Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 rómur þess efnis að staðurinn ætli að hækka aldurstakmark sitt upp í tuttugu ár og kunna stelpumar eig- endum litlar þakkir fyrir. Eftir nokkrar umræður kemst ég að þeirri niðurstöðu að fráleitt sé að ætla að þær stundi skipulagt vændi. Hitt er öllu ljósara, að þær eru „á veiðum" þó svo þær veiðar séu mjög kæruleysislega stundaðar. Hvort þær myndu þiggja umbun fyrir næturgreiða þori ég ekki að geta um. Þetta eru annars ágætisstelpur — hressar og óvitlausar — en hins veg- ar eru þær rótlausari en góðu hófi gegnir. Alvara lífsins er ekki á dag- skrá. Þær — líkt og flestir, sem ég hitti á gönguför minni um ógæfu- hverfi Reykjavíkur — ræddu fijáls- lega um neyslu ólöglegra vímugjafa, en ekki sá ég þær — frekar en aðra — neyta þeirra. Ég á erfitt með að átta mig á þessum stúlkum og hallast helst að því að þær eigi eftir að „finna sig í lífinu". Hvers vegna þær gera sér vonir um að leitinni ljúki í „Brabra" er mér hins vegar gersamlega hulin ráðgáta. Þegar kemur að staðarlokun kveð ég þær og held upp í Brautarholt. Þær ætla hins vegar að fara suður í Smiðjukaffi. í Brautarholti er hljótt yfir öllu og á útidyrahurðinni er skilti: „LOK- AГ. Á mig renna tvær grímur, en hringi þó á bjöllunni. Eftir nokkra bið kemur til dyra maður, sem ég sá bregða fyrir fyrr um daginn. Hann vill í fyrstu ekki kannast við að ég eigi neitt erindi inn og eftir nokkurt þref kemst ég að þeirri nið- urstöðu að hann hafi sofið yfir sig þegar Drottinn útdeildi mannvitinu til Adamssona. Áður en hann læsir mig úti hrópar móttökustjórinn Ioks að innan og kveður mig eiga rúm innan dyra. Ég geng inn og lít sem snöggvast inn í sjónvarpsherbergið. Þar eru móttökustjórinn, frúin og hreingem- ingadrottningin enn límd við skjáinn. Ég kasta kveðju sem enginn tekur undir og geng til náða. Ég vakna um ellefuleytið eftir tíðindalausa nótt. Ég fer í Ieppana og fram á bað, en eftir stuttan stans þar ákveð ég að þvo mér um hárið í vaskinum inni hjá mér. Öll niður- föll frammi eru stífluð af sígarettu- stubbum, salemispappír og ein- hveiju sem ég ber ekki kennsl á. Ég fer niður í lobbí, en þar eru tveir menn klæddir í Sambandstískuna frá 1974 að ræða við móttökustjórann. Ég sé í hendi mér að hér er lögregl- an komin og býð góðan dag, en móttökustjórinn einn tekur undir það. RLR-mennimir mæla mig út. Ég verð þess áskynja að nærvem minnar er ekki sérstaklega óskað, svo ég hypja mig upp aftur. í stigan- um staldra ég við og legg við hlust- ir. Þeir em þá að leita að þeim hand- arlausa og einhveijum af ribböldun- um, sem fleygt hafði verið út daginn áður. Móttökustjórinn segir þeim allt sem hann veit, sem er reyndar af skomum skammti. Hann segir endaminniðekkij afntraust og áð- ur. RLR-mennimir jánka því og segja honum svo að skyldi handar- lausi maðurinn eða einhver hinna sýna sig eigi hann að hleypa þeim inn og hringja svo í lögregluna. Hann lofar því og þeir fara. Litið yfir „svítuna", en svona var um- horfs þegar her- bergið var tekið á leigu. Uppi á skenknum er sjónvarpið óvirka, en til hægri við það er gluggi, sem greinarhöfundur var lengstra orða beðinn um að hafa tryggilega lokaðan, þar sem inn um hann yrði að öðmm kosti umsvifalaust brotist. Handarlausi maðurinn á næsta orð. Hann vantar framan á vinstri iiandiegg og er iivort tveggja í senn: nývaknaður og drukkinn. Hann er með mikla bauga undir augum, með rytjulegt yfirvararskegg og tveggja daga gamla skeggbrodda. Mér hafði skilist á gistiheimilinu að í „Brabra sé alltaf stuö - jafnvel í miðri viku. Þegar bangað er komið er ekki báið að opna niöur á dansgélf, en ájarðhæð er langur bar og vígalegurog gestir hans eru líka langir og vígalegir. Ég er ekki lengi báinn að sitja begar sá fyrsta kemur og spyr hvort ég viiji ekki endilega kaupa henni glas. Ég kveð nei við og bað nær ekki lengra. Hán er bá ekki sá síðasta sem gengur bánleið til báðar. Gistiheimilið í Brautarholti 22, en því hefur nú verið lokað. Skömmu síðar fer ég út. Ég kem við í sjoppu á næsta horni. Þar af- greiðir mig maður á miðjum aldri af þvílíkri kurteisi og alúð að mér hefði síst komið á óvart þó hann hefði boðið mér að líta á vínlistann eftir að hafa tekið við samlokupönt- un minni. Eftir að hafa kynnst óvæntri gestrisni ókunnugs manns fer ég út í rigninguna og geng sem leið liggur niður á Hlemm. Þar sem ég bíð eftir að komast yfir Rauðar- árstíg kemur bíll merktur opinberri stofnun aðvífandi og ökumaðurinn gefur í og sveigir ofan í poll fyrir framan mig. Holdvotur átta ég mig á því að leðurklætt fólk á ekki sam- úð opinberra starfsmanna. Inni á Hlemmi er ekki kjaftur enda hádegi og helsta ógæfufólk höfuðborgarinnar ekki enn komið á kreik. Ég tek fjarkann niður í bæ og kanna aðstæður inni á biðstöð- inni við Hafnarstræti. Þar inni er slangur af unglingum, sem lætur hátt í, en helsta tómstundagamanið virðist vera að gera at í gömlum Salerni „svítunnar“. Sem sjá má er það stíflað af einhveiju, en greinarhöfundur komst aldrei að því hvers kyns væri. Þegar rigndi var salemið líkast steypibaði, því þakið hriplak. róna, sem á í fullu fangi við að lifa morguninn af einn síns liðs. Eftir nokkurt ráp um bæinn er mér orðið kalt og svengd farin að gera vart við sig. Ég fer inn á Hressó og fæ mér súpu. Ég er gamall kaffihúsamaður og hef stundað Skálann frá því ég var í Menntaskólanum. Þess vegna finnst mér vera óvenjulítið um göm- ul andlit. Hins vegar er slæðingur af ógæfulegum náungum við borðin og í þeirri álmunni sem snýr vestur í garð er einungis þess háttar lið. Það reynir ekki mikið á athyglis- gáfuna að sjá ástæðuna fyrir þess- ari hnignun staðarins. Bjórinn á hádegisbarnum laðar. Eftir að barnum er lokað klukkan hálffjögur tínast flestir bjórmann- anna út. Tveir og tveir sitja þó eftir og ég tek eftir að þeir fara laumu- lega með poka undir borðum og ljóst að þeir ætla ekki að hanga þurrir til klukkan sex, þegar barinn er opnaður á nýjan leik. Starfsfólkið Hann er með tdflur í dllum litum ogaíöllum stærðum og gerðum í férum sínum, sem hann leggur á borðið við hliðina á beirri sem fyrir var og virðist ekkert hirða um hvort aðrirsjái safnið eður ei. Allt reynist veraásínum stað. tekur líka eftir þessu og veitir þeim viðvaranir, sem þeir virðast taka eitthvert mark á. A.m.k. hættaþeir að laumupokast. Salernisferðir þeirra verða hins vegartíðari. Upp úr sex lifnar aftur yfir staðn- um. Enginn asi er þó á mönnum, nema einum ungum kaupfélags- stjóra utan af landi, sem sífellt og árangurslaust reynir að veifa niður smápíur til að ræða við þsdr um lífíð og tilveruna. Mér skilst á honum að hann sé hægrisinnaður kommi í Framsóknarflokknum, sem er á móti hernum, haftakerfi og öllum öfgum. Áður en við getum rætt málin til þrautar hverfur hann á braut og ég sé það síðast til hans að hann er sestur hjá tveimur smá- píum og búinn að kaupa öl handa þeim. Engin athugasemd er gerð við þau kaup, þó stúlkurnar séu augljós- lega langt undir lögaldri. Ég sit einn með hugsunum mínum í nokkrar mínútur, en þá færa tveir náungar af næsta borði sig yfir á mitt, spyija hvort ég eigi sígarettur og gera sig heimakomna þó ég eigi ekkert tóbak handa þeim. Annar þeirra er myndarlegur strákur, sem ber sig vel, en hinn er öllu ræfíls- legri og hefur öllu fleiri árhringi í andlitinu. Það er ekki fyrr en sá myndar- legri getur þess í framhjáhlaupi að hann sé búinn að vera að í rúman mánuð, að ég átta mig á því að hann er undir áhrifum. Áfengi virð- ist þó lítið koma þar við sögu. Grun- Lögreglan taefur lokað Gistihúsinu Brautarholti 22 ALLAR REGLUGERDIR UM GISTI- HÚSAREKSTUR V0RU BROTNAR GISTIHÚSINU BRAUTARHOLTI22, sem var samastaður greinarhöfundar i eina viku, heíur verið lokað, vegna þess að það braut í bága við nær öll lög og reglugerðir sem sett hafa verið um rekstur gistihúsa. Þá hafði heimilið verið rekið í nokkra mánuði án þess að hafa til þess leyfi. Lokun gistihússins átti sér nær árs aðdraganda. Heilbrigðisfull- trúi Reykjavíkur skrifaði bréf til'eiganda þess 24. maí í fyrra, þar sem farið var fram á viðamiklar breytingar á húsnæðinu. Lögregl- unni var sent afrit af bréfinu. 4. júlí tók Heilbrigðisráð Reykjavíkur fyrir umsókn frá eiganda gistihúss- ins, um áframhaldandi gistiheimilis- leyfi, en samþykkt var að mæla gegn því, nema því aðeins að gagn- gerar endurbætur færu fram á hús- næðinu. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur óskaði þann 23. nóvember eftir því að Eldvarnareftirlit ríkisins og lög- reglan í Reykjavík kæmu að Braut- arholti 22, þar sem ekki hafði verið sótt um byggingarleyfi vegna rekst-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.