Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 30
KARLAR (Kvenna)- byltingin fullkomnuð Hvar í andskotanum er flask- an? Látið hana ganga. „Uss, haltu þér saman. Það heyra allir til þín.“ „Hún er undir borðinu. En farðu varlega. Annars verður okkur hent út.“ „So what?“ „Nei, helv... hún er að verða tóm. Hvernig reddum við ann- arri?" Kaffiterían á laugardags- morgni. Þær sitja við næsta borð. Rútan til Keflavíkur rétt ófarin. Bara kaffi í bollunum hjá okkur. Laugardagsmorgnar eru nota- legir. Síbylja hversdagsins hjaðn- ar um stund. Timinn stendur i stað. Það er dólað yfir dagblöðum, spjallað og daðrað. Hér er margt um manninn. Sumir eru líka að bíða eftir rú- tunni. Aðrtr að koma úr gufu, og enn aðrir úr gleðskap . . . — „Hæ, fröken, fær maður ekki ábót á kaffið?” — Þetta eru allra laglegustu stelp- ur. — „Þú verður að sækja það sjálf, fíflið þltt.“ — Rjóðar og dasaðar eftir djamm og djús alla nóttina. Það sé ég, þó að ég snúi baki í þær. — Nei, hvað sé ég? Nonni. Hæ, krúttið. Viltu sjúss? Nú eru þær farnar að blikka manninn minn. Ég hef augu í hnakkanum. — „Og Dísa líka. Réttu mér bollann, Dísa. Þér veitir ekki af hressingu. Ertu nývöknuð, eða hvað? Náföl.“ — „Þér ferst. Eins og rotin hæna sjálf. Maður er búinn að vera úti á galeiðunni í alla nótt. Æðislega gaman. — Viltu ekki smádreitil?” Nonni er farinn. Því miður. Ég sá það alveg á honum. En skyldan kallar. Ég var hvort eð er bara að keyra hann. Og enn er kaffi í bollanum mínum. Ég sný mér að stelpunum. Virði þær fyrir mér. Það er satt. Þetta eru allt myndarstelpur — eða ungar konur. Á milli tvítugs og þrítugs. Ein er rauðhærð, glettin _ “^fctil augnanna. Grelnilega forkólf- urinn. Hinar hlæja að öllu, sem hún segir. „Hver ætlar að sækja kaffi? Déskoti, flaskan er tóm.“ — Þær eru úfnar um hárið. Ein er með derhúfu. Kannski minjagrip- ur um ævintýri næturinnar. Onn- ur er „með siða svarta lokka, dreymandi augnaráð. Skyldi hún vera gift? — „Við erum aiiar gift- ar. Skítt með kallana. Þeir sofa á sínu græna — væntanlega. Þeir eru að passa. Við erum í sauma- klúbb. Og þetta væri allt í lagi, ef flaskan væri ekki tóm.“ — „Er þetta saumaklúbbur?" Spyr sú, sem aldrei hefur verið í sáumaklúbb. „Já, elskan, svona er gaman að vera í saumaklúbb. Æðislegt ''a^ör. Broadway, Hollywood, Næt- urgrillið, you just name it! Það er verst, að hér er ekki deigan dropa að fá. Hvert eigum við að fara næst stelpur? Kemurðu með, Dísa?“ „Heim, manneskja. Læðast upp í rúm. — Æ, ég er svo þreytt, elsk- an. Búin að pijóna í alla nótt, ha, ha.“ „Það er að renna af mér, stelp- ur. Út héðan. Annað hvort fáum við okkur aðra bokku eða komum við í Rammagerðinni. Það dugar ekkert minna en lopapeysa eftir svona langvarandi saumaklúbb. Ær hún ekki einnar nætur verk?" „Frekar vtl ég bokkuna. Ég nenni ekki að standa i þrasi núna. Hann trúði ekki á lopapeysuna síðast, og ég tek ekki sjens á því aftur.“ „Okey, leigjum þá svítu. Hve- nær opnar barinn? Kemurðu með, Disa?" En ég fer auðvitað hvergi. Enda ekki í byltingarkenndum sauma- klúbb. eftir Bryndísi Schrom MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 Mynd þessi sem Manfred tók á miðnætti af Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi er rúmir þrír metrar á hæð og sjö metrar á lengd. Er hún stærsta mynd sem til er af íslensku umhverfí og jafnframt sú stærsta á sýningunni. Manfred Ehrich. UÓSMYNDUN * Islenskt umhverfi í hundrað- faldri stækkun Fyrir flórurn árum kom hingað til lands vestur-þýskur at- vinnuljósmyndari, Manfred Ehrich að nafni. Hann er í hópi þekktra ljósmyndara sem falið er að prófa nýjar litfilmur frá Fuji- fyrirtækinu og leita fanga víða um heim í tæknilegum tilgangi. Af tilviljun varð Island fyrir val- inu. Á starfsferli sínum hefur hann haldið um fjörutíu einkasýn- ingar þar sem áherslan er lögð á Iistrænt gildi ljósmyndunar og hefur hann víða um heim sýnt myndir sínar frá íslandi í marg- faldri stækkun. Eru það stærstu ljósmyndir sem mönnum er kunn- ugt um að til séu af íslensku umhverfi. í febrúarmánuði síðastliðnum hélt hann sýningu á myndum þessum í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem hann er búsettur. Skömmu síðar sýndi hann í Pen- tax-galleríinu í Tókýó í Japan og nú sem stendur er sýning hans í Osaka í Japan og mun vera fram í maílok. Ijölda mynda sinna tek- ur hann á Pentax 6x7 vél á Fuji- chrom 50 ASA-filmu. Hann notar gjaman hægar litfílmur til þess að fá hámarksskerpu sem auð- veldar stækkanir. Myndir hans eru stækkaðar með svokallaðri Skanchrom-stækkunartækni sem er tölvutækni, þróuð af aðilum í Vestur-Þýskalandi. Manfred varð fyrir miklum hughrifum frá íslenskri náttúru og þá einkum ljósi því og tærleika sem þekkt er hér á norðurhjaran- um. Sýningar þessar eru að öllu leyti eigið framtak listamannsins og áhugamál en eru ekki sölusýn- ingar. Að sögn Gísla Gestssonar hjá Ljósmyndavörum mun Man- fred koma til landsins á ný í sum- ar í þeim tilgangi að bæta við ljós- myndum á sýningu sem hann heldur í Hamborg á komandi hausti. Elsa Lund og félagar fara á kosturri í gleðidagskrá ársins. Nú fer hver að verða síðastur. Tvær sýningarhelgar eftir!! Þríréttuð veislumáltíð að hætti Elsu - Húsið opnað kl. 19.00 LEIKLIST Færeyingar flykkjast í leikhús Færeyingar hafa heldur betur skemmt sér í leikhúsinu í Þórs- höfn frá því þann 4. apríl er íþrótta- samband Færeyja fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu með frumsýningu á leikritinu FRAMÁ, eða Afram, eftir Sigvard Olsson í samvinnu við Fred Hjelm. Leikstjóri sýningarinn- ar var Sigrún Valbergsdóttir og Messíana Tómasdóttir gerði leik- mynd og búninga. Leikritið fjallar að sjálfsögðu um íþróttamenn og gerist í búnings- herbergi knattspyrnuliðs fyrir deild- arúrslitaleik, einnig í hálfleik og eftir leikinn. Alls eru 21 leikari í sýningunni og allt karlar eins og efni verksins bendir til. Framlag íslensku kvennanna tveggja féll í góðan jarðveg því færeysk dagblöð kepptust við að hrósa sýningunni og spöruðu ekki stóru lýsingarorðin í skrifum sínum um sýninguna. Leikstjórinn Sigrún Valbergs- dóttir sagði í stuttu spjalli að þetta verkefni hefði verið afskaplega skemmtilegt og Færeyingarnir hefðu lagt sig alla fram við gera þeim dvölina og vinnuna í Færeyj- um sem besta. Hún sagði að það hefði stundum verið ærinn starfi að halda öllum leikurunum 21 við efnið, enda allir áhugamenn og margir hverjir hlaðnir störfum utan leikhússins. Allt hefði þetta þó gengið upp á réttum tíma og við- tökurnar verið sérstaklega ánægju- legar. Og þessar vikurnar fara Færey- ingar bæði á völlinn og í leikhúsið mUttHUU; SStSiail

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.