Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI sunnudagur 4. JUNI 1989 i Hemámsárin á íslandi Vegna vinnslu bókar um samskipti íslendinga og hernámsliðsins á íslandi á árunum 1940-46, óska höfundar hennar, Bjarni Guömarsson, sagnfræö- ingur, og Hrafn Jökulsson, blaðamaður, eftir hvers kyns upplýsingum er málið varðar; einnig ljós- myndum, póstkortum og bréfum. í bókinri verður lögð áhersla á að ná andblæ og stemmningu stríðsáranna hérlendis og því vilja höfundar komast í samband við fólk er man þessa tíma og hefur frá einhverju að segja, sem snertir samskipti íslendinga og hermannanna. Algerum trúnaði heitið. Vinsamlega hafið samband í næstu viku í síma 621720 á skrifstofutíma, eða sendið gögn, ásamt nafni og símanúmeri, merkt: Bókaútgáfan Tákn, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. Si MÖNU 55 g Örbylgjuofn m/grilli & VAR 37.822 TILBOÐ 'U . MÖNU 55 örbylgjuofn m/grilli, 650 vött, 10 stillingar, 2 hæða, 34 lítra 29.890,- REGINA 606 eldavél m/blæstri VAR 61.295,- .. Wtilboð ___ REGINA 606 eldavél m/blæstri, sjálfhreinsandi, | 4 hellur, grill/jafn hiti 49.890,- DISCO 45 uppþvottavei DISCO 45 uppþvottavél fyrir 5-6 manns Stærð H47 B47 VAR 33.097,- TILBOÐ 29.890, Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780 Feður forsmáðir Til Velvakanda. Ég get ekki lengur orða bundist gagnvart því óréttlæti sem fram kemur í umfjöllun þeirri varðandi umgengnisrétt sem tilheyrir dóms- málaráðuneytinu. Sonur minn, sem er vélstjóri með fjögurra ára réttinda- nám að baki og hefur starfað bæði á innlendum togurum og á milli- landaskipum, er látinn sæta því að vera meinað að sjá dóttur sína, átta ára gamla, eingöngu á þeirri for- sendu að hann sé sjómaður og geti ekki haft reglubundið samband við bam sitt eins og þeir feður sem vinna í landi. Honum hefur verið tjáð af starfsmönnum dómsmálaráðuneytis- ins að til þess að hann geti fengi umgengnisrétt við dóttur sína eða haft hana hjá sér endrum og eins, verði hann að hætta á sjó og fá sér vinnu í landi! Hann hafði fest kaup á íbúð og þarf nú að fara og leita sér að starfi í landi sem er alls óvíst að hann fái á grundvelli þeirrar starfsreynslu sem hann hefur — og sennilega þarf hann að taka mun ver launuðu starfí. Er löglegt að ráðsk- ast á þennan hátt með líf fólks og láta feður þannig gjalda þess að þeir eru sjómenn sem auk þess afla gjald- eyristekna þjóðarinnar? Auk þess eru víst til lög sem kveða á um rétt bams- ins til að umgangast foreldra sína jafnt — er ekki svo? Litla dóttirin er mjög hænd að föður sínum og skilur ekki hvers vegna allt er svona erfítt og hvers vegna hún má ekki hitta pabba sinn þegar hann er í landi. En vegna kærleika til bamsins og svo þess að hann vill ekki missa alveg samband- ið við það lætur hann sig nú hafa það að hætta sínu fyrra starfí og fara að vinna í landi. Ég held að þarna sé eitthvað meira en lítið bog- ið við réttarfarið að þessu leyti og almenningur á rétt á að fá að vita á hvað forsendum þeim feðmm sem em sjómenn er meinaður umgengnis- réttur við böm sín á þennan hátt. Reyndar held ég að full ástæða væri fyrir þessa forsmáðu feður (sem hljóta að vera þó nokkrir hér á landi) að mynda með sér samtök á réttlæt- isgrundvelli til að hnekkja þeirri lög- leysu sem hér á sér stað. Ein undrandi og reið A FORIMUM VEGI Það er gott að vera í Stykkishólmi Þeir vora galvaskir hann Krist- inn Þór og Þorsteinn þegar fréttaritari kom að þeim í nýju kirkjunni: Við emm hér að leggja hönd að altarinu. Það er annars bæjarvinnan sem við emm í, hreinsa bæinn og gera fegurri. Þeir félagar vom sammála um að íþróttir og músík væri uppistaðan í þeirra lífí í dag, báðir í Lúðrasveitinni. Svo er það skólinn. Hann lengist héma með 2. bekk framhaldsdeildar sem I I Guðjón Jóhannsson sem allt get- ur. er í undirbúningi. Kannske verðum við hér í vetur, en það er allt óráð- | ið. Tónlistarskólinn gefur bænum mikið gildi og af honum er ekki gott að missa. Stykkishólmur er ágætur og þar er gott að vera. Tveir hraustir. Kristinn og Þorsteinn. Arni Víkverji skrifar Valdimar Kristinsson heitir maður og er ritstjóri Fjármál- atíðinda, tímarits um efnahagsmál, sem hagfræðideild Seðlabanka Is- lands gefur út. Hann hefur skrifað flestum betur og ítarlegar um sam- göngur innanlands og við umheim- inn, að dómi Víkveija. Það er margs konar fróðleik að finna í grein hans, „Samgöngur og ferðamál", sem birt er í nýjasta hefti Fjármálatíðinda. Þar kemur m.a. fram að haustið 1988 var búið að leggja bundið slit- lag á tæplega 2.000 km af þjóðveg- um landsins, sem em samtals um 8.500 km. Þetta er ekki svo lítill árangur, þótt góðvegagerð sé „komin skemmra á veg hérlendis en í flestum öðmm löndum“, eins og segir í greinmm. Igreininni kemur fram að meðal- talsumferð á Reykjanesbraut sé 5.000 bílar á dag. Það er því ekki að ástæðulausu „að farið er að tala um þörfina á að breyta henni í eigin- lega hraðbraut með fjómm akrein- um“. Rétt er að undirstrika mikilvægi þess að laga Reykjanesbrautina að þeirri umferð, sem henni er ætlað að bera. Framkvæmdir í vegagerð verða að taka mið af umferðar- þunganum, sem mælir bezt fram- kvæmdaþörfina — sem og arðsemi framkvæmdarinnar. alltaf samleið. I því sambandi er fróðlegt að vitna til klausu úr grein- inni: „A árinu 1988 var loks lokið við að leggja bundið slitlag á veginn til Þingvalla, og er nú leiðin aftur orðin 50 km löng, þ.e. frá Pósthúss- stræti að þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum. Talað var um að laga Þingvallaveginn fyrir Þjóðhátíðina 1974, en verkinu lauk sem sagt hálfum öðmm áratug síðar." Skattar af umferð, s.s. benzín- gjald, renna nú vaxandi mæli — fram hjá vegaframkvæmdum — beint í ríkissjóðinn. Igreininni er m.a. fróðleg tafla um bundið slitlag á vegum frá Reykjavík til ýmissa áfangastaða. Þar kemur fram að vegalengdin Reykjavík-Akureyri er 432 km. Þar af er bundið slitlag á 330 km eða 76% leiðarinnar. Til samanburðar er aðeins 45% vegar til Isafjarðar með bundnu slitlagi og 58% vegar til Egilsstaða. Hinsvegar er 100% vegar frá höfuð- borginni að Hvolsvelli „teppalagð- með brúarbyggingu í endanlegt horf á þessu ári og þá væntanlega að framlengja Amamesveginn yfir á Reykjanesbrautina (um 1 km). Ennfremur á að byggja nýja brú yfír Kópavogslækinn að austan- verðu. Nú er talað um að fresta þessum framkvæmdum til 1990 ... Verið er að leggja nýjan veg undir Eyrarfjalli í Hvalfirði, og er ætlunin að leggja klæðningu á hann sumarið 1989. Þá verður komið bundið slitlag á allan veginn fyrir Hvalfjörð. Undantekningin er 1 km að norðanverðu, sem skiptist reynd- ar í tvo kafla sinn hvomm megin við Miðsand. Standa vonir til að þeir verði einnig lagfærðir með ein- hverjum hætti í sumar.“ ur nnað mál er að orð og efndir . fj árveitingavaldsins eiga ekki tl á segir í greininni: ,7Búið er að leggja veg frá flug- stöðvarveginum yfir á Sandgerðis- veg, og verður hann lagður bundnu slitlagi á þessu ári... Aætlað hefur verið að koma vegamótunum á Amarneshæðinni Landvegir era „æðakerfi“ sam- félagsins, bæði atvinnulífsins og félagslegra samskipta þjóðarinn- ar. Sama máli gegnir raunar um „vegi“ láðs og lagar. Loftsamgöngur vaxa jafnt og þétt. Þannig kemur fram í tilvitn- aðri grein að farþegar Flugleiða í innanlandsflugi árið 1987 vóm ná- lægt 68 þúsund. A sama tíma vóm farþegar Arnarflugs um 17 þúsund- ir, auk þess sem smærri flugfélög flytja og þúsundir farþega. Er ekki úr vegi að áætla að farþegar í inn- anlandsflugi verði langleiðina í 150 þúsund í ár. Það þarf því að huga vel að flug- vallaraðstöðu og flugöryggisatrið- um, ekkert síður en landvegagerð, þó að mikilvæg sé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.