Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 21
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR %2. UOMÍ • aiN Grikkland: Erfiðar stj ómarmyndun- arviðræður framundan Aþenu. Reuter. KONSTANTÍN Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, hefur fengið þriggja daga umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Grikk- landi. Stjórnarandstöðuflokkur hans sigraði í þingkosningum þar í landi á sunnudag. AIi Akbar Rafsanjani, forseti íranska þingsins, og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti skömmu áður en viðræður þeirra hófust í Moskvu í fyrra- dag. Rafsanjani og Gorbatsjov ræðast við í Moskvu: Vilja bæta sam- skipti ríkjanna Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti og Ali Akbar Hashemi Rafs- anjani, forseti íranska þingsins, sem er í heimsókn í Sovétríkjun- um í boði Gorbatsjovs, hyggjast beita sér fyrir bættum samskipt- um írana og Sovétmanna, en þau hafa lengi verið stirð. Gorbatsjov og Rafsanjani, sem ræddust við á þriðjudag, voru á sama máli um að möguleikarnir á því að auka samvinnu ríkjanna hefðu aldrei verið meiri en nú. Fréttastofan TASS skýrði frá því að þeir myndu síðar í vikunni undir- rita samning um samvinnu ríkjanna til aldamóta. Khomeini, trúarleiðtogi írana, sem lést 3. júní, lýsti Sovétríkjunum sem handbendi djöfulsins í erfða- skrá, sem hann breytti síðast árið 1987. Rafsanjani, sem verður að öllum líkindum eftirmaður Khom- einis, sagði hins vegar 8. júní að Khomeini hefði sagt sér skömmu áður en hann lést að bæta þyrfti samskiptin við Sovétmenn. Gorb- atsjov lýsti yfir fullum stuðningi við íslömsku byltinguna í íran og kvaðst viss um að heimsókn Rafs- Neyðar- ástand á Sri Lanka Colombo, Sri Lanka. Reuter. FORSETI Sri Lanka, Ranasinghe Premadasa, hefiir lýst yfir neyð- arástandi í landinu til að halda uppi lögum og reglu. Þar með er yfirvöldum gert kleift að hand- taka fólk án þess að ákæra það. „Við erum nauðbeygðir til að lýsa yfir neyðarástandi til þess að halda uppi nauðsynlegri þjónustu og lög- um og reglu,“ sagði aðstoðarvarn- armálaráðherra landsins, Ranjan Wijeratne, við þingmenn Sameinaða þjóðarflokksins, sem stjórnar landinu. Síðustu viku lögðust al- menningssamgöngur niður vegna verkfalls, og af því varð mikil rösk- un á samgöngum í höfuðborginni Colombo. í janúar sl. var aflétt neyðár- ástandi sem varað hafði í fimm ár. Því var fyrst beint gegn skæruliðum Tamíla en síðar gegn hinni vinstri sinnuðu Frelsissveit alþýðunnar, sem vill steypa núverandi stjórn landsins. Talið er að Frelsissveitin standi að baki verkfallinu í síðustu viku. Að sögn Wijeratne, aðstoðar- varnarmálaráðherra og utanríkis- ráðherra, þá hafa yfir þúsund manns verið drepnir síðan neyðar- ástandinu var aflétt. anjanis væri í samræmi við vilja Khomeinis. Mitsotakis biðlaði til kosninga- bandalags vinstrisósíalista og kommúnista og vildi að þeir mynd- uðu saman bráðabirgðastjórn sem myndi hreinsa grísk stjórnmál af öllum hneykslismálum áður en kosið yrði á ný. Mitsotakis vantar aðeins sjö þingsæti til að hafa starfhæfan þingmeirihluta. Takist honum ekki að mynda stjórn, fær Andreas Papandreou, forsætisráðherra, stjórnarmyndunarumboðið, en flokkur hans, Hellenski sósíalista- flokkurinn (PASOK), hefurnú 125 þingsæti af þijú hundruð. Aðalverkefni bráðabirgða- stjórnarinnar sem Mitsotakis vill mynda, yrði að hans sögn að hreinsa til í gríska stjórnmálum. Hann vill fá sérstakt umboð til þess að svipta þá sósíalista frið- helgi, sem flæktir eru í hneykslis- mál og ákæra þá. Að nokkrum mánuðum liðnum yrðu svo nýjar kosningar. Papandreou túlkar úrslit kosn- inganna hins vegar sem ótvírætt umboð grísku þjóðarinnartil Hell- enska sósíalistaflokksins og bandalags vinstrisósíalista og kommúnista. Þeir hafa til samans 154 þingsæti og Papandreou sagði það skyldu þeirra að mynd;f ríkis- stjórn. Bandalagsmenn segjast þó ekki hafa í hyggju að fara í stjóm með Konstantín Mitsotakis Reuter PASOK, á meðan Papandreou eða nokkur sem tengist hneykslismál- unum er þar í forystu. ' 1 'V' tMí&Z'-->' ; wmnm- .... I " HJA OKKUR FÆRÐU GÓÐA UNDIRSTÖÐU FYRIR FÆTURNA BÆKLU NARSKÓSMÍÐI Bæklunarskósmíði felst í sérsmíði á skóm fyrir þá sem þess þurfa með, og einnig spelkum til stuðnings og réttinga á fótum. Til slíks búnaðar eru gerðar miklar kröfur. Hjá okkur starfa aðeins viðurkenndir sérfræðingar í bæklunarskósmíðum. Fyrir þeim fer Kolbeinn Gíslason, fyrsti íslendingurinn sem lokið hefur meistaraprófi í greininni. Við höfum lagt áherslu á að smíða þægilegaog fallega skó sem standast fagurfræðilegar kröfur samtímans. Til þess notum við hráefni sem tryggja léttleika og góða endingu. Þá viljum við vekja sérstaka athygli á ADIMED meðferðar- og sjúkraskóm. ADIMED skórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir lamað og hreyfihamlað fólk og þá sem orðið hafa fyrir meiðslum á ökkla, s.s. liðbandsslitum. SÉRSTÖK INNLEGGJAÞJÓNUSTA Fjöldi fólks þjáist af ýmiss konar fótkvillum sem oft valda verulegum óþægindum. Með notkun réttra innleggja í skó má draga úr og jafnvel komast með öllu hjá slíkum óþægindum. Við sérsmíðum traust og endingargóð innlegg eftir tilvísunum lækna. Og við ábyrgjumst gæði innleggjanna. Fyrir þá sem þjást af þreytu og verkjum í baki bendum við á innleggin frá VISCOLAS. Þau veita mikla fjöðrun og hafa hvílandi áhrif á fætur og bak. Rannsóknir hafa gefið til kynna að VISCOLAS innleggin draga mjög úr höggáhrifum við göngu og henta því mjög vel íþróttafólki og öðrum sem þurfa mikið að standa í fæturna. SÉRVERSLUN MEÐ HEILSUSKÓ Gísli Ferdínandsson hf. starfrækir einnig skóverslun. í samræmi við markmið fyrirtækisins einbeitum við okkur að því að hafa á boðstólum skó sem fara vel með fæturna og viðhalda heilbrigði þeirra. Þannig getur þú fengið hjá okkur skó sem ekki aðeins hæfa lengd fótanna heldur einnig breidd þeirra. BARNASKÓR í HÁUM GÆÐAFLOKKI Börnin eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Það er mjög mikilvægt að litlir fætur fái að vaxa og þroskast eðlilega og það gera þeir því aðeins að valdir séu réttir skór sem veita fótum þeirra eðlilegan stuðning. Lækjargötu 6, Reykjavík, sími 20937 Kolbeinn Gíslason Moistari í bæklunarskósmíöi Bæklunarskósmíði Skóviðgerðir Skóverslun Ráðgj öf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.