Morgunblaðið - 23.05.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.05.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1989 K]®u> Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar - - - og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf. s. 77878, 985-29797. Bjöígunar- búnaður Björgunarvesti Siglingagallar Árar Áragafflar Penna-neyðarbyssur Markúsarnet Flotgallar Línubyssur Handblys Svifblys og allar aðrar skoðunarvörur í skip og báta. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, síml 28855, 101 Rvfk. Evrópubandalagið; Nýjar tillögur um samræmingu skatta Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. CHRISTIANE Scrivener, sem fer m.a. með skattamál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB), kynnti í síðustu viku fyr- ir blaðamönnum nýjar tillögur um samræmingu óbeinna skatta inn- an bandalagsins. Samkvæmt þeim verður ekki sett þak á virðisauka- skatt og aðildarríkjunum verður heimilt að veita undanþágur frá skattinum. Umræður um svokallaða Cock- field-áætlun sem m.a. fól í sér sam- ræmingu óbeinna skatta og vöru- gjalda innan EB hafa staðið frá árinu 1987. Harðar deilur hafa ver- ið um tillögumar vegna fyrirsjáan- legs tekjumissis þeirra aðildarríkja sem leggja á hærri skatta en tillög- umar gerðu ráð fyrir en samkvæmt þeim átti hærra skattbilið að vera 14-20%. Þá hafa Bretar lýst yfir óánægju sinni með niðurfellingu núll-skattstigs sem þar er m.a. á bamafatnaði. Með nýju tillögunum er fram- kvæmdastjómin að koma til móts við þá gagnrýni sem fram hefur komið. Ekki hefur verið ákveðið hvert verði lágmarksskattstigið en búist er við að það verði hærra en Reuter Sovéskir tæknimenn flytja flugskeyti og skothylki um borð í Ilyus- hin-herflutningavél á flugvellinum í Trabzon. Sovéskur liðhlaupi flaug MIG-29 orrustuþotu þangað og beiddist flóttamannahælis í Banda- ríkjunum. MIG-þotunni var flogið aftur til Sovétríkjanna á sunnudag. 14%. Eftir sem áður verður afslátt- arbilið 4-9% og heimilað verður að veita undanþágur frá skattinum. Nýju tillögumar gera jafnframt ráð fyrir breytingum á innheimtu og skilareglum á virðisaukaskattinum. Aðlögunartími aðildarríkjanna verður lengdur og sérstakar reglur settar m.a. um bifreiðakaup, fríhafnarverslun og heimildir al- mennings til að flytja tollfrjálsan vaming yfir landamæri. Flúði særður á MIG-þotu til Tyrklands og beiddist hælis Þotunni flogið aftur til Sovétríkjanna á sunnudag Finnland: 105 Filipps- eyingar skildir eftir Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttarit- ara Morgunblaðsins. SKIPSTJÓRI norska farþega- skípsins „Black Prince“ skildi rúmlega 100 Filippseyinga eftir er skipið hélt frá Helsinki í gær. Filippseyingamir, sem vom 1 áhöfh skipsins, lögðu niður störf á föstudag til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærra kaup og betri aðbúnað. Skipið sem er í eigu norskra að- ila en er skráð á Filippseyjum kom til Helsinki á föstudag og fóru Filippseyingarnir þá í land. Neituðu þeir að snúa aftur til skips nema gengið yrði að kröfum þeirra en margir þeirra munu ekki hafa feng- ið leyfi í eitt og hálft ár auk þess sem þeir segja launakjör og að- búnað allan óviðunandi. í gær á- kvað síðan skipstjóri „Black Prince" að halda úr höfn án Filippseying- anna. 185 manns vom í áhöfn skips- ins en 105 menn urðu eftir í Hels- inki. Skipið var á skemmtisiglingu með um 430 breska ferðamenn og höfðu farþegarnir m.a. greitt fyrir ferð til Leníngrad í Sovétríkjunum. Skipafélagið endurgreiddi fargjald- ið og héldu flestir farþeganna heim til Bretlands á laugardag. Talsmað- ur skipafélagsins skýrði frá því í gær að flugmiðar verkfallsmanna yrðu einnig greiddir og hélt áhöfnin öll til Bangkok og þaðan til Filipps- eyja í gærkvöldi. Moskvu, Ankara. Reuter. SOVÉSKUR flugmaður flaug ormstuflugvél af gerðinni MIG- 29 aftur til Sovétríkjanna á sunnudag, en daginn áður hafði særður liðhlaupi úr sovéska flughernum flogið vélinni til borgarinnar Trabzon nærri Svartahafi í Tyrklandi. í sama mund hóf Ilyushin-flutningavél sig á loft með flugskeyti orr- ustuvélarinnar innanborðs. Tass-fréttastofan sovéska sagði að liðhlaupinn hefði sært vörð skotsári á herflugvelli í borginni Tskhakaya í Georgíu áður en hann tók orrustuvélina trausta- taki. Tyrkneskir embættismenn sögðu að flugmaðurinn, Alexander Zuyev höfuðsmaður í sovéska flughemum, hefði sjálfur verið með skotsár á hendi þegar hann lenti þotunni á flugvellinum í Trab- zon. Hann hefur sótt um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Sendiherra Tyrkja í Sovétríkj- unum, Volcan Vural, var kallaður á fund 1. aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Alexanders Bessmertnykhs, sem krafðist þess að Tyrkir, sem aðild eiga að Atl- antshafsbandalaginu, skiluðu orr- ustuvélinni og framseldu flug- manninn. Talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytisins sagði að beiðni Zuyevs um pólitískt hæli yrði komið á framfæri við bandarísk stjómvöld að því undan- skildu að Sovétmenn legðu fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst brotlegur við lög. Zuyev var útskrifaður af sjúkra- húsi í Ankara í gær og hófu emb- ættismenn þegar að yfirheyra hann. Dagblöð greindu frá því að foringjar í tyrkneska flughemum hefðu yfirfarið orrustuvélina en byssukúlur höfðu höfðu hafnað í vængjum hennar. Óljóst var hvort fulltrúum bandaríska hersins hefði verið leyft að skoða MIG-29- þotuna, sem er fullkomnasta orr- Eftir að fréttir bárust um tilraun- ina urðu ýmsir til að lýsa áhyggjum yfir því, að hún kynni að vera fyrir- boði frekari útbreiðslu kjarnorku- vopna og gæti leitt til vígbúnaðar- kapphlaups hjá nágrannaríkjum Indlands svo sem Pakistan og Kína. Pakistanar gerðu tilraunir með skammdrægar flaugar fyrr á þessu ári. Tvisvar sinnum áður hafa verið gerðar tilraunir með indversku flaugina, en þær misheppnuðust. Ramaswamy Venkataraman, for- seti Indlands, sagði að hin vel- heppnaða tilraun í gær væri mikil- vægt skref á leið Indveija til að verða sjálfum sér nógir í vísindum og tækni. Tilrauninni var ekki fagnað í bandaríska sendiráðinu í Nýju ustuvél sovéska flughersins. Tals- maður tyrkneska utanríkisráðu- neytisins sagði að Zuyev, sem er 27 ára að aldri, væri undir vernd- arvæng tyrkneskra yfirvalda. Dehlí, sem sendi frá sér tilkynn- ingu, þar sem segir meðal annars: „Við höfum látið þá skoðun í ljós við Indveija eins og aðrar þjóðir, að frekari útbreiðsla eldflauga verði til þess að auka svæðisbundna spennu og ef til vill ýta undir vígbúnaðarkapphlaup á þessu sviði. Við höfum einnig skýrt frá þv í, að stefna okkar er sú að banda- rískir útflytjendur á hátækni eða samstarfsaðilar á því sviði stuðli ekki að útbreiðslu eldflauga." Fyrir skömmu sögðu tveir banda- rískir vísindamenn í tímaritsgrein, að bæði Indveijar og Pakistanir ættu fullkomnari kjarnorkuvopn en áður var talið. Indveijar væru í þann mund að gera tilraun með vetnissprengju og Pakistanar væru að smíða Ig'arnorkusprengju í F-16 orrustuþotur. Indland; Tiliaun með meðaldræga eldflaug heppnast vel Nýju Delhi. Reuter. MEÐALDRÆGRI indverskri eldflaug var skotið á loft í tilraunaskyni í gær. Sögðu stjórnvöld, að tilraunin hefði heppnast vel. Hún var gerð í Chandipur við Bengalflóa í fylkinu Orissa og voru 15.000 þorpsbúar fluttir á brott í öryggisskyni og látnir hafast við í bráða- birgðaskýlum. Eldflaugin sem er kölluð Agni (eldur) dregur 2.400 kílómetra og er skotið frá landi á skotmörk á landi. Hún getur bo- rið hleðslu sem er eitt tonn að þyng og má koma kjarnaoddi fyrir í henni. VANNSTU NÚNA? TIL HAMINGJU! Þetta eru tölurnar sem upp komu 20. maí. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.342.292,- 1. vinningur var kr. 5.586.130,-. Tveir voru með fimm tölur réttar og þvi fær hvor kr. 2.793.065,-. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 556.818,- skiptist á sex vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 92.803,-. Fjórar tölur réttar, kr. 960.432,- skiptast á 264 vinningshafa, kr. 3.638,- á mann. Þrjár tölur réltar, kr. 2.238.912,-skiptastá 7.176,- vinningshafa, kr. 312,-á mann. Sölúátaðir eru opnir frá mánudeg'i til (augardags og er lokaö 15 mínútum fyrir útdrátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.