Morgunblaðið - 24.06.1989, Side 21

Morgunblaðið - 24.06.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 21 Perú: Vargas Llosa hættir við forsetaframboð Lima. Reuter. MARIO Vargas Llosa, kunnasti rithöfimdur Perúmanna og frambjóð- andi hægrimanna í væntanlegum forsetakosningum, tilkynnti á fimmtudag, öllum að óvörum, að hann væri hættur við framboðið. Hefur þessi ákvörðun valdið ringulreið meðal stuðningsmanna hans en Vargas Llosa ber við mikilli óeiningu innan Lýðræðisfylkingarinn- ar, sem er bandalag mið- og hægriflokka. Forsetakosn- ingar verða í Perú eftir tæpa tíu mánuði og voru hægrimenn farnir að gera sér vonir um að ná aftur völdunum eftir fjögurra ára stjórnartíma mið- Vargas Llosa og vinstriflokka undir forsæti Alans Garcia. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur Vargas Llosa haft umtalsverða yfirburði yfir aðra frambjóðendur en næstur honum hefur komið marxistinn Alfonso Barrantes, fyrrum borgarstjóri í höfuðborginni Lima. Vargas Llosa hafði lengi ýmug- ust á stjórnmálunum en svo fór þó, að hann leiddi baráttuna gegn til- raunum Garcia forseta til að þjóð- nýta bankakerfið. Frambjóðandi Lýðræðisfylkingarinnar var hann kjörinn 4. júní sl. í afsagnarbréfinu segist hann halda, að dagar fylking- arinnar séu taldir og kennir um smásmugulegu þrasi og óeiningu meðal forystumannanna. Nefndi hann engin nöfn en samt er talið, að hann hafi einkum verið að beina spjótum sínum að Fernando Be- launde Terry, fyrrum forseta og einum helsta leiðtoga hægrimanna um áratugaskeið. Telja fréttaskýr- endur, að Belaunde Terry hafi sjálf- ur hug á að verða í framboði enn einu sinni. Dollari lækkar London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollara lækk- aði nokkuð í gær og ríkir mikil óvissa um framlialdið. Bendir þó margt til, að leiðin muni liggja heldur niður á við á næstunni. Það, sem einkum olli gengisfall- inu í gær, voru fréttir um, að pant- anir á vamingi öðrum en venjuleg- um neysluvömm hefðu minnkað um 4,2% í maí en það sýnir, að dregið hefur úr þenslu í bandarísku efna- hagslífi. Spáð lækkun olíu London. Reuter. Offramleiðsla og minni eftir- spurn en búist hefur verið við munu verða til að lækka olíu- verðið á næsta ári. Er þetta spá óháðrar, breskrar efhahagsstofh- unar. Starfsmenn bresku stofnunar- innar „Economist Intelligence Unit“ telja, að meðalverðið fyrir hvert fat af Brent-olíu úr Norðursjó verði 16 Bandaríkjadollarar á næsta ári en það hefur verið 17,30 dollarar það sem af er þessu. Segja þeir, að verðhækkunin að undanfömu stafi ekki af aðgerðum OPEC, Samtaka olíuútflutnings- ríkja, heldur af þeim áföllum, sem orðið hafi í olíuiðnaðinum, til dæm- is í Alaska. Þá bendi ekkert til, að eftirspurnin eigi eftir að aukast mikið og svo komi það til, að OPEC hefur nú ákveðið að hækka fram- leiðslukvótann úr 18,5 í 19,5 millj- ónir olíufata á dag. Bretland: Flugbanni af- léttaf Boeing 737-400 London, Brussel. Reuter. BRESKA flugmálastjómin (CAA) aflétti að kvöldi 20. júní flug- banni, sem það setti 12 Boeing 737-400 þotur breskra flugfélaga í 12. júní sl. vegna hreyfilbilana. Krafðist stofhunin þess að hreyfl- um þotnanna yrði breytt. í tilkynningu CAA sagði að eftir- lit með hreyflum Boeing 737-400 þotna yrði aukið. Búist er við að breytingum á hreyflum bresku flug- vélanna ljúki í vikunni. Ceausescu, forseti Rúmeníu, ásamt Elenu konu sinni, en hvað persónudýrkun varðar gefur hún bónda sínum lítt eftir. Rúmenía: Eymdin í ríki Ceausescus verður ekki orðum aukin MARGIR velta þvi fyrir sér hvort Rúmenía geti verið jafii ömurlegt land og af er látið. En í ríki þar sem refsivert er að ræða við útlend- inga er fátt um svör. Sá sem sækir landið heim kemst þó fljótlega að því að erfitt er að ýlqa ömurleikann í Rúmeníu. Þar er þó margt sem kemur á óvart. Alkunna er að matvöruverslanir eru tómar. Þar fæst ekkert nema myglað brauð og súrsað grænmeti. Mikið af matvælaframleiðslunni er flutt úr landi en allri dreifingu inn- anlands er stjórnað af svarta mark- aðnum. Allir Rúmenar vita að vör- urnar hverfa bakdyramegin. Þótt það teljist glæpur að eiga erlendan gjaldeyri þá eru peningavíxlarar alls staðar og þeir eiga nóg af Bandaríkjadölum sem þeir kaupa á tífoldu verði öpinberra banka. Við- skipti við ferðamenn eru einkum með Kent-sígarettur, engin önnur tegund er gjaldgeng, þótt enginn viti hvers vegna. Fréttamenn fá yfirleitt ekki vegabréfsáritanir til Rúmeníu en „ferðamenn" geta fengið áritanir, leigt sér bílaleigubíla og ferðast um landið að vild. Við þjóðvegina er flöldi eftirlitsstöðva hersins en enginn hirðir um að stöðva þar. En rúmenska öryggislögreglan (Securitate) lætur ekki að sér hæða. Taki hún upp á því að fylgj- ast með grunsamlegum vestur- landabúa klæðast útsendarar henn- ar Humphrey Bogart rykfrökkum og setja upp sólgleraugu, sama hvemig viðrar. Oryggislögreglan gætir einnig heimila um 30 rithöfunda og fyrr- um flokksmanna sem hafa andæft opinberlega. Ef gest ber að garði, stöðvar óeinkennisklæddur lög- regluþjónn hann, annar tekur nokkrar myndir og sá þriðji hefur talstöðvarsamband við höfuðstöðv- ar lögreglunnar. Slíkar móttökur fékk breski sendiherrann fyrr á þessu ári, þegar hann gerði tilraun til að heimsækja andófsmann. Það er einkum tvennt sem hefur vakið athygli á bijálsemi Ceausescu Rúmeníuforseta. Áætlanir um eyð- ingu fjölmargra þorpa og endur- greiðsla erlendra skulda. Skipu- lagslögin miða að því að flytja tvær milljónir manna í fjölbýlishús og jafna sexþúsund þorp við jörðu. A síðasta ári lýstu Ungveijar yfir áhyggjum sínum af framtlð ung- verskumælandi þorpsbúa í Tran- sylvaníu. Svo virðist sem aðeins eitt eða tvö þessara þorpa hafí verið rifin niður, en næstum öll þorp í nágrenni höfuðborgarinnar, Búkarest, hafa verið jöfnuð við jörðu. Áhrifa þess gætir í borginni þar sem heilu íbúðargötumar skipta um svip þegar ný fjölbýlis- hús rísa. Sumirtelja ástæðu áhersl- unnar á Búkarest sem miðpunkt landsins vera þá að Ceausescu sjálfur fer sjaldan út fyrir borgar- mörkin. Ceausescu hefur greitt flestar erlendar skuldir landsins en ekki allar eins og hann stærði sig af, þegar vestræn ríki þrýstu mjög á Rúmena um að bæta ástand mann- réttindamála í landinu. Litið var á yfírlýsingu hans um greiðslu skuld- anna og bann við nýjum erlendum lántökum, sem leið til að sýna að hann væri óháður Vesturlöndum. Á sama tíma reyndi hann þó að koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönn- um í von um bætt viðskiptakjör. Sumir segja að hvergi í sögu kommúnismans hafí verið búin til jafn mikil persónudýrkun og í kring um Ceausescu. En þótt myndir af honum skreyti allar opinberar byggingar þá virðist hann ekki vekja neinar tilfinningar í bijóstum Rúmena né heldur er virðing borin fyrir honum. Rúmenar skæla sig í framan og ranghvolfa augunum þegar minnst er á Ceausescu og m.a. hefur sést til miðstjómar- manna glugga í tímarit undir ræð- um hans. Vestrænir menn, búsettir í Búkarest telja að Ceausescu og hans menn haldi völdum með stuðningi öryggislögreglunnar og að þegar hann fari frá muni ráða- menn „Securitate" velja eftirmann hans. Ef til vill fer betri tími í hönd, nú þegar erfíðar skuldagreiðslur eru að baki. Nægir peningar eru til, ef Ceausescu vildi byggja upp innanlanas eða bæta lífsskilyrðin. En hann hefur hins vegar sagst vilja auka útflutning til ríkja þriðja heimsins. Sumir segja að það sé ekki óviðeigandi því svo virðist sem Ceausescu hafi flutt Rúmeníu til á landakortinu, frá Evrópu inn i þriðja heiminn. Heimild: The Economist. Verð kr. staðgreitt. COMBI CAMP er á fjaðrabúnaði, 10 tommu hjólbörðum, sérhönnuðum íslenskum undir vagni fyrir íslenskar aðstæður. COMBI CAMP hefur 3 rúmmetra lokað geymslurými. COMBI CAMP er á hagstæðu verði og kjörum, Líttu við hjá okkur um helgina því sjón er sögu ríkari. COMBLGAIVIP Easy

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.