Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 34

Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 Vinnuhópiir gegn siQaspellum eftir Söru Karlsdótt- ur og Sveinbjörgu Júlíu Svavarsdóttur Vinnuhópur gegn sifjaspellum hefur nú starfað í u.þ.b. þrjú ár. Frumkvæði að þeirri starfsemi áttu nokkrir félagsráðgjafar, félagsráð- gjafanemar og konur úr samtökum um kvennaathvarf og funduðu þess- ir aðilar vikulega haustið 1986. Þá var m.a. ákveðið að reyna að ná til kvenna sem orðið höfðu fyrir sifja- spellum, auk þess að kynna sér það sem skrifað hefur verið um þessi mál. Þær konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum hafa verið einangraðar með sín vandamál og hafa þær jafn- vel talið sig vera þær einu sem orð- ið hafi fyrir þessari reynslu og þannig átt erfitt með að leita hjálp- ar. Hugmyndin var að fá þessar - - konur til að koma úr einangrun og að opna umræðu i þjóðfélaginu um að þetta vandamál væri til staðar hér á landi, ekki síður en í öðrum löndum. , Til þess að ná sambandi við kon- ur sem orðið höfðu fyrir sifjaspell- um var ákveðið að auglýsa opinn síma í Hlaðvarpanum. A einni viku hringdu 27 kohur víðsvegar að af landinu og tjáðu reynslu sína. Kon- urnar sem hringdu voru á aldrinum 16-60 ára, en meðalaldur þeirra var A 6,8 ár þegar siljaspellin hófust eða á þeim aldri er börn byija í skóla. í flestum tilfellum höfðu sifjaspellin staðið í nokkur ár. Sumar kvenn- anna höfðu einnig orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi síðar á ævinni. Konurnar sem höfðu samband óskuðu sumar eftir einhvers konar stuðningi. Vinnuhópurinn tók, í framhaldi af þessari athugun, þá ákvörðun að bjóða þessum konum aðstoð í sjálfshjálparhópum. Sjálfs- hjálparhópar hafa verið starfræktir á vegum vinnuhópsins síðan. Tilgangur og markmið sjálfshjálparhópa Frá árinu 1987 hafa samtals starfað 14 sjálfshjálparhópar, þar af einn hópur mæðra þeirra kvenna sem orðið höfðu fyrir sifjaspellum og einn hópur unglingsstúlkna frá 13-17 ára. Annars er aldur þeirra sem hafa tekið þátt í hópstarfi frá 18 ára til 76 ára. Fimm til sjö konur eru í hveijum hópi. Fyrst er komið saman tvisvar í viku fýrstu þijár vikumar en síðan vikulega í fjórar vikur, eða samtals í 12 skipti. Síðan er fundur mánað- arlega í nokkur skipti. Tvær konur leiðbeina í hveijum hópi. A þessum fundum er farið yfir fjölmörg atriði. Hópstarf hefst með því að þátttakendur kynna sig og segja deili á sér. Þá tjá konurnar sig um reynslu sína af siljaspellum og hvaða afleiðingar þau hafa haft á líf þeirra. Þær tifinnningar sem upp kona, s.s. þunglyndi, sektar- kennd o.fl. eru ræddar. Þegar nokk- uð er liðið á starfið er fjallað um hvernig hægt er að byggja upp það sem brotið hafði verið niður í æsku. Markmið sjálfshjálparhópa eru mörg, s.s. að konurnar geti rætt sameiginlega reynslu og áhrif þeirr- ar reynslu á líf sitt. Það hjálpar þeim að styrkja sjálfsímynd sína og eykur samkennd og skilning á afleiðingum sifjaspella. Með tíman- um er stefnt að því að konurnar geti yfirstigið þá erfiðleika sem sifjaspellin leiddu af sér. í sjálfs- hjálparhópnum hafa allar konurnar sömu reynslu, sem er sú að hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af fullorðnum, skyldum eða ná- komnum. Meðal markmiða hóp- starfsins er að koma í veg fyrir að konu finnist hún öðruvísi en aðrar. Hún kemst að því að hún hefur ekki ein upplifað þessa hræðilegu reynslu og að hún er ekki frávik eða afbrigðileg á nokkurn hátt. Kounrnar ræða við hver aðra í hópnum um viðhorf sín og tilfinn- ingar. Þær finna að skilningur er til staðar, þar sem hver og ein bygg- ir á eigin reynslu. Eitt einkenni starfsins er hinn gagnkvæmi stuðn- ingur allra í hópnum. Frá því að starfsemi hófst hafa u.þ.b. 200 einstaklingar leitað að- stoðar og um 80 konur hafa tekið þátt í hópstarfi. Þær konur sem tekið hafa þátt í hópstarfi eru úr Reykjavík og nágrenni. Hvað hefur áunnist? — Hvað er framundan? Öll vinna var unnin í sjálfboða- vinnu fyrsta árið. Þá kom í ljós að mun fleiri konur leituðu aðstoðar vinnuhópsins, en búist hafði verið við. Þær konur sem störfuðu í vinnuhópnum sáu sér ekki fært að vinna svo mikið starf ólaunað. í október 1987 var samþykkt á fundi vinnuhópsins að reyna að leita eftir stuðningi ríkis og bæja um fjármagn vinnuhópnum til handa. Einstaklingar innan vinnuhópsins höfðu samband við fjárveitinga- nefnd Alþingis og kynnti starfsem- ina og nokkrir aðilar hópsins fóru á fund nefndarinnar í desember 1987. Þá var farið á fund borgar- stjórans í Reykjavík og rætt við þeirri ráðstefnu sl. tvö sumur og munum taka þátt í henni nú í sum- ar. Venjulega hafa tvær konur far- ið á vegum vinnuhópsins og þá konur með reynslu af sifjaspellum. Með aukinni fræðslu um eðli og afleiðingar sifjaspella er hægt að vekja fólk til umhugsunar um skað- semi þessa afbrots. Þannig getum við stuðlað að viðhorfsbreytingum hjá fólki og með tímanum reynt að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð. Fræðsla fyrir foreldra er mikil- væg. Fræðslan getur m.a. miðað að því að vekja feður til umhugsun- ar um mikilvægi þess að taka þátt í uppeldi og umönnun barna sinna og sýna þeim fram á að tilfinningar vega þungt í lífi fólks. Það er æski- legt í fyrirbyggjandi starfi að fræða börn á þeirra máli án þess að hræða þau. Börnin þurfa að fá upplýsingar um að þau megi og eigi að segja nei þegar einhver úr fjölskyldunni eða annar fullorðinn snertir þau þannig að þeim finnst það ekki rétt eða vera óþægilegt. Starfsemi vinnuhóps gegn siíjaspellum vcrður kynnt úti á landi í sumar. Konur úr vinnuhópnum fara til helstu þétt- býliskjarna landsins og kynna starf- ið. Æskilegt væri að þeir sem hefðu áhuga að hitta þær hringdu til okk- ar á skrifstofuna í síma 91-21260 þegar fundir verða auglýstir. Vinnuhópurinn einn og sér má sín lítils í vinnu við slík vandamal „Yið sem vinnum að þessum málum álítum að siQaspell sé þjóð- félagslegt vandamál sem snerti okkur öll sem siðferðilega hugs- andi manneskjur. Yið verðum í sameiningu að takast á við þetta vandamál og uppræta það úr íslensku sam- félagi.“ sem sifjaspell eru. Það er augljóst mál að virkja þarf fleiri aðila úti í þjóðfélaginu sem tækju virkan þátt í fræðslustarfsemi og kynntu mál- efnið innan sinna vébanda. Fóstrur, kennarar, félagasamtök, heilsu- gæslustöðvar, og ýmsir hópar gætu vel lagt þessu málefni lið. Opin- berir aðilar verða að viðurkenna að þetta vandamál er til staðar í okkar þjóðfélagi og taka á þvi strax. Til þessa hefur verið lítið um að karlmenn hafi leitað aðstoðar vinnuhópsins, en þeir er það að sjálfsögðu velkomið. Þeir karlmenn sem hafa áhuga á að kynna sér starfserni okkar ættu að hafa sam- band. Ánægjulegt væri ef þeir vildu setja á fót sjálfshjálparhópa fyrir karla og munum við fúslega miðla þeim reynsllu af okkar starfi. Það er líka kominn tími til að mynda hópa með gerendum sifjaspella. Þar er óplægður akur hér á landi. Allt sem getur hjálpað er þess virði að reyna það. Við sem vinnum að þessum mál- um álítum að sitjaspell sé þjóðfé- lagslegt vandamál sem snerti okkur bæjarstjóra Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Árið 1988 var veitt til starfsins kr. 500 þús. úr ríkissjóði, kr. 120 þús. frá Reykjavíkurborg og kr. 100 þús, frá Kópavogsbæ, eða samtals 720 þúsund krónur. Árið 1989 var veitt til starfsins einni milljón króna úr ríkissjóði, kr.120 þús. frá Reykjavíkurborg og kr. 25 þús. frá Garðabæ og 5-10 þús. frá fímm öðrum sveitarfélög- um, eða samtals kr. 1.170 þúsund. Fjárveitingamar gera okkur kleift að greiða starfsmanni í hluta- starfi, laun, greiða húsaleigu og greiða leiðbeinendum í sjálfshjálp- arhópum laun. Þá hefur verið hægt að standa straum af hluta af kostn- aðinum vegna gerðar bæklings. Einnig af nokkurri fræðslustarf- ssemi. Mikill hluti þeirrar vinnu sem unnin er á vegum vinnuhópsins er þó enn unnin í sjálfboðavinnu. Samsetning vinnuhóps gegn siíjaspellum hefur breyst nokkuð frá því sem hann var í upphafi. Breytingar eru þær að nú vinna fleiri konur í hópnum sem sjálfar hafa reynslu af sifjapellum. Það em konur sem tekið hafa þátt í sjálfs- hjálparhópum. Stefnt er að því að þær taki svo alveg yfír starfsemina. Hér er um grasrótarhreyfíngu að ræða þar sem stjóm og fmmkvæði kemur frá þeim sem reynsluna hafa. Þær konur sem lifa við reynslu af sifjaspellum eru best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvaða aðgerða er þörf í þjóðfélaginu til stuðnings og forvama. I öllu okkar starfi höfum við lagt mikla áherslu á fræðslu og kynn- ingu af ýmsu tagi. Við höfum verið með fræðslu og kynningu í fjölmiðl- um í formi greinaskrifa, viðtala o.fl. Gerður hefur verið bæklingur „Samhjálp gegn sifjaspellum" sem er með upplýsandi efni um vanda- málið. Fyrirlestrar hafa verið haldn- ir um þetta málefni í skólum og hjá félagasamtökum. Merki hefur verið hannað fyrir starfsemina til þess að vekja athygi á vinnuhópnum og því málefni sem hann berst fyr- ir. Ennfremur höfum við verið með kynningu í öðrum löndum. Við kynntum stárfsemi okkar í Noregi sl. sumar á norrænu kvennaráð- stefnunni (Nordisk Forum) og á öðrum ráðstefnum sem tengdust beint og óbeint sifjaspellum. Enn- fremur hefur okkur verið boðin þátttaka í ráðstefnu sem „Stötte- senter mot insest“ í Noregi heldur ár hvert. Við höfum tekið þátt í öll sem siðferðilega hugsandi mann- eskjur. Við verðum í sameiningu að takast á við þetta vandamál og uppræta það úr íslensku samfélagi. Við teljum ódýrara fyrir þjóðfélagið að takast á við vandamálið en þegja um það. . Höfímdar: Sara Karlsdóttir er starfsmaður vinnuhóps gegn sifjaspelluni og Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir er félagsráðgjafi. Bergljót Leifsdóttir skrifar frá Flórens: Píramítinn sem geymt hefiir leyndarmál hinnar fomu Rómar 25. apríl sást lengsta biðröð í manna minnum í Róm. Klukkan 8 um morguninn höfðu eitt þús- und manns stillt sér upp í biðröð og þrem klukkustundum síðar voru þeir orðnir tíu þúsund. Ástæðan fyrir þessari biðröð var að Píramítinn var opnaður í fyrsta skipti fyrir almenning. Hann hafði aldrei verið opinn fyrr þar sem í honum er ekki mikið að skoða. Stundum hefur námsfólki verið gefið sérstakt leyfi til að fara inn í hann. Kynslóð eftir kynslóð hafði þessi píramíti vakið forvitni Róm- veija vegna þess að hann minnti á hið ijarlæga Egyptaland. Margar sögusagnir eru til um uppruna Píramíta Cestio. Ein þeirra er að nokkrum árum fyrir fæðingu Krists hafi rómverskur aðalsmaður spurt völvuna um framtíð ófædds barns síns. Spá- konan sagði honum að honum myndi fæðast sveinbarn sem myndi deyja um tvítugt „í elds- voða“. Aðalsmaðurinn lét þá byggja húsnæði úr steini og marmara, sem var í laginu eins og píramíti, og átti hann að vernda son hans gegn eldinum. Á tvítugsafmælisdaginn fór sonur- inn út af heimilinu — fangelsinu. Þennan dag skein sólin og fór hann í göngutúr í sveitinni í kring. Þar varð hann fyrir hinni dæmi- gerðu eldingu af heiðskírum himni og lést samstundis. í þessari sögu er aðeins eitt atriði öruggt, það er bygging- artímabil píramítans, sem er frá árinu 12 fyrir Krist, og var þá við völd Ágústus keisari. Píramít- inn átti að vera, og varð reyndar, gröf Cestio dómara alþýðustjórn- arinnar. Ágústus keisari hafði stuttu áður lagt Egyptaland undir sig og hlýtur Cestio að hafa orðið heillaður af þessum undrum sem keisarinn hafði lýst fyrir honum, það er egypsku píramítunum, og mun hafa ákveðið að búa sér til þannig grafhýsi. Þetta er fyrsta getgátan og samkvæmt henni var Cestio enn- þá á lífi árið 12 fyrir Krist. Er sagt að hann hafi haft umsjón með byggingu píramítans, sem hann vildi byggja úr steinsteypu og hliðarnar þaktar marmarahell- um. Píramítinn er 36,40 metrar á hæð og er grunnflöturinn 29,5 metrar. Jarðgöngin eru 10 metrar og byija þau strax við inngang- inn. Við enda þeirra er líkkistuher- bergið, sem er um 20 fm, með kalkmálverkum á veggjum. Einn- ig getur verið að þar sé líka eitt- hvert dularfullt völundarhús en inngangurinn að því hefur ekki ennþá fundist. Samkvæmt nokkr- um vísbendingum átti Cestio að hafa búið í píramítanum áður en hann lést, ef til vill til að vinna að rannsóknum á göldrum. Eitt er að minnsta kosti öruggt, verk- inu var lokið á mettíma, það er á 330 dögum. Því til staðfestingar er áletrun sem fannst í píramítan- um og er hún núna geymd í Capi- rolini-safninu í Róm. Önnur getgáta er um uppruna píramítans. Caio eða Gaio Cestio átti að hafa verið myrtur er fram- in voru fjöldamorð, og í framhaldi af þeim var Sesar myrtur árið 44 fyrir Krist. Cestio skildi eftir sig erfðaskrá og voru nokkrir viðauk- ar við hana. Einn þeirra var til dæmis um að í erfidrykkju hans ættu ekki að vera öfgar og lúxus. Annar var um að það ætti að ljúka verkinu á einu ári. Þriðji viðaukinn var um hveijir væru erfingjar Cestio. Ef hann lést árið 44 fyrir Krist og píramítinn, grafhýsið, var byggð árið 12 fyrir Krist, hver lét þá byggja píramítann? Forn skjöl virðast geta gefið svarið við því. Maður að nafni Meda, sem var einn af erfingjun- um í viðauka erfðaskrárinnar, hafði látið byggja píramítann í félagi við mann að nafni Pothus Prael sem hafði verið gefið frelsi. Ekki er vitað hvar jarðneskar leif- ar Cestio hafa verið geymdar í þessi 32 ár milli andláts hans og greftrunarinnar. Árið 1663 lét Alexander páfi VII gera við píramítann og kom þá í ljós að jarðneskar leifar Cestio og líkkistan voru horfnar. Viðgerðarmennirnir reyndu án árangurs að finna upprunalega innganginn að grafhýsinu, sem var neðanjarðar. Þeir opnuðu þa nýjan inngang á götuhæð. I píramítanum er mjög lítið að sjá: inngangurinn, jarðgöngin og líkkistuherbergið þar sem eru að- eins eftir fjögur kalkmálverk. Þegar píramítinn var opnaður fyrir almenning sögðu margir þegar þeir komu út úr honum að þeim liði betur en þegar þeir fóru inn í hann. Það er örugglega eitt- hvert leyndarmál tengt þessum píramíta eins og til dæmis ósýni- legur, heilagur eldur sem kraftur streymir frá. Kannski verður kom- ist að því fyrr eða síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.