Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 13 semdir mínar eru staðfestar þegar hann beygir sig eftir töflu, sem hann hefur misst á gólfið. Hún er enn í bréfínu og hann setur hana á borðið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Til þess að ganga úr skugga um að hann hafi ekki misst þær fleiri gref- ur hann í vasa sína og gerir birgða- könnun. Hann er með töflur í öllum litum og af öllum stærðum og gerð- um í fórum sínum, sem hann leggur á borðið við hliðina á þeirri sem fyr- ir var og virðist ekkert hirða um hvort aðrir sjái safnið eður ei. Allt reynist vera á sínum stað, allar teg- undir. Eg geri ráð fyrir að þeir kannist við þann handarlausa og spyr hvort þeir hafi rekist á hann á röltinu. Nei, segja þeir, en spyija á móti um vin hans, ribbaldaforingjann, sem fleygt var út af gistiheimilinu daginn áður. Eg ggeini þeim frá örlögum hans og strákurinn bölvar frúnni í Brautarholti í sand og ösku. Hann segir mér frá því að hann sé reynd- Ég séí hendi mérað hér er lögreglan knmin og býð géðan dag, en möttökustjorinn einn tekur undir hað. RLR-mennirnir mæla mig út. Ég verð hess áskynja að nærveru minnar er ekki sérstaklega úskað. ar vandari að virðingu sinni en svo að hann gisti í Brautarholti, en seg- ir mér að ribbaldaforinginn sé gull af manni. „Við erum svona," segir hann og grípur þéttingsfast um handlegg minn til þess að árétta vinskapinn. Hann tjáir mér ennfrem- ur að ribbaldaforinginn hafi kennt sér allt sem hann kunni í brids og það sé ekki svo lítið. Ég hlusta á hjal þeirra félaga í nokkrar mínútur og kveð þá svo sígarettulausa. Inni á biðstöð við Hafnarstræti eru nokkrir sólbrúnir og götuvanir menn og ég spyr þá um þann hand- arlausa. Þeir virða mig fyrir sér nokkra stund og segjast ekki hafa séð hann í dag. Einn bætir við í óspurðum fréttum að löggan hafi verið að leita að honum og gefur í skyn að hann sé bestur ófundinn. Ég tek strætó upp að Mjólkurfé- lagshúsi og á leiðinni sest fremur snotur stúlka á táningsaldri í leður- jakka og tættum gallabuxum hjá mér og spyr hvort ég viti um eitt- hvað. Hún er að leita að hassi. Ég segi henni eins og er, að ég viti ekki um neitt. Hún spyr hvort ég sé að fara upp í Breiðholt og hvort ég eigi einhverja aura. Ég segi nei við báðum spurningum og hringi bjöllunni. Hún segist verða niðri við Hlemm um níuleytið. Kannski ég komi þar við ef ég viti um eitthvað þá. Ég lofa því og kveð. Uppi í Brautarholti er fremur kyrrlátt. Ég spyr móttökustjórann hvort sá handarlausi hafi komið. „Nei!“ æpir móttökustjórinn á mig fyrirvaralaust, „og hann kemur ekki hingað inn aftur!“ Ég biðst afsök- unar á að vera til og fer upp. Við hliðina á mér býr gamall maður, sem ritað hefur nafn sitt og stöðuheiti aftan á lok af smjöröskju og neglt það á hurðina. Hann er skáld og teiknari. Útvarpið hjá hon- um er sífellt í gangi og einhvem- veginn finnst mér að úr því glymji stöðugt dánarfregnir og jarðarfarir. Ég legg mig nokkra stund og fer niður í sjónvarpsherbergi síðar um kvöldið. Þar er nokkur söfnuður manna. Undarleg blanda. Fyrir utan móttökustjórann, frúna og önnur húsgögn eru þama tveir útlending- ar. Annar þeirra er austurlandabúi, sem kann eitthvað fyrir sér í íslensku og fer afskaplega lítið fyrir. Ein- hvernveginn fæ ég á tilfinninguna að hann sé ekki heimilisfasturþarna, a.m.k. er hann af öðm sauðahúsi en flestir aðrir. Hinn er af óljósu þjóðerni og blandar hæfilegu geði við aðra gesti staðarins. Þá er þarna kominn stór og luralegur náungi, sem einhver kallar Rambó, enda er hann með skæruliðahúfu á höfði. Hann dregur í efa að ég eigi að vera á staðnum, en ég spyr á móti hvað honum komi málið við. Mót- tökustjórinn biður hann um að hafa hægt um sig, hvað hann gerir. Síðar kynnir hann sig fyrir mér og segir mér í óspurðum fréttum að hann hafi drepið mann á ámm áður. Ég tek ekkert afskaplega líklega í það og bíð þess að hann segi mér rest- ina. Það stendur ekki á því: „Ég ætlaði bara að merkja hann aðeins í framan, en svo vaknaði hann ekk- ert aftur.“ Ég læt í ljós hluttekningu mína og hann heldur áfram: „En það er langt, langt síðan. Ég hef verið alveg „clean" síðan.“ Ég horfi aðeins á hann fullur vantrúar og sný mér svo aftur að sjónvarpinu. .....Tj ah,“ j átar hann eftir stutta þögn. „Einhver ávísanamál. Það var bara vitleysa." Hann skimar í kring- um sig og spyr hvort eitthvert kaffi sé til. Við þá spurningu hrekkur móttökustjórinn við og tekur eitt skapvonskukastið. „Þú færð ekkert kaffi,“ æpir hann. „Ékkert kaffi, heyrirðu það?! Það er ekkert kaffí til. Þú færð ekki meira kaffí. Þú átt ekki að vera hér,“ og hann er kom- inn á fætur og rekur Rambó upp. Eitt augnablik velti ég því fyrir mér hvort Rambó hyggist raða andlitinu á móttökustjóranum upp á nýtt, en mér til undrunar fer hann ljúfur sem lamb upp á herbergi. Ég horfi á sjónvarpið til dagskrár- loka og það eina sem rýfur kvik- myndina em djúpvitrar athugasemd- ir móttökustjórans um gang mynd- arinnar. í stól skammt frá mér situr maður í hnipri. Hann er ekki sof- andi, en ljóst er að hann er ekki að fást við sömu tilveru og við hinir. í þessu umhverfí veit ég ekki nema það sé ágætis afstaða. Seinna er mér sagt að hann sé ekki með öllum mjalla og eigi í raun heima á stofn- un. Þarna er hann hins vegar ekki fyrir neinum og þar er hann. Ég tek ekki eftir því þegar hann fer upp. Framundan er löng og ströng helgi með tilheyrandi flandri um höfuðborgarsvæðið. Mér verður ljóst að ég er rétt að byija að kynnast undirheimum Reykjavíkur. urs gistiheimilsins. Við skoðun á húsinu kom í ljós að gistiheimilið braut flest ákvæði byggingarreglu- gerðar um notkun og frágang slíks húsnæðis. Það fullnægði ekki kröf- um heilbrigðisreglugerðar, eld- varnareglugerðar eða öryggiseftir- lits. Veittur var frestur til úrbóta fram í mars á þessu ári, en hann var ekki notaður. Húsinu var þó ekki lokað fyrr en 16. apríl sl. en lokunin dróst meðan verið var að koma því fólki fyrir annarsstaðar, sem átt hafði samastað í gistihús- inu. Af greininni hér að ofan má ráða að lögreglan hafí verið tíður gestur í gistihúsið, og Guðmundur Her- mannsson yfirlögregluþjónn sagði við Morgunblaðið að lögreglan hefði sótt það oft heim. í flestum tilfellum hefði það verið vegna óreglu í hús- inu, þá vegna þess að húsráðendur kölluðu lögregluna til sjálfir. Það, útaffýrir sig, hefði þó ekki verið ástæðan fyrir að gistiheimilinu var lokað; það hefði verið athvarf marga, sem hvergi áttu annarsstað- ar höfði sínu að halla og þannig bætt úr brýnni þörf. En slík húsa- kynni, sem önnur, yrðu þó að vera mannsæmandi. Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri Reykjavíkur sagði við Morg- unblaðið, að Félagsmálastofnun hefði ekki átt nein viðskipti við Gistihúsið Brautarholti 22 síðan á miðju síðasta ári, eftir að heimilið missti lejrfið. í hinum enda hússins væru hins vegar leigð út herbergi til lengri tíma og þar hefði Félags- málastofnun stundum fengið inni fyrir skjólstæðinga sína. Sá rekstur væri þó ekki í tengslum við gistihús- ið sem lokað var. G.S.H. RAÐ- reiðslur eraldar renna Ef þú ætlar að notfæra þér VAXTALAUSAR RAÐ- GREIÐSLUR VERALPAR til að fjármagna sumarleyfið, fer hver að verða síðastur að panta ferðina og ganga frá greiðslusamningi, þar sem a.m.k. ein greiðsla þarf að hafa borist Veröld fyrir brottför. ATHUGAÐU VEL HVAÐ ÞÚ FÆRÐ FYRIR FERÐASJÓÐINN - UPPHÆÐIN SEGIR EKKl ALLT - AÐBÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA SKIPTIR HÖFUÐ- MÁLI í SUMARLEYFINU. Það er ekkert hrun á áfangastöðum Veraldar - þar er allt í fullu fjöri og norðurálfubúar streyma til BENIDQRM og COSTA DEL SOL hópum saman, enda báðir staðirnir frá- bærir til hressingar og afþreyingar í sumarleyfinu. ÞÚ KEMUR ENDURNÆRÐUR HEIM ÚR SUMARLEYFINU MEÐ VERÖLD! Bókunarstaða 1. maí Benldorm Brottför þriöjudaga 23. maí - biðlisti 30. maí - biðlisti 6. júní - uppselt 11.júlí - uppselt 8. ágúst -uppselt 15. ágúst - uppselt 22. ágúst - uppselt Cosla del Sol Brottför þriöjudaga 23. maí.......- biðiisti 30. maí.......- biðlisti 6. júní.......-biðlisti 27.júní........-biðlisti 11.júlí.........-uppselt 8. ágúst......- uppselt 15. ágúst - fá sæti laus Adra daga laus sæti fERBAMIflSTOOIN AUSTURSTRÆTI1T, II heeó. SÍMI622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.