Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Jolrannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Evrópuráðið
fagnar 40 árum
Evrópuráðið sem hélt upp á
40 ára afmæli sitt á föstu-
daginn var stofnað á rústum
síðari heimsstyijaldarinnar
undir merkjum friðar og lýð-
ræðis. Á þessum árum jafngilti
Evrópuhugsjónin voninni um
að samstarf þjóðanna, sem tók-
ust á í Norðurálfu, kæmi í veg
fyrir þann hildarleik sem rekja
mátti til einræðis nasista og
þess að þeir féllust í faðma ein-
ræðisherrarnir Hitler og Stalín.
Að stofnun ráðsins stóðu því
lýðræðisríki og þau lönd, sem
áttu ekki sérstaklega undir
Moskvuvaldið að sækja.
íslendingar gerðust aðilar að
Evrópuráðinu 1950. Nú eru
aðildarríkin 23 og meðal þeirra
sem hafa bæst í hópinn hin
síðari ár eru Spánveijar og
Finnar. Á meðan lýðræðislegir
stjómarhættir voru ekki á
Spáni gat landið ekki gerst
aðili að Evrópuráðinu. Finnar
hafa til þessa kosið að standa
utan ráðsins og hefur sérstakt
samband þeirra við Sovétríkin
komið þar við sögu.
Nú á 40 ára afmæli Evrópu-
ráðsins eru sagðar líkur til þess
að á næstu ámm kunni ríki
austan járntjaldsins að tengjast
ráðinu með einum eða öðrum
hætti og eru Ungveijaland og
Pólland nefnd í því samhengi
en þar hefur þróun frá einræði
kommúnismans sett sterkan
svip á þróun mála undanfarið.
Þessar umræður eru til marks
um þá gleðilegu staðreynd að
hugsjónirnar að baki Evrópur-
áðsins hafa orðið ofan á í sam-
keppni hugmyndanna. Gildis-
mat þeirra sem aðhyllast lýð-
ræðislega stjórnarhætti hefur
sigrað og kommúnisminn er á
undanhaldi. Lýsingamar á há-
tíðahöldum í kommúnistaríkj-
unum 1. maí síðastliðinn bera
þess merki, að þar hafi fólki
þótt lítils virði að fara út á
götur og torg til að fagna kerfi
og stjómarháttum marxis-
mans, sem ráðamennirnir sjálf-
ir hafa sagt að nauðsynlegt sé
að breyta.
í ræðu sem Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaður og
formaður sendinefndar íslands
hjá Evrópuráðinu, flutti í um-
ræðum á Alþingi um skýrslu
utaníkisráðherra benti hún
meðal annars á það að innan
Evrópubandalagsins gæti vax-
andi tilhneigingar til að fara
inn á ýmis svið, sem em ekki
efnahagssamstarf í venjulegum
skilningi. Sagði hún að vegna
þess hefðu fulltrúar voldugra
þjóða í Evrópubandalaginu
undirstrikað þörf þjóðanna til
að halda einkennum sínum og
sjálfstæði í því sambandi. Taldi
Ragnhildur að þessi þörf væri
algerlega virt í stofnskrá og
starfi Evrópuráðsins og það
væri einmitt atriði sem gerði
að verkum að ríkin gætu sótt
styrk við eigið sjálfstæði með
því að taka með virkum hætti
þátt í slíku starfi. í framhaldi
af þessu sagði Ragnhildur að
ýmsir þættir íslands í starfi
innan Evrópuráðsins hafi verið
alltof dauflegir og þeim ekki
nægilega vel sinnt.
Evrópuráðið kemur ekki í
stað Evrópubandalagsins og
enginn vafi er á því, að Evrópu-
bandalagið á eftir að færa út
kvíarnar á næstu árum, bæði
ná til fleiri þjóða en nú og láta
sig fleiri mál skipta. Þar með
er ekki sagt, að Evrópuráðið
hafí ekki áfram mikilvægu
hlutverki að gegna. Varðstaða
þess og stofnana ráðsins um
mannréttindi og lýðræðislega
stjórnarhætti er ómetanleg og
hefur sígilt gildi. Geti Evrópu-
ráðið rétt þeim þjóðum austan
járntjalds hjálparhönd sem eru
að býija að feta sig inn á lýð-
ræðisbrautir á sú setning enn
eftir að sannast að allt er fer-
tugum fært.
Jón forseti og
réttur tungnnnar
Iíslenzk tunga er
•áhyggjuefni um
þessar mundir því að
hún á undir högg að sækja. Það
leiðir hugann að baráttu Jóns Sig-
urðssonar og samheija. hans fyrir
vemd hennar og rétti svo notað sé
þeirra eigið orð í Nýjum Félagsrit-
um og Andvara. Jón skrifaði sjálfur
um tunguna í Félagsritin og varð-
aði veginn þar sem annars staðar.
Málflutningur hans birtist svo enn
í nafnlausri grein í Andvara 1876,
Um rétt íslenzkrar túngu. Megin-
kjami þeirrar ritgerðar er augljós-
lega sóttur í málflutning Jóns í
Nýjum Félagsritum einsog ég mun
drepa á. Andvara-greinin er nánast
útfærsla á skrifum Jóns um íslenzka
tungu og rétt hennar í Félagsritum.
Auk Jóns forseta skrifuðu S.J,
líklega Sigurður L. Jónasson og
J.G. eða Jón Guðmundsson, um
tungu okkar í Ný Félagsrit og er
grein hins fyrmefnda með sömu
fyrirsögn og nafnlausa greinin í
Ándvara 1876. Grein Sigurður L.
Jónassonar birtist í XXIII árg.
Nýrra Félagsrita, 1863. Báðir láta
þeir S.J. og J.G. geirinn gjalla gegn
erlendum áhrifum á mál okkar, og
Jón Guðmundsson beinir ekki sízt
spjótum sínum að þeirri dönsku-
skotnu mállýzku sem tíðkaðist í
Reykjavík um og eftir miðja síðustu
öld en þá töldu ýmsir þessa upp-
rennandi höfuðborg íslands hálf-
danskan bæ. Við hefðum haft gott
af að hlusta á slíkan eldhuga nú
þegar að tungunni er sótt með svip-
uðum þunga og um miðja síðustu
öld, þótt áhrifin berist hingað með
öðmm hætti en þá. í grein S.J. í
Nýjum Félagsritum er drepið á svip-
HELGI
spjall
uð efni og í Andvara-
greininni en þó er
málflutningur Jóns
Sigurðssonar fremur
fyrirmynd hennar en
greinar þeirra sam-
heija Jóns forseta
sem ég hef nefnt. í grein Sigurðar
L. Jónassonar er talað um að við
höfum ekki nennt að girða akur
okkar einsog hann kemst að orði
og á þá við íslenzka tungu og veija
hann fyrir ágangi annarra, “þar
hefur því komizt inn margt svínið,
og margt eitt illgresið vaxið þar.“
Nú sé tími til kominn að uppræta
illgresið á þessum dýrlega akri og
reka út svínin.
Þess má geta að Sigurður L.
Jónasson var bæði í ritnefnd með
Jóni forseta í Nýjum Félagsritum
og Andvara og því augljóst hvert
hann hefur sótt eldinn í áhuga sinn.
2En nú skulum við líta á bar-
• áttu þeirra félaga fyrir móð-
urtungunni sem átti þá einsog nú
í vök að veijast á óhirtum akri sam-
tímans.
I greininni Alþíngi og alþíngis-
mál í XVIII árgangi Nýrra Félags-
rita 1858 segir Jón forseti m.a.
þegar hann víkur að íslenzkri
tungu: „Að forminu til er mikill og
undarlegur galli á vorum lögum,
sem vér ætlum ekki eiga sér stað
nokkurstaðar í heimi, þar sem svo
á að heita að þjóðin njóti þeirra
réttinda, að mega tala sínu máli.
að eiga fulltrúaþíng með réttindum
til að ræða löggjafarmál og sérhver
önnur stjómarmál landsins á þess
eigin máli; að hafa kirkjustjóm,
skólastjóm og dómaskipan einnig á
sínu eigin máli: Þessi galli er sá,
að lög íslands koma út bæði á
Dönsku og íslenzku, en þannig, að
Danskan ein er undirskrifuð af kon-
úngi, og hefir að því leyti meira
gildi en Islenzkan, en íslenzkan ein
er aptur þínglesin, og hefír að þeim
helmíngnum meira gildi en Dansk-
an.“
Síðan segir Jón í þessari löngu
og ítarlegu grein að svo virðist sem
sá texti gildi meira sem konungur
skrifar undir, en samt þyki sjálfsagt
að þau Iög sem eigi að skuldbinda
menn verði að vera birt þeim á því
máli sem þeir skilja. í Andvara-
ritgerðinni, Um rétt íslenzkrar
túngu (1876), er bent á hið sama
og Jón forseti nefnir í ritgerð sinni
um Alþingismál, að bæði Iandsyfir-
réttur á íslandi og jafnvel hæstirétt-
ur með dönskum dómumm hafi
dæmt að lög væru ekki gild á ís-
landi nema þau væru þinglesin á
íslenzku frá upphafi til enda, einsog
Jón kemst að orði. Lagafrumvörp
séu einnig lögð fram á íslenzku og
rædd á því máli og Alþingistíðindi
prentuð á íslenzku en ekki dönsku.
„En samt lendir í því á endanum,"
bætir Jón Sigurðsson við, „að lögin
koma út einsog aðalmálið á þeim
sé Danska, en þau eru birt eins og
þau væri ekki til á Dönsku". Sé
þetta með þessum hætti þótt enginn
neiti því „að íslenzka sé stofnmálið
á Norðurlöndum" og er þess einnig
getið í fyrrnefndri Andvara-ritgerð,
Um rétt íslenzkrar túngu. Það
megi því undarlegt heita, bætir Jón
forseti við, að stjómin skuli „neita
oss um einn hluta af vomm náttúr-
legu réttindum, sem er að hafa full-
gild lög á vom eigin máli, einsog
vér höfum öll þínghöld og dóma-
skipan." Þessi stefna kanselísins sé
til að kæla niður of mikla þjóðlega
tilfinningu íslendinga og má það
vafalaust vera.
M.
(meira næsta sunnudag)
19
„Spurningin í
íslenzku þjóðlífi
nú er ekki sú, hve-
nær núverandi
ríkissljórn fellur.
Það er í raun og
veru aukaatriði,
hvort hún situr
einu misseri leng-
ur eða skemur.
Það ligg^ur fyrir,
að hún hefur
hvorki metnað,
vilja né styrk til
þess að ná nokkr-
um þeim umbót-
um fram, sem
máli skipta.
Spurningin nú
er sú, hvort hægt
er að nota tímann
til þess að skapa
hér samstöðu á
milli þeirra afla í
stjórnmálum og
atvinnulífi, sem
gera sér ljóst, að
það er höfuðnauð-
syn að ná fi*am
grundvallar-
breytingum í
þjóðlífi okkar al-
mennt og atvinnu-
lífinu sérstak-
lega.“
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 6. maí
valdakerfi brezka íhaldsflokksins og and-
staðan við hana var mikil þar innan dyra
í upphafi. Islenzkur embættismaður, sem
nýlega kom frá Moskvu, veitti því eftir-
tekt, hvað sovézkir embættismenn, sem
hann hitti að máli, voru gagnrýnir á um-
bótastefnu Gorbatsjovs og fundu henni
allt til foráttu. íslendingnum þótti athyglis-
vert að heyra þessa gagniýni en ekki
síður, að hún var sett fram án þess að
embættismennimir virtust óttast afleiðing-
ar þess að tala á þann veg. Það eitt út
af fyrir sig sýnir, að mikil breyting er á
orðin. En um leið er það velþekkt fyrir-
bæri, að tilraunir til gagngerra breytinga
á ríkjandi ástandi kalla fram sterka and-
stöðu hinna ráðandi afla.
HÉR HEFUR
nokkuð verið rætt
um umbótastefnu
Thatcher í Bret-
landi og Gor-
batsjovs í Sovétríkj-
unum. Ljóst er, að
Thatcher hefur náð þeim árangri, sem
ekki verður aftur tekinn. Hið sama verður
ekki sagt um Gorbatsjov enda ekki við því
að búast. Þar stendur nú yfir tilraun til
þess að koma á friðsamlegri byltingu í
risaveldi, sem um aldir hefur búið við ein-
ræði og miðstýringu. Slíku þjóðfélagi verð-
ur ekki breytt á örfáum árum og enginn
veit hver framtíð Gorbatsjovs verður. Ein
spurningin er sú, hvort breytingaskeiðið
undir hans stjóm standi svo lengi, að ekki
verði aftur snúið. Önnur spuming er, hvort
umbótastefna hans byggi á svo veikum
gmnni, að hún mundi falla, ef Gorbatsjov
sjálfur fengi t.d. hjartaáfall.
Tilefni þess að tilraunir tveggja þjóðar-
leiðtoga til þess að knýja fram grundvallar-
breytingar í þeim ríkjum, sem þeir veita
forystu, em gerðar hér að umtalsefni sér-
staklega, er einfaldlega að þörf er á rót-
tækri umbótastefnu hér á Islandi og þá
er orðið róttækur að sjálfsögðu ekki notað
á hinn hefðbundna hátt! Hér vantar ríkis-
stjóm með metnað til þess að gera eitt-
hvað það sem máli skiptir fyrir framtíð
þessarar þjóðar. Slík ríkisstjóm situr ekki
í landinu í dag. Raunar hefur núverandi
ríkisstjóm með störfum sínum orðið til
þess að undirstrika nauðsyn þess, að hér
komist til valda ríkisstjóm og stjómmála-
menn, sem hafa metnað og vilja til þess
að vinna að raunverulegum umbótum í
þjóðlífi okkar íslendinga, sem er orðið
staðnað og þreytt.
Það er kannski alltof mikil einföldun
og alhæfmg að segja, áð hér hafi ekki
setið ríkisstjóm með slíkan metnað frá því
að viðreisnartímabilinu lauk. Auðvitað var
mikill metnaður fólginn í útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 50 sjómílur á tíma
vinstri stjómar Ólafs Jóhannessonar
1971-1974. Ríkisstjóm Geirs Hallgrims-
sonar, sem sat frá 1974-1978 setti sér
þijú meginmarkmið; að tryggja vamir
landsins, að færa fískveiðilögsöguna út í
200 mílur og að ná tökum á óðaverð-
bólgunni, sem varð til í tíð forvera henn-
ar. Þessi ríkisstjóm náði með glæsibrag
fyrstu markmiðunum tveimur en mistókst
á lokasprettinum að ná því þriðja. Frá
miðju ári 1978 hafa hins vegar setið hér
metnaðarlausar ríkisstjómir, sem hafa
hjakkað í sama farinu.
Spumingin í íslenzku þjóðlífí nú er ekki
sú, hvenær núverandi ríkisstjóm fellur.
Það er í raun og vera aukaatriði, hvort
hún situr einu misseri lengur eða skemur.
Það liggur fyrir, að hún hefur hvorki
metnað, vilja né styrk til þess að ná nokkr-
um þeim umbótum fram, sem máli skipta.
Spumingin nú er sú, hvort hægt er að
nota tímann til þess að skapa hér sam-
stöðu á milli þeirra afla í stjórnmálum og
atvinnulífí, sem gera sér ljóst, að það er
höfuðnauðsyn að ná fram grandvallar-
breytingum í þjóðlífí okkar almennt og
atvinnulífinu sérstaklega. Næsta ríkis-
stjóm, sem mynduð verður á íslandi, verð-
ur að hafa þann metnað að vilja vinna að
og framkvæma gagngera umbótastefnu í
íslenzku þjóðlífí og ágætt er að nota alda-
mótin, sem viðmiðun og takmark.
Hver er
metnaður
ríkis-
stjórna?
Frá Akureyri.
í ÖLLUM STJÓRN-
Tregðulog-- fólk> sem viU vmna
málið að grandvallar-
breytingum í þjóðlífí okkar. í atvinnulífínu
og í verkalýðsfélögunum er líka fólk, sem
vill vinna að framkvæmd raunveralegrar
umbótastefnu. En það er sama hvort um
er að ræða Bretland, Sovétríkin eða ís-
land. Alls staðar er tregðulögmálið fyrir
hendi. Alls staðar era öfl, sem era andvíg
breytingum á ríkjandi ástandi vegna þess
að þau hafa tryggt aðstöðu sína með nú-
verandi ástandi. Þessi öfl era í öllum stjóm-
málaflokkum, þau eru líka í atvinnulífmu
og í verkalýðsfélögunum.
Það þarf kannski engan að undra, þótt
andstaða sé mikil við breytingar hér á
íslandi. Við búum í ákaflega lokuðu og
einangraðu samfélagi. En um leið sýnir
fengin reynsla, að þegar breytingar eru
knúðar fram, taka landsmenn þeim fagn-
andi. Það má fínna í andrúmsloftinu, að
jarðvegur er að skapast fyrir nýja umbóta-
sinnaða ríkisstjóm á borð við þá, sem Við-
reisnarstjómin var. Sú stöðnun, sem hér
hefur ríkt í áratug og Víglundur Þorsteins-
son, formaður Félags ísl. iðnrekenda, benti
m.a. á í athyglisverðri ræðu á ársþingi
iðnrekenda i vetur, veldur því, að fram-
farasinnað fólk í öllum flokkum er farið
að sýna óþolinmæði vegna þess hreyfíngar-
leysis, sem sýnist lama alla þjóðfélags-
þróun.
Þótt málefnaleg samstaða sé ekki til
staðar um þær umbætur, sem koma þarf
á fram að aldamótum, er áreiðanlega nokk-
uð víðtæk samstaða um það hver málin
era, sem vinna þarf að. Þar má fyrst nefna
fískveiðistefnuna og fískvinnslustefnuna.
Róttækar breytingar á þessu sviði era lyk-
ill að allri þjóðfélagsþróun hér á næstu
áram. í annan stað má nefna landsbyggð-
arpólitíkina en inn í hana blandast land-
búnaðarstefna og samgöngumálin. Raun-
hæf málamiðlun á þessum vettvangi er
höfuðatriði. í þriðja lagi era samskiptin
við útlönd á ný að verða meginviðfangs-
efni, annars vegar samband okkar við
Evrópubandalagsríkin og hins vegar sú
spuming, hvort við eigum að opna landið
fyrir miklu víðtækari samkeppni erlendis
frá en áður. Tilgangurinn með því væri
sá, að tryggja neytendum lægra verð á
vöra og þjónustu og veita fyrirtækjum hér
miklu meira aðhald en þau hafa haft. í
fjórða lagi er svo fyrirsjáanlegt, að meiri
átök þarf til þess að vernda tungu okkar
og menningu en áður vegna hinnar nýju
alþjóðlegu fjölmiðlunar. Hér hafa verið
nefnd fíögur meginmál en vafalaust kemur
margt fleira til.
Burt með
fordóma og
þröngsýni!
sem ríkja á milli manna í stjómmálaflokk-
EITT AF ÞVI SEM
háir okkur mjög í
þessu fámenna og
lokaða samfélagi
era þeir miklu per-
sónulegu fordómar,
unum og atvinnulífínu. í kjölfar fordóma,
sem eru bæði innan flokka og milli flokka,
fylgir svo dæmalaus þröngsýni í samskipt-
um á milli flokka og einstaklinga. Það sem
engu skiptir, þegar mál era skoðuð í
stærra samhengi, verður að stórmáli! Þess-
ir fordómar og þessi þröngsýni hafa lam-
andi áhrif á möguleika þjóðarinnar til
framfara.
Ein af forsendum þess, að forystulið
þjóðarinnar geti stillt saman strengina til
nýrrar framfarasóknar er sú, að þessi for-
ystusveit skríði upp úr músarholunum og
striki yfír gamlar deilur. Þær skipta hvort
sem er engu máli. Um fyrirsjáanlega
framtíð verður það svo, að stjórnmála-
flokkar vinna saman að stjórn landsins.
Að óbreyttu mun enginn einn flokkur ná
hér meirihluta. Að því leyti til era aðstæð-
ur hér aðrar en í Bretlandi og Sovétríkjun-
um (!).
Verkefnið, sem- nú blasir við er, að
umbótasinnaðir menn í öllum flokkum og
í atvinnulífinu tali saman. Menn geta talað
saman, þótt sumir séu í stjórn og aðrir í
stjómarandstöðu. Þegar næsta ríkisstjórn
verður mynduð þarf að liggja fyrir nokkuð
víðtæk samstaða um meginmál á milli
þeirra sem hafa metnað, vilja og þrek til
þess að takast á hendur það vandasama
og erfiða starf að hrinda í framkvæmd
djúpstæðustu breytingum í íslenzku þjóð-
félagi, sem framkvæmdar hafa verið frá
tímum nýsköpunarstjórnar og Viðreisnar-
stjórnar. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þess var minnzt í Bret-
landi, og raunar víðar
um heim, nú í vikunni,
að hinn 4. maí sl. hafði
Margrét Thatcher gegnt
forsætisráðherraemb-
ætti lengur en nokkur
annar í u.þ.b. eina og hálfa öld. Skiptar
skoðanir era um stjómmálastefnu Thatch-
ers en um eitt geta menn verið sammála,
hvort sem þeir era með henni eða móti;
hún hefur haft metnað til þess að beijast
fyrir grandvallarbreytingum í brezku
þjóðlífi. I máli fólks hér er orðið „róttæk-
ur“ yfirleitt notað um vinstri menn. í
þeirri orðanotkun felst viss afskræming á
merkingu orðsins. Margrét Thatcher hefur
t.d. beitt sér fyrir róttækum umbótum í
Bretlandi en þær eiga ekkert skylt við
vinstri mennsku. Hún hefur hins vegar
ráðizt að ríkjandi ástandi og knúið fram
miklar breytingar.
Ferðamenn, sem koma til Bretlands, sjá
þá breytingu, sem þar hefur orðið. Fyrir
áratug var þar allt í niðurníðslu. Þetta
mátti sjá með því einu að ganga um Lund-
únaborg. Þeir, sem koma þangað nú hafa
orð á því, hvílík umskipti hafi orðið. Sú
endurnýjun, sem þar hefur orðið leynir sér
ekki. Sá kraftur, sem einkennir allt andrúm
í Bretlandi fer ekki á milli mála. Tíu ára
valdatími brezka Ihaldsflokksins undir for-
ystu Thatchers, hefur leitt til róttækustu
breytinga, sem þar hafa orðið frá því á
fyrsta áratugnum eftir lok heimsstyijald-
arinnar síðari.
Þegar þetta er haft í huga þarf kannski
ekki að koma á óvart, að enginn vestrænn
þjóðarleiðtogi, hefur lýst jafn sterkum
stuðningi við umbótastefnu Gorbatsjovs í
Sovétríkjunum og einmitt Thatcher. Hún
virðist nota hvert tækifæri til þess að lýsa
^ stuðningi við tilraunir Gorbatsjovs til þess
að koma á nýrri byltingu í Sovétríkjunum.
Siðferðilegur stuðningur Thatchers við
stefnu sovézka leiðtogans er honum ómet-
anlegur vegna þess að margir Vestur-
landabúar, sem hafa tilhneigingu til að
tortryggja flest það, sem gerist austan
jámtjalds, veita eftirtekt þeim undirtekt-
um, sem Gorbatsjov fær hjá Thatcher.
Vafalaust liggja margar ástæður til þess
að Thatcher hefur slíka trú á sovézka leið-
toganum en ein er sú, að þau eiga það
sameiginlegt, að bæði eru róttækir um-
bótasinnar, hún á hægri kantinum en hann
á þeim vinstri.
Það er fróðlegt að kynnast þeim nýja
hugsunarhætti, sem er að ryðja sér til
rúms í Sovétríkjunum. Þar er nú komin
fram á sjónarsviðið ný kynslóð sérfræð-
inga, sem telur nauðsynlegt að draga úr
fjárframlögum til hernaðarmála og beina
þeim fíármunum í uppbyggingu sovézks
atvinnulífs, ekki til þess að draga úr hem-
aðarmætti Sovétríkjanna, heldur beita þeir
þvert á móti þeirri röksemd, að þessi
stefnubreyting sé nauðsynleg til þess að
auka hann! Þessi hugsunarháttur er í sam-
ræmi við þær kenningar, sem bandaríski
prófessorinn Paul Kennedy, hefur m.a.
lýst í nýlegri bók um risaveldi allra tíma,
að hernaðarmáttur ríkja byggi ekki bara
á fjölmennum her og miklum vopnabúnaði
heldur ekki síður því iðnaðarveldi, sem á
bak við vígbúnaðinn stendur.
Hin nýja kynslóð hugsuða í Sovétríkjun-
um hefur líka sett fram þá skoðun, að það
sé nauðsynlegt að beina fjármunum þjóð-
arinnar í almenna atvinnuuppbyggingu til
þess að bæta kjör fólksins vegna þess að
Sovétríkjunum stafi ekki lengur hætta af
hemaðarstyrk vestrænna þjóða. Mesta
hætta, sem sósíalismanum sé búinn, sé
fólgin í því, að Vesturlönd sannfæri þjóðir
sósíalistarílqanna um yfírburði hins vest-
ræna hagkerfis einfaldlega með margfalt
betri lífskjörum. Þessari samkeppni verði
Sovétríkin að mæta með nýrri hugsun og
áherzlu á annað en vígbúnað.
Margrét Thatcher mætti mikilli and-
stöðu í Bretlandi í upphafi ferils síns enda
einkenndust fyrstu valdaár hennar af mik-
illi verðbólgu, atvinnuleysi og gjaldþrotum
fyrirtækja. Hún er utangarðsmaður í