Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 13
13
fræðum. Á vegum stofnunarinnar
og að nokkru leyti í samvinnu við
aðra hefur mikið þjóðfræðaefni ver-
ið hljóðritað á segulbönd í öllum
sveitum landsins og einnig í íslend-
ingabyggðum vestan hafs. Þetta
efni er rímnakveðskapur og annar
þjóðlagasöngur og talað mál, bund-
ið og óbundið, einkum þulur, ævin-
týri og hvers kyns þjóðsögur. Nærri
lætur að stofnunin eigi nú eða varð-
veiti 1.500 klukkustunda segul-
bandsupptökur með efni af þessu
tagi.
Árið 1985 var hafist handa um
að flytja þetta mikla efni yfir á
geymslubönd. Sú færsla gengur
vel, og hún er mjög mikilvæg fyrir
varðveislu efnisins og notkun þess.
Útgáfur
Eitt aðalverkefni Árnastofnunar
er útgáfa íslenskra texta frá fyrri
öldum, þegar ritverk dreifðust og
varðveittust í handritum.
Miðaldarit sem út eru gefin hafa
flest verið prentuð áður, en fyrri
útgáfur þeirra ekki verið fullnægj-
andi, og frá öldunum eftir siðbreyt-
ingu eru varðveitt fjölmörg íslensk
rit, frumsamin og þýdd, sem aldrei
hafa verið prentuð.
Tiltölulega fá rit frá því fyrir
1800, og nær engin miðaldarit
nema fombréf, eru varðveitt í frum-
riti; þau em til okkar komin í mis-
gömlum eftirritum, oft fjölmörgum.
Viðfangsefni útgefanda er m.a. að
leitast við að komast sem næst
upphaflegum texta, og til þess þarf
hann að rannsaka skyldleika allra
handrita og gera grein fyrir honum.
Síðan er prentaður texti eins hand-
rits (eða fleiri, ef munur handrita
er mjög mikill), en neðanmáls eru
prentuð lesbrigði, þ.e.a.s. orðalags-
munur annarra handrita sama
texta, sem hafa sjálfstætt gildi.
Þegar unnið er að slíkum útgáfum
þarf oftast að smala saman handrit-
um eða ljósmyndum handrita úr
mörgum söfnum, og útgáfustarfið
er mikið nákvæmnisverk og sein-
unnið.
Vísindalegar textaútgáfur eru að
öllum jafnaði með stafsetningu
þeirra handrita sem prentað er eft-
ir. Þær eru því ekki fjarska aðgengi-
legar almenningi, þó að hver
MORGUnÍlAÐID IÁ'l'lGA'RÚÁGUR 54. JÚNÍ 1*989
íslenskur lesandi geti í rauninni les-
ið þær sér til fróðleiks og ánægju.
Þessar útgáfur eiga að vera grund-
vallarrit fræðimanna sem um texta
þeirra fyalla í málfræði, bókmennta-
fræði eða sagnfræði og jafnframt
þeirra sem búa til prentunar aðrar
útgáfur sömu texta með sam-
ræmdri stafsetningu, ætlaðar nem-
endum og almenningi.
Árnastofnun hefur einnig gefið
út ljósprent nokkurra handrita, sum
þeirra á eigin vegum í ritröðinni,
Islensk handrit, en önnur hafa ver-
ið gefin út litprentuð í samvinnu
við bókaforlagið Lögberg í flokkn-
um íslensk miðaldahandrit.
Handritafræði og
textarannsóknir
Rannsóknir á handritum eru
sjaldnast takmarkaðar við texta
þeirra. Reynt er að grafast fyrir
um aldur handritanna, uppruna
þeirra og feril með könnun á stafa-
gerð og stafsetningu, samanburði
við rithendur annarra handrita og
leit að fólki sem stundum er nefnt
á titilblöðum eða í spássíukroti.
Handritalýsingar, sem m.a. taka til
þessara atriða, eru venjulega hluti
af inngangi fyrir textaútgáfu og
ljósprentun. Sérrannsóknir á þessu
sviði birtast einnig í safnriti stofn-
unarinnar, Griplu, sem sex bindi
eru komin af, og þar birtast einnig
ritgerðir um íslenska málfræði,
sögu og bókmenntir. Ritgerðir af
síðasttalda sviðinu hafa einnig birst
sjálfstæðar í ritroð Ámastofnunar.
Handritasýningar
Frá því að fyrstu handritin bár-
ust frá Danmörku hefur Ámastofn-
un haldið reglulegar handritasýn-
ingar í húsakynnum sínum. Þær
hafa verið opnar almenningi þrjá
daga í viku að sumrinu og auk
þess verið settar upp að vetrinum
fyrir skólanemendur á öllum aldri
og aðra hópa sem þess hafa óskað.
Erlendir gestir koma á stofnunina
á öllum árstímum og fá þar fræðslu
um íslenskan menningararf.
Ljósmyndir úr handritum og
fræðsluefni um þau hafa verið léð
til sýningar víða um lönd og í ör-
fáum tilvikum hafa íslensk handrit
verið léð á sýningar erlendis.
Samskipti við stúdenta
Sérfræðingar Árnastofnunar
hafa ekki kennsluskyldu, en á
síðustu árum hafa þeir innt af hönd-
um kennslu í þjóðfræðum, sagn-
fræði, bókmenntum fyrri alda,
textarýni og handritalestri, enda
hefur þeim stúdentum farið fjölg-
andi, sem leggja sig eftir íslenskum
fræðum fyrri alda. Ýmsir þessara
stúdenta koma í Árnastofnun til
þess að nota þar handrit, handrita-
myndir og bókakost vegna verkefna
sinna og leita leiðbeininga hjá
starfsmönnum.
Menningarmiðstöð
Islensk fræði, einkum þau sem
varða miðaldabókmenntir okkar,
eru stunduð við fjölmarga erlenda
háskóla. Fólk frá mörgum þessara
skóla hefur sótt Ámastofnun heim
og setið þar við störf sín nokkrar
vikur, mánuði eða ár. Flestir þess-
ara gesta eru frá Vestur-Evrópu
og Norður-Ameríku, en þeir hafa
einnig komið frá fjarlægari löndum
svo sem Japan, Nýja-Sjálandi og
ísrael.
Sumir þessara erlendu gesta hafa
haft rit í smíðum, sem þeir hafa
boðið Árnastofnun til útgáfu, cg
sama máli gegnir um nokkra
íslenska fræðimenn sem eru
ótengdir stofnuninni. Slík boð hafa
oftar en ekki verið þegin, enda hef-
ur verið litið svo á að stofnunin
hefði skyldum að gegna við íslensk
fræði hvar í heiminum sem þau em
stunduð, þó að slíku fylgi oft ærið
starf og kostnaður og það tefji fyr-
ir vinnu starfsmanna að eigin verk-
efnum.
Stofnun Áma Magnússonar á
íslandi varðveitir þau handrit sem
íslendingar kalla oft dýrmætasta
menningararf sinn. Þennan arf ber
stofnuninni að ávaxta og kynna
með starfi sínu. Jafnframt er Árna-
stofnun alþjóðleg rannsóknastofn-
un sem tengist íslensku fræðastarfi
víða um heimsbyggðina. Viður-
kenningar á þessu tvíþætta hlut-
verki stofnunarinnar mætti sjá
meiri stað í fjárveitingum til hennar.
Höfundur erhandritafræðingur.
FIÐLUTÓNAR
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Böðvar Bjarki: TVEIR DRENG-
IR. Alvitra 1988.
Tveir drengir Böðvars Bjarka er
sérkennilegt ferðaljóð sem greinir
frá ferð tveggja manna um fram-
andi lönd. Annar er fíðlungur og
reyndar minnir ljóðið stundum á
danskvæði:
Og ég man hversu angurværir
tónar fiðlunnar voru
yfir höfði mínu sveittu
hvemig þeir seiddu stúlkumar
bústnar og mjaðmamiklar
inn í ijóðrið til þín
fiðlan þagnaði skamma stund
þöp svo hófst leikur á ný
óþijótandi aftur og aftur
Siskó á flækingi, Pétur Gautur
og Hans Vöggur eru meðal bók-
menntalegra tilvísana í ljóðinu. Það
er semsagt brugðið upp ýmsum
myndum, sumum ævintýralegum
úr ferðalaginu, enda víða komið
við, m. a. hjá skáeygum mönnum
og Ungverjum og í leikhúsi þar sem
allir áhorfendur eru þverskornir á
háls. Þegar komið er á leiðarenda
Böðvar Bjarki
þekkir lesandinn sviðið: Krían er
ekki komin í hólmann og engin inn-
lend sönglist er til „nema falskur
rímnasöngur".
Tveir drengir eftir Böðvar Bjarka
er eins konar æfing í ljóðagerð,
verkar ekki beinlínis sannfærandi á
undirritaðan lesanda, en sýnir að
höfundurinn á til hugkvæmni og
getur komist laglega að orði. Ferða-
saga hans er að hefjast.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ hefur
námskeið í skyndihjálp þriðju-
daginn 27. júní klukkan 20 og
stendur það í fímm kvöld.
Námskeiðið verður haldið á
Öldugötu 4. Öllum 15 ára og eldri
er heimil þátttaka. Aðeins 15 kom-
ast á námskeiðið. Leiðbeinandi
verður Guðlaugur Leósson.
Á námskeiðinu verður kennt
hjartahnoð. Fyrsta hjálp við bruna,
kali og eitrunum. Einnig verður
kennd meðferð helstu beinbrota
og stöðvun blæðinga úr sárum og
margt fleira. Sýndar verða myndir
um slys.
(Úr fréttatilkynningu)
Siglingar á Rauðavatni
í SUMAR mun siglingaaðstaða
íþrótta- og tómstundaráðs á
Rauðavatni fyrir almenning verða
opin almenningi á eftirfarandi
tímum:
Þriðjudögum klukkan 16-16.30,
fimmtudögum klukkan 16-18.30,
laugardögum klukkan 13-17.
Afnot af bátum og björgunarvest-
Um er okeypis. (Fréttatilkynning)
FALLEGUR OG FREISTANDI
Globuse
Lágmúla 5, sími 681555.
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér Citroén AX árgerð 1989 á tilboðsverði.
Ódýrasta gerðin er uppseld, nokkrir bílar eru eftir af öðrum gerðum,
allt að 72 þúsund króna afsláttur.
Citroén AX hefur unnið hug og hjörtu eigenda sinna, jafnt á íslandi sem annars staðar.
Skoðanakönnun Hagvangs sýnir að íslenskir kaupendur (93% aðspurðra)eru
hæstánægðir með AX-inn sinn. Enda er hann bæði sprækur og sparneytinn
fjölskyldubíll á verði sem erfitt er að keppa við.
Og ekki spillir franskt og freistandi útlitið.
Ódýrasta gerðin sem við eigum núna(AX11TRE) kostar aðeins
510.000 kr
Eigum einnig nokkra AX sportbíla
á mjög góðu verði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Opið í dag kl. 1 - 5.
CITROEN M ÁRGERE) 1989
Á SUMARTILBOÐI!