Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNI 1989 Morgunblaðið/Emilía Sjókvíar fiskeldisfyrirtækisins Sjókvía hf. í Straumsvíkurhöfn, en þær verða fluttar í Vatnsleysuvík í næstu viku. Nýtt fiskeldisfyrir- tæki í Vatnsleysuvík STOFNAÐ hefur verið nýtt fisk- eldisfyrirtæki, Sjókvíar hf, sem verður með þijár 4.500 rúm- metra sænskar sjókvíar í Vatns- leysuvík. Tvær sjókvíanna eru þegar komnar til landsins og híifa þær verið settar saman í Straumsvíkurhöfn. Sjókvíarnar verða fluttar í Vatnsleysuvík í næstu viku, en sú þriðja kemur til Iandsins í haust. Eigendur Sjókvía hf, eru sænska fyrirtækið AB Aldebara, Lindalax og Sindrastál. Að sögn Þórðar H. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Lindalax, verða í fyrstu flutt seiði frá Lindalax í sjókvíarnar. Um 400 þúsund seiði fara í kvíamar, en það þýðir um 800 tonna ársframleiðslu á eldislaxi. Innflutningur bíla dregist mikið saman ALLS voru fluttir inn 3.173 bílar til landsins fyrstu fimm mánuði þessa árs, samanborið við 8.155 bíla sama timabil á síðasta ári. Samdrátturinn á innflutningi er í öllum tegundum bifreiða en hlutfallslega mestur á innflutn- ingi nýrra og notaðra fólksbíla. Innflutningurinn í maí einum var 910 bifreiðar samanborið við 1.972 alls í maí í fyrra. Innflutningur nýrra fólksbifreiða er 2.647 fyrstu fimm mánuði þessa árs, en var á síðasta ári 6.554. Að öðru leyti var innflutningurinn sem hér segir: Notaðir fólksbílar inn- fluttir fyrstu fimm mánuði ársins vom 286, en 1.278 á síðasta ári. Nýir vörubílar voru 118 og á síðasta ári 148. Notaðir vörubílar 73, en 100 í fyrra. Nýir sendibílar 35, en voru 39, notaðir sendibílar 14, en voru 36 á síðasta ári. Hlutfall aldrifsbfla af fólksbfla- innflutningnum var 16% árið 1984, en tæp 20% árin 1985, 1986 og 1987 og óx í tæp 25% árið 1988. Þannig voru fluttir inn 10.233 fólksbílar 1988 og 3.299 aldrifs- bílar. 1987 voru 18.813 fólksbílar fluttir inn og 4.439 aldrifsbflar og 1986 2.777 aldrifsbílar og 12.297 fólksbílar. Grímsey: Fjórtán drengir en eng- in stúlka fæðst á 7 árum í DESEMBER árið 1982 fæddist lítil stúlka í Grímsey, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir það að frá þeim tíma hafa foreldrum í eynni eingöngu fæðst drengir og eru þeir nú orðnir flórtán talsins. Það var þann 19. desember ádð 1982 sem Vilborg Sigurðar- dóttir kom í heiminn og er hún yngsta daman í Grímsey, síðan hafa Grímseyingum eingöngu fæðst sveinbörn. „Það er í móð að eiga stráka,“ sagði Vilborg Sigurðardóttir stöðvarstjóri í Grímsey og amma yngstu stúlk- unnar. Vilborg yngri á eflaust eftir að njóta mikilla vinsælda á meðal piltanna, en ljóst er að ein- hveijir þeirra verða að róa á önn- ur mið en heimamiðin er að því kemur að festa sér kvonfang. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér út til Grímseyjar og festi piltahópinn á filmu. Frá vinstri á myndinni í fremri röð er Sigurður Henningsson, en hann fæddist í ágúst árið 1982, þá koma guttam- ir sem fæddust árið 1986, Jón Óli Helgason sem fæddist í mars, Steinar Sæmundsson í ágúst og Konráð sem fæddist í nóvember. Óli Hjálmar Ólason fæddist í júní árið 1987 og Stefán Þór Óttarsson í janúar árið 1988. Lengst til hægri í fremri röð er Einar Þór en hann fæddist í janúar árið 1985. í aftari röð frá vinstri er Helgi Garðar Helgason með mömmu sinni, Kristínu Óladóttur, en hann fæddist í mars á þessu ári. Þá er það Haraldur Helgi Stefánsson sem fæddist í febrúar árið 1983, fyrsti strákurinn sem fæddist í piltaröðinni, og við hlið hans er Vilborg Sigurðardóttir, sem fædd- ist í desember árið 1982 og er því yngsta daman í eynni. Þá kemur Einar Helgi Gunnarsson sem kom í heiminn í nóvember 1985 ogHallgerðurGunnarsdóttir með son sinn Ragnar Guðmunds- Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá því hún Vilborg Sigurðardóttir fæddist í desember árið 1982, eða fyrir tæpum sjö árum, hafa eingöngu fæðst drengir í Grímsey. Sá síðasti fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir rúmri viku og var hann sá fjórtándi í röðinni. Piltahópurinn stillti sér upp til myndatöku og voru þeir yngstu í fangi mæðra sinna. Yngsta dama eyjarinnar stendur innan um piltana í efri röðinni. Yngsti pilturinn í hópnum fæddist fyrir rúmri viku. son, en hann fæddist í lok maí á þessu ári, og loks er það Hjörtur Atli Guðmundsson með móður sinni, Báru Sævaldsdóttur, en hann fæddist í desember 1987. Yngsti pilturinn og sá fjórtándi í röðinni fæddist á Fjórðungs- Þorleifur Hjalti Alfreðsson var staddur á bænum Hrafiiagili í Eyjafirði. sjúkrahúsinu á Akureyri 16. júní síðastliðinn og dvaldi á fæðingar- deildinni þegar hópmyndin var tekin. Þorleifur Hjalti Alfreðsson, sem fæddist í nóvember á síðasta ári, var staddur á bænum Hrafna- gili í Eyjafirði. Skýrsla OECD um fiskeldi: Heimsframleiðsla á eldisfiski gæti tvöfaldast til aldamóta ÁRLEG heimsframleiðsla á eldis- fiski gæti tvöfaldast á næsta ára- tug, samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, FAO. Fram- leiðsla á eldisfiski yrði þá um 25% af heildarfiskafla í heiminum. Gert er ráð fyrir um 5,5% ár- legri meðalframleiðsluaukningu i fiskeldi á þessu tímabili, en ein- ungis 0,3% árlegri aflaaukningu í héfðbundnum sjávarútvegi. Mávar eru eitt af stærstu hreinlætisvandamálunum - segir Halldór Arnason fiskmatsstjóri „MÁVUM fjölgar stöðugt og vargfugl í kringum fisk er eitt af stærstu hreinlætisvandamálunum sem við eigum við að stríða,“ sagði Halldór Árnason, fiskmatsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. í fréttabréfum Ríkismats sjávaraf- urða segir að íslensk rannsókn hafi sýnt að 15 til 20% máva hér eru salmonellu-smitaðir. Útbreiðsla salmonellu-sýkla virðist hafa stór- aukist hérlendis á síðari árum og komi upp smit erlendis, sem rakið verði til innflutnings á fiski frá ís- landi, er allur fiskútflutningur okkar í stórkostlegri hættu. Brýnast er að halda sýklunum og mávunum í skefj- um með snyrtimennsku. í fréttabréfum Ríkismats sjávaraf- urða segir einnig, meðal annars: Silf- urmávum í Evrópu hefur fjölgað að meðaltali um 10% á ári undanfarin 50 til 60 ár. Rannsóknir sýna að ástæðan fyrir þessari fjölgun er auk- inn aðgangur máva að ýmiss konar lífrænum úrgangi frá mönnum, sér- staklega í tengslum við sjávarútveg. Vegna þess háttalags máva að flækj- ast milli sorphauga, frárennslisopa og fiskvinnslustöðva er töluverð hætta á að þeir beri með sér salmon- ellu- og campylobacter-smit, bæði útvortis og innvortis. Mávar geta einnig valdið tjóni í til dæmis skreið- arverkun, æðar-, fiski- og sauðfjár- rækt, svo og flugrekstri. Dæmi eru um að fískúrgangi hafí verið steypt í sjó eða fjöru í grennd við fiskvinnslustöðvar. Einnig hefur fiskur í mörgum tilfellum verið flutt- ur óvarinn á vörubílspalli frá báts- hlið, eða fiskmarkaði, til fiskverk- enda en það er brot á reglugerð nr. 177 frá árinu 1985. I reglugerðinni segir að fiskflutningstæki skuli vera búin ljósri yfírbreiðslu sem hylji allan farminn. í fréttabréfunum segir ennfremur: Það getur ekki verið rétt meðferð á hráefni í matvælaiðnaði að baða það í aur og leðju, hleypa að því reyk og sóti frá útblæstri bíla, hafa það óvarið fyrir fugladriti og vegaiyki og baka í sólskini. í nýlegri skýrslu um fiskeldi frá Efnahags- og framfarastofnuninni í París, OECD, er gert ráð fyrir að framleiðsla á eldisfiski aukist veru- lega í hinum 22 aðildarlöndum OECD á næsta áratug. Áætlað er að fyrst og fremst verði um aukn- ingu að ræða í silungs- og laxeldi, en vaxandi markaður sé fyrir þess- ar tegundir. Þá verði væntanlega einnig aukning í lúðu- og sand- hverfueldi, og síðar humareldi, auk þess sem rannsóknir varðandi þorskeldi hafi einnig lofað góðu. í skýrslunni segir að helsta ástæðan fyrir vaxandi fiskeldi í aðildarlönd- um OECD sé sú, að einkaaðilar hafi laðast að þessari atvinnugrein vegna mikillar arðsemi hennar hingað til. I skýrslu OECD er bent á að þrátt fyrir framfarir sem orðið hafi varðandi tækniþekkingu í fiskeldi og allan aðbúnað í fiskeldisstöðvum, geti framleiðslukostnaður, mark- aðssetning og reglugerðir stjórn- valda, til dæmis varðandi mengun og staðarval fískeldisstöðva, orðið helstu hindranir frekari þróunar atvinnugreinarinnar. Vakin er at- hygli á að fískimjöl, sem er megin- uppistaða í fiskeldisfóðri, sé ekki ótæmandi auðlind, og nýting þeirra fiskstofna sem fari í fiskimjöl sé þegar í hámarki, og reyndar sé spuming hvort framboð verði nægj- anlegt í framtíðinni. Þá muni aukin eftirspum óhjákvæmilega leiða til verðhækkana á fískimjöli, og spum- ing sé hvort það dragi úr frekari framleiðslu á eldisfiski. Slysavarnafélagið: Vélarvana trilla dreg- in til lands Vélarbilun varð í sex tonna trillu, Klöpp RE 80, er hún var stödd norður af Þormóðsskeri í gærmorgun. Einn maður var inn- anborðs. Nýr björgunarbátur Slysavarnafélagsins, Henry A. Hálfdánarson, lagði af stað frá Reykjavík trillunni til aðstoðar og náði til hennar í tæka tíð, en hana hafði þá rekið ískyggilega nálægt Hjörsey á Mýrum. Björgunarbáturinn tók Klöpp í tog og dró hana til Reykjavíkur. Hjálpar- kall barst frá trillunni upp úr kl. 7, björgunarbáturinn lagði af stað um kl. 8 og náði til trillunnar kl. 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.