Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 17
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 17
Að vísu er Deddi bróðir hennar
búinn að vera í fangelsi á Malagá
í heilt ár. En það er ekkert minnst
á svoleiðis leiðindamál.
En Halldór er komin í heildsölu.
Bibba gat keypt hann þar inn,“
segir Edda. „Deddi bróðir kemur
aðeins þar náiægt, svona til að
fríska upp á sig. Þannig að það
gengur allt upp einhvern veginn;
það er allt eins og það á að vera.
Loksins. Athygli Bibbu hefur líka
færst smám saman, af sjúkdómum
og kvillum, yfir á rétta kreðsa og
fínt fólk — sem er agalega gott.
Svo á Bibba vinkonu sem er flug-
freyja og hún verslar á Bibbu í
Ameríku. Kaupir mest allt þar og
bleikt, afþví það fór henni svo vel
þegar hún var ung. Halldór fær
„ennþá“ að halda sínum stíl. En það
stendur til bóta, Armanifötin hanga
inni í skáp.“
Hver skrifar handritið?
„Við gerum það þijú, ég, Júlíus
og Gísli Rúnar,“ segir Edda. En nú
er það fyrirtækið Gríniðjan sem
stendur fyrir uppsetningunni. Er
virkilega nauðsynlegt að reka fyrir-
tæki til að sjá þjóðinni fyrir gríni?
„Þó þau væru fimm. Sjáðu bara
alla fýlupokana í kringum þig. Nei,
annars, þetta er bara nafn á fyrir-
tæki okkar. Við vinnum við að gera
þætti fyrir útvarp, sjónvarp og reka
leikhús. Okkur fannst þetta bara
svo skemmtilegt nafn þegar við
byijuðum á þessu. En þetta er ann-
að leikverk Gríniðjunnar. í fyrra
sýndum við NÖRD, amerískt leikrit
eftir Larry Shue.“
Það leiðir hugann kannski að
stöðu leikhúsanna hér. Ef ég man
rétt, naut það mikilia vinsælda og
fékk gífurlega aðsókn. Á sama tíma
les maður um það að til dæmis, í
Þjóðleikhúsinu sé nánast aðsóknar-
hrun. Maður hefur heyrt þær radd-
ir að gagnrýnendur eigi mikla sök
á þessari þróun. Hafa þeir virkilega
svona mikil áhrif, eða er einhver
önnur skýring hugsanleg?
„Nei, nei, þetta er einhver vit-
leysa með gagnrýnendurna. Þeir
eru því miður alltof jákvæðir hér
og hafa nákvæmlega ekkert að
segja. Við vildum óska þess að hér
væri hörð gagmýni. Ef svo væri,
mundum við grátbiðja gagnrýnend-
ur að koma, í fyrra óskuðum við
ekki eftir gagnrýnendum frá fjöl-
miðiunum og það sama er uppi á
teningnum núna. Okkar gagnrýn-
endur eru leikhúsgestir okkar!“
„Ég held að, í fyrsta lagi, sé
sölukerfið hjá Þjóðleikhúsinu og
Iðnó í molum,“ segir Edda. „Það
þarf virkilega að hafa fyrir því að
fá áhorfendur. Fólk fer ekki í leik-
hús lengur nema eitthvað verulega
mikið sé að gerast. Við förum og
sækjum þá. Við kynnum sýningarn-
ar vel, förum í fyrirtæki og auglýs-
um í fjölmiðlum. En auðvitað getum
við það ekki endalaust nema við
höfum eitthvað í höndunum sem
fólk vill sjá. Það spyrst nokkuð fljótt
út hvort fyrstu 2000 áhorfendunum
fannst gaman, eða ekki. Markaðs-
kerfið er númer eitt í dag, síðan
eiga góðar sýningar að geta flutt
það áfram. Markaðskerfið hefur
enga þýðingu nema þú sért með
sýningu sem spyrst vel út. En ef
þú ert með góða sýningu, getur hún
samt hrunið, ef þú ekki reynir að
kynna hana og selja. Þetta er stað-
reynd sem leikhúsin hérna virðast
hunsa."
En frá þeim sem þó fara í leik-
hús, heyrir maður fleiri óánægju-
raddir en maður á að venjast. Hins-
vegar heyrir maður mikið lof um
sýningar fijálsra leikhópa, bæði
stórra og smárra, og sýningar
þeirra virðast ganga vel. Varla hef-
ur umtalið mikið með markaðskerfi
að gera.
„Já, Þjóðleikhúsið er í lægð
núna.“ svara þau Edda og Júlíus,
og Júlíus heldur áfram: „Þessir
fijálsu leikhópar njóta hinsvegar
samúðar, það er mjög greinilegt.
Þjóðleikhúsið nýtur ekki sönm sam-
úðar; það eru aðrar viðmiðanir í
gangi þegar það er tekið til um-
ijöllunar. Og þannig á það að vera.
Þjóðleikhúsið er jú Þjóðleikhús og-
það á að gera miklar kröfur til þess.
En Þjóðleikhúsið hefur einfaldlega
ekki svarað þessum kröfum, það
hefur ekki verið nægilega gott! Hitt
er svo annað mál, að þessar sýning-
ar hjá fijálsum leikhópum í allavega
bókahillum úti í bæ, hefðu ekki átt
erindi upp á svið í Þjóðleikhúsinu
og hefðu orðið ansi rislitlar þar.
Þannig að þetta er spurning um
viðmiðanir og forsendur sem menn
gefa sér, þegar þeir fjalla um þess-
ar sýningar. Þessir fijálsu leikhópar
eru líka að bjóða upp á 15-100
sæti. Aðsókn að þeim er því í raun-
inni sáralítil, þótt þeir sýni kannski
30-40 sýningar.
En það er auðvitað mjög alvar-
legt mál þegar 35.000 manns hætta
að koma í Þjóðleikhúsið, eins og
nýjustu tölur sýna. Einhver aukning
hefur orðið í annarri leiklistarstarf-
semi, en ekki sem nemur þessum
fjölda. Þá er það mjög alvarlegt að
hingað til hafa forráðamenn stofn-
analeikhúsanna álitið að leikhús-
áhugi sé eitthvert náttúrulögmál.
Það lýsir sér til dæmis í barnaskap
í stefnunni í auglýsingum og mark-
aðsöflun, sem er tímaskekkja og
vitleysa. Fólk kemur ekki lengur í
leikhús, þvi úrvalið á annars konar
afþreyingu er ómælt — og vel
kynnt. Leikhúsmarkaður er við-
kvæmur eins og allur annar mark-
aður og ef við ætlum að fæla 35.000
manns frá leikhúsi er það stóralvar-
legt mál. Þetta er nefnilega eins
og með bíóferðir. Maður hefur
kannski ekki farið í bíó í tvo mán-
uði og ákveður svo að fara. Ef
maður sér lélega mynd, líður langur
tími þangað til maður nennir aftur
í bíó. Ef maður hinsvegar sér góða
mynd, líður skemmri tími þangað
til maður fer aftur og maður segir,
ég þarf að gera meira af þessu.
Ef fólk kemur óánægt út úr Þjóð-
leikhúsinu, sýningu eftir sýningu;
er hætt að mæta, jafnvel farið að
gefa kortamiðana sína, þá er það
alvarlegur hlutur. Ekki bara fyrir
Þjóðleikhúsið, heldur fýrir listgrein-
ina sem heild og ekkert einkamál
Þjóðleikhússins. Það hvílir mikil
ábyrgð á leikhúsi þjóðarinnar!"
Það er oft talað um að hér á
landi vanti allt leikhúsuppeldi.
Haldið þið kannski að þessi sam-
dráttur sé spurning um kynslóða-
skiptingu? Þá meina ég að hverf-
andi kynslóð, sem fylgdist með
stofnun Þjóðleikhússins og var stolt
af þróun þess, fylli ekki áhorfenda-
bekki lengur og í staðinn komi ekki
unga kynslóðin, sem hefur alist upp
við Þjóðleikhúsið sem sjálfsagðan
hlut og tekur nýrri miðla fram yfir
það.
„Það er stór hluti af þessu,“ seg-
ir Edda, „afhveiju sýningamar em
til dæmis ekki kynntar í skólnum.
Einu sinni fóm leikararnir í skólana,
til að kynna sýningar; léku jafnvel
atri^i úr þeim. Ég man eftir svona
heimsóknum þegar ég var í mennta-
skóla. Við fýlltumst lotningu yfir
því að fá þetta fólk í heimsókn og
fjölmenntum á allar sýningar.“
„Leikhúsuppeldi Islendinga er
alveg óskaplega fátæklegt,“ bætir
Júlíus við, „einu skrifin sem birtast
um leikhús, em þessir hroðalega
unnu leikdómar, sem em skrifaðir
af alls konar barnakennumm, póst-
fulltrúum og prestum. Þetta er auð-
vitað fáránlegt. Ef þyrstir leik-
húsmenn vilja svala sér á einhveiju
bitastæðu, verða þeir að kaupa sér
erlend blöð og þar er ekki fjallað
um íslenska leiklist. Það vantar
sárlega fagrit um leikhús hér. Um
leiklistina sem slíka er aldrei fjall-
að,“
En er hægt að fjalla um leiklist
á íslandi? Hver ætlar að tjá sig um
hana. Óneitanlega verður maður
var við óánægjuraddir alls staðar
meðal leikhúsfólks líka. Það em
ekki bara áhorfendur. Þeir sem
standa að fijálsum leikhópum vilja
sumir hveijir ekki leika í Þjóðleik-
húsinu; segja að þar sé vondur
mórall, allir séu pirraðir á öllum.
En enginn vill opna umræðu um
ástandið; viðkvæðið er að það sé
ekki blaðamál.
„Þessi þögn sem orðin er í leik-
húsunum hér er mjög háskaleg,"
segir Júlíus. „Mjög,“ bætir Edda
við. „Enda sjáðu hvað gerist þegar
menn opna munninn. Það á bara
að beija þá niður, samanber Helga
Skúlason.“ Og Júlíus helduráfram:
„Það er mikill mis^kilningur þegar
fólk heldur því fram að hitt og þetta
sé ekki blaðamatur og að það þegi
af því það beri hag leikhússins fyr-
ir bijóstí. Vissulega em ýmsir hlut-
ir sem almenningur græðir ekkert
á að vita, en það em líka óteljandi
hlutir sem væri þörf á að velta
upp. Almenningur rekur þessi
styrktu leikhús!
Maður hrekkur við þegar maður
les skemmtileg blaðaskrif, eins og
áttu sér til dæmis stað í kringum
Hamlet. Uppbyggileg og skemmti-
I'eg skrif. Þau vom veisla fyrir leik-
húsfólk."
„En þetta er mjög erfitt mál.
Fólk sem er til dæmis ráðið á samn-
ing hjá leikhúsunum er skjálfandi
af hræðslu við að missa samninginn
og það er auðvitað að hluta til
ástæðan fyrir þessari þögn, og hin-
ir em skjálfandi af hræðslu við að
fá aldrei að koma inn í stóru leik-
húsin — þessvegna þegja þeir!“
„Og hveijum er verið að vinna
gagn?“ spyr Júlíus. „Hvernig getur
fólk sem heldur sér saman sagt að
með því sé það að vinna leikhúsinu,
eða leiklistinni, gagn. Það er algert
kjaftæði. Ef það væri fullkomlega
heiðarleg umræða í gangi, til dæm-
is meðal leikara, þá mundi fólk
opna sig og ræða málin, segja;
„þetta er ómögulegt, við höldum
ekki svonalengur áfram — við emm
að glutra niður leikhúsaðsókn af
því þessi leiksýning var slæm og
hin leiksýningin var líka slæm og
það er ekki rétt stefna í leikhúsinu,
hvað er til bóta?“
Að þessu mæltu kallaði sviðs-
stjórinn þau Eddu og Júlíus á svið,
þar sem hinir leikaramir, biðu eftir
að æfing hæfist. Leikstjórinn, Gísli
Rúnar Jónsson, er mjög harður á
því að láta æfingaskipulagið hald-
ast og því varð ekki haldið lengur
áfram að sinni. Bibba fór að snúa
Halldóri í kringum sig og Dedda
bróður og Halldór, orðinn vanur
kröfum hennar, snerist.
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS áAk
Aðalfundur
Blóðgjafafélag Islands heldur fræðslufuntf
mánudaginn 8. maí kl. 21.00 í fimdarsal
Hótels Lindar, Rauðarárstíg 18, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Rauði krossinn og blóðgjafastarfsemin.
2. Fræðslumynd um notkun blóðs
til lækninga.
Blóðgjafafélag íslands
ÞÚ SKIPULEGGUR
reksturinn á þínu heimili
'i'
Þegar kemur að afborgunum
lána er það í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
var gjalddagi húsnæðislána
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttarvaxta,
svo ekki sé minnst á
innheímtukostnað.
16. maí leggjast dráttarvextir á íán með lánskjaravísitölu.
1. júní leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísítölu.
Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum Iandsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
qn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900