Morgunblaðið - 23.05.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 23.05.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 Erindi um Finnlands- sænsku LEIF Nyholra, aðstoðarprófess- or frá Helsínki-háskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands þriðjudaginn 23. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Fin- landssvenskan í ett integrerat Norden" og fjallar um mál sænska minnihlutans í Finnlandi. Leif Nyholm hefur um árabil rannsakað málfar sænskumælandi Finna og skrifað m.a. doktorsrit- gerð um sænskt talmál í Helsinki. Dr. Ulrich Groenke Háskólafyrir- lestur um mál- fræði DR. Ulrich Groenke, prófessor við Kölnarháskóla, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideÚdar Háskóla íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 17.15 i stofu 101 i Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Fyrsti málfræðingurinn, Mikael Agricola og Daniel Justinius: Sitthvað um lágmarkspör og þróun réttritunar í Finnlandi." Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku. Ulrich Groenke er prófessor í norrænum fræðum og flnnsku við Kölnarháskóla. Hann hefur skrifað flölda greina um íslenskt mál, eink- um nýyrði, slettur og slanguryrði. Hann hefur einnig skrifað um finnsku, m.a. bókina Grundziige der Struktur des Finnischen. Segja má að í fyrirlestri sínum á vegum heimspekideildar tengi Groenke saman þekkingu á íslenskri, finns- kri og almennri málfræði. (Fréttatilkynning) GRIPASAFN VESTMANNAEYJA Forsíða íslensku útgáfu bækl- ingsins. Fiska- og náttúru- gripasafii Vestmanna- eyja; Bæklingur í til- efiii 25 ára af- mælis FISKA- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja verður 25 ára á þessu ári. Safnið var stofnað af bæjar- stjóm Vestmannaeyja 5. júní 1964. í tilefni þessara tímamóta hefur safnið gefið út litprentaða upplýs- ingabæklinga um Fiska- og nátt- úrugripasafnið og náttúrufar í Vestmannaeyjum. Textar í bæklingnum eru á fjór- um tungumálum, fslensku, dönsku, ensku og þýsku. í bæklingnum er fjöldi litmynda frá safninu, auk mynda og korta af ýmsu er tengist náttúrufari Vestmannaeyja. Leikfélag Akureyrar á Húsavík Húsavík. Listviðburður var á Húsavík um hvftasunnuna er Leikfélag Akureyrar flutti I Húsavíkur- kirkju hluta úr leikverki Guð- rúnar ÁsmundsdóttUr um Kaj Munk f samantekt Ragnheiðar Tryggvadóttur. Flytjendur í verkinu voru Þrá- inn Karlsson, Sunna Borg, Theod- ór Júlfusson, Sigurveig Jónsdóttir og Jón Kristinsson. Orgelleik ann- aðist Bjöm Steinar Sólbergsson. Áhorfendur nutu eftirminni- legrar stundar, en þeir hefðu mátt vera fleiri en raun varð á. - Fréttaritari Hópferð á Hró- arskelduhátíð Hljómplötufyrirtækið Gramm- ið og ferðaskrifstofan Farandi standa fyrir hópferð á tónlistar- hátfðina í Hróarskeldu í Dan- mörku dagana 30. júnf til 2. júlf nk. Ætlunin er að fljúga út 27. júní og koma til baka 4. júlí. Hátíðin sjálf stendur í 3 daga og fram koma margar af bestu hljómsveit- um rokksins, svo sem Pixies, My Bloody Valentine, Dinosaur jr., Camper van Beethoven, Eddie Brickell And The New Bohemians, Tanita Tikaram, Cowboy Junkies, Suzanne Vega og Hugo Largo. Sætafiöldi í ferðina er takmark- aður og nú þegar er að verða full- bókað. Fararstjórar verða Skúli Helgason og Sigurður Ivarsson. (Fréttatilkynning) Hólmfrfður Svavarsdóttir Nýr formaður Alliance Fran- caise AÐALFUNDUR Alliance Fran- caise f Reykjavík var haldinn 10. maf sl. Ný stjóm var kosin á fúndinum og var Hólmfrfður Svavarsdóttir kosin forseti fé- lagsins í stað Þórs Stefánssonar, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Þetta er f annað sinn í sögu Alliance Francaise f Reykjavík sem kona er kosin forseti en Vigdfs Finnbogadóttir, forseti íslands, gegndi embætt- inu í nokkur ár. Hólmfríður Svavarsdóttir lauk MA prófi í heimspeki og fomgrísku frá Universite Catholique de Lo- uvain f Belgíu árið 1984. Loka- prófsritgerð hennar Qallaði um danska heimspekinginn Sören Kirkegaard. Hún las frönsku og bókmenntir við Háskóla íslands á árunum 1974- 1976 og varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1974. Hólmfríður var um tfma stundakennari í heimspeki við Menntaskólann í Hamrahlíð og í fomgrísku við Háskóla íslands en starfar nú á Háskólabókasafni. Starfsemi Alliance Francaise í Reykjavík var umfangsmikil á síðasta ári. Auk þess að reka bóka- safn sem opið er daglega og skipu- leggja frönskukennslu gekkst fé- lagið fyrir nokkrum menningarvið- burðum sem eftir var tekið. Hæst bar tvær kvikmyndavikur í sam- vinnu við frönsku kvikmyndástofn- unina, franska sendiráðið í •Reykjavík og Regnbogann. Tvær leiksýningar vom í Reylrjavík á vegum félagsins, Madame de la Carliere eftir sögu Diderots og Nashymingamir eftir Ionesco. Þá var starfræktur kvikmyndaklúbbur á bókasafni félagsins og fleira mætti telja. Alliance Francaise í Reykjavfk var stofnað 1911 og er eitt af 1.200 félögum í Alliance Francaise de Paris sem var stofnað árið 1883. Félögin starfa nú í yfir 100 löndum. Tilgangur Alliance Francaise er að verja og kynna franska tungu og menningu í þeim löndum sem félögin starfa í. Félagar í Alliance Francaise í Reykjavík em um 600. Franskur sendikennari hefur starf- að á vegum Alliance Francaise hér á landi undanfarin ár. (Fréttatilkynning) Útihátíð við Breiðholtsskóla ÚTIHÁTÍÐ verður við Breið- holtsskóla miðvikudaginn 24. mai í tilefhi 20 ára aftnælis skólans. Dagskráin verður fjölbreytt; Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur nokkur lög, formaður nem- endaráðs ávarpar samkomuna, nemendur gróðursetja 20 tré á skólalóð, skrúðganga verður farin um hverfíð, sundmót verður haldið og farið f leiki á velli, veitingar verða fyrir nemendur skólans og grímuball, en nemendur höfðu t.d. það verkefni í handavinnu í vetur að sauma sér grímubúninga. Fyrirlestur um uppeldi mis- þroska barna GARÐAR Vfborg sálfræðingur heldur fyrirlestur miðvikudag- inn 24. maf nk. Neftiir hann fyrir- lesturinn „Um uppeldi mis- þroska barna". Fyrirle8turinn verður fluttur á fundi Foreldrafélags misþroska bama í Æfingadeild Kennarahá- skólans á mótum Bólstaðarhlíðar og Háteigsvegar og hefst hann kl. 20.30. A eftir verða fyrirspumir og síðan almennar umræður. Þetta verður sfðasti félagsfundur Foreldrafélags misþroska bama í vor. Guðrún Jónsdóttir sópransöng- kona. Útskriftartón- leikar Gtiðrún- ar Jónsdóttur Söngskólinn f Reykjavík út- skrifar að þessu sinni einn söng- kennara, Guðrúnu Jónsdóttur. Útskriftartónleikar Guðrúnar verða í Norræna húsinu þriðju- daginn 23. maí nk. kl. 20.30. Píanóleikari er Jórunn Viðar, en þær Guðrún og Jórunn hafa unnið saman lengst af, í söngn- ámi Guðrúnar. Guðrún er fædd og uppalin á ísafírði og hóf þar fiðlunám við Tónlistarskóla ísafjarðar, sem hún fylgdi síðan eftir að loknu stúdentsprófi, við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, en sneri sér brátt að söngnámi og innritaðist í Söng- skólann í Reykjavík haustið 1981 og lauk þaðan 8. stigi í söng vo- rið 1987. Sl. tvö ár hefur Guðrún stundað framhaldsnám í söngkennaradeild Söngskólans en fór jafnframt til söngnáms í London. Leiðrétting GREININ „Vinsamleg tilmæli til stjómar KEA“, sem birtist í blað- inu sl. föstudag, er eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur, ekki Dagnýju eins og misritaðist, því miður. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd fi*á Flugleiðum MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugleiðum: Vegna frétta nú um helgina um halla á rekstri Flugleiða fyrstu mánuði þessa árs og hugsanleg tengsl þess við vinnutínj* flug- manna vilja stjómendur Flugleiða taka fram eftirfarandi: Nú liggur fyrir bráðabirgða- rekstraruppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins sem bendir til þess að halli á rekstri fyrirtækisins um- fram áætlanir geti orðið rúmlega 3 milljónir dollara. Þetta em veruleg vonbrigði, en bókanir á leiðum fé- lagsins í sumar eru fleiri en í fyrra sem vekur vonir um að reksturinn rétti eitthvað við á sumarmánuðum. Vegna þess hve flugrekstur hér- lendis er árstíðabundinn hefur alltaf verið vemlegur halli á rekstri Flug- leiða 7 vetrarmánuði, en yfirleitt náðst að rétta reksturinn við á sumrin. Endumýjun flugflotans nú er félaginu lífsnauðsyn. Meðalaldur flugvéla var með því elsta sem þekktist í flugvélarekstri í Evrópu og með hertum hávaðareglum á næstu tveimur til þremur ámm áttu þessar flugvélar skamman líftima framundan í rekstri félagsins. Ef ákvörðun um flugvélakaup hefði verið dregin ætti félagið nú örðugt um vik að fá nýjar flugvélar áður en hávaðareglur ganga í gildi. Af- greiðslutími nýrra flugvéla er nú 4—5 ár. Með endumýjun flugflotans •verður jafnframt knýjandi nauðsyn að tryggja hagnað af rekstrinum. Að því er nú unnið af krafti. í byij- un árs vom gerðar áætlanir um tekju- og gjaldahlið rekstrarins. Tekist hefur að halda útgjaldaliðum í samræmi við áætlanir en töluverð frávik em á tekjuhliðinni, einkum í Ameríkuflugi og í innanlandsflugi en einnig í Evrópufluginu. Flugfélög í alþjóðaflugi em í eðli sínu útflutningsfyrirtæki og rnjög háð sveiflum í efnahagslífi á heima- markaði. Þannig sættu Flugleiðir því á tveimur ámm 1985—1987 að laun á íslandi hækkuðu um sem svaraði 100% í dollumm. Þetta varð félaginu vitaskuld þungt I skauti því stór hluti af tekjum þess mynd- ast erlendis og fargjaldaverð á þeim mörkuðum fylgdi allt öðmm lög- málum en efnahagslíf hér heima. Vegna þeirra sveiflna sem verða í íslensku atvinnulífi er sennilega mikilvægara fyrir Flugleiðir en er- lend samkeppnisfélög að tryggja sem besta framleiðni starfsfólks í öllum greinum. Jafnframt verður fyrirtækið að miða launastefnu sína við þau skilyrði sem því em sköp- uð. Þetta tvennt hefur sett svip á kjaraviðræður við flugmenn nú undanfarið. Ekki er um það deilt af hálfu forstjóra Flugleiða og þeirra manna sem hann hefur valið til samstarfs við vinnuframlag flug- manna er í samræmi við það sem gerist hjá flugfélögum sem fyrir- tækið miðar sig við í Evrópu. Sam- anburður við vinnutíma bandarískra flugmanna er óraunhæfur meðal annars vegna þess að bandarísk flugfélög telja vinnutíma með öðr- um hætti en félög i Evrópu. Að auki er erfítt fyrir íslensk flugfélög að nýta vinnukrafta flugmanna jafnt allt árið vegna þess hve mik- ill munur er á ferðamannastraumi til og frá íslandi eftir árstíðum. Um það er vitaskuld ekki við flugmenn að sakast. Aths. ritstj.: Tilefni þessarar fréttatilkynningar er bersýnilega frétt Morgunblaðsins sl. laugardag um taprekstur Flug- leiða hf. fyrstu mánuði ársins o.fl. Frétt þessi var gerð að umtalsefni í fréttatíma ríkissjónvarpsins um helgina og þar sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf. m.a., að samanburður á flugtima íslenzkra og bandariskra flug- manna væri “ekki réttlátur“. í fréttatilkynningu Flugleiða hf. hér að framan segir, að þessi saman- burður sé “óraunhæfur". í ræðu á aðalfundi Flugleiða hf. fyrir u.þ.b. ári sagði Sigurður Helgason, stjórnarformaður félags- ins m.a.:“Þá er þess að geta, að afköst í þessum rekstri eru ekki í samræmi við það, sem samkeppnis- félögin búa við samfara hækkandi kostnaði. í samanburði við bandarísk flugfélög, sem keppt er við á Atlantshafinu kemur í ljós, að t.d. áhafnanýting er allt að því 40-50% hærri hjá amerísku félög- unum heldur en hjá Flugleiðum. Mesta samkeppnin kemur frá þess- um félögum, sem nú búa við hag- stæð rekstrarleg skilyrði vegna hins lága gengis Bandaríkjadollars. Hjá því félagi, sem hefur lægstan áhafnakostnað, sem er Continental, er kostnaður á hverja flugstund í kringum $300. Hjá Flugleiðum er þessi kostnaður um $791 á hveija flugstund á þessu ári og hefur hann þá tvöfaldast frá árinu 1985. Það segir sig sjálft, að samkeppnisað- staða félagsins þegar þessar tölur eru hafðar í huga, er vægast sagt vonlítil.“ Hafi þessi samanburður á flugtíma íslenzkra og bandarískra flugmanna í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag verið “óraunhæfur“ og “ekki réttlátur", að dómi for- stjóra Flugleiða hf. á hið sama væntanlega við um samanburð stjórnarformanns Flugleiða hf. á aðalfundi félagsins fyrlr ári - eða hvað? Því má svo bæta við, að Morgun- blaðið byggði frétt sfna á traustum heimildum innan Flugleiða hf. Vandamál félagsins vegna kjara- deilna við starfsfólk eru Morgun- blaðinu óviðkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.