Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 36
Aukin þægindi ofar skýjum „ jt iwwNWMÍÚÍv
FLUGLEIDIR/mr SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Rennt fyrir físk í Reykja víkurhöth
Morgunblaðið/RAX
Skoðanakönmm Félagsvísindastofhunar;
Sj álfstæðisflokkurinn
fengi 41,8% atkvæða
Ríkisstjómin í minnihluta - nýtur stuðning-s ‘A kjósenda Kvennalista
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,8% atkvæða ef
gengið yrði til kosninga nú, ef marka má niðurstöð-
ur skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna,
sem Félagsvísindastojfnun Háskóla Islands hefur gert
fyrir Morgunblaðið. I sambærilegri könnun stofnun-
arinnar i nóvember á síðasta ári ætluðu 29,6% þeirra, sem afstöðu
tóku, að kjósa flokkinn. í könnuninni var einnig spurt um stuðning
við ríkissijórnina. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 58% andvíg
stjóminni en 42% studdu hana. 28% kjósenda Kvennalistans segjast
hlynntir rikisstjórninni.
ATVR:
Þrjár nýj-
ar bjórteg-
undir í júní
ÞRJÁR nýjar tegundir af erlend-
um bjór verða á boðstólum í af-
greiðslu Áfengis- og tóbaksversl-
unarinnar að Stuðlahálsi seinni-
partinn i júni, og síðar i sumar
mun fjórða tegundin bætast við.
Alls verða þá til sölu sjö tegund-
ir af innfluttum bjór hér á landi.
Bjórtegundimar þrjár sem
ÁTVR hefur pantað og sala
hefst á í júní em Urquel frá Tékkó-
slóvakíu, Kronenburg frá Frakk-
- J^?ndi og Bass frá Bretlandi. Að
sögn Svövu Bernhöft innkaupa-
stjóra ÁTVR stóð einnig til að panta
spænskan bjór af gerðinni San
Miguel, en hann fékkst ekki af-
greiddur nú.
Reykjavík:
Vínveit-
ingahús-
um fjölg-
arum 14
FJÓRTÁN veitingastaðir í
Reykjavík hafa fengið
vínveitingaleyfi það sem af
er árinu í viðbót við þá 53
vinveitingastaði sem fyrir
vora. 8 ný leyfi hafa verið
veitt utan Reylyavíkur á ár-
,inu, en þar hafa 95 veitinga-
hús vínveitingaleyfi fyrir, að
sögn Ólafs Walters Stefáns-
sonar skrifstofustjóra i
dómsmálaráðuneytinu. Að
auki eru umsóknir 26 staða,
9 i Reylqavík og 17 utan
höfuðborgar, til meðferðar.
Dómsmálaráðuneytið hefur
veitt vínveitingaleyfí að
fengnum umsögnum lögreglu-
stjóra, félagsmálaráða, mats-
nefndar vínveitingahúsa og
sveitarstjóma. Nýlega hefur
áfengislögum verið breytt í þá
átt að lögreglustjórar veiti leyf-
in eftir reglum sem dómsmála-
^áðuneytið mun setja.
Að sögn Ólafs Walters Stef-
ánssonar vega úmsagnir sveit-
arstjórna, í Reykjavík borgar-
ráðs, þyngst og er þar í raun
um neitunarvald að ræða.
Ef aðeins em teknir þeir svar-
endur, sem afstöðu tóku, fær
Sjálfstæðisflokkur 41,8% sem fyrr
segir, en hann fékk 27,2% í al-
þingiskosningunum 1987. Alþýðu-
flokkur fengi 10,9%, fékk 10,5% í
könnuninni í nóvember og 15,2% í
kosningunum. Framsóknarflokkur
fengi nú 19,8% miðað við 23,3% í
nóvember og 18,9% í kosningunum.
Alþýðubandalagið fengi 9,7% miðað
við 10,6% í nóvember og 13,4% í
kosningunum. Kvennalistinn tapar
mestu frá því í nóvemberkönnun-
inni, var þá með 21,3% en fær nú
12,6%, 2,5% meira en í kosningun-
um.
Yngsti flokkurinn á þingi, Ftjáls-
lyndir hægrimenn, fengi 1,6% at-
kvæða miðað við niðurstöður könn-
unarinnar. Borgaraflokkurinn fengi
hins vegar aðeins 0,5% miðað við
10,9% í kosningunum. Einn græn-
ingi fannst meðal 1.046 svarenda,
sem náðist til í 1.500 manna upp-
haflegu úrtaki Félagsvísindastofn-
unar. Af þeim, sem ekki vildu binda
trúss sitt við ákveðinn flokk, sögð-
ust 8,2% myndu skila auðu í kosn-
ingum, 5,2% voru óákveðnir um
afstöðu sína, 7,1% sögðust ekki
myndu kjósa og 7,6% neituðu að
svara.
Er spurt var um stuðning við
ríkisstjórnina sögðust 22,2% vera
óvissir. Um 9% stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins sögðust
hlynntir ríkisstjórninni en hæst
hlutfall stuðningsmanna á stjórnin
hjá Alþýðubandalagi (82%) og
Framsóknarflokki (74,2%). Aðeins
58,8% kjósenda Alþýðuflokks sögð-
ust hlynntir stjórninni.
Sjá frásögn um framkvæmd
og niðurstöður könnunarinnar
á bls. 6.
Rómverskur bikar fannst í Yiðey:
Elsti fornmunur á Islandi?
MARGRÉT Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur hefúr sent frá sér
skýrslu um foraleifauppgröftinn í Viðey á síðasta sumri og rann-
sóknir á þeim munum sem fundust. Meðal þess sem fannst var lítill
bikar úr gulum leir,með svartri mattri húð að utan. Líkum er að
því leitt að um rómverskan bikar sé að ræða frá 2. öld eftir Krist.
Sé það rétt er hér kominn elsti fornmunur sem fundist hefúr á
íslandi.
Iskýrslunni segir að breskir sér-
fræðingar hafi verið beðnir álits
á uppruna og aldri bikarsins. Var
það samdóma álit þeirra að um
rómverskan bikar frá þessum tíma
væri að ræða.
Margrét Hallgrímsdóttir segir
að hún vilji sem minnst láta hafa
eftir sér um þetta mál þar sem
ekki hafi endanlega verið staðfest
hver uppruni bikarsins væri. Til að
gera slíkt þarf að senda hann ulan
til rannsóknar.
„Þessi bikar fannst í miðaldalagi
og gæti því allt eins verið franskur
bikar frá miðöldum," segir Mar-
grét.
Elstu munir sem hingað til hafa
fundist á Íslandi eru rómverskir
Bikar þessi er talinn rómversk-
ur að uppruna frá 2. öld.
peningar frá 3.vog 4. öld.
Margrét segir að á næstunni
muni verða sett upp sýning á mun-
um þeim sem fundist hafa við upp-
gröftinn. Verður sýningin til húsa
í Viðeyjarstofu. Meðal sýningar-
muna verður framangreindur bik-
ar.
Laxveiðar
í sjó stór-
aukast hér
við land
Laxveiði í sjó
hefúr aukist
mikið hér við
land þrátt fyrir
að laxveiðar í
sjó séu bannaðar, nema í undan-
tekningatilvikum. Síðasta sumar
veiddust til dæmis 3567 laxar í
Borgarfirði og Hvalfirði, en veið-
in hefúr stóraukist allra síðustu
árin.
ótt laxveiði í sjó sé bönnuð
samkvæmt íslenskum lögum,
eru fáeinar löglegar lagnir til sem
veitt er í samkvæmt gömlum hefð-
um. í umræddu tilviki er um tvær
jarðir við utanverðan Hvalfjörð að
ræða, svo og þijár jarðir í Borgar-
firði. Samkvæmt upplýsingum
Veiðimálastofnunar hafa sjávar-
veiðar þessar náð hámarki síðustu
3-4 árin, en verið stigvaxandi frá
því snemma á áttunda áratugnum.
Fram að því þótti mikið ef það
veiddust 500 laxar samanlagt í
þessar lagnir.
Gengissig
vegna kjara-
samninga?
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra lét að því
Iiggja á Alþingi í gær, að
gengi íslenzku krónunnar
yrði látið síga á næstunni til
að bæta stöðu útflutnings-
greinanna.
Forsætisráðherra var í efri
deild að mæla fyrir stjórn-
arfrumvarpi um ráðstafanir
vegna kjarasamninganna, þeg-
ar hann vék að gengismálum.
Hann tiltók engar tölur í þessu
sambandi í þeirri ræðu.
Úttekt á 28
sjávarútvegs-
fyrirtækjum:
Nettóskuld
hækkaði um
2,3 milljarða
STAÐA 28 sjávarútvegsfyrir-
tækja í úttekt Byggðastofnunar
versnaði meira en dæmi eru um
árið 1988. Þá hækkaði nettóskuld
fyrirtækjanna um 2,3 mil^arða,
lausaQárstaðan versnaði um
milljarð, eigið fé lækkaði um 1,2
milljarða og rekstrartapið nam
einum milljarði króna.
Uttekt Byggðastofnunar hefur
verið send forsætisráðherra
og er í henni sagt, að staða fyrir-
tækjanna sé svo slæm, að hefði
uppgjör ársins 1988 legið fyrir við
afgreiðslu lána úr Atvinnutrygg-
ingasjóði fyrir og um áramót, hefðu
þau trúlega fengið synjun. „Flest
sjávarútvegsfyrirtæki eru að
sökkva í skuldafenið, þar á meðal
mörg fyrirtæki, sem talin voru góð
fýrir aðeins tveimur árum,“ segir í
niðurstöðum Byggðastofnunar.
Sjá „Róttækra aðgerða er
þörf', á bls 29.