Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAI1989
Bibba ogHalldór
eruorbin
— ogþau eru hamingjusöm
hund“. Þau hafa allt til alls; heitan
pott í stofunni, gufubað, Ijósa-
bekkjasamloku, gróðurskála, báta-
skýli. Það vantar ekkert í þetta
hús.“
Þetta hljómar eins og ameríski
draumurinn, en er þetta kannski
íslenski draumurinn?
„Já, ég mundi segja það. Auðvit-
að dreymir alla um allt.“ „Auðvitað
dreymir alla um arf, eða lottóvinn-
ing, eða happdrættisvinninga,“ fær
Halldór (Júlíus Bijánsson) að leggja
til málanna. „Þessi arfur er til kom-
inn vegna þess að enginn þoldi
þessa gömlu frænku sem átti aur-
ana. Nema Bibba auðvitað, frænd-
rækin að vanda. Og uppskar 45
milljónir, fyrir utan hlutabréfin í
kanínuullarverksmiðjunni. Þannig
að þau eru mjög rík — á íslenskan
mælikvarða."
„En Bibba er örlát," segir Edda,
„Deddi bróðir þarf ekki einu sinni
að depla auga, þá er hún komin
með peninga. Hann hefur nefnilega
enga vinnu, hann er það slæmur í
baki.“
„En hún hefur engan áhuga á
ættingjum Halldórs,“ heldur Júlíus
áfram, „þeir eru ekki til, aldrei
nefndir á nafn.“
„Nei, það er allt saman pakk.
eftir Súsbnnu Svavarsdóttur
BRÁVALLAGÖTUHJÓNIN,
Bibba og Halldór, eru flutt
— á Amarnesið. Moldrík
frænka Bibbu dó og
arfleiddi Bibbu að öllum
eigum sínum; fullt af
milljónum, auk hlutabréfa.
Þau hjónin keyptu sér
draumahús á sjávarlóð á
Amarnesinu, með útsýni til
Bessastaða — og auðvitað
býr bara fínt fólk í þessari
götu.
I Gamla bíói (Islensku
ópemnni) hefiir svo
Gríniðjan sett á svið daginn
sem Bibba og Halldór ætla
að halda veislu til að halda
upp á vistaskiptin. í veisluna
er öllum fyrirmönnum
landsins boðið; ráðhermm,
þingmönnum og öðmm sem
skipta máli.
Bibba er búin að vera lengi
.að bíða eftir þessu húsi,“
segir Edda Björgvins-
dóttir, sem fer með hlut-
verk Bibbu, „og hún er
búin að lenda í alls kyns
leiðindum út af því, ýmis-
legt komið upp á. En þau
búa ekki tvö þarna, því með þeim
flytja nokkrir ættingjar Bibbu. Hún
gaf auðvitað Dedda bróður sínum
íbúðina á Brávallagötu, en það er
verið að „fræsa út nýja eldhúsinn-
réttingu," eins og Bibba segir orð-
rétt. Þessvegna verða Deddi og
Carmina, spænsk unnusta hans, að
búa hjá Bibbu á meðan. Svo býr
föðurbróðir Bibbu hjá þeim, öldruð
refaskytta, sem er að „leita sér til
lækninga". Bibba er gestrisin nefni-
lega, ægilega góð sínu fólki og hef-
ur alltaf verið það. Hún sinnir því
vel.
Fólk hefur spurt okkur hvort
þetta sé bara langur þáttur með
Bibbu og Halldóri einum, en svo
er nú ekki. Þetta er nýtt heilt leik-
rit, „farsi," og ekkert notað úr
gömlu útvarpsþáttunum og i sýn-
ingunni er fullt af persónum. Inn í
þetta blandast lögreglumál og ýmis
misskilningur, öldruð frænka sem
verður þama hússkelfir. En Bibba
býr sig undir að taka á móti
Steingrími, Svavari, Jóni Baldvin,
Davíð og öllum þeim — öllum sko.“
Eru þau orðin svona fínt fólk?
„Þau eru orðin Fínt Fólk með
stóru effi. Það leikur enginn vafi á
því, eftir að þau fengu þessa pen-
inga og festu kaup á þessu húsi.
Bibba er að reyna
að koma Halldóri
í Frímúrararegl-
una, sjálf er hún í
Gluntrasystrum.
Ef fólk skyldi ekki
vita það, þá eru
það hreinar línur
að þau era Fínt
Fólk.
Þegar þau
keyptu húsið létu þau moka
öllu út úr því, vegna þess að
það var orðið þó þetta nokk-
urra ára gamalt. Síðan
keypti Bibba „sjálf“
ítalskan marmara í Róm,
til að setja á gólfin. Hún
lét setja steinda glugga
og gylla allt sem hægt
var að gylla.
Svona er þeirra staða
í lífinu — og þau eru ham-
ingjusöm."
Þau era auðvitað ekki
með neina krakkaroll-
inga?
„Nei, börn era
sóðaleg og erfið að
þeirra mati. En þau
era með „poodle-
VELLflUÐUG OG HAMINGJUSOM
Bibba í bleiku og Halldór „heildsali" í nýja húsinu sínu, á sjávarlóð
á Arnarnesi, stilltu sér augnablik upp fyrir ljósmyndarann, rétt áður
en „réttu kreðsarnir“ mættu í „reisugilli“ hjáþeim