Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 18
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 Skoðanakönnun Félagsvísindastoftiunar; 70,2% telja að opin- beri geirinn sé of stór RUV talið standa sig bezt ríkisstofn- ana - dómstólar og Alþingi verst í NIÐURSTÖÐUM skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í maíbyrjun, kemur fram að mikill meirihluti að- spurðra, eða 70,2% þeirra sem afstöðu tóku, telur umsvif hins opinbera of mikil. Rúmur Qórð- ungur, 25,7%, taldi opinbera geirann hæfílega stóran en 4% að hann væri of lítill. Könnunin var gerð fyrir Félag forstöðu- manna ríkisstofiiana, í samráði við Fjárlaga- og hagsýslustofnun. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tilgangur könnunarinn- ar hafi verið að afla upplýsinga, sem nota mætti á hverjum stað til að varpa ljósi á þörf fyrir úr- bætur i þjónustu eða betri kynn- ingu á viðkomandi starfsemi. Talsverður munur er á afstöðu stuðningsmanna einstakra stjórn- málaflokka til umsvifa hins opin- bera. Af stuðningsmönnum Al- þýðubandalagsins telja 45,9% þau hæfileg, en 42,6% að þau séu hæfi- leg. Af kjósendum Alþýðuflokks telja 80,9% þau of mikil, en 14,7% hæfileg. Sjálfstæðismenn koma næstir í andstöðu sinni við ríkisum- svifin, 74% telja þau of mikil, en 16,5% hæfileg. Nákvæmlega 50% framsóknarmanna telja opinbera geirann of stóran, en 37,1% hæfi- legan. 58,2% af kjósendum Kvenna- lista telja opinber umsvif of mikil, en 32,9% hæfileg. Er spurt var um gæði opinberrar þjónustu sögðust 6,4% telja hana betri en þjónustu fyrirtækja á al- mennum markaði. 47,4% telja hana svipaða og hjá einkafyrirtækjum, en 46,2% álíta bana verri. Eihnig var spurt hvort menn teldu opinberu þjónustuna góða, sæmilega eða slæma þjónustu, þeg- ar á h^ildina væri litið. Þrír af hundraði aðspurðra sögðust telja hana mjög góða, 21,4% frekar góða, 60,1% sæmilega, 11,2% frekar slæma og 4,3% mjög slæma. Er spurt var um álit á þjónustu hins opinbera á einstökum sviðum, kom í ljós að heilbrigðiskerfið, skólakerfið, löggæzlan og Háskól- inn eru í betra áliti en ráðuneyti, sljórnsýsla og vegagerð. 93,2% telja þjónustu heilbrigðiskerfisins • góða eða sæmilega, 82,7% eru sama sinn- is þegar spurt er um skólakerfið. Er spurt er um álit á löggæzlunni telja 87,2% hana góða eða sæmilega og 92,9% telja Háskólann standa sig vel eða sæmilega. Meirihluti aðspurðra, 60%, telur þjónustu heil- brigðiskerfisins góða, og 58,4% Stórkostlegir dagar í Svíþjóð - segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins „ÞETTA voru stórkostlegir og langir dagar,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjómandi Hamrahlíðarkórsins um ferð kórsins á tónlistarhátíð í Svíþjóð um Iiðna helgi. Kórinn tók þátt í stærstu kórtónlistar- hátið sem haldin er að sumar- lagi í Svíþjóð og kom tvisvar fram á þjóðhátíðardaginn við feiknagóðar undirtektir. Hátt í 300 manns sóttu námskeið í íslenskum kórsöng meðan á hátíðinni stóð. Tónlistarhátíðin er haldin hvert sumar í smábænum Skinnskatte- berg í Svíþjóð. Að þessu sinni ein- beittu þátttakendur sér að nor- rænni tónlist og var nokkrum kórum af Norðurlöndunum boðið á hátíðina af því tilefni. Hátíðin hófst síðastliðinn föstudag og stóð í þijá daga. Meðan á henni stóð voru haldnir 50 tónleikar, 3000 kórsöngvarar tóku þátt í nám- skeiðum og gestir voru um 20.000 þegar mest var. „Dagskráin var stíf allan tímann," segir Þorgerður Ingólfs- dóttir. „Fyrri dagana tvo kennd- um við útlendu kórfólki að syngja íslensk kórverk á íslensku. Milli 250 og 300 manns komu á fimm námskeið, Hamrahlíðarkórinn söng með fólkinu og leiðbeindi um framburð íslenskunnar. Mér heyrðist fólkið vera býsna ánægt með námskeiðin." Þorgerður Ingólfsdóttir Síðöegis á laugardaginn, 17. júní, söng Hamrahlíðarkórinn fyr- ir um 20 þúsund áheyrendur á útihátíð. „í tilefni af þjóðhátíðar- deginum vorum við fyrsti kórinn sem söng, að loknu ávarpi sænska menntamálaráðherrans," segir Þorgerður. „Á tónleikum kórsins um kvöldið var efnisskráin íslensk, með nýjum og gömlum raddsetningum þjóðlaga og verka eftir íslensk tónskáld. Það var dálítið skemmtilegt að sænski menntamálaráðherrann, sem var heiðursgestur hátíðarinnar, valdi sér eina tónleika úr þeim fjölda sem bauðst. Hann kom að hlusta á okkur. Við vorum afskaplega ánægð með tónleikana og gestirn- ir virtust ekki síður njóta þeirra." Alþj óðahvalveiðiráðið: Hef ekki orðið var við stefnubreytingu - segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals „MÉR skilst að vinnan innan vísindanefndarihnar hafi nú verið mál- efnalegri en oftast áður enda voru niðurstöður íslenzku rannsókn- anna á langreyðarstofhinum vel unnar og erfitt að gagnrýna þær. Hins vegar hef ég ekki orðið var neinnar stefiiubreytingar hjá Al- þjóða hvalveiðiráðinu sjálfu. Það skipa að mestu sömu mennirnir og áður og þvi er þetta svipaður án Loftsson, forstjóri Hvals hf, í Ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins lauk fyrir skömmu, en þar var vísindaáætlun íslendinga samþykkt án atkvæðagreiðslu, en endurskoð- unar á henni þó óskað, einkum hvað varðaði fjölda veiddra hvala. Niðurstaðan varð niðurskurður á veiðinni um 10 sandreyðar og tvær langreyðar. Á næsta vori fer vísindanefnd ráðsins yfír stofnmat á hrefnustofnunum við suðurkautið svo og í Norður-Atlantshafí og grá- hveli við vesturströnd Banda- ríkjanna. 1 kjölfar þess leggur hún tillögur sínar fyrir ráðið sjálft, sem sirkus og venð hefur,“ sagði Knstj- samtali við Morgunblaðið. tekur endanlega ákvörðun um það hvort veiðar verði leyfðar eða ekki og þá hver kvótinn verður. Ekki náðist samkomulag um að taka fyrir mat á langreyðarstofninum hér um slóðir á sama fundi. Kristján sagði, að hvernig sem reynt hefði verið, hefði ekki verið hægt að fá umfjöllun um langreyð- ina næsta vor. Reynt hefði verið að flýta fundinum og lengja hann, en hvorugt fengizt samþykkt. Nið- urstaðan hefði svo orðið aukafund- ur haustið 1990, sem þýddi að ákvörðun um mögulegar veiðar og kvóta yrði ekki tekin fyrr en á vor- fundinum 1991. Meðan endurmat hefði ekki farið fram gilti hvalveiði- bannið áfram og því yrðu örugglega engar veiðar hér á næsta sumri, enda væri ekki ráð fyrir því gert í vísindaáætluninni. Hvert framhaldið yrði, væri auð- vitað með öllu óvíst. Nokkrar vísbendingar mætti þó væntanlega draga af niðurstöðunni hvað varð- aði hrefnustofnana, en gráhvelin skiptu þar minna máli, enda hefðu þau ekki verið veidd síðustu ára- tugi. „Það eru mörg ljón í veginum og friðarsinnar munu áfram reyna að leggja stein í götu okkar. Við verðum bara að sjá til hvað verður. Ég hef engrar stefnubreytingar orðið var hjá ráðinu og ákvörðunin verður ekki tekinn fyrr en hér í Reykjavík eftir tvö ár,“ sagði Kristj- án Loftsson. Hlutfall svarenda 18-75 ára sem telja % tilgreindar stofnanir gegna hlutverki sínu vel. 11111 m Rðdsútvarpið Lögrcglan Háskóbnn Þjóðkirkjan Þjóðlcikhús Mcnntaskólar Gmnnskólani] Dómstólamir Alþingi hafa sömu skoðun á þjónustu Há- skólans. Aðeins 8,3% telja þjónustu ráðu- neyta og stjómsýslu góða, en 56,3% telja hana sæmilega, samanlagt 64.6%. Vegagerðina telja 24,9% veita góða þjónustu og 44,2% til viðbótar telja hana sæmilega, sam- anlagt 69,1%. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir að því hvort þeir teldu laun ríkisstarfsmanna of há, hæfíleg eða of lág. 8,6% telja þau of há, 40,4% hæfileg og 51% of lág. Er spurt var álits á því hversu vel opinberir starfsmenn ræktu störf sín sögðust 1,6% telja að þeir gegndu störfum sínum betur en starfsmenn í einka- fyrirtækjum, 54,5% sögðust telja að þeir gerðu það álíka vel, en 43,9% að opinberir starfsmenn ræktu störf sín verr en aðrir. Spurt var hvort menn teldu opin- berar stofnanir betur eða verr rekn- ar en einkafyrirtæki. Þar sögðust 3,5% telja þær betur reknar, 32,3% álíka vel, en 64,2% aðspurðra töldu þær verr reknar en einkafyrirtækin. í könnuninni var spurt um af- stöðu manna til lækkunar skatta í stað aukinna greiðslna fyrir opin- bera þjónustu, til dæmis heilbrigðis- þjónustu, skólavist eða þjónustu stofnana. Mjög hlynnt slíku sögðust 12,9% aðspurðra og 27,9% voru því frekar hlynntir. 31,7% vom hins vegar frekar andvígir því og 27,5% mjög andvígir. Er spurt var hvort menn vildu auka útgjöld til einstakra mála- flokka, halda í horfinu eða draga saman, kom í ljós að mikill meiri- hluti, á bilinu 92,3 - 99,8%, vildi sömu eða aukin útgjöld til heilbrigð- ismála, samgangna, dagvistunar bama, skólakerfísins, almanna- trygginga og þjónustu við aldraða. Hins vegar vildu 68,9% draga úr útgjöldum til ráðuneyta og stjórn- sýslu. Spurt var um álit manna á því, hversu vel einstakar opinberar stofnanir gegndu hlutverki sínu. Þar hlaut Ríkisútvarpið bezta út- komu, 65,5% þeirra sem tóku af- stöðu töldu stofnunina skila hlut- verki sínu vel, 27,1% sæmilega en 7,4% illa. Alþingi fékk hins vegar versta útreið; 6,3% telja það gegna hlutverki sínu vel, 54,9% sæmilega en 38,8% illa. Dómstólana töldu 16,9% gegna hlutverki sínu vel, 54,2% sæmilega en 28,9% illa. 1 Samtök ungliðahreyfínga norrænna íhaldsflokka: Ólafiir Þ. Stephensen kjörinn varaforseti Á AÐALFUNDI Samtaka ungliðahreyfinga norrænna íhaldsflokka (NUU), sem haldinn var í Færeyjum hinn 17. júní, var Ólafúr Þ. Stephensen, formaður Heimdallar, kjörinn varaforseti samtakanna. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur að kosning sín þjónaði fyrst og fremst þeim tilgangi að auka þátttöku ungra sjálfstæðismanna í Norðurlandasamstarfi og koma hugmyndum þeirra til skila á þeim vettvangi. „Það veitir heldur ekki af því að ungir sjálfstæðismenn gefi Norðurlandasamstarfinu meiri gaum. Margir ungir sjálfstæðis- menn hafa litið samstarf Norður- landanna homauga, ef til vill vegna mikilla áhrifa sósíaldemókrata í Norðurlandaráði. Staðreyndin er hins vegar sú, að þar eru teknar ákvarðanir, sem skipta íslendinga miklu máli og það er sannarlega þess virði að reyna að hafa áhrif þar á,“ sagði Ólafur. „NUU hefur tekist að koma ýmsum baráttumálum sínum í gegn á Norðurlandaráðsþingi æskunnar, sem haldið er samhliða þingi Norð- urlandaráðs. Á aðalfundinum vom til dæmis samþykktar nokkrar ályktanir og þar af eru tvær sem snerta okkur Islendinga mjög mik- ið. Annars vegar ályktun þar sem hvatt er til þess að efnahagsáætlun Norðurlanda til aðlögunar innri markaði Evrópubandalagsins árið 1992 verði framfylgt, en ríkisstjórn íslands hefur gert alls konar fyrir- vara á henni þannig að við emm jafnvel á eftir hugsunarhætti Pól- veija og Ungveija í þeim efnum. Hins vegar var samþykkt ályktun um samstöðu Norðurlandanna gegn hryðjuverkum sjálfskipaðra um- hverfisvemdarsinna, en sú ályktun snertir reyndar Færeyinga engu minna en okkur. í nýrri forystu NUU em nú ásamt Ólafi þeir Magnus Dahl, forseti, og Johan Castwall, framkvæmdastjóri, en þeir em báðir Svíar. Núverandi forysta tók við af þeim Heikki Pak- arinen, forseta, Trond Helleland, varaforseta, og Henri Molander, framkvæmdastjóra. Ríkisstjórnin: Embætti blaðafull- trúa lagt niður ÁKVEÐIÐ hefiir verið að leggja niður embætti blaða- fúlltrúa ríkisstjórnarinnar en það hefúr heyrt undir forsæt- isráaðuneytið. Magnús Torfi Ólafsson heftir gengt þessu starfi um árabil. í stað blaðafulltrúan ríkis- stjórnarinnar verður ráðinn sér- stakur deildarsijóri forsætis- ráðuneytisins sem meðal ann- ars mun sinna ritun fundar- gerða ríkisstjórnarinnar. Stað- an verður auglýst í Lögbirting- arblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.