Morgunblaðið - 23.05.1989, Page 46

Morgunblaðið - 23.05.1989, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 Tap upp á 73,8 millj- ónir kr. á síðasta ári Stafholti. AÐALFUNDUR Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn í Borg- arnesi fyrir skömmu. Alls sátu 76 fulltrúar fimdinn auk stjórnar- ->manna og gesta en félagar eru um 1.300. Það kom fram í skýrslu kaup- félagsstjóra, Þóris P. Guðjónssonar, að rekstur félagsins var mjög erfið- ur á árinu og er það gert upp með 73,8 milljóna kr. tapi en heildar- velta var 2.117 millj. króna og hafði aukist um 15,5%. Tap af reglulegri starfsemi var 32.5 millj. kr. og afskrifuð hluta- bréfaeign, tapaðar kröfur o.fl. var 38.5 millj. kr samtals. Afskriftir fastaQármuna námu alls um 50 millj. kr. Fjármagnskostnaður var 9,4% af heildarrekstrartekjum félagsins, en til samanburðar má geta þess að launakostnaður nam rúml. 14% af sömu upphæð. Þótt flestar verslunardeildir og þjónustufyrirtæki kæmu vel út og skiluðu hagnaði þá varð verulegt tap af dagvöruverslunum kaupfé- lagsins. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að loka útibúum bæði á Hellissandi og við Borgar- braut í Borgamesi. Þá hefur enn- fremur verið gripið til margvíslegra annarra ráðstafana s.s. hagræðing- ar í rekstri, starfsfólki hefur verið fækkað og útlánareglur hertar. Heildarlaunagreiðslur námu samtals 222,7 millj. kr. Fastir starfsmenn í árslok voru 201 en alls komust 620 manns á launaskrá á árinu. Kaupfélagsstjóraskipti urðu hjá félaginu á síðasta ári. Olafur Sverr- isson hætti eftir 20 ára starf en við tók Þórir Páll Guðjónsson, áður kennari í Bifröst. Var Ólafi og konu hans Önnu Ingadóttur haldið veg- legt samsæti að kvöldi fyrra fundar- dagsins þar sem þeim voru þökkuð vel unnin störf og færðar gjafir. - BR.G. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal. Gafflar lyftarams stungust inn í rútuna aftan við bílstjórasætið og þykir mikil mildi að bílstjórinn var einn i rútunni. Rúta og lyftari í árekstri Neskaupstað. HARÐUR árekstur varð við frystihús SUdarvinnsIunnar nú nýlega á milli fólksbifreiðar og lyftara. Verið var að flytja frystan fisk úr frystihúsinu í freðfiskgeymslu fyrirtækisins er áreksturinn varð. Við áreksturinn stungust gafflar lyftarans inn í rútuna aftan við bflstjórasætið og hreinsaðist allur efri hluti hliðar hennar úr og að lokum stungust gafflamir í gegn um bakið á'aftasta sætinu. Mildi þykir að bflstjórinn var einn í rútunni, því annars er hætt við að orðið hefði stórslys. - Ágúst. Kerru og vinnupöll- um stolið Ný hárgreiðslustofa Salon Gabríela er hárgreiðslustofa á Hverfisgötu 64 A sem var opn- 7. april. Eigendur stofiinnar eru mæðgumar Gunnþómnn Jóns- dóttir og Gabríela Kristjánsdóttir, sem hér sjást. FÓLKSBÍLAKERRU með ál- vinnupöllum var stolið frá Skemmuvegi 34 í Kópavogi um hvítasunnuhelgina, einhvem tímann frá fóstudagskvöldi til annars dags hvítasunnu. Tjón eigandans er talið nema 2-300 þúsund krónum. Kerran er mjög óvenjuleg, ein fárra sinnar tegundar hérlendis, að sögn eigandans. Undir henni iniðri era fjögur hjól. Á hliðar kerrannar er letrað „Variant“. Þeir sem kunna að búa yfir gagnlegum upplýsingum um málið era beðnir um að hafa samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ur knattborðsstofunni Faxafeni 12. Knattborðsstofa í Faxafeni OPNUÐ hefur verið ný knatt- borðsstofa í Faxafeni 12 Reylqavík, undir nafiiinu Billi- ardstofan Faxafeni 12. í stofunni era átta snókerborð, sex 12 feta og tvö 10 feta. Opið er alla daga vikunnar frá klukkan 10 f.h. til klukkan 24. (Fréttatilkynning) Baltasar við verk sitt á Húnavöllum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Húnavallaskóli í Austur-Húnavatnssýslu: Freska Baltasars afhjúpuð Blönduósi. FRESKA listmálarans Baltas- ars var afhjúpuð við hátíðlega athöfin í Húnavallaskóla fyrir nokkru að viðstöddu fiölmenni. Það var Torfi Jónsson fram- kvæmdastjóri byggingamefiid- ar skólans sem afhjúpaði lista- verkið. Freska Baltasars fiallar um sögu Vatnsdæla allt frá landnámi Ingimundar gamla að falli hans og hefiid Ingimundar- sona. Tuttugu ár era nú liðin frá því Húnavallaskóli var sett- ur í fyrsta sinn og var afhend- ing listaverksins jafiiframt Iiður til að minnast þeirra tímamóta. Torfí Jónsson afhenti Húna- vallaskóla listaverkið til varð- veislu og veitti Stefán Á. Jónsson formaður skólanefndar því við- töku. Baltasar, höfundurverksins, rakti í grófum dráttum Vatns- dælasögu og þau hughrif sem hann varð fyrir og birtast fólki á 40 fermetra veggfleti í kjama Húnavallaskóla. Nokkrir gestir fluttu ávörp þar á meðal Ámi Gunnarsson formað- ur listskreytingasjóðs, Guðmund- ur I. Leifsson fræðslustjóri, Grimur Gíslason kunnur Vatns- dælingur og Páll Pétursson þing- maður. Samkórinn Björk söng á þessari hátíð en hátíðinni stjóm- aði Valgarður Hilmarsson oddviti héraðsnefndar A-Hún. jón Sig 30 ára afinæli Sjálfe- bjargar undirbúið Bolungarvík. FYRRI fiindur landssambands- stjórnar Sjálfsbjargar á þessu ári var haldinn á Isafirði fyrir nokkm. Tuttugu og fimm til þrjátíu fulltrúar frá hinum ýmsu félagsdeildum víðsvegar af landinu sátu þennan fiind sem stóð í tvo daga og lauk með hófi í veitingahúsinu Skálavík í boði Sjálfebjargar hér í Bolungarvík. Fréttaritari Morgunblaðsins náði tali af Jóhanni Pétri Sveinssyni, formanni landssambands Sjálfs- bjargar. Aðspurður um það hver hefðu verið helstu málefni þessa fundar sagði Jóhann að helstu mál- in hefðu verið þijú. í fyrsta lagi nefndi hann að þar sem landssam- bandið yrði þijátíu ára á þessu ári, en það var stofnað 4. maí 1959, þá hefði verið mikið rætt á þessum fundi með hvaða hætti væri hægt að halda upp á þau tímamót, bæði hvað varðaði afmælishátíðina sjálfa og einnig hvernig best væri að vekja athygli á málefnum fatlaðra á þess- um tímamótum. í öðra lagi hafí verið rætt um heimaþjónustumál, en allt frá því á síðasta þingi landssambandsins, sem haldið var fyrir u.þ.b. ári, hef- ur verið unnið mikið í því máli. í þriðja lagi var fjallað nokkuð um ferlimál. Jóhann sagði að í þeim málum mætti sjá nokkum árangur, en betur mætti gera. Að lokum sagðist Jóhann Pétur vilja vekja athygli á því að málefni fatlaðra og málefni Sjálfsbjargar snertu alla í samfélaginu. Jóhann tók sem dæmi ferlimál, bætt að- gengi nýttist öldruðum, fólki með t.d. smáböm í vögnum eða kerrum og ekki síst þeim sem einhverra hluta vegna þurfa að notast við hjólastól eða hæiq'ur um lengri eða skemmri tíma. - Gunnar Kaupfélag Borgfirðinga:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.