Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 10

Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 10
10 MORGUNBLAÐIiÍ .LAÍÍGÁknÁGUÉ12I-J*ÖNÍ ÍÉ'ð! Biskupshj ónum fagnað með há- tíðartónleikum Hátíðartónleikar verða í Hallgrímskirkju á morgun sunnudag í tileíni af innsetningu sr. Ólafs Skúlasonar í embætti biskups íslands. Með tónleikunum er nýjum bisk- upshjónum, frú Ebbu Sigurðardótt- ur og sr. Ólafi Skúlasyni, fagnað til nýrra starfa. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Kór Bústaðakirkju, einsöngvarar og flokkur hljóðfæraleikara flytja ýmis kirkjuleg verk undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar. Flutt verður verk Jóns Asgeirssonar við 33. versið í 119. sálmi Davíðs, sem hann tileinkar Ólafi biskupi við embættistöku hans. Þá verður flutt Missa brevis eftir Mozart, Beatus Vir eftir Vivaldi, kantata eftir Bach (nr. 199) og lag við 121. sálm Davíðs eftir Axel Madsen. Meðal einsöngvara eru: Ingibjörg Mar- teinsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Einar Öm Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðrún Jons- dóttir, Ingveldur Ólafsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Kammersveit annast undirleik, en einleik á óbó annast Kristján Þ. Stephensen. Á sunnudagsmorgun kl. 10.30 mun séra Ólafur verða settur í embætti biskups íslands við guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Gera má ráð fyrir að ekki komist allir þar inn sem vilja. Með tónleikunum í hinni rúmgóðu Hallgrímskirkju gefst tækifæri að fagna nýjum bisk- upshjónum til forystu í íslensku kirkjulífi. (Fréttatilkynning) Morgunblaöíð/Sverrir Hér sést hin nýja yfirbygging sundlaugarinnar við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ. Byggt yfir sundlaug BYGGT hefiir verið yfir sund- laugina við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ. Útisundlaug hefur verið við Skál- atúnsheimilið í'tvo áratugi. Nú hef- ur verið byggt yfir hana og nudd- potti komið fyrir við hana. Nudd- potturinn er utan dyra. Að sögn Guðmundar Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Skálat- únsheimilisins, mun sundlaugin nýtast heimilismönnum betur innan dyra og gefa þeim fleiri tækifæri til þess að synda. Vistmenn í Skálat- úni eru 55 talsins. 911 Rfl 91 97fl LÁRUSÞ.VALDIMARSS0Nframkvæmdastjori L II JU ■ L I 0 / U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, LÓGG, pasteignas. Til sýnis og sölu er að koma meðal annarra eigna: í gamla góða Vesturbænum stór og mjög góð 3ja herb. hæð 101 fm nettó í reisul. steinh. v/Brá- vallagötu. Nýtt parket. Nýtt gler og póstar. Sérhiti. Suðursv. Góð lán um 1,6 millj. Verð aðeins kr. 5,3 millj. í lyftuhúsi við Ljósheima Endurn. 4ra herb. íb. á 6. hæð 105,2 fm nettó. Nýtt gler. Nýjar hurð- ir. Sérþvottah. Sérinng. af gangsvölum. Húsið er nýmál. og yfirfarið. Endaíbúð við Vesturberg í suðurenda á 1. hæð 92 fm nettó mjög góð 3ja herb. íb. Skuldlaus. Laus strax. 3ja og 4ra herb. góðar íbúðir við: Rofabæ, Barónsstíg, Hraunbæ, Langholtsveg, Álfta- hóla, Sporhamra, Vesturberg, Brávallagötu, Ljósheima. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Vestast í Vesturbænum Ný og góð 2ja herb. íb. á 2. hæð 52,7 fm, ekki fullg. Góð lán kr. 1,7 millj. fylgja. Vinsæll staður. Laus strax. Sandgerði Bjóðum til sölu fasteignirnar Vallargötu 9 og Vallargötu 1 í Sand- gerði. Tilboð óskast í eignirnar. Ytri-Njarðvík eða Keflavík Þurfum að útvega 3ja herb. íb. í Ytri-Njarðvík. Rúmg. 2ja herb. íb. kemur til greina. íbúðin má vera ( Keflavík í næsta nágr. Njarðvíkur. Rétt eign verður borguð út. Landsþekktur athafnamaður sem hyggst flytja til borgarinnar óskar eftir nýl. og góðri eign með 4-5 rúmg. svefnherb. Mikil og góð útborgun. Nánari uppl. trúnaöarmál. Opið ídag kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda ______________________________ Margs konar eignaskipti. LAUGAVEG| 18 S(MAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGNASAL AN SíteíM máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Lítist þér einhver vera þinn vin, vittu hvort það er meira en dyn; hans á háttum haf það skyn, hvort tryggð hann haldi hreina. Sértu firrtur fári allra meina. Svo segir í gömlu vikivaka- kvæði. Og hvað er þá dyn? Orða- bók Menningarsjóðs þýðir: „stand, viðhöfn, prjál“, með miklu dyni, svo og „dálæti“, hafa dyn á einhverjum, setja dyn upp á einhvern.“ Ég þekki orðið dyn í merking- unni dálæti, það var mælt mál í rninni sveit. Þórgnýr Þórhalls- son á Akureyri, Fram-Eyfirðing- ur, heyrði það oftast með neit- un: Sú hafði nú ekki mikið dyn á þessum eða hinum. Blöndal gefur dæmið: það var ekki svo lítið dyn með hann, fyrst eftir að hann kom“, og hefur fengið þetta dæmi af Aust- fjörðum. Orðið er líka staðfest í kvæðum þeirra austfirsku frændanna sr. Stefáns Ólafsson- ar í Vallanesi og sr. Bjama Giss- urarsonar í Þingmúla. Elsta dæmi, sem Orðabók Háskólans hefur, er í skjali frá 1601; „Mér heyrist í yðru bréfi að þér lítið dyn upp á þær [jarð- ir] setjið.“ Þá segir í Skírni 1842: „ ... margir herflokkar hefði barist eins hraustlega á Aigier, og herflokkur sá, er hann hefði haft fyrir að ráða, og þó eigi verið tekið á móti neinum með slíku dyni.“ í þessu síðasta dæmi merkir dyn greinilega viðhöfn; með dyni= með kostum og kynjum. Karlkynsorðið dynur er til í sömu merkingu og dyn, og verð- ur að ætla að orðin séu skyld sögnunum að duna og dynja. Mönnum hefur verið tekið með dynjandi fagnaðarlátum og þeir í hávegum hafðir, og dálæti. En höfundur vikivakans vildi vita hvort dynið væri ósvikið eða táli blandið. Sr. Bjami í Þing- múla virðist þekkja í dyninu merkinguna ofiof eða skjall. Hann kvað: Hvorki er þetta hól né dyn herrann gaf þér vit og skyn, samt mun, Gvöndur, söxunin seinlega komast í hæfí. (Sjá Sólarsýn 93-94.) ★ Þegar þetta er skrifað, er mikið vor, og það gala gaukar, og spretta laukar, og hrútur fer úr reyfi sínu, eins og í ævintýr- inu um hana Mjaðveigu Mána- dóttur. En því miður sprettur fleira en grös og blóm í náttúr- unnar ríki. Það er rétt eins og málvöndun ýmissa fjölmiðla hafi farið í sumarfrí nú þegar. „Flugvélin brotnaði í spað“, heyrðist í sjónvarpsfréttum um daginn. Þetta er a.m.k. ákaflega hæpið „líkingamál“. Spað er kjöt sem höggvið hefur verið í litla bita. Menn spaðhöggva kjöt og spaðsalta. Hlutir, einkum úr tré, eiga aftur á móti til að brotna í spón. Áslákur austan kvað: Þvílík hörmung sem henti hann Jón, er hann hakkaði kjötið í spón: krakkamir örguðu, grannamir görguðu, og kerlingin lét eins og ljón. Hver á fætur öðrum tala menn um „útskrift“ í skólum, og alls konar samsetningar eru búnar til, sbr. 488. þátt. Sigurð- ur Guðmundsson skólameistari vildi ekki að nemendur sínir kæmu „mskrifaðir" frá skólan- um. Hann notaði sögnina að brautskrá og nefndi athöfnina brautskráningu. Brautskrán- ing stúdenta er hluti af þeirri athöfn sem á mæltu mannamáli heitir skólaslit, ekki „útskriftar- hátíð“, eins og lesa mátti í blaði. Við skólaslit eru oft viðstaddir fagnendur (júbílantar), t.d. 10 ára, 25 ára stúdentar o.s.frv. Dæmi fleiri málblóma koma í næstu þáttum. ★ Nokkur myndhverf orðtök í máli okkar eiga rætur að rekja 492. þáttur til spilamennsku af einhveiju tagi. Ég nefni fáein dæmi: Að kasta ás og daus merkir að fá illa útreið, vera óheppinn. Þetta orðtak er gamalt og kem- ur fyrir í Sturlungu oftar en einu sinni. Orðtakið er runnið frá teningakasti, líklega kotru. Ás á teningi merkir einn og daus tveir. Þegar tveimur ten- ingum er kastað, er lítil heppni að fá einn á öðrum og tvo á hinum. Orð þessi, ás og daus, eru ættuð úr latínu. Lat. as merkti koparpening, en daus er af lat. duos sem er þolfall af duo = tveir. Nú vill ei upp nema dausinn merkir að nú eltir ólánið mann. Daus var reyndar líka haft í dónalegri merkingu = rass. Það var hins vegar ansi mik- ið, að fá sex á báðum teningum, enda kastar þá tólfúnum (ekki „tólunum“ eins og heyrst hef- ur!) = keyrir úr hófi. Menn gátu svo sem kastað þremur tening- um, og ef menn fengu sex á öllum, tók átján yfir eða kast- aði átján yfir. Það hét dánu- mannstafl, þegar þrír voru ten- ingarnir, svona einhvers konar heldri manna tafl. Að kríta múka um eitthvað er sama og að segja frá ein- hveiju, geta þess. Þetta orðtak er komið frá reikningshaldi í spili því sem nefndist alkort. Þar gerðu menn krítarstrik til að skrá vinninga. „í alkorti tákn- aði múkur fimm fyrstu slagina, áður en andstæðingur hlyti neinn“ (H.H.). Það var svona svipað burst og þegar mönnum tókst að jana í brús. ★ Enn gerist undrið sem öllu tekur fram ■ og eins þó við siglum upp úr sjöunda himni: enn verður lyngmórinn athvarf söngfuglsins aftur renna hjarðimar til efstu grasa. (Hannes Pétursson: Undrið) Umsjónarmaður birtir þetta aðeins af því hvað það er fallegt. Alltaf lengra niðurávið... ettir Arna Helgason Hvað getur þetta gengið lengi. Spyr sá sem ekki veit. Og hvenær verður farið að setja negluna í fleyt- una, eða bara að ausa. Þetta er nú meiri skipshöfnin á þjóðarskútunni. Gleyma því sem þarf að muna. Þora ekki það sem þarf að gera. Og horfa svo vandræðalegir hver á annan. Þetta er alveg eins og ævintýrið um „Litlu gulu hænuna" sem við krakk- arnir lásum í skólanum í gamla daga. Fyrirtæki hvert af öðru hallast, sofna 0g sökkva. Samvinnuhugsjónin fokin út í veður og vind. Lán og skuldir og svo ræður enginn við neitt. Fyrir- tæki á hausinn og þeir sem nógu óforbetranlegir eru, gera engin skil fyrir því hvernig þetta hafi skeð því þeir vita að það tekur langan tíma að komast til botns í braskinu og málið getur líka fymst og dagað uppi — engin ábyrgð í neinu. Þetta fer vaxandi en þó eiga hér ekki allir sömu braut því margir gefast heiðarlega upp og leggja sína pappíra fram, en því miður fer þeim fækkandi, en það virðist allt hægt í þessu upplausnar og ábyrgðarlausa þjóðfélagi vímuefna og vandræða. Og þessi andi kemur því miður of oft ofan jafnvel frá þeim sem tekið hafa að sér að vísa þjóðinni leið til sannrar velmegunar. En meðan vel- megunin er menguð allskonar vímu er ekki von á góðu. Allir þessir út- reikningar, lánskjaravísitala og hús- næðisstjórnarlánaútreikningur sem hækkar því meira eftir því sem meira er borgað og í hana látið gerir marg- an manninn ringlaðan 0g því fer sem fer, minnkandi traust á stjómmála- mönnum sem þó er í lágmarki sem stendur, en fundarsókn til þeirra seg- ir sína sögu. En hversvegna er ekki hægt að snúa þessari óheiilaþróun við. Hætta að segja hvað fæ ég heldur hvernig get ég byggt mér og komandi kyn- slóðum bjartari framtíð og leggja að sér til þess. Við' þurfum alltaf að fórna einhveiju til þess að öðlast betri daga. Án fyrirhafnar fæst ekk- ert nema með óheiðarlegu móti. Þetta er málið. Það er hægt að snúa þessu við með því að taka sameigin- lega á. Ég man eftir 1959 þegar viðreisnin fór af stað með Ólaf Thors í fararbroddi. Sköpin sem urðu þá rétti margan við. Auðvitað voru þau ekki án fórna. En það má mikið gera fyrir að landið okkar fari ekki í fen- ið: Vinur minn á Eskifirði orti á sinni tíð: Víst á okkar hreppsnefnd hrós. Og heiðursmerki skilið: Hún er okkar lampa ljós. Á leiðinni oní gilið og fór sem fór, ríkið tók við öllu af henni. Það er önnur saga. Ég vorkenni ríkis- stjórninni sem nú er orðið sama „lampaljós" eða „týra“ á leiðinni oní gilið. En er það ekki áhyggjuefni ef Ami Helgason „En hversveg-na er ekki hægt að snúa þessari óheillaþróun við. Hætta að segja hvað fæ ég heldur hvernig get ég byggt mér og komandi kynslóðum bjartari framtíð og leggja að sér til þess.“ við þurfum kannske næst að „endur- kjósa stjórn, sem enginn vill í raun og veru hafa“. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarsljóri í Stykkishólmi. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.