Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 Skuldir SÍS við Landsbankann: Beðið um skýrslu um tryggingar Níu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa óskað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um tryggingar Landsbanka Islands vegna skulda Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga. Guðmundur H. Garðarsson og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa form- lega farið fram á skýrslu Ríkis- endurskoðunar um tryggingar vegna skulda SÍS við Seðla- bankann. Vísa þingmennimir til 30. greinar laga um þing- sköp og 3. greinar laga um Ríkisendurskoðun. Jafnframt er óskað eftir því að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi sameinaðs þings. Morgunblaðið/Bjami Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands gefiir þotunni nafhið Aldís með því að ausa hana vatni úr fljótum flögurra landsQórðunga. Aldís, þota Flugleiða, komin heim: Aldís Alþingi: Fyrirspurn um síma- hleranir Hvaða reglur gilda um síma- hleranir hér á landi? Hversu oft hefiir símahlerunum verið beitt hér á landi síðustu 10 árin? Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) hefur formlega lagt fram fyrir- spumir á Alþingi til dómsmálaráð- lierra um þetta efni. Hún spyr jafn- framt: Hverjir hafa beðið leyfis til hlerana í umgetnum tilvikum, hveijir framkvæmdu þær og í hvaða tilgangi var þeim beitt? Hver er réttur þolenda símahlerana? Telur ráðherra tryggt að alltaf sé farið að lögum og reglum varðandi síma- hleranir? Óskað er skriflegs svars dóms- málaráðherra. Andrés Markús Þorleifsson Lést í vél- hjólaslysi MAÐURINN sem lést i vélhjóla- slysi í Kópavogi síðastliðið fímmtudagskvöld hét Andrés Markús Þorleifsson. Andrés Markús var 23 ára, fædd- ur 14. apríl 1966, og var að ljúka einkaflugmannsprófi. Hann bjó í foreldrahúsum að Efstalundi 2 í Garðabæ. Stéttar- samband bænda: Viðræðu- neftid um bú- vörusamning STJÓRN Stéttarsambands bænda hefiir kosið samninga- nefnd til að ræða við fiilltrúa ríkissljórnarinnar um búvöru- samning sem tæki við þegar nú- gildandi samningur rennur út haustið 1992. Haukur sagði, þegar þessi mál voru rædd við hann, að síðasti aðalfundur Stéttarsambandsins hefði samþykkt ósk um viðræður við ríkið um hvað við tæki eftir 1992. Nýlega hefði landbúnaðar- ráðherra síðan óskað eftir viðræð- um um tilfærslu á framleiðslurétti á milli kindakjöts- og mjólkurfram- leiðslu, þannig að aukin yrði fram- leiðsla mjólkur en minnkuð kinda- kjötsframleiðsla. Stjórn Stéttar- sambandsins hefði samþykkt að lýsa sig reiðubúna til viðræðna um þetta efni, en þó ekki nema í tengsi- um við nýjan búvörusamning. Djarft skref í atvinnu- uppbyggingn landsins — segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða ALDÍS, hin nýja Boeing 737-400 þota Flugleiða, kom tíl landsins í fyrsta sinn skömmu fyrir kl. 10 í gærmorgun í þungbúnu kalsa- veðri. Var þotunni fagnað við hátíðlega athöfn í Leifsstöð. Það var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem gaf þotunni nafii við þetta tækifæri með því að ausa hana vatni úr fljótum allra lands- fjórðunga. „Aldís skal þessi farkostur heita,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir. „Megi gifta og guðsblessun fylgja Aldísi allar stundir." Fþ'ótin sem hér um ræðir eru Hvítá í Borgarfirði, Jökulsá á Fjöll- um, Lagarfijót og Þjórsá. > Aður en að nafngiftinni kom hélt Sigurður Helgason, stjóm- arformaður Flugleiða, stutt ávarp. Hann sagði m.a. að með komu þess- arar 737 þotu til landsins væri hald- ið áfram á þeirri braut sem mörkuð var við upphaf flugsögu íslands fyrir fimmtíu árum, er forverar Flugleiða hófu störf. Það er að tryggja samgöngur til og frá landinu með eigin flugflota. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagði m.a. í ávarpi sínu að með komu þessarar þotu til íslands væri fagnað nýjum kafla í íslenskri flugsögu. Óskaði hann Flugleiðum til hamingju með þenn- an farkost og bað þess, að gæfa mætti fylgja honum til frambúðar. Auk þessa fluttu þeir Pétur Ein- arsson, flugmálastjóri, Borge Boe- skov, aðstoðarsölustjóri Boeing, Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, og Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, ávörp. Það vakti athygli viðstaddra að Boeskov talaði íslensku. Hann sagði m.a. að Boeing liti á Flugleið- ir sem félaga sína í rekstri og byðu þeim samvinnu áfram. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að með kaupunum á þessari þotu, sem væri hin fyrsta af fimm, væri stigið djarft skref til uppbyggingar atvinnulífs í landinu. Markmiðið með kaupunum væri einkum tvíþætt, annarsvegar að tryggja íslenskum neytendum bestu fáanlegu farkosti sem til væru til flugferða og hinsvegar að tryggja starfsfólki félagsins bestu atvinnu- tæki sem völ væri á. Að loknum ávörpum var gestum boðið að skoða vélina og þiggja síðan veitingar í Leifsbúð í boði Flugleiða. Flugstjórar í þessu fyrsta flugi Aldísar á vegum Flugleiða, flugi 737 frá Seattle, voru þeir Jón R. Steindórsson og Ámi Sigurðsson. Deilan harðnar um Fossvogsdal DEILA Reykjavíkur og Kópavogs um framtíð Fossvogsdals harðn- aði til muna eftir að bæjarstjóm Kópavogs ákvað að segja upp einhliða hluta samkomulags, sem gert var milli sveitarfélaganna árið 1973. í framhaldi af þeirri ákvörðun úthlutaði bæjarstjóm Kópavogs íþróttafélagi Kópavogs landi við Snælandsskóla í Foss- vogi og hefiir skipulagsstjóra ríkisins samþykkt ályktun vegna þessa, þar sem fram kemur að ekkert skipulag er fyrir hendi neðst í dalnum og því óheimilt að veita leyfi til framkvæmda þar. Segja má að deila sveitarfélaganna snúist í grófurn dráttum um túlkun á samkomulaginu frá 1973 auk þess sem bæjarsijóm Kópavogs telur að forsendur fyrir lagningu Fossvogsbrautar séu úr sögunni og benda á máli sínu til stuðnings að Reykjavíkur- borg hafi hætt við að leggja hraðbraut upp Elliðaárdalinn i fram- haldi af Fossvogsbraut. Hefiir bæjarstjóm Kópavogs samþykkt einróma að í framtíðinni verði í dalnum sameiginlegt útivistar- svæði sveitarfélaganna. 13. gr. samkomulagsins frá 1973 segir, að Reykjavík láti Kópavogi í té, kvaðalaust og án endurgjalds, land vestan Reykja- nesbrautar eða Smiðjuhverfi og í 4. gr. að Reykjavíkurborg sjái sjálf um kaup á landi á Selhrygg í Seljahverfi en það land tilheyrði Fífuhvammi. Þessi hluti samn- ingsins hefur verið uppfylltur og telur bæjarstjóm Kópavogs að fram hafi farið makaskipti á lönd- um og segir upp einhliða síðari hluta samkomulagsins er Iýtur að Fossvogsdal. Borgarráð Reykjavíkur telur hins vegar að borgin hafi greitt sérstaklega 100 milljónir króna fyrir landið í Selja- hverfi og vill halda fast við fyrra samkomulag. Þar er gert ráð fyr- ir að ef endurskoðun á umferðar- kerfi höfuðborgarsvæðisins leiðir í (jós nauðsyn Fossvogsbrautar, það er að ekki finnist aðrar viðun- andi lausnir á umferðarkerfi höf- uðborgarsvæðisins að dómi beggja aðila, þá skuli suðurbrún Fossvogsbrautar vera mörk sveit- BAKSVID eftir Kristínu Gunnarsdóttur arfélaganna og að Kópavogur láti Reykjavík þar með í té „kvaða- laust og án endurgjalds land það er hann á í Fossvogsdal og lendir innan marka Reykjavíkur". Þegar borgarstjóm Reykjavík- ur hafði samþykkti árið 1976 að hætta við hraðbraut upp Elliða- árdalinn i framhaldi af Fossvogs- braut, fóm bæjaryfírvöld í Kópa- vogi að draga í land með lagningu hennar og . hefur. bæjarstjómin ítrekað samþykkt að hætt skuli við brautina. I staðinn komi Suð- urhlíðavegur, sem samkvæmt fyrstu tillögum átti að liggja með Suðurhlíðum í Kópavogsdal en nú er gert ráð fyrir að verði í miðjum dalnum og tengi Hafnarijarðar- veg og Reykjanesbraut við Fífu- hvamm. Ósamkomulag sveitarfélag- anna varð til þess að skipuð var viðræðunefnd sem í eiga sæti full- trúar beggja aðila. Nefndin hefur haldið einn fund í febrúar á síðasta ári, þar sem fulltrúar borgarinnar kynntu hugmyndir um að Fossvogsbraut yrði niður- grafín, annað hvort að hluta eða öllu leyti. Kostnaður við slíka framkvæmd var áætlaður fyrir ári síðan um 200 milljónir ef hún yrði yfírbyggð að einum fjórða en um 900 milljónir ef hún yrði öll neðanjarðar. Þessari hugmynd hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi vísað frá og segjast ekki vera til viðtals um neitt nema útivistar- svæði í dalnum. Skipulagsstjóm ríkisins fór þess á leit að gerð yrði fagleg, hlutlaus úttekt á þýðingu brautar- innar frá umferðar- og umhverfis- sjónarmiði. Báðir aðilar höfnuðu þessari tillögu og vitna borgar- yfírvöld í samkomulagið frá 1973, þar sem segir að Fossvogsbrautin skuli lögð nema báðir aðilar sam- þykki að hún verði ekki lögð. Bent er á að í samkomulaginu sé ákvæði um gerðadóm, skipaðan einum frá hvorum aðila og einum frá hæstarétti og því sé rétt að skjóta deilunni þangað úr því sam- komulagið gerir ráð fyrir því. Fulltrúar bæjarstjómar Kópavogs höfnuðu tillögunni á þeirri for- sendu að auðvelt væri að sanna nauðsyn Fossvogsbrautar frá umferðarlegu sjónarmiði, en erfið- ara gæti reynst að meta þýðingu dalsins sem útivistarsvæðis. Eftir að bæjarstjóm Kópavogs hafði samþykkt að rifta sam- komulagi sveitarfélaganna frá 1973, óskuðu fulltrúar þeirra í viðræðunefndinni eftir fundi en vegna ósamkomulags um fundar- staðinn var sá fundur aldrei hald- inn né heldur fundur sem fulltrúar borgarinnar boðuðu til. Þess í stað tilkynntu bæjaryfirvöld í Kópa- vogi borgaryfirvöldum bréflega um ákvörðun sína og hafa fulltrú- ar borgarinnar svarað því bréfí og lagt til að: „fallist verði á til- lögu skipulagsstjómar og óvil- höllum aðila verði falið að gera umrædda úttekt. Jafnframt standi Reykjavíkurborg og Kópavogs- kaupstaður sameiginlega að frumhönnun Fossvogsbrautar með það að leiðarljósi, að saman geti farið nýting dalsins til útivist- ar og dregið verði úr umhverfís- áhrifum brautarinnar svo sem kostur er.“ Sjá Fossvogssamninginn frá árinu 1973 bls. 17 e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.