Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
138. tbl. 77. árg.
FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þrír menn líflátnir í Kína í blóra við áskoranir um að milda dauðadóma:
Afltaka verkamannanna
fordæmd á Vesturlöndum
Dauðadómum jjölgar o g búist við fleiri aftökum á næstunni
Xu Guoming, einn
verkamannanna þriggja sem
líflátnir voru í Kina í gær
fyrir þátttöku í aðgerðum
umbótasinna á dögunum.
Fleiri kínverskir
andófsmenn voru dæmdir til
dauða í gær og er óttast að
fleiri aftökur verði í Kína á
næstunni þrátt fyrir
ítrekaðar áskoranir leiðtoga
vestrænna ríkja um að
dauðadómar verði mildaðir.
Peking. Washington. París. London. Reuter.
ÞRÁTT fyrir áköf mótmæli erlendra ríkissljórna létu kínversk stjórn-
völd taka þijá verkamenn af lífi í Sjanghæ í gærmorgun. Þeir höfðu
verið dæmdir tii dauða fyrir að kveikja í farþegalest þar í borg
meðan á aðgerðum umbótasinna á dögunum stóð, en þau náðu hám-
arki er alþýðuherinn réðist irin á Torg hins himneska friðar í Pek-
ing 4. júní. Talið er að herinn hafi þá myrt þúsundir manna. Jafri-
framt skýrði útvarpið í Peking frá því að fjöldi manna hefði verið
dæmdur til dauða í gær í héraðinu Shandong. Sfjórnir vestrænna
ríkja fordæmdu aftökumar og leiðtogar Evrópubandalagsríkjanna
tilkynntu að samband ríkjanna við Kína yrði tekið til endurskoðunar.
Að sögn talsmanns borgaryfir-
valda í Sjanghæ voru mennirnir
líflátnir aðeins augnabliki eftir að
hæstiréttur borgarinnar hafði stað-
fest dauðadómana og vísað náðun-
arbeiðni þeirra frá. Mennirnir þrír
hétu Xu Guoming, Dian Hanwu og
Yan Yuerong. Þeir voru sagðir hafa
kveikt í járnbrautarlest sem ekið
var á andófsmenn er höfðu raðað
sér yfir brautarteinana með þeim
afleiðingum að sex þeirra biðu
bana.
Útvarpið skýrði ekki nánar frá
aftökunni en í Kína er það venja
að dauðadómi sé fullnægt með því
að sakamaður er skotinn í hnakk-
ann. Að minnsta kosti sjö karlmenn
og ein kona sem talin eru hafa
stjórnað aðgerðum umbótasinna á
Palme-málið:
Vitni sá
Pettersson
við morð-
staðinn
Stokkhólmi. Reuter.
ROGER Ostlund, vinur
Christers Petterssons, sem
ákærður er fyrir morðið á
Olof Palme, fyrrverandi for-
sætisráðherra Svíþjóðar,
sagði fyrir rétti í gær að
hann hefði séð hinn ákærða
á morðstaðnum skömmu áð-
ur en Palme var myrtur.
Ostlund sagðist fullviss um
að það hefði verið Pettersson
sem hann hitti fyrir utan kvik-
myndahúsið þar sem Palme var
myrtur 28. febrúar 1986. Það
hefði verið um kl. 11, rétt áður
en kvikmyndasýningu lauk,
kvöldið sem Palme var myrtur.
„Ég sá hann standa fyrir
utan kvikmyndahúsið og ætlaði
að tala við hann. Hann sneri
sér undan og gekk í burt,“ sagði
Ostlund.
20 mínútum síðar var Palme
skotinn í bakið er hann gekk
heim á leið ásamt eiginkonu
sinni, Lisbet.
Ostland er eina vitnið úr
kunningjahópi Petterssons sem
heldur því fram að hinn ákærði
hafi verið á morðstaðnum á
umræddum tíma.
Torgi hins himneska friðar bíða
aftöku í Peking.
Kínverska útvarpið sagði að
mennirnir sem dæmdir voru til
dauða í Shandong væru meðal 45
„glæpamanna“ er stefnt hefði verið
fyrir rétt í helstu borg héraðsins,
Jinan. Hefðu þeir allir hlotið dóma
í gær, mismunandi þunga. Hæsti-
réttur Kína sendi í gær út áskorun
til allra dómstóla landsins þar sem
krafist var þungra og skjótra dóma
í málum andófsmanna. Vægir dóm-
ar voru aðeins heimilaðir í málum
uppljóstrara og manna sem gáfu
sig fram sjálfir. Fregnir fóru í gær
af auknum handtökum umbóta-
sinna.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna og stjórnir fjölda vest-
rænna ríkja höfðu hvatt til þess að
lífi hinna dauðadæmdu yrði þyrmt
en allt kom fyrir ekki og sagði
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjórnar, að aftökurnar
væru aðeins til þess fallnar að gera
sambúð Kínveija og vestrænna
þjóða enn stirðari. James Baker,
utanríkisráðherra, sagði að þrátt
fyrir aftökurnar væru frekari
refsiaðgerðir gegn Kínverjum ekki
fyrirhugaðar.
Reuter
Andreij Sakharov í London:
Varar við miklum stuðn-
mgi við Moskvustjomma
Segir hann geta tafið nauðsynlegar umbætur
Andreij Sakliarov
London. Reuter.
SOVÉSKI mannréttindafrömuð-
urinn Andreij Sakharov sagði í
London í gær, að vestræn ríki
ættu að fara að öllu með gát í
samskiptunum við Moskvustjórn-
Ungverjaland:
Fijálsar kosningar?
Búdapest. The Daily Telegraph.
UNGVERSKI kommúnistaflokk-
urinn er tilbúinn til að keppa við
aðra flokka á jafhréttisgrundvelli
í algjörlega ftjálsum kosningum á
næsta ári og taka afleiðingunum,
að sögn Imre Pozsgay, áhrifa-
manns í sljórnmálaráði flokksins.
„Flokkurinn fellst á að kosning-
arnar eigi að vera fijálsar og endur-
spegla vilja þjóðarinnar og hann er
tilbúinn að taka afleiðingunum,"
sagði Pozsgay. Orð hans eru sögð
sýna að leiðtogar flokksins muni
ekki fara að fordæmi pólskra leiðtoga
og setja kosningalöggjöf sem tryggir
flokknum þingmeirihluta.
ina. Hjálpin, sem þau veittu,
gæti auðveldað henni að hætta
við nauðsynlegar umbætur.
„Ég vil ráðleggja vestrænum
ríkjum að fara afar varlega," sagði
Sakharov í fyrirlestri, sem hann
flutti í London í gær. „Hugsanleg
aðstoð við Moskvustjórnina gæti
orðið til, að hún slægi nauðsynleg-
um umbótum á frest og reyndi að
lappa upp á núverandi kerfi.“
Sakharov sagði, að fyndist ekki
lausn á vandamálum minnihluta-
hópa og ýmissa þjóðarbrota í Sov-
étríkjunum gæti það valdið mikilli
ólgu og hugsanlegu valdaráni aftur-
haldsafla í hernum.
„Ég býst við, að land mitt sé
eitt af síðustu ef ekki síðasta ný-
lenduveldið. Ef vandamál þjóðar-
brotanna verða ekki skynsamlega
leyst er upplausn og hrun Sovétríkj-
anna óumflýjanlegt. Landsmenn
standa á krossgötum og verða að
hefjast handa við miklar umbætur
en leiðirnar liggja í ýmsar áttir.
Gangi þeir of langt er hætta á, að
afturhaldsöflin í hernum ræni völd-
unum,“ sagði Sakharov.
Sakharov taldi réttast, að Sovét-
menn færu að dæmi Breta, sem
hefðu breytt heimsveldinu í sam-
veldi en þegar hann var spurður
hvort veita ætti Eystrasaltsríkjun-
um sjálfstæði svaraði hann og
sagði, að það væri hættulegt að
gefa þeim lausari tauminn og
hættulegt að neita þeim um það.
„Verulegt, þjóðfélagslegt umrót er
óhjákvæmilegt."
Sjá „Öfgahreyfingu múslima
kennt um óeirðir" á bls. 22 og
forystugrein á miðopnu.