Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 45

Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 45
MORGUNBIÍAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 22. JÖNÍ 1989 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Skólasljórar Tjarnarskóla: Harma að skólaferli góðs nem- anda hafi lokið með þessum hætti Ráðherra óskar eftir ársuppgjöfi skólans MALBLOM Til Velvakanda. Þeir eru sjálfsagt margir sem kannast við dæmisöguna Illgresið meðal hveitisins en hana er að fínna í námsefni í kristnum fræðum fyrir grunnskóla. Góð dæmisaga á sér engin landamæri og svo er um þessa því að allt eins mætti heimfæra hana upp á íslenskt mál. Meðfylgjandi fyrirsögn gefur að líta í Morgunblaðinu í dag. Bréf menntamálaráðherra og greinar- gerð stjómenda Ijarnarskóla fylgir á eftir! Engin líkindi eru til þess að „skólaferli" nemanda sem svo röggsamlega gengur fram til lausn- ar sínum málum að alls staðar er eftir tekið sé lokið. Þetta sem nú hefur verið talið gefur tilefni til þess að skora á Morgunblaðið að taka upp nýjan lið á þessari síðu sem bæri heitið Málblóm dagsins. Slíkt vekti eftirtekt, umræðu og heilabrot. Lesendum blaðsins ætti að gefa kost á að senda inn efnið. Það fer vel á því að fyrirsögn sú sem hér hefur verið gerð að umtals- sfni verði fyrsta málblómið. Guðni Björgólfsson Flugleiðir; Rýmið sama og áður ILítið rými Ágræti Velvakandi. Mig langar að biðja þig fyrir fá- einar línur vegna skrifa Baldurs Elíassonar í dálkum þínum miðviku- daginn 7. júní, þar sem skrif hans varða Flugleiðir. Ég vil byija á að þakka Baldri þau hlýju orð sem hann lætur falla í garð félagsins og hrósyrði um þjónustuna um borð í vélum þess. Baldur og aðrir ferðalangar eiga síðan skilið svar við hugleiðingum hans um sætabil og sæti í nýjum flugvélum Flugleiða. Baldur ber saman Saga Class- sæti í Boeing 737/400-flugvélum Flugleiða á Evrópuleiðum og Saga Class-sæti í DC-8-vélum félagsins á Norður-Atlantshafsleiðum og þykir samanburðurinn vera DC-8- flugvélunum í hag. Hér eru til umræðu nokkuð ólíkir hlutir. Saga Class-farrými flugleiða í Evrópu- flugi er af sama toga og svokallað- ur evrópskur „business class“, það er sætabreidd er sú sama í allri vélinni en betra rými fyrir fætur. Þetta er hjá okkur eins og flestum öðrum evrópskum flugfélögum svo sem SAS, British Airways og Luft- hansa. Annað er uppi á teningnum í langleiðaflugi svo sem yfir Norður- Atlantshaf, þar sem flugfélög bjóða almennt upp á breiðari sæti í „bus- iness class“ enda um að ræða flug- leiðir sem eru allt að þrisvar sinnum lengri en Evrópuleiðimar. Nú bjóða Flugleiðir einnig upp á breiðari þægindasæti í Atlantshafsfluginu. Er það einn þátturinn í að endur- skapa ímynd félagsins á þeim mark- aði. Með stærri Saga Class-sætum á Norður-Atlantshafsleiðum, mynd- böndum og endurbótum á farþega- þjónustu á jörðu og um borð, ásamt ýmsu öðru sem er í undirbúningi, teljum við okkur betur í stakk búin að keppa við önnur félög á þessum leiðum um viðskipti þeirra sem kjósa að greiða fyrir aukna þjón- ustu. Stærsta skrefið verður svo stigið á næsta ári þegar nýju Bo- eing 757/200-vélarnar koma inn á löngu flugleiðirnar. Við höfum heyrt frá farþegum, að þeir telji sumir, að sætin í nýju 737/400-vélunum séu eitthvað þrengri en í öðrum vélum Flugleiða. Svo er ekki. Sætin eru nákvæmlega sömu breiddar og í 727-vélum okk- ar og sambærilegum flugvélum annarra flugfélaga. Hins vegar er hönnun sætanna öðruvísi, þannig að þau veita fastari stuðning við bak og mitti. Með því að halda bet- Til Velvakanda. Mánudaginn 18. maí 1989 átt ; kost á því að fljúga með þein ldísi, sem hafði komið alla leið fr eattle til að þjóna okkur íslending m. Ég hafði þá nýiokið við a< (júga í 30 ára gamalli DC-8 í dýr ndis þægindum, á Saga Clas eyndar. I fyrsta skipti eftir meir 40 ára viðskipti við Flugleiði lar^æinja^^ftlejjfc ur utan um farþegann kunna þau að virðast þrengri, en ljóst er að með þessum sætum skilum við far- þegum okkar minna þreyttum á áfangastað. Ljóst er að alltaf verður einhver þægindamunur á Saga Class-sæt- um á styttri leiðum og þeim löngu yfír Atlantshafið, sem er í samræmi við það sem gerist almennt á mark- aðnum. En stefna Flugleiða er skýr: Að okkar farþegar njóti aðbúnaðar til jafns við það besta sem gerist á sömu leiðum og sambærilegum far- rýmum annarra flugfélaga. Ég vona að Baldur Elíasson eigi eftir að njóta flugs með okkur um langan aldur enn, og ég þakka hon- um fyrir 40 ára tryggð við Flugleið- ir og forvera þess. Pétur J. Eiríksson, framkvstj. markaðssviðs Um fréttir af fundi llaksins afBismarck Til Velvakanda. Ég las frétt í Morgunblaðinu og sá og hlustaði á sama í sjónvarpi hinn 14. þ.m. um fund flaksins af orrustuskipinu Bismarck á hafsbotni nú nýlega. í þessum fréttum fannst mér fuli mikið af villum og óná- kvæmni. í Morgunblaðsfréttinni sagði að leiðangurinn hefði hafíst 18. maí 1941 frá Gdansk. Það er undarlegt að nefna hina fomu þýzku Hansa- borg Danzig þessu pólska nafni í þessu sambandi þó að borgin hafi síðar verið lögð undir Pólland og þeir gefíð henni nafnið Gdansk. Þetta skiptir þó ekki meginmáli því að síðasta för Bismarcks hófst ekki í Danzig heldur í hinni pólsku hafnar- borg Gdynia, sem Þjóðveijar hertóku 1939 og nefndu Gotenhafen meðan þéir réðu henni. Allt annað í Morgun- blaðsfréttinni er rétt að því er ég best veit. í sjónvarpsfréttinni náði ég ekki að festa í minni alla ónákvæmni, t.d. um skipanöfn en þrennt var eftir- minnilegt: Sagt var að Bismarck hefði verið vopnað 30 15 þumlunga byssum. Þetta er rangt, Bismarck var vopnað 8 38 sm fallbyssum (sem er nálægt 15 þuml. hlaupvídd). Ekk- ert stríðsskip hefur nokkru sinni bo- rið 30 15 þuml. fallbyssur eða neitt nálægt því. Ég gat ekki skilið annað af fréttinni en að skipstjóri hefði verið Giinther Liitjens aðmíráll. Skip- stjóri á Bismarck var Emst Lindem- an en yfírmaður flotadeildarinnar var fýrrgreindur aðmíráll. Þá varð ekki annað skilið af fréttinni í sjónvarpi en að hin stóru orrustuskip Breta hefðu ekki getað ráðið niðurlögum Bismarcks og það hefði loksins tund- urspillirinn Dorsetshire gert. Hið rétta er, að HMS Dorsetshire, sem var ekki tundurspillir heldur beitiskip (5-6 sinnum stærra en tundurspillir), var látið veita Bismarck náðarhöggið vegna olíuleysis orrustuskipa Breta og skorts tundurskeyta í a.m.k. einu þeirra. Jafnframt skal tekið fram að það er ennþá umdeilt hvort tundur- skeyti HMS Dorsetshire eða eigin sprengjur Þjóðveija endanlega sökktu Bismarck. í bók Burkhard von Mullenheim-Rechberg baróns, sem margir Islendingar þekktu er hann var hér fyrsti sendiráðsritari, segir á bls. 241 í enskri þýðingu frá 1982, að að lokum hafí komið skipun frá brúnni til allra stöðva í skipinu um að sökkva því og hafí þá verið farið að dæla sjó inn í skipið í stað þess að dæla úr því jafnframt því sem botnlokar vom opnaðir og aðrar tilfæringar til eyðileggingar nýttar. Sigurgeir Jónsson HEF OPNAÐ tannlæknastofu í Bergstaðastræti 52. Tímapantanir daglega í síma 16055. Þórður Birgisson, tannlæknir. EvmnuoE UTANBORÐSMÓTORAR 1.5—300 HESTÖFL Fyrstir og fremstir Léttir og liprir Stórir og stæltir Eitthvað fyrir alla ÞORf SÍMI: 681500 • ÁRMÚLA 11 Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulega tilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00. Kennari: Kristín Stefánsdóttir Snyrti- og förðunarfræðingur 'fSN Laugavegi 27 ■ Sími 19660 HÖGGDEYFAR - KUPLINGAR - DiSKAR SACHS Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingarog kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.