Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐJÐ IÞROTTiR íÍMMTUDÁGÍÍr 22. JUNI '19891 Mm FOLK ■ GLENN Hysen, sænski landsliðsmaðurinn sem leikur með Fiorentína á Ítalíu, ræddi við Alex Ferguson, framkvæmdastjóra ^■■■■1 Manchester Un- FráBob ited á Old Traf- Hennessy ford í gær. í dag lEnglandi heldur þessi sterki vamarleikmaður til London og ræðir við Terry Vena- bles, framkvæmdastjóra Totten- ham. MGARY Lineker fær 22,5 millj. ísl. kr. í árslaun hjá Tottenham, eða um 450 þús. kr. á viku. Einn liður í kaupum á Lineker er að Barcelona kemur til London og leikur á Withe Hart Lane næsta keppnistímabil - þegar Tottenham tekur í notkun nýju stúkuna við austurhlið vallarins. ■ RAY Clemence, fýrrum landsliðsmarkvörður Englands, hefur verið ráðinn þjálfari varaliðs Tottenhams. Hann tekur við starfi Doug Livermore, sem verður að- stoðarmaður Terry Venables, framkvæmdastjóra. Alan Harris var með það starf, en hann er orð- inn þjálfari spænska félagsins Espanol. ■ GARRY Francis, fyrrum fyr- irliði enska landsliðsins og leikmað- ur með QPR, sagði - Nei! við til- boði frá West Ham í gær, um að hann tæki við framkvæmdastjóra- starfi félagsins. Francis ætlar að vera áfram „stjóri“ Bristol Rovers. „Eftir að ég hafði fengið bréf frá yfir ijögur þúsund stuðningsmönn- um Rovers, ákvað ég að vera áfram í Bristol," sagði Francis. ■ PETER Shreeve, fyrrum framkvæmdastjóri Tottenham og núverandi aðstoðarmaður Trevor Francis hjá QPR, hefur verið orð- aður við West Ham. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir að Peter fari til West Ham,“ sagði Francis í gær. „Ég hef áhuga á starfinu. West Ham er gott félag,“ sagði Shreeve. ■ DAVID Fairclough, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gengið til liðs við Tranmere. Þessi mark- heppni varamaður var leikmaður með Beveren í Belgíu. ■ MANCHESTER City seldi í gær markaskorarann Paul Mould- f en til Boumemouth á 300 þús. pund. ■ BARCELONA hefur nú hug á að fá danska landsliðsmanninn Michael Laudrup til liðs við sig, en samningur hans við Juventus .rennur út í júní. Laudmp er 24 ára og hefur leikið 54 landsleiki fyrir Danmörku. Barcelona er til- búið að borga eina millj. punda fyr- ir Laudrup. ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barcelona, fór til Kaupmanna- hafnar til að sjá Laudrup leika með danska landsliðinu gegn Bras- ilíu. Eftir leikinn var hann mjög spenntur fyrir 19 ára Brasilíu- manni — Bicmarck, sem er ieik- maður með Vasco de Gama. MMIKIL mótmæli brutust út í gær þegar í ljós kom að samkvæmt nið- urröðun leikja í ensku 1. deildinni næsta keppnistímabil ætti Liverpo- ol að leika við Sheffield Wednes- day á Hillsboroughleikvanginum 16. apríl næsta vor. Á þeim degi verður eitt ár og einn dagur liðinn frá hinu hörmulega slysi á leikvang- inum, þar sem 95 manns létu lífið. Dagsetning leiks liðanna hefur mætt mikilli andstöðu meðal lög- reglu, embættismanna, forráða- manna liða og fleiri. Þeir óttast að dagsetningin verði til að ýfa upp gömul sár. ■ TÖLVA sá um að draga um leiki og leikdaga af handahófi. Tals- maður ensku deildarinnar sagði, að tilviljun ein hefði ráðið dagsetn- ingunni og að líkumar á að einmitt þessi leikur lenti á 15. apríl hefðu verið hverfandi. Hins vegar yrði allt gert til að breyta þeirri dagsetn- ingu. FRJALSIÞROTTIR Innanfélags- mótogdóm- ífe- frjáls- íþróttum Fijálsíþróttasamband íslands (FRÍ) er aðili að bæði alþjóða- fijálsíþróttasambandinu IAAF og íþróttasambandi íslands. FRÍ ber því skylda til að fara eftir þeim lögum og reglum sem það hefur tekið þátt í að móta og jafnframt er það skylda þess samkvæmt íþróttalögum. í fijálsum íþróttum er keppt í greinum sem eru vel skilgreindar þ.e. hlaupum, stökkum og köst- um. Innan alþjóðafijálsíþrótta- sambandsins hafa aðilar komið sér saman um ákveðnar keppnis- reglur til þess að tryggja að ár- angur sé sambærilegur hvar sem er í heiminum. T.d. verður að framkvæma tímatöku og allar mælingar á sérstakan hátt með viðurkenndum áhöldum. íslenskur fijálsíþróttamaður er því ekki að- eins að keppa gegn félögum í eig- in landi heldur einnig gegn öllum sem keppt hafa í viðkomandi grein svo og öllum þeim sem gera munu það síðar hvar sem er í heiminum. íþróttamaðurinn nær árangri fyrst og fremst vegna þess að hann hefur lagt mikið á sig sjálf- ur undir leiðsögn þjálfara síns en sá árangur er staðfestur af dóm- ara í réttmætri keppni. Árangur sem keppandi nær hérlendis getur náð skráningu á heimsafrekaskrá og öll met eru einnig skráð erlend- is. Síðastliðið ár náðist hérlendis t.d. 4. lengsta kast I heimi í spjót- kasti og á þessu ári hefur náðst 3. lengsta kast í heimi í kringlu- kasti á innanfélagsmóti. Miðað við þá grósku sem verið hefur t.d. í kastgreinum er viðbúið að hér- lendis eigi eftir að setja heimsmet og þá verður dómgæsla að stand- ast smásjárskoðun. íþróttahreyfingin í heiminum er undir vökulu auga fjölmiðla og almennings vegna ýmiss konar misferlis sem fljótt spyrst út á þessari upplýsingaöld. Innan fijálsíþróttahreyfingarinnar má minna á fölsun á langstökksár- angri á heimsmeistaramótinu í Róm 1987, of mikils halla á kast- - eftir Birgi Guðjónsson svæði í Klagshamn í Svíðþjóð sl. sumar sem leiddi til ógildingar alls árangurs þar og lyfjamisnotk- un í Seoul. Einnig má minna á sífelldar ásakanir um mútuþægni erlendra dómara í boltaleikjum, einkum í knattspyrnu. Hlutverk dómara er því ekki aðeins mjög mikilvægt í íþróttastarfiiiu heldur fylgir því sérstök ábyrgð. Góð dómgæsla er hlutlaus og lítt áber- andi. Léleg dómgæsla verður áberandi og getur orðið mjög skaðleg fyrir orðstír hreyfingar- innar í heild. Laganefnd FRI er endanlega ábyrg fyrir lögmæti alls árangurs gagnvart stióm FRÍ, alþjóðasambandinu, ÍSI og ólympíunefnd. Mót þau sem fijálsíþróttamað- ur hérlendis getur keppt á geta verið allt frá stórmótum svo sem meistaramótum til svokallaðra innanfélagsmóta þar sem aðeins er keppt í fáum greinum (en þeim er komið á með styttri fyrirvara en stærri mótum). Löng hefð er fyrir innanfélagsmótum hérlendis og hafa þau verið talin mjög mikil- væg tii að gefa íþróttafólki kost á að spreyta sig sem oftast og fá getu sína staðfesta þegar ekki er völ á stórmótum. Vafi hefur þó stundum leikið á ágæti þeirra og misjafnt orð farið af framkvæmd þeirra og dómgæslu á þeim. Síðastliðið ár véfengdi Ólympíunefnd íslands innanfé- lagsmót þar sem keppandi hafði náð árangri sem samsvaraði ólympíulágmarki. Stjóm FRÍ og laganefnd mótmæltu þessu og kynntu Ólympíunefnd það átak sem gert hafði verið í dómaramál- um, en um 25 dómaranámskeið hafa verið haldin víða um land á undanförnum ámm og nýjar leik- reglur jafnan gefnar út. Umrætt mót hafði verið vel auglýst og fullgildir dómarar voru viðstaddir. Kvaðst sljórn FRÍ og laganefnd ábyrgjast þann árangur sem náðst hafði. Fór svo að Olympíunefnd viðurkenndi árangurinn. í framhaldi af þessu vom þessi mál rædd ítarlega á þingi frjálsí- þróttasambandsins og þingheimi gert Ijóst að þótt laganefnd viður- kenndi árangur á einstökum mót- um t.d. gágnvart alþjóðahreyfing- unni, hefðu Ólympíunefnd og Af- reksmannasjóður ÍSÍ ótvírætt vald til að ákveða hvaða mót þau tækju gild fyrir ólympíulágmörk- um eða meta til styrkja fyrir íróttafólk. Væri því nauðsynlegt að sjá svo til að innanfélagsmót væm hafin yfir allar efasemdir um löglegan árangur. Vom síðan samþykktar hertar reglur um auglýsingafrest, skýrslugerð og lágmarksfjölda keppenda í hverri grein, en í reglugerðinni er þegar tekið fram um nauðsyn reyndra dómara. Sunnudaginn 11. júní var hald- ið innanféigsmót á vegum eins Reykjavíkurfélaganna. Fljótlega komu fram athugasemdir um að sitthvað væri athugavert við til- kynningaskyldu og dómgæslu. Sá laganefnd sig því knúna til að athuga málið nánar og kallaði fyrir sig ábyrgðarmann mótsins. í kringlukasti hafði verið mælt með nægilega löngu og viður- kenndu málbandi. Vallaryfírvöld bönnuðu hinsvegar notkun þess málbands í' sleggjukasti. Hafði framkvæmdaaðili þá einungis 50 metra málband yfir að ráða til að mæla með sleggjukast en margir keppenda köstuðu mun lengra. Var þá gripið til þess ráðs að skeyta við það 10 metra löngu bandi og köstin mæld þannig. í keppninni mun hafa náðst lengsta kast unglings til þessa sem að öðru jöfnu hefði orðið íslandsmet. Árangur keppenda var síðan til- kynntur án nokkurs fyrirvara um mælingaaðferð. Samkvæmt al- þjóðakeppnisreglum verður að mæla köst með stálmálbandi, glertreijabandi eða vísindalegum aðferðum (hornamælingum). Þótt ofanskráð mæling hafi verið neyðarráðstöfun vegna tækjaskorts var hún fljótfærnisleg og er algjörlega ólögleg og kemur enn af stað efasemdum um lög- mæti slíkra móta og jafnvel allrar dómgæslu á mótum. Vegna hinna ýmsu ágalla sem voru á fram- kvæmd þessa móts, sér laganefnd sig neydda til að úrskurða það í heild ólöglegt. ítarlegar viðræður hafa síðan farið fram við fram- kvæmdaaðila mótsins og er þeim nú treyst til að halda slík mót framvegis. Laganefnd harmar það að- stöðu- og aðbúnaðarleysi sem íslenskt æskufólk býr við til íþróttaiðkunar og að íslandsmet unglingsins hafi í þessu tilfelli glatast. Vonast er hinsvegar til að íþróttahreyfingin og almenn- ingur geti fyllilega treyst lögmæti þess árangurs sem næst á innan- félagsmálum FRÍ i framtíðinni og að atburður sem þessi endurtaki sig ekki. Höfundur er formaður laganefndar Frjálsíþrótíasambands íslands. FRJALSIÞROTTIR Þrettáná NM öldunga ÞRETTAN Islendingar taka þátt í Norðurlandamóti öld- unga í frjálsíþróttum, sem fram fer í Larvik í Noregi og hefst 30. þessa mánaðar. Þeir sem fara eru eftirtaldir; í 35 ára flokki: Friðrik Þór Óskarsson ÍR, Kristján Gissurarson KR, Hrönn Edvinsdóttir Víði, Sigur- borg Guðmundsdóttir Ármanni og Elías Sveinsson ÍR. í 40 ára flokki Trausti Sveinbjömsson FH og Anna Magnúsdóttir HSS, Sigurþór Hjör- leifsson HSH í 45 ára flokki, í 50 ára flokki Ólafur Unnsteinsson, Jón H. Magnússon ÍR og Guðmundur Hallgrímsson UÍA, Ólafur J. Þórð- arson ÍA í 50 ára flokki og í flokki 70 ára keppir Jóhann Jónsson Víði. Keppendur í Larvik verða alls um 700. Ólafur Unnsteinsson og Jóhann Jónsson fara síðan til Banda- ríkjanna, þar sem þeir keppa fyrst sem gestir á bandaríska meistara- mótinu í San Diego 20. til 23. júlí, ióhann Jónsson og loks keppa þeir félagarnir á HM öldunga, sem fram fer 26. júlí til 6. ágúst. Mótið fer að þessu sinni fram í Eugen, Oregon. Keppendur þar verða um 6.000 frá 70 þjóðum. GOLF LEK-mót í Grafarholti Landsamtök eldri kylfinga, LEK, efna til móts á Grafarholtsvelli næstkomandi föstudag, 23.júní. Leiknar verða 18 holur og keppt bæði með og án forgjafar. Skráning fer fram í síma 82815, en ræst verður út frá kl 14 til kl 18. Þetta mót er eitt af þeim, sem tekin verða til viðmiðunar, þegar valið verður í landslið eldri kylf- inga, sem tekur þátt í sveitakeppni Evrópusambands senjóra í Diisseld- orf í september. Eins og venjulega eru kylfingar á aldrinum 50-54 ára velkomnir til þessa LEK-móts og keppa þeir þá sem gestir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.