Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 48
VEIÐIHJÓL OG STANGIR
SAGA CLASS
Fyrir þá sem eru aðeins
á undan
FLUGLEIDIR
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Genabanki fyrir
villta laxastofha
HAFINN er undirbúningur að stofhun svokallaðs genabanka fyrir
villta íslenska laxastofiia, en firam hafa komið áhyggjur af erfða-
mengun vegna fjölda eldislaxa, sem ganga í árnar eftir að hafa slopp-
ið úr sjókvíum.
Málið komst á rekspöl í vor er
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
ákvað að gefa 500.000 krónur til
slíks banka ef landbúnaðarráðu-
neytið gengi að vissum skilyrðum.
Skilyrðin voru m.a., að hið opinbera
tryggði þann stofnkostnað sem
umfram gjöfina er og standi straum
af rekstrarkostnaði, m.a. iauna-
kostnaði. Friðrik D. Stefánsson
framkvæmdastjóri SVFR sagði í
samtali við Morgunblaðið að land-
búnaðarráðherra hefði nú sam-
þykkt skilyrðin.
Sigurður Guðjónsson deildar-
stjóri hjá Veiðimálastofnun sagði,
að genabankanum yrði væntanlega
valinn staður á Hvanneyri í Borgar-
firði, í samvinnu við Búnaðarfélagið
sem starfrækir þegar sæðisbanka
þar. Hann sagði að starfsemi af
þessu tagi tæki bæði lítið pláss og
þyrfti lítinn búnað. Svilin verða
djúpfryst og er jafnvel talið að
hægt sé að geyma þau þannig í
áratugi. Sigurður sagði ekkert
mæla gegn því að heija starfsemi
næsta haust.
Stefnt er að því að taka laxa-
stofna úr öllum ám landsins inn í
bankann. Fyrst um sinn verði þó
lögð áhersla á stofna úr ám suðvest-
anlands, „en þar ber mest á eldis-
löxum í laxveiðiánum og erfða-
mengun er þar líklega hafin,“ sagði
Sigurður Guðjónsson hjá Veiði-
málastofnun.
Morgunblaðið/Júlíus
Reynt að loka
nýrri kvísl úr
Bakkahlaupi
Skinnastað.
GERÐ verður tilraun í dag til
þess að stífla nýja kvísl sem
hefúr brotið sér farveg úr
Bakkahlaupi, aðalvatnsvegi
Jökulsár, á Söndunum yfir í
Sandá, sem er austasta kvísl
Jökulsár og rennur um Oxar-
flarðarsveit.
Nýja kvislin hefur rutt sér djúp-
an farveg og óttast bændur land-
rof, hlaupi Bakkahlaup yfir í Sand-
ána. Einnig eru eigendur fiskeld-
isstöðvarinnar Seljalax á Núps-
mýrum uggandi.
Nýja kvíslin varð til í miklum
vorleysingum i hitunum undan-
farna daga. Takist ekki að loka
henni óttast menn að hún stækki
þegar jökulvöxtur verður í Jök-
ulsá.
Umdæmisverkfræðingur vega-
gerðarinnar á Akureyri kannaði
aðstæður til þess að fylla upp í
kvíslina i gær og var fyrirhugað
að hefja það verk með stórvirkum
vélum í dag.
Sigurvin
Eldur í raðhúsi
í Breiðholti
SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var í
gærkvöldi kallað að raðhúsi í
Breiðholti eftir að elds varð vart
í risherbergi.
Greiðlega gekk að ráða niðurlög-
um eldsins en eldsupptök eru
ókunn. Til öryggis voru tveir
slökkviliðsmenn á vakt á staðnum
í nótt.
Steypuskáli álversins stækkaður um þriðjung:
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Ingvar Hallgrímsson hjá Gúmmíbátaþjónustunni i Dráttarbraut
Keflavíkur með neyðarsendana tvo.
Gervihnöttur nam merki
frá stolnum neyðarsendi
Keflavík.
GERVIHNÖTTUR nam merki frá neyðarsendi í nágrenni Kefla-
víkur laust fyrir hádegi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
og miðaði út sendinn, sem reyndist vera staðsettur í Dráttar-
braut Keflavíkur. I ljós kom að þar var um að ræða tvo stolna
neyðarsenda og var annar í gangi.
Aðfaranótt föstudags var brot- Að sögn Ingvars Hallgrímsson-
ist inn hjá Gúmmíbátaþjónustunni ar hjá Gúmmíbátaþjónustunni var
Keflavík og neyðarsendunum
stolið. í fyrrinótt var aftur brotist
inn hjá fyrirtækinu og þá stolið
neyðarflugeldum og fleiru úr
gúmmíbát sem þar var verið að
yfirfara.
nýbúið að yfirfara neyðarsendana
og áttu rafhlöður þeirra að duga
í 5 ár. Ingvar sagði að eftir um-
merkjum að dæma virtist sem
unglingar hefðu verið þama á
ferð. BB
Hertar innh eim tua ðgerðir
Innheimtumenn stöðubrotasekta hafa hert aðgerðir til að ná því
sem í vanskilum er. í þessari viku hafa yfir 100 ökumenn komið
að bílum sínum með rammgerðri rauðgulri klemmu um annað
framhjólið og orðsendingu á rúðum þar sem segir að gefinn sé
sólarhringsfrestur til að ganga frá ógreiddum stöðumælasektum
við lögmannastofú þá sem annast innheimtu fyrir Bílastæðasjóð
Reykjavíkur. Ómögulegt er að hreyfa bíl úr stað eftir að klemm-
unni hefúr verið komin fyrir. Bílar þeirra sem ekki hafa sinnt
þessum tilmælum hafa verið fiarlægðir og fluttir í bifreiða-
geymslu lögreglunnar gegnt Miklagarði og geri eigendur þeirra
mál sín ekki upp fljótlega mega þeir búast við að bílarnir verði
seldir á uppboði.
Eykur framleiðsluverð-
mæti um 210 millj. á ári
Framkvæmdin tekur 2 ár og kostar 500 milljónir króna
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stækka
steypuskála ISAL um þriðjung.
Auk þessa hefúr verið unnið að
Kjarnfóðurgjöld verði endur-
greidd vegna innistöðu búflár
HARÐINDANEFND hefúr Iagt til að gjöld af kjarnfóðri verði endur-
greidd til bænda á þeim svæðum þar sem innistaða búfjár jókst veru-
lega vegna harðinda í lok maí og í júní miðað við meðalár. Að sögn
Sveinbjarnar Eyjólfssonar, sem sæti á í harðindanefnd, er óvíða um
slæmt ástand að ræða lengur hjá bændum vegna harðindanna í vor.
Harðindanefnd hefur einnig lagt
til að í framtíðinni verði komið upp
birgðum af gróffóðri, meðal annars
með fyrirgreiðslu við grasköggla-
verksmiðjur. Hann sagði að veruleg
ásókn hefði verið í gróffóður í harð-
indunum í vor, en það hafi þá verið
ófáanlegt. Þá leggur nefndin einnig
til að stuðlað verði að því að fræ-
kaup verði gerð auðveldari, og í erf-
iðu árferði verði gerð áætlun um
umframkaup á fræi í mars-apríl, en
ef það magn seljist ekki greiði Bjarg-
ráðasjóður af því rýrnun og vaxta-
kostnað. Að sögn Sveinbjarnar kem-
ur væntanlega til með að vanta fræ
í sumar en ekki Iiggur fyrir hve mik-
ið. Hann sagði að vegna ástands
afrétta, sem enn væru á mörgum
stöðum á kafi í snjó, væri Ijóst að
beit á fjöllum yrði talsvert minni en
í meðalári, og kjötframleiðsla gæti
því að sama skapi orðið minni. Þá
væri einnig óljóst hvaða áhrif aukin
innistaða hefði á heilbrigði búfénað-
ar, en ekkert hefði verið ákveðið um
hvort bændum yrði bætt hugsanlegt
tjón af þessum sökum.
því að skipta um ker í kerskála.
Þessar framkvæmdir gera það
að verkum að framleiðsla ÍSAL
eykst um 2Í000 tonn á ári en
verðmæti þess nú er um 210 miiy-
ónir króna. Framleiðslugetan
eykst úr 88.000 tonnum á ári í
90.000 tonn.
Einar Guðmundsson tæknilegur
framkvæmdastjóri ISAL segir að
kostnaður við stækkun steypuskál-
ans nemi_ 500 milljónum króna á
núvirði. Áætlað er að verkið taki
tvö ár og hefur þessi stækkun ver-
ið á döfinni frá 1984-85. Samþykkt
var á mánudag að ráðast í þessa
stækkun og hófust framkvæmdir á
þriðjúdag.
í máli Einars kom fram að með
þessum breytingum verður að
mestu hætt hleifasteypu í álverinu
en áherslan lögð á „barra“ og
stangir, en það er verðmætari vara.
Þetta hefur í för með sér að ekki
verður þörf á jafnmörgu starfsfólki
og nú vinnur í álverinu. Engum
starfsmönnum verður þó sagt upp
en ekki verður ráðið í þær stöður
sem losna.
Lítið miðaði í
deilu flugvirkja
SÁTTAFUNDUR í deilu flug-
virkja og viðsemjenda þeirra
hófst hjá Ríkissáttasemjara
klukkan 14 í gær og stóð enn
rétt eftir miðnætti. Að sögn Þór-
arins V. Þórarinssonar fram-
kvæmdastjóra VSÍ miðaði lítið í
viðræðunum.
Sjómenn funda með atvinnurek-
endum í dag. Um stöðu í viðræðum
við þá sagði Þórarinn: „Það er búið
að semja við þorra launafólks og
þótt einn hópur kjósi að fella samn-
inga til að mótmæla skattahækkun-
um stjórnvalda og efnahagsstjóm
þá sjáum við ekki möguleika til
frekari tilslakana."