Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 3 Markús Örn Antonsson útvarpssljóri: Yfirlýsing'ar íjármála- ráðherra koma á óvart „Fjarmálaráðherra hefur engar athugasemdir gert og engar fyrirspurnir hafa borist frá honum eða menntamálaráðherra um rekstur Ríkisútvarpsins eða stjórnunarleg málefhi hér. Það kemur mér því mjög á óvart að ráðherrann skuli gefa yfirlýsingar í Morg- unblaðinu um að Ríkisútvarpið eigi við Qárhagslegan vanda að etja vegna rekstrar- eða stjórnunarlegs vanda, og ég mun að sjálf- sögðu óska eftir því við hann að greinilega komi fram hvað hann á við með þessum ummælum," segir Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri. „Ríkissjóður hefur hirt umtals- verðar tekjur af þessari stofnun sem hún á tilkall til samkvæmt útvarpslögum, og ef 'verið er að tala um að einhveijar viðbótarfjár- veitingar úr ríkissjóði hafi komið inn í þessa stofnun, þá er ljóst að Ríkisútvarpið hefur engin bein framlög fengið úr ríkissjóði," sagði Markús Örn. Hann sagði að undan- farin ár hefði verið um að ræða vissa erfiðleika í rekstri Ríkisút- varpsins vegna samdráttar auglýs- ingatekna og þess að hækkanir á afnotagjöldum hafi ekki fengist, jafnvel þó Alþingi hefði samþykkt þær. Greiðslustaða Ríkisútvarpsins hefði því verið slæm, og þess vegna meðal annars hefði safnast upp skuld á launareikningi stofnunar- innar hjá Ríkissjóði. Ef það væri það sem fjármálaráðherra ætti við, mætti líta á það sem lán, því gert væri ráð fyrir að það yrði endur- greitt af útvarpsgjaldi, sem Trygg- ingastofnun ríkisins kemur til með að greiða fyrir þá skjólstæðinga sína sem undanþegnir eru greiðslu, en þessar greiðslur eigi næstu þrjú ár að ganga beint upp í launa- skuld Ríkisútvarpsins hjá fjármála- ráðuneytinu. Á stóru myndinni sést yfir svæðið, sem verið er að grafa upp. Á innfelldu myndinni er einn merkasti hluturinn sem fiindist hefur í vor, útskorið mannshöfuð í tré. Fornleifauppgröfturinn í Viðey: Klaustrið að koma í ljós Gísli Alfreösson um fjárhagsvanda Þj óðleikhússins: Ekki sljórnunar- eða rekstrarlegur vandi „ÉG fagna því ef ætlunin er að taka á fjárhagsvanda Þjóðleik- hússins, sem verið hefur mikill um langt árabil, en hins vegar er ég ósáttur við þá niðurstöðu að um sé að ræða sljómunar- eða rekstrarlegt vandamál leikhússins," sagði Gísli Alfreðsson, Þjóðleik- hússtjóri, um þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, að endurtek- inn Qárhagsvandi Þjóðleikhússins og Ríkisútvarpsins sé að hluta til rekstrar- og sljórnunarlegs eðlis. Margir forvitnilegir munir hafa fimdist í vor „í þessu sambandi vil ég benda á að framlag til Þjóðleikhússins á þessu ári er mjög svipað og það var á árinu 1973, ef sú tala er framreiknuð, en á þeim tíma rak Þjóðleikhúsið ekki Litla sviðið og íslenska dansflokkinn. Auk þess var tæknilið leikhússins mun fá- mennara á þeim árum, en kjara- samningar sem síðar komu urðu til þess að leikhúsið neyddist til að fjölga í öllu tækniliði, þar sem sérhæfing í vinnu við leikhús varð miklu meiri en áður var. Mismun- urinn milli þess fjármagns sem leikhúsið fær á íjárlögum og þess sem það kostar að reka leikhúsið hefur aukist, og er það aðalvandi leikhússins, en þegar hann hefur verið leystur þá tel ég sjálfsagt að skoða rekstrarlega og stjórnunar- lega uppbyggingu á leikhúsinu,“ sagði Gísli Alfreðsson. Fornleifauppgreftrinum í Við- ey hefur miðað vel áfram í vor og er grunnflötur klaustursins nú að koma í ljós. Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræð- ingur segir að með þessu áfram- haldi muni nást að grafa upp um helming klaustursins í sumar. Enginn vafi er á að um klaustrið sé að ræða og hafa fomleifafræð- ingarair fiindið ritaðar heimildir frá um 1700 sem styðja það- að þetta séu klaustursrústirnar. Margt forvitnilegra muna hefur komið í ljós í uppgreftrinum í vor. Einna merkasti gripurinn er útskor- ið lítið tréhöfuð. Margrét segir þetta geti verið einhvers konar biskups- ímynd eða jafnvel taflmaður en eft- ir er að rannsaka þennan grip bet- ur. Einnig hafa fundist snældusnúð- ur úr norsku klébergi, hringnál, flúraður skarthringur úr silfri, heslihnetuskum og kertastjaki svo dæmi séu tekin. Allir eru þessir munir frá miðöldum. Margrét segir að hún hafi nýlega fengið í hendur niðurstöður grein- inga á dýrabeinum sem fundust í uppgreftrinum í fyrra. Það vekur athygli að óvenjuhátt hlutfall er af fiska- og fuglabeinum og þá einkum laxabeinum. Hinsvegar mun klaustrið hafa átt veiðirétt í Elliða- ánum á sínum tíma sem skýrir þetta. Margrét sagði að borgaryfirvöld hefðu veitt myndarlega fjárveitingn til uppgraftrarins í sumar og hún gerði það að verkum að tíu manns muni vinna að verkinu fram í sept- ember eða alls í fjóra mánuði. Af þessu starfsliði eru þrír erlendir fomleifafræðingar. Það sem komið er í ljós af klaustrinu em baðstofa, búr og skáli og er nú unnið að uppgreftri á skálanum. Atvinnumiðlun námsmanna: Innan við hundr- að manns á skrá INNAN við 100 námsmenn eru nú á skrá hjá Atvinnumiðlun náms- manna. Að sögn Örau Schram, starfsmanns Atvinnumiðlunarinnar, vantar flesta sem eru á skrá vinnu í ágúst og september eða til styttri tíma. Tæplega 300 manns hafa fengið störf með hjálp Atvinnu- miðlunarinnar það sem af er sumri. „Alls hafa 840 námsmenn skráð sig hjá okkur frá því að miðlunin tók til starfa í apríl,“ sagði Ama Nýmæli í samskiptum Háskóla og atvinnulífs; Islenzka Jámblendifélagið kost- ar stöðu eðlisfræðiprófessors ÍSLENZKA Járnblendifélagið hf. hefur boðið Háskóla íslands að kosta nýja stöðu prófessors í eöUsfræði þéttefhis. Þetta er í fyrsta sinn, sem stofnuð er staða við HI með tilstyrk einkafyrirtækis, en slíkt er algengt erlendis. Þetta er svar fyrirtækisins við bréfi Há- skólarektors, sem hann sendi hópi fyrirtælq'a. Þar hvatti hann til aukins samstarfs atvinnulífs og Háskóla og að fyrirtækin taki að sér að kosta stöður fræðimanna. Háskólaráð hefiir einróma ákveðið að bjóða dr. Þorsteini I. Sigfussyni eðlisfræðingi að taka að sér stöðuna á fyrsta tímabili hennar, sem er tvö ár. Að því Ioknu verður samið um endurnýjun. Dr. Þorsteini er ætlað að stunda fijálsar grundvallarrannsóknir á sínu sviði, en jafnframt að vera ráðgjafi Járnblendifélagsins við rannsóknir og þróun fyrirtækisins. Félagið greiðir laun prófessorsins og jafnframt ákveðna upphæð til greiðslu kostnaðar við rannsóknir og fleira. Stöðunni fylgir engin kennsluskylda. Dr. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þakk- látur fyrir það traust, sem Háskóla- ráð sýndi á starfi hans með því að bjóða honum stöðuna. „Undanfarin fimm ár eða svo hefur verið tölu- verð uppbygging hér við Háskólann á sviði eðlisfræði þéttefnis, sem tekur til efnis í föstu ástandi. Þegar ég kom til íslands frá námi í Cam- bridge 1983 og fór að skoða það hvemig nýta mætti þekkingu Há- skólans til gagns í atvinnulífinu, sá ég strax að í íslenzku stóriðjunni blöstu við verkefni á þessu sviði," sagði Þorsteinn. Hann sagði að sér hefði þótt sárt að sjá hversu mjög stóriðjan hefði verið háð erlendri þekkingu að mörgu leyti, en snemma hefði tekizt samstarf milli HÍ og Járnblendifélagsins um að það styrkti skólann til tækjakaupa, en í staðinn ynni HÍ að rannsóknum á eðlisfi'æði kísiljárnkerfisins, sem Dr. Þorsteinn I. Sigfiísson miðuðu að því að bæta afurð jám- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. „Smám saman hefur myndast það, sem ég hef stundum kallað „rannsóknakúltúr“, samstarf Há- skólans og Járnblendifélagsins á dálítið háu plani um rannsóknir og þróun,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að HI hefði nú öðlast það mikla þekkingu á þessu sviði, að hann hefði í vetur verið valinn sem fulltrúi skólans til að andmæla doktorsvörn við Háskólann í Þránd- heimi, þar sem þessar rannsóknir væm hvað lengst komnar. „Afköstum járnblendiverksmiðj- unnar, gæðum framleiðslunnar og þekkingu á henni hefur fleygt fram, og það er að þakka sameiginlegu átaki rannsóknahóps Jámblendifé- lagsins, starfsmanna verksmiðjunn- ar og Háskólans," sagði dr. Þor- steinn. „Ég held að þetta framtak félagsins staðfesti það, hvað HÍ getur gert í samvinnu við atvinnulíf- ið og það er um leið viðurkenning á starfi Háskólans á vissan hátt. Háskólarektor hefur beitt sér mjög fyrir því að skólinn efldist að þessu leyti og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu víðtækara sam- starfi." Schram. „Við höfum þegar veitt tæplega 300 manns vinnu og um 100 manns em enn á skrá. Hinir hafa sjálfir útvegað sér vinnu eða fallið af skrá af öðram orsökum." Arna sagði mörg atvinnutilboð hafa borist frá fyrirtækjum síðustu vikur. Ástæða þess væri m.a. sú að námsmannaátak félagsmála- ráðuneytisins hefði borið árangur. Átakið felst í því að styrkja fyrir- tæki til þess að ráða námsmenn 16 ára og eldri til sumarafleysinga- starfa að því tilskyldu að þeir hafi skráð sig hjá hlutaðeigandi miðlun og haldi áfram námi næsta haust. Fern námsmannasamtök standa að Atvinnumiðlun námsmanna. Þau em Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Félag framhaldsskólanema og Samband íslenskra námsmanna er- lendis. Barn slasast í rennistiga ÞAÐ SLYS átti sér stað í verslun- armiðstöðinni Kringlunni í gær, að eins og hálfs árs gömul telpa klemmdist í rennistiga, og missti framan af fremstu kjúku á einum fingri. Ekki er ljóst hvemig slysið bar að, en líðan telpunnar er nú góð. Að sögn Einars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, var öryggisbúnaður rennistigans yfirfarinn þegar eftir slysið og fannst ekkert athugavert við hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.