamenn, sem ásamt NAFO vilja byggja stofnana upp, saka EB-ríkin um rányrkju en talsmenn EB svara því til, að þeir verði einnig að taka tillit til félags- og efnahagslegra staðreynda en þá er verið að segja það með öðrum orðum, að fiskiskipa- stóll EB-ríkjanna sé allt of stór. Þess vegna vill EB nýta stofnana til fullnustu en þó þannig, að þeir minnki ekki en vaxi ekki heldur. Á þetta vilja kanadískir fiskifræðing- ar ekki fallast. Segja þeir, að vegna tak- markaðra upplýsinga um veiðiþol stofnanna sé hægt að vinna á þeim stórtjón áður en nokkurn vari. Raymond Simmonet, einn af talsmönnum EB í fiskveiðimálum, segir, að bandalagið vilji komast að samkomulagi um einhvern milliveg en til þess þurfi það fjögurra eða fimm ára aðlögunartíma, sem notaður yrði til að endurskipuleggja sjávarútveginn, einkum í strandhéruðum Spánar og Portú- gals. Að lokum má minnast á eitt, sem er for- vitnilegt fyrir margra hluta sakir. EB hefur mótmælt því, að Kanadamenn einir hafi alla umsjón með stórum þorskstofni, sem heldur sig að mestu innan kanadískrar fisk- veiðilögsögu. Eru rökin þau, að þar sem allt að 20% stofnsins svamli um á alþjóðlegu hafsvæði eigi önnur ríki að fá að ráða nokkru um nýtinguna. GISTIVINIR GÖTUNNAR 12 MilWNSMYWP MARGARET THATCHER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.