Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 6
8 FRÉTTIR/IIMWLEMT % Fylgi flokka í kosningum 1987 og nú osoi íím v ímnAnnVi/Tip, nmA.Tfn/iinflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 50 40 Kosningar 1987 Maí 1989 AlþýOuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýöubandalag Kvennalisti Borgaraflokkur Könnun Félagsvísindastofiiunar: Stjómin nýtur fylg'- is 42% - 58% á móti Ungt fólk og íbóar Suðvesturlands andvígir stjórninni í mestum mæli RÍKISSTJÓRN SteingTÍms Hermannssonar nýtur fylgis 42% þeirra, sem afstöðu tóku í skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. Flesta fylgismenn á stjórnin í hópi fólks yfir fimm- tugt. Andstæðingar hennar eru hins vegar einkum í yngri aldurs- hópunum, í kring um 50% aðspurðra. í Reykjavík og Reykjanesi sögð- ust 52% allra aðspurðra á móti stjórninni, en í öðrum landshlutum eru andstæðingar hennar 85,7% af öllum, sem afstöðu tóku. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 27. apríl til 2. maí sl. Hringt var í 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Úrtakið var valið af handa- hófi úr þjóðskrá, og alls fengust svör frá 1046 manns, eða 70%. Úrtakið er stórt og gefur því mikla mögu- leika til greiningar á niðurstöðum að mati umsjónarmanna könnunar- innar, þeirra Stefáns Ólafssonar og Ólafs Harðarsonar. Þijár spurningar voru lagðar fyrir alla svarendur um hvað þeir myndu kjósa, ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndi kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þess- ari spumingu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu áð líklegast sé að þú myndir kjósa? Segðu menn enn veit ekki voru þeir spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvem annan flokk eða lista? — 14,1% svarendanna sögðu „veit ekki“ við fyrstu tveimur spumingunum, en þegar svörum við þriðju spumingu er bætt við fer hlut- fall óráðinna niður í 5,2%. Tafla 1 sýnir niðurstöðumar, sem fengust úr þessum þremur spuming- um samanlögðum. Þeim sem svara þriðja lið spurningarinnar þannig, að þeir muni líklega kjósa einhvem flokk annan en Sjálfstæðisflokkinn, er skipt á milli hinna flokkanna í sömu innbyrðis hlutföllum og feng- ust við fyrri tveimur liðum spuming- arinnar. Til samanburðar em líka í töflunni niðurstöður úr þjóðmála- könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í nóvember 1988 og úrslit þingkosninganna 1987. Tafla 1 Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Fjöldi Allir Kjósa Nóv. Kosningar nú 1988 1987 % % % Alþýðuflokkur 82 7,8 10,9 10,5 15,2 Framsóknarflokkur 149 14,2 19,8 23,3 18,9 Sjálfstæðisflokkur 314 30,0 41,8 29,6 27,2 Alþýðubandalag 73 7,0 9,7 10,6 13,4 Kvennalisti 95 9.1 12,6 21,3 10,1 Flokkur mannsins 6 0,6 0,8 0,7 1,6 Samt. jafnr. og félagsh. 2 0,2 0,3 0,1 1.2 Þjóðarflokkur 14 1,3 1,9 0,7 1.3 Borgaraflokkur 4 0,4 0,5 3,0 10,9 Frjálsl. hægrimenn 12 1,1 1,6 — — Græningjar 1 0,1 0,1 — — Myndi ekki kjósa 74 7,1 Skila auðu 87 8,3 Neita að svara 79 7,6 Veit ekki 54 5,2 Samtals 1046 100% 100% Um afstöðuna til ríkisstjórnarinn- eru 58% andstæðingar ríkisstjórnar- ar var spurt með þessum hætti: innar, en 42%, stuðnmgsmenn. I tofl- „Hvort ertu frekar stuðningsmaður um 2a og c er þeim 20 einstaklmg- ríkisstjórnarinnar eða andstæðing- um, sem neituðu að svara spuming- ur?“ Sé einungis litið á þá sem taka unni, sleppt. afstöðu með eða á móti stjóminni Tafla 2a. Afstaða til ríkisstjórnarinnar. Skipt eftir stuðningi við flokka. A B D G V Aðrir Stuðningsmaður 58,8 74,2 9,0 82,0 28,2 25,2 Hvorugt, óviss 20,6 16,1 14,1 13,1 17,9 33,3 Andstæðingur 20,6 9,7 76,9 4,9 53,8 41,5 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Fjöldi 68 124 290 61 78 405 Tafla 2c. Afstaða til ríkisstjórnarinnar. Skipt eftir aidri. 18-24 25-39 40-49 50-59 60-75 Stuðningsmaður 25,5 27,1 35,0 36,4 47,6 Hvorugt, óviss 26,8 22,9 14,8 25,6 24,5 Andstæðingur 47,7 50,0 50,3 38,0 27,9 Alls 100% 100% 100% 100% 100% Fjöldi 153 414 183 129 147 Ejrjapeyinn breytti undrun í aðdáun „ÁSGEIR Sigurvinsson er einn af bestu leikstjómendum heims. Kannski sá allra besti. Ef hann væri Vestur-Þjóðverji væri hann í liði mínu.“ Þetta sagði Franz Beckenbauer, landsliðseinvaldur V-Þýskalands, fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspymu í Mex- íkó 1986. Þessi orð lýsa kannski best þeim hæfileikum sem Eyja- peyinn Ásgeir Sigurvinsson hefur yfir að ráða sem einn af bestu knattspymumönnum heims. Hann hefur oft fengið óspart lof, en það hefiir ekki stigið Ásgeiri til höfuðs. Hann hefiir haldið ró sinni og það er það sem hefiir gert hans vinsælan bæði í Belgíu og V-Þýskalandi. A sgeir er fæddur í Vest- mannaeyjum 8. maí 1955 og verður því 34 ára á morgun, mánudag. Hann er sonur hjónanna Sigurvins Þorkelssonar frá Hellissandi á Snæfellsnesi og Vilborgar Andresdóttur frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra. 1973 fetaði Ásgeir í fótspor Al- berts Guðmundssonar og Þórólfs Beck og gerðist atvinnumaður í Belgíu. Það vakti mikla undrun og athygli í Belgíu þegar 18 ára íslendingur frá eldijallaeyjunni Heimaey kom til Liege til að leika með hinu kunna félagsliði Stand- ard Liege. Fljótt breyttist undrun- in í aðdáun. Mörg jiekkt félög höfðu auga- stað á Asgeiri, en hann hreyfði sig ekki um set fyrr en 1981 — þá nýorðinn bikarmeistari með Standard Liege. Hann gekk til liðs við Bayern Miinchen, en náði ekki að festa rætur þar. Ásgeir gekk til liðs við Stuttgart 1982 og var stjórnandi Stuttgart-liðsins 1984 þegar félagið vann V-Þýskalands- meistaratitilinn í fyrsta sinn í 24 ár, eða frá 1950, þegar Ásgeir var fimm ára í Eyjum. Ásgeir var þá útnefndur knatt- spymumaður ársins af leikmönn- um í V-Þýskalandi og ítölsk fé- Svipmynd eftir Sigmund Ó. Steinarsson lagslið vildu ólm fá hann í raðir sínar. Hann hafnaði öllum boðum. Sagðist kunna vel við sig í Stutt- gart, þar sem hann ætlaði að enda knattspymuferil sinn. Jóhannes Atlason, fyrmm landsliðsþjálfari íslands, lék sinn síðasta landsleik þegar Ásgeir lék sinn fyrsta, aðeins 17 ára 1972, gegn Dönum á Laugardalsvellin- um. „Ásgeir var strax geysilegt efni og það kom engum á óvart að erlend félög höfðu áhuga á að fá hann til sín. Ég hef séð Ásgeir leika bæði í Belgíu og V-Þýska- landi og mér varð strax ljóst þeg- ar ég kom til Liege, að hann var orðinn hálfgerður kóngur þar. Og í Vestur-Þýskalandi féll hann strax inn í rammann, sem besti leikstjórnandi síðan Wolfgang Overath var og hét í heimsmeist- araliði Vestur-Þýskalands 1974. Ég er ekki í vafa um að ef Ás- geir væri Vestur-Þjóðveiji, hefði hann verið leikstjómandi vestur- þýska landsliðsins undir stjórn Beckenbauers. Leikmenn eins og hann eru ekki á lausu. Leikstjóm- andi sem getur skipt kantanna á , milli þegar við á. Margir hafa sagt að Ásgeir væri á síðasta snúningi sem knattspyrnumaður. Hann gaf þeim mönnum langt nef í leiknum gegn Napólí. Ásgeir sýndi það í Napólí að hann á nægan kraft eftir til að vera á toppnum í eitt til tvö ár til við- bótar,“ sagði Jóhannes Atlason. Ásgeir er mikill fjölskyldumað- ur. Honum líður best í faðmi fjöl- skyldunnar. Heima hjá Ástu Guð- mundsdóttur, eiginkonu sinni og bömunum tveimur, Tanju og Ás- geiri Aron. „Hann er þekktur fyrir lítillæti og hann umgengst lítið aðra leik- menn Stuttgarts-liðsins. Það sem lýsir þessu best er að besti vinur Ásgeirs er Alfreð, rútubifreiða- stjóri Stuttgart-liðsins. Þeir em mjög góðir vinir og heimsækja hvorn annan reglulega,“ sagði Einar Stefánsson, framkvæmda- stjóri fiskútflutningsfyrirtækisins ÍS-trading, sem hefur bækistöð rétt fyrir utan Stuttgart. „Ásgeir og Ásta kona hans hafa reynst íslenskum náms- mönnum í Stuttgart vel og þau em alltaf boðin og búin að að- stoða þá og sjá til þess að þeim líði vel. Námsmennirnir koma ekki að tómum kofunum þegar þeir leita til þeirra hjóna. Þá er Ásgeir vinsæll hjá al- menningi í Stuttgart og ná- grenni. Hann er þekkt prúðmenni og ég varð vitni að því um sl. helgi á útihátíð 50 km frá Stutt- gart, að eldri menn vom að ræða um knattspyrnu - þar sem þeir sátu og snæddu pylsur og dmkku bjór. Þeir vom á einu máli um að Ásgeir væri ómissandi fyrir Stuttgart. Það væri hann sem væri kjölfesta liðsins og stjóm- andi. Asgeir væri hjarta Stutt- gart-liðsins,‘‘ sagði Einar. „Þó að Ásgeir sé hógvær er hann fastur fyrir. Hann stendur fast við skoðanir sínar og lætur ekki vaða yfir sig. Það sýndi hann þegar hann skilaði fyrirliðaband- inu á dögunum og tilkynnti að hann tæki aldrei við því aftur. Þetta var ákveðni sem Þjóðverjar kunna að meta,“ sagði Einar. íris Erlingsdóttir og Jógvan Zachariassen Tónleikar í Norræna húsinu TVENNIR tónleikar verða haldnir í Norræna húsinu á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík mánudaginn 8. maí og þriðjudaginn 9. maí kl. 20.30 báða dagana. Tónleikarnir eru lokapróf tveggja nemenda skólans. Á tónleikunum á mánudag flytur Jógvan Zachariassen, fagottleikari, verk eftir C. Saint-Saens, G. Jakob, A. Vivaldi og frumflytur verk eftir Atla K. Petersen. Píanóleik annast Krystyna Cortes, Anna M. Magnús- dóttir leikur á sembal og strengja- kvartett nemenda aðstoðar. Jógvan hefur stundað nám við Tónlistarskól- ann frá 1985 hjá Sigurði Markús- syni, fagottleikara. Á seinni tónleikunum syngur fris Erlingsdóttir sópransöngkona, við píanóundirleik Lám Rafnsdóttur, lög eftir Schubert og Strauss, ljóðaflokka eftir Poulenc og Dvorák og íslensk þjóðlög í útsetningum Fjölnis Stef- ánssonar og Þorkels Sigurbjömsson- ar. íris hefur stundað nám við Tónlist- arskólann frá 1981 hjá Elísabetu Erlingsdóttur, sópransöngkona. Matvælasýn- ing í Laug- ardalshöll Alþjóðleg matvælasýning var opnuð í Laugardalshöllinni á föstudag. Er hún á vegum breska fyrirtækisins Industrial and Trade Fairs International og Al- þjóðlegra Vörusýninga sf. lls sýna yfir 50 fyrirtæki mat- væli af ýmsum gerðum og fé- lagar í Klúbbi matreiðslumeistara verða með matreiðslukynningar. Sýningin verður opin almenningi í dag frá klukkan 14.00 til 22.00, en aðra daga frá klukkan 18.00 til 22.00. Henni lýkur 12. maí. Árnesingakór- inn í HaJnarborg Árnesingakórinn í Reylqavík heldur tónleika í Hafharborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði, kl. 20.30 í kvöld. Á tónleikunum verða fluttJiæði I innlend og erlend lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.