Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 37

Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 37
< MORDUNBLAEMÐ: FJMMTUDAGOR 22. Í.KJNÍ--1989 37 ÞÓRIR S. GRÖNDAL SKRIFAR FRÁ FLÓRÍDA ORÐSKÖMMTUN Fyrir tæpum 10 árum skrifaði ég grein, þar sem ég varaði við sívaxandi orðmengun í heiminum og lagði til, að tekin yrði upp orð- skömmtun á íslandi. Auðvitað tók enginn mark á tillögum mínum, svo ég sé mig tiineyddan að birta þær hér aftur. Mun ég halda áfram að gera það á 10 ára fresti þar til eitthvað verður gert í málinu. Vona ég, að Mogginn geti birt þessa grein, en þar eru nú mikil þrengsli, eins og þið vitið, og stafa þau auðvitað af orðmenguninni. Hér er svo greinin: Óáran hijáir nú vestrænu lýð- ræðislöndin. Efnahagslífið er þrú- tið af bólgu þeirri, sem kennd er við verð. Stjórnendurnir eru van- máttugir. Lýðurinn er haldinn lífsleiða og vantrú á landsfeðurna. Hver höndin er upp á móti annarri. Hvað veldur slíku? Fréttamaður ykkar í henni Ameríku hefir velt þessu fyrir sér þar til brakað hefír í kvörnunum í hausi hans. Þykist hann hafa fundið svarið: Orðmeng- un! Hinum vestræna heimi, og sér í lagi íslandi, er bráð hætta búin vegna orðmengunar. Hamingja, stjórnun, hugsun, framtak, skipu- lagning og framkvæmd eru að drukkna í töluðu og prentuðu orði. Aukin menntun og aðgengilegir fjölmiðlar hafa orðið til þess, að á Islandi finnst flestum íbúunum, að þeir eigi að taka þátt í daglegri stjórn landsins, stofnana þess og stærstu fyrirtækja. Þeim nægir ekki lengur að láta atkvæðin tala á kjördegi. Dagblöðin hafa, í þessu augnamiði, opnað síður sínar fyrir landsins lýð. Iæikmenn láta til sín taka við vandamál, allt frá utanrík- issamningum til deilna um það, hvort írskt kaffi á einum veitinga- staðnum sé gott eða vont. Fréttir, greinar, dálkar, viðtöl, ræður, dómar, kynningar, upp- lestrar, fyrirspurnir, svargreinar, svör við svargreinum, ritstjórnar- greinar, lesendabréf, ummæli, kjallarar, fréttaskýringar, fram- haldsgreinar og kosningaspár í fjölmiðlunum hafa slegið þjóðina doða, deyfð og ringlun. Hún er upptekin við að lesa, hlusta á og horfa á alla þessa „mengun" og virðist allt um það snúast. En nú er rióg komið! Islendingar geta nú orðið fyrir- mynd annarra lýðræðisþjóða og unnið bug á orðmenguninni. Grein- um 72 og 73 í stjórnarskránni þarf að breyta lítillega. Vitanlega heldur mál- og prentfrelsi áfram að gilda í landinu, en bara ekki í eins miklu magni! Setja verður á orðskömmtun. Hún mun ná ein- göngu til orða, sem notuð eru í fjölmiðlum eða á opinberum fund- um. Fólki verður heimilt að tala og þrasa eins mikið og það vill hvert við annað. Einnig verður leyft að endurlífga karlinn á kassanum, ef menn vilja þruma á torgum og görðum bæja og borga. Kallar geta talað yfir hausamótum kell- inga sinna, og sömuleiðis verða símtöl kvenna ekki takmörkuð, enda vita vonlaust að reyna það. Að tala við sjálfan sig verður að sjálfsögðu leyfilegt. Orðskammtur per mann verður ákveðinn 1.200 orð á ári. Skömmt- unarseðlar verða afhentir öllum eldri en tuttugu og eins árs. Þeir, sem ekki hafa áhuga á því að láta þjóðina verða aðnjótandi sinna 1.200 orða, geta farið með skömmtunarseðilinn sinn í næstu áfengisbúð og fengið gratís eina flösku af kláravíni. Þannig mun verulegur hluti þjóðarkvótans verða innleystur, og fólkið í landinu sleppa við hluta mengunarinnar. Það ætti ekki að verða sárs- aukafullt fyrir allflesta að tak- marka opinbera orðanotkun. En vitanlega koma margir til með að eiga um sárt að binda. Þeir verst höldnu, orðahólistarnir (79.000 orð og yfir á ári) verða settir í með- ferð, þar sem sérfræðingar munu leitast við að breyta hugsanagangi þeirra. Vonandi mun takast að gera þá aftur að nýtum borgurum. Komið verður á stofn Orðabanka íslands. Þar geta þeir, sem ekki ætla að nota sinn skammt í ár, lagt hann inn og fengið vexti. Verði ársvextir t.d. 20%, aukast 1.200 orðin á einu' ári í 1.440. Þannig geta menn safnað sér, t.d. fyrir góðri afmælis- eða minning- argrein. Þegar skömmtunin verður kom- in í fast horf, mun fljótlega koma í ljós, hve feiknarlega góð áhrif hún mun hafa á land og þjóð. Bólgan í dagblöðunum mun hjaðna, og þau munu flest komast í hina ágætu Alþýðublaðsstærð, og einbeita sér að því að flytja staðfestar fréttir utan úr heimi og af landsbyggðinni. í útvarpinu mun verða nægur tími fyrir lög unga fólksins og líka óskalög sjúkl- inga, en landsins börnum verður hlíft við að þurfa að hlusta á ein- hveija fósa þusa um allt milli him- ins og jarðar. Ólgan, stormurinn, óróinn og óánægjan mun smám saman dvína í þjóðarsálinni, og fólkið aftur öðl- ast sína eðlilegu og hæglátu gleði, sem einkennt hefir okkar þjóðflokk frá upphafi. Hægt verður að finna sér eitthvað þarflegt áð gera í stað þess að liggja með einskis nýt blöð, lesandi hvern stafkrók, aðeins til að láta greinarhöfunda æsa sig upp og skapa óeiningu og sundrung. Margur maðurinn mun finna sér skemmtilegt tómstundarefni, og enn aðrir munu fara að rækta kartöflur. Sumir karlar munu jafn- vel ganga svo langt, að fara með ektakvinnur sínar í kvöldgöngur eins og í dentíð! Landsins börn gætu gengið til svefns glöð og viss úr fjárhags- kröggunum, Sjálfstæðisflokkurinn komist hjá klofningi, alþingismenn orðið sér úti um mannsæmandi laun, svo eitthvað sé tínt til. Þar sem skömmtun þessi mun ekki ná til íslendinga í útlöndum, mun undirritaður, fréttamaður ykkar í Barbaríinu, geta haldið áfram að senda ykkur dálka af og til. Höfundur er ræðismaður Islands í Suður-Flórída og framkvæmdastjóri hjá físksölufyrirtæki á Miami. PayDay með soituðum hnetum, enau öðru y* PayDay hefur svo sannarlega siegið í gegn. Þad gera söltu hneturnar. Dreifing: MATA, Sundagörðum 10, sími 91-681300 Þegar þú vilt láta ferskleikann njóta sín ... Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til - fátt gefur meiri ferskleika. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 10% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 5.7 37 1 msk (15 g) 17 112 100 g 116 753 AUK hf k3d-76-727 Segir „AUTOBILD11 eftir reynslu- akstur og umsagniröO þúsund les- enda. í ööru og þriöja sæti uröu BENZ 190 og BMW 300 gerðirnar. Betri meðmæli fást ekki! Viöeigum til afgreiöslu STRAX nokkra 2 dyra Coupe bíla meö 109 eöa 148 hest- afla fjölventlavél, 5 gíra kassa eöa sjálfskiptingu, vökvastýri, raf- magnsrúöum og læsingum á ein- stöku veröi eöa frá kr.1.026.000stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.