Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
Tími til að hugsa
NÚ hefur Morgunblaðið sett mér fyrir að hugsa upphátt oní dálk,
sem það birtir um helgar með þessari fyrirsögn. Aldrei man ég eft-
ir því að Morgunblaðið hafi áður sett mér fyrir að skrifa í blaðið
hugsanir mínar, hvorki upphátt né í hljóði. Hins vegar hefur það
ævinlega, eða því sem næst, birt eftir mig greinar, þegar ég hef
óskað þess. Ekki veit ég hvort það táknar neitt, þegar nú kemur
ósk frá blaðinu um að ég skrifi í það, að það skuli vera undir for-
skriftinni að hugsa upphátt. í minni málkennd þýðir nefiiilega að
hugsa upphátt nánast það sama og að tala hugsunarlaust eða tala
fyrst og hugsa svo. Á hinn bóginn er mér löngu.orðið ljóst að það er
nú til vinsælda fallið í pólitíkinni og í þjóðmálaumræðunni að tala
fyrst og hugsa svo og margir hinir virtustu frammámenn þjóðarinn-
ar hafa komist upp á lag með þetta, að hugsa upphátt.
að verður þá fyrst fyrir hjá
mér undir formúlunni sem
Morgunblaðið hefur ávísað
mér, að horfa til þess úr forseta-
stóli neðri deildar, hvort þingstörfin
gefi þingmönnum ekki of lítinn tíma
til þess að hugsa, m.a. vegna þess
að tíminn fari aðallega í að tala.
Reglumar um umræður í þinginu,
sem ganga undir nafninu þingsköp,
eru nefnilega í meginatriðum af því
tagi að hveijum þingmanni er ætl-
aður því sem næst ómældur tími
til þess að tala um hvert lagafrum-
varp. Þ.e.a.s. hann má tala eins
lengi að hann vill hveiju sinni og
hann má taka til máls tvisvar eða
þrisvar við hveija umræðu. Mér
sýnist að útkoman sé sú, að a.m.k.
sumir þingmenn hafi tilhneigingu
til að teygja lopann að óþörfu, setji
sér ekki að komast að kjama máls
á hnitmiðaðan hátt og meginatriðin
í ræðu þeirra týnast þá gjarnan í
orðaflaumnum. Þetta þýðir líka að
umræður um mörg mál dragast á
langinn, með tilheyrandi kvöld- og
næturfundum og jafnvel leiðindum
hjá þingmönnum jafnt sem frétta-
mönnum, svo að ég
spyiji nú ekki að for-
setum, þótt ég hafi
reynt að sfilla mig
eftir fremsta megni
meðan þetta gengur
yfír. Hvað sem því
líður er hugsun mín
ekki sú að skerða
málfrelsi nema í þeim
skilningi að ætla þing-
mönnum styttri tíma
til að tjá sig. Það
mundi nefnilega spara
þeim að sitja undir
löngum umræðum og
þá um leið gefa þeim
betri tíma til að hugsa
— sem ég tel að geti
verið gott, hvort held-
ur þeir hugsa upphátt
eða í hljóði. Þetta þýðir að semja
þarf um strangari reglur en nú
tíðkast um umræðurnar. Stöku
sinnum hef ég reynt það sem for-
seti og stundum hefur það tekist.
Markvissari þingsköp mundu hins
vegar auðvelda þetta.
Annars held ég að þetta með að
gefa mönnum, og þá ekki bara þing-
mönnum, betra færi á því að hugsa,
sé umhugsunarefni ogjiykist reynd-
ar hafa rök fyrir því. A mínum ferli
hef ég nefnilega alloft orðið var
við, að til þess hafi menn ekki gef-
ið sér nægan tíma. Ég kann dæmi
um ágætar hugmyndir, tillögur og
ábendingar, sem þingmenn og aðrir
hafa talað fyrir, sem komast síðan
ekki á ákvörðunarstig
fyrr en mörgum
árum, jafnvel áratug
seinna.
Svo ég tíni nú úr
eigin farteski af því
að hver er sjálfum sér
næstur, gæti ég nefnt
að ég beitti mér fyrir
því sem sjávarútvegs-
ráðherra að halda
stærð skipastólsins í
skeflum, reyndar svo
hart að til varð orð-
takið „Lúðvík Barði
Kjartan", þegar þeirri
gömlu kempu Lúðvík
Jósefssyni tókst að
smjúga með togara í
gegnum gat í fyrir-
mælum ráðuneytisins.
HVGSAÐ
UPPHÁTT
/ dag skrifar Kjartan
Jóhannsson, þingmaóur
AlþýöuflokJisins.
Nokkrum árum seinna komst Hall-
dór Ásgrímsson að sömu niðurstöðu
og ég, og reyndar eru fleiri, sem
gáfu lítið fyrir þessa stefnumörkun
mína á sínum tíma, nú farnir að
boða hana, jafnvel af sannfæringu.
Annað dæmi af allt öðrum vett-
vangi. Ég var fenginn til þess í
vetur að flytja fyrirlestur um þá
fræðigrein-sem ég lærði einu sinni,
um skipulagningu í rekstri. Og sem
ég var að undirbúa mig kom mér
í hug fyrirlestur sem ég hafði hald-
ið um sama efni fyrir um það bil
tveim áratugum. Mér til skelfingar
komst ég að þeirri niðurstöðu að
hann væri enn brúklegur — fram-
vindan hefði ekki verið örari en svo.
SUMARBÚÐIR KFUM OG KFUK
DVALARFLOKKAR
VINDÁSHLÍÐ
SUMARID
1989
VATNASKÓGUR
OLVER
Stúlkur
1. 1. júní- 8.júní
2. 8. júní-15. júní
3. 15. júní-22. júní
|55|5|||5|^j_ÉÍ
9-11 ára
9-11 ára
10-12 ára
4.
5.
6.
7.
8.
9.
6. júlí-13. júlí
13. júlí-20. júlí
20. júlí-27. júlí
27. júlí- 3. ágúst
9-11 ára
9-11 ára
10- 12 ára
11- 13 ára
fullt
fullt
fullt
fullt
fullt
Drengir
1. 29. maí- 5. júní
2. 5. júní-13. júní
3. 13. júní-20. júní
4. 20. júní-29. júní
aldur 10-12 ára
aldur 10-11 ára
aldur 10-11 ára
aldur 10-12 ára fullt
Drengir
1. 29. maí- 5. júní
2. 5. júní-13. júní
Stúlkur
3. 13. júní-20. júní
4. 20. júní-29. júní stúlkur 9-11 ára
S H LÉ
drengir 7-8 ára
drengir 8-9 ára
stúlkur 7-11 ára fullt
5. 3. júlí-10. júlí
6. 10. júlí-19. júlí
7. 19. júlí-27. júlí
8. 27. júlí- 3. ágúst
aldur 10-12 ára
aldur 11-13 ára
aldur 11-13 ára
aldur 12-13 ára
10. ágúst-17. ágúst 11-13 ára
17. ágúst-24. ágúst13-16 ara
5. 4. júlí-13. júlí
6. 13. júlí-21. júlí
7. 21. júlí-28. júlí
stúlkur 8-11 ára
stúlkur7-11 ára
stúlkur 7-11 ára
9. 11. ágúst-16. ágúst
10. 16. ágúst-24. ágúst
11. 24. ágúst-31. ágúst
aldur 13-17 ára
aldur 10-13 ára
aldur 10-13 ára
Innritun fer fram á aðalskrifstofu SÍK, KFUM og KFUK,
Amtmannsstíg 2B, mánudaga - föstudaga.
Innritunargjald er kr. 1.500,- og greiðist við innritun.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 91-13437