Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1989
13
Hug-leiðing-
um ljóðaleik
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Ljóðaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins stóð fyrir skemmtilegri
dagskrá í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar sl. föstudag, þar sem
fram komu Matthías Johannessen
skáld og Pétur Jónasson gítarleik-
' ari. Dagskráin var nefnd Matthías
og Pétur — ljóð og gítar. Matthías
las úr ljóðabókum sínum en á
milli og undir lestri nokkurra ljóða
lék Pétur tónlist eftir Sor, Walton,
Lennon, Kjartan Ólafsson og
frumflutti tónverkið Veglaust haf
eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð
Matthiasar. Leikur Péturs var
bestur í verkunum eftir Sor og
Walton, enda náðist þar frábær
samstilling í lestri og leik. í raun
er ekki hægt að ijalla um þessa
dagskrá sem tónleika en þeir
þræðir sem tengja saman ljóð og
tónlist eru í raun sömu innviðir
og öll listsköpun byggist á og eft-
ir að hafa hlýtt á Matthías og
Pétur vefa úr þessum þráðum
listilega og áhrifamikla dagskrá,
varð til eftirfarandi hugleiðing.
Sú kenning er til, að uppruna
máls meðal mannfólksins sé að
finna í hljóðlíkingum, sem í fyrstu
hafí verið líkari söng en tali. Sann-
að er að munurinn á tali og söng,
eins og þessi fyrirbæri eru aðskil-
in nú til dags, er í raun harla
lítill og munar þar helst um tónun-
ina, þ.e.a.s. er varðar tónsvið og
styrk. Til eru lög (t.d. íslenska
þjóðlagið við visuna Klappa sam-
an lófunum), sem eru í raun les-
íónun, þar sem mismunandi tón-
fall afmarkar hverja ljóðlínu og
er talið að þannig sé sú tónun
tilkomin, sem tíðkuð er við trúar-
athafnir víða um heim. Það að
laglína öðlaðist þá formfestu að
geta staðið ein og óstudd og tón-
list þar með, þurfti ekki lengur
að styðjast við texta, á sér ekki
nema nokkurra alda sögu.
Þá er og önnur kenning, að ljóð
hafí í upphafí verið flutt með
meiri tónan en gerist í töluðu
máli og að lestur þeirra sé því
síðara tíma fyrirbæri. Lýrísku
skáldin Saffó og Anakreon léku
undir á lýru og einnig er til í frá-
sögiium, að kviður Hómers hafi
verið fluttar af heimilistónlistar-
mönnum til forna í Grikklandi.
Þá er og talið að t.d. leikverk
Æskilosar hafí verið flutt með
þeim hætti er vel mætti kalla
söng, enda bendir nafnið kór
(dans) til þess að sungið og leikið
hafi verið undir dansinum. Brag-
liðaskipan og hljóðfall í ljóðagerð
gæti því allt eins átt uppruna sinn
í háttbundnum hreyfíngum dans-
aranna.
í fornum frásögnum íslenskum
eru margar ábendingar um tón-
bundinn flutning ljóða og stakra
vísna og víða gerður skarpur
greinarmunur á því að yrkja og
kveða. Þá er og hægt að skilja
Snorra Sturluson svo í umfjöllun
hans um foma bragfræði, að átt
sé við tónrænan flutning Ijóða,
t.d. þar sem hann fjallar um fyrir-
bærið höfuðstaf. Þar stendur: „Sá
stafr ræður kveðandi" og stuttu
seinna í Háttatali, þar sem fjallað
erum skipan „hljóðstafa“, stendur
skrifað: „Önnur stafasetning er
sú, er fylgir setning hljóðs þess,
er hátt gerir ok kveðandi." Um
þennan mun, er Snorri gerir á
„allri stafasetningu ok hljóða“,
eru fræðimenn trúíega ekki sam-
mála og geta eflaust teygt þar
allt til og togað, svo ófróður mað-
ur sem undirritaður er, sæi hvorki
til vegs né varða og vissi ei hvar
stæði.
Eitt er þó alveg víst, enda
stendur það utan sviðs þess skilj-
anlega, að ljóð eru gædd galdri,
sem enn heldur áhrifamætti
sínum, galdri sem þótti fyrrum
vera hættulegur og ekki allra að
leika sér með. í raun ætti ljóðið
að vera „liðið undir lok“ í öllum
orðaflaumi fjölmiðlanna og vart
fínnanlegt í stórflóðum bóka-
útgáfunnar, en það er eins og hér
sé um bundið sem forðum og að
Gleipnir hafí enn hald á hinum
ógnarlega Femisúlfi og hvert
skáld sé í spomm Týs, er ekki
hló sem aðrir, þá hann „lét hönd
sína“.
Hvað listagaldurinn snertir, þá
er hann aflvaki í listsköpun allra
tíma og ólíkra þjóða, mannleg
sameign, gædd alþjóðlegu inntaki
er virðir hvorki landamerki eða
aðrar samvistarhindranir. Þetta
kom ljóslega fram er Pétur Jónas-
son gítarleikari flutti tónlist eftir
Sor, sem undirleik við lestur Matt-
híasar Johannessen á ljóðinu Við.
Það var með undarlegum hætti
sem lestur og tónlist féllu vel sam-
an. Sama má segja um tónlist
Waltons en íslensku verkin eftir
Kjartan og Atla voru ekki eins
samstillt textunum. Þetta kann
að þykja undarlegt, að tónlist sem
samin er á öðrum tíma og fjarri
þeim vettvangi, sem Matthías
hefur haslað sér, skuli eiga betur
við ljóð hans en eftir samtiðar-
menn og vini.
Tónlist, ljóð og dans eiga sér
sameiginlegan uppruna og undir-
ritaður er sannfærður um að ljóð
eigi að flytja og skáldin ef til vill
miklu fremur að halda „ljóðatón-
leika" en gefa ljóð sín út í hljóm-
lausum bókum. Tónblær og hrynj-
andi er sál hugsunarinnar og þar
má merkja hvort hugur fylgi
„máli“, hvort sem túlkað er í tón-
um, dansi eða orðum. Skáldið
Matthías Johannessen hefur ekki
aðeins sett saman orð, þau hafa
merkingu og það sló á glampa
galdurs, er hann gæddi þau lif-
andi hljóman og af tónblæ og
hrynjandi mátti og merkja að
hugur fylgdi máli.
Krislján Davíðsson
Kristján
Davíðsson
sýnir í Nýhöfii
KRISTJÁN Davíðsson opnar
málverkasýningn í listasalnum
Nýhöfii, Hafiiarstræti 18, laugar-
daginn 24. júní klukkan 14-16. Á
sýningunni eru olíumálverk unn-
in á þessu ári.
Kristján hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og erlendis.
í sýningarskrá segir Aðalsteinn
Ingólfsson meðal annars um verk
Kristjáns: „Málverk Kristjáns Dav-
íðssonar eru hvorki hefðbundin né
óhlutbundin, heldur takmarkalaus
vettvangur þar sem sívökul lista-
mannsvitund mætir síbreytilegri
náttúru. Hverfult augnablik þess
stefnumóts er hið raunverulega inn-
tak verka hans.“
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá klukkan 10-18
og frá klukkan 14-18 um helgar.
Henni lýkur 12 júlí.
VIÐ BJOÐUM ÞER
ÍBÚÐ í HAFNARFIRÐI
f FJÖLBÝLISHÚSIVIÐ SUÐURHVAMM
Sýnum og seljum skemmtilegar og góðar íbúðir á góðu verði við Suðurhvamm
í Hafnarfirði.
íbúðirnar eru 2ja-4ra herbergja og afhendast strax í haust tilbúnar undir tré-
verk. Hús, sameign, lóð og bílastæði afhendast fullfrágengin.
Stórir bílskúrar fylgja 6 íbúðum. Mjög góð sameign.
Eftirsóknarvert:
Traustvekjandi:
Kynning og sala:
Frábært útsýni. Góð suðurlóð.
Stutt í alla þjónustu.
Byggingaraðili: Hagvirki hf.
Teikningar: Arkitektar sf.
í Skútahrauni 2 í Hafnarfirði.
Opið í kvöld og annað kvöld kl. 16.00-21.00.
Um helgina kl. 13.00-18.00.
VERIÐ VELKOMIN
S g HAGVIRKI HF
Skútahrauni 2, Hafnarfirði
sími 53999.
11540
Seljendur ath.!
Vegna mikillar sölu óskum við
eftir öllum stærðum og gerð-
um eigna á skrá.
Atvinnuhúsnæði
Skútuvogur: Mjög gott 380 fm
atvhúsn. sem skiptist í 260 fm lager-
húsn. með góðri innk. og 120 fm skrifst-
húsn. Afar góð grkj.
Helluhraun: 240 fm iðnhúsn. á
götuh. m. góðri aðkeyrslu. Mögul. að
selja í tvennu lagi. Góð grkj. í böði.
Skólavördustígur: Rúmlega
40 fm verslhúsn. á götuhæð í nýl. húsi.
Hugsanl. eignask.
Fagrihjalli: 170 fm parh. auk 30
fm bílsk. Tilb. að utan og fokh. að innan
í sumar. Teikn. á skrifst.
Baughús: Vorum að fá í einkasölu
mjög skemmtil. 180 fm einbhús á tveim-
ur hæðum. 5 svefnherb. 30 fm bílsk.
Veghús: Fallegar 3ja-7 herb. íb. í
smíðum sem afh. tilb. u. trév. og máln.
í febr. 1990. Teikn. á skrifst.
Einbýli — raðhús
Nálægt Hlemmi: I80fmeinb.
sem í dag eru tvær íb. Á hæðinni eru
saml. stofur, herb. og eldhús. Uppi eru
4 svefnherb. og baðherb. íb. kj. er 2ja
herb. séríb. Nánari uppl. á skrifst.
Lindarflöt: Mjög fallegt einl. einb-
hús ásamt stórum bílsk. 4 svefnherb.
Góðar stofur. Bein sala eða skipti á
4ra-5 herb. ca 120 fm íb. í Gbæ.
Fannafold: 170 fm einbhús á
einni hæð m/innb. bílsk. 3 svefnherb.
Næstum fullb. eign.
Blesugróf: Nýl, fallegt einbhús á
einni hæð. Bílskréttur. Verð 9,0 millj.
Víöihvammur: 220 fm mjög fallegt
einbhús. Tvær hæðir og kj. m/mögul. á
séríb. Mjög fallegur garður. Töluv. áhv.
Ákv. sala. Laust strax. Verð 11,8 millj.
Láland: 155 fm mjög fallegt einb-
hús á einni hæð. 4 svefnherb. Góðar
innr. Parket. 50 fm bílsk.
Arnartangi: 100 fm fallegt enda-
raðh. Bílskréttur. Laust strax. Verð 7 m.
í Þingholtunum: Virðulegt 170
fm timbur einbh. sem hefur allt verið
endurn. að innan. Fallegur gróinn garður.
4ra og 5 herb.
Vfðimelur: Falleg 5 herb. 100 fm
neðri sérh. ásamt bílsk. Verð 7,0 millj.
Digránesvegur: 115 fm falleg
efri sérh. Bílskúrsr. Glæsll. utsýni
Engihjalli: Mjög góð 80 fm íb. á
1. hæð i lyftuh. Laus. Verð 5,4 millj.
Úthlíð: Mjög góð 4ra herb. íb. á jarðh.
m/sérinng. Góð áhv. lán. Laus strax.
Sóleyjargata: 100 fm glæsil
neðri hæð. 2 svefnherb. Saml. stofur
Sólstofa. Ákv. sala. Laus strax.
Vesturgata: Mjög góð 100 fm fb
sem hefur öll verið endurn. Sérhiti
Nýtt rafm. Fallegur grðinn garður.
Silfurteigur: 120 fm falleg efr
hæð. 3 svefnhérb. Tvennar svalir
Bilskréttur. Laus strax.
Ægisíða: 126 fm íb. á 3. hæð
Suðursv. Glæsil. útsýni. Mögui. á góð
um grkj. Verð 7,5 millj.
Kiapparstigur: isofmefrihæð
og ris sem í dag eru 2 íb. Töluv. end-
urn. Verð 5,5 millj.
Drápuhlíð: 90 fm falleg mikið
endurn. risíb. Laus strax. Verð 5,2 miilj.
Tjarnarból: 110 fm falleg ib. á
2. hæð. 3 svefnherb. Bilsk. Laus strax.
3ja herb.
Hamraborg: Góð90fmíb.á1.h.
Sólvallagata: 85 fm íb. á 2.
hæð. 2. svefnherb., saml. stofur. Tölu-
vert endurn. Verð 4,8 millj.
Langamýri: Ný, sérstakl. góð 90
fm íb. á jarðh. m/sérinng. 25 fm bílsk.
Verð 7,0 millj.
Vesturgata: 85 fm ib. i kj. Laus
strax. Verð 3,4 millj.
Hraunbær: Góð 87 fm íb. á 3.
hæð + herb. í kj. Töiuvert endurn. Park-
et. Laus strax. Verð 4,8 mlllj.
2ja herb.
Nýbýlavegur: Falleg 70 fm íb. á
2. hæð. Suðursv. Góður garöur. Bilsk.
Góð greiðslukj. Verð 4,7 millj.
Skipholt: Mjög góð 50 fm íb. á
jarðh. Fallegar innr, Parket.
Hrísmóar: Mjög falleg 80 fm íb.
á 2. hæð. Áhv. 2,3 millj. frá veðdeild.
Skaftahlíð: 50 fm góð íb. á jarðh.
Verð 3,2 millj.
Bollagata: 60 fm góð kjfb. 1,0
millj. áhv. frá veðdeild. Mögul. á góðum
grskilm. Leus strax. Verð 3,6 millj.
Ljósheimar: Mjög góð 85 fm Ib.
á 6. hæð. Fallegt útsýni. Skipti á stærri
eign æskil. Verð 4,5 millj.
Snyrtivöruverslun Ifjölmennu
úthverfi borgarinnar. Góður leigusamn.
FASTEIGNA
MARKAÐURINNl
Oðinsgotu 4
11540 - 21700
Jón Guömundsson sölustj.,
Leó E. Löve lögfr.
Ólafur Stefánsson viÖskiptafr.