Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ'1989
* >
SAA:
Þórarínn endurlgör-
inn formaður S AA
Reikningar samtakanna samþykktir
effcir töluverðar umræður
AÐALFUNDUR Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið var hald-
inn fyrir skömmu. Þar urðu töluverðar umræður um reikninga samtak-
anna, en endurskoðandi SÁÁ segir ekkert hafa komið fram í bók-
haldinu, sem gefi tilefiii til að ætla að um fjárdrátt eða misferli hafi
þar verið að ræða. Reikningarnir voru samþykktir eins og þeir voru
lagðir'fram. Þórarinn Tyrfingsson hefur verið endurkjörinn formaður
1 samtakanna.
Bókhald SÁÁ hefur nú verið fært
inn í stofnunina, en var áður fært
af bókhaldsfyrirtæki utan hennar.
Guðmundur Friðrik Sigurðsson,
löggiltur endurskoðandi, hefur séð
um endurskipulag bókhaldsins og
haft eftirlit með því. Hann vildi í
samtali við Morgunblaðið lítið tjá sig
um þetta mál. Hann sagði þó, að
fyrirtæki hans færði ekki bókhaldið
fyrir SÁÁ, heldur hefði haft umsjón
með lagfæringum á færslu þess og
flutningi utan úr bæ inn á stofnun-
ina. Nauðsynlegt væri að innra eftir-
lit með bókhaldinu væri virkt og það
GENGISSKRÁNING
Nr. 117 23. júni 1989 Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 58,19000 58,35000 57.34000
Sterlp. 90,27000 90,51800 89,96600
Kan. dollari 48.81900 48.95300 47.63600
Dönsk kr. 7.64150 7,66250 7,32550
Norsk kr. 8,16820 8,19060 7,92650
Sænsk kr. 8,79000 8.81420 8,49990
Fi. mark 13,31580 13,35240 12,82770
Fr. franki 8,76220 8,78630 8.43050
Belg. franki 1,42190 1,42580 1.36250
Sv. franki 34,46870 34.5634 32,66310
Holl. gyliini 26,40020 26,47280 25,31180
V-þ. mark 29.72370 29,80540 28.52740
ít. líra 0.04099 0,04110 0.03949
Austurr. sch. 4.22510 4,23670 4,05270
Port. escudo 0,35580 0,35680 0.34570
Sp. peseti . 0,46650 0.46780 0,45250
Jap. ýen 0.41446 0,41560 0,40203
írskt pund 79,33300 79,55100 76,25600
SDR (Sérst.) 72.80730 73,00750 71,01270
ECU, evr.m. 61,47770 61.64680 59.35550
Tollgengi fyrir júní er sölugengi 29. mai.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
tæki tíma og þjálfun starfsfólks til
að það eftirlit yrði fullnægjandi.
Hann sagði að ekkert hefði komið
fram, sem gæfi tilefni til að ætla
að um fjárdrátt eða misferli hefði
verið að ræða, en í ljós hefði komið
að ýmislegt hefði mátt betur fara.
Sú umræða um bókhaldið, sem fram
hefði farið í fjölmiðlum, væri fyrir-
tæki sínu með öllu óviðkomandi. Hún
væri frá öðrum komin.
Á aðalfundinum voru eftirtaidir
12 fulltrúar kosnir til að taka sæti
í 36 manna stjórn og 5 til vara:
Davíð Kristjánsson, Eyjólfur R. Ey-
jólfsson, Guðmundur J. Guðmunds-
son, Hermann Ástvaldsson, Ingjald-
ur Amþórsson, Jón Steinar Gunn-
laugsson, Magnús Bjarnfreðsson,
Már Gunnarsson, Olafur Friðfinns-
son, Sigurður G. Tómasson, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þórarinn
Þorkell Jónsson. Til vara voru kosin
Ingibergur Helgason, Ingólfur Krist-
mundsson, Jóhann Om Héðinsson,
María Sigurðardóttir og Úlfar S.
Ágústsson.
Á fundi aðalstjórnar var Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir síðan ein-
róma kjörinn formaður samtakanna,
en auk hans voru eftirtaldir stjómar-
menn kjömir til starfa í fram-
kvæmdastjórn: Þráinn Bertelsson,
varaformaður, Þorkell Jónsson,
gjaldkeri, Bjarni Ólafsson, ritari og
Friðrik Theodórsson meðstjórnandi.
Til var vom kosin Gunnar Kvaran,
Jóhanna Gunnþórsdóttir og Kolbrún
Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri SÁA
er Jón Baldvinsson.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 23. júní.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 64,00 59,00 60,63 4,173 252.981
Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,090 2.685
Ýsa 103,00 70,00 78,07 1,271 99.228
Karfi 36,00 36,00 36,00 0,908 32.670
Ufsi 33,00 15,00 27,60 0,964 26.610
Steinbítur 44,00 40,00 41,25 1,006 41.497
Langa 42,00 42,00 42,00 0,488 20.475
Lúða 245,00 100,00 231,86 0,328 76.053
Koli 49,00 49,00 49,00 1,027 50.323
Skata 71,00 71,00 71,00 0,055 3.906
Skötuselur 120,00 110,00 116,38 0,965 112.305
Skötuselssk. 305,00 305,00 305,00 0,126 38.430
Samtals 66,42 11,399 757.163
Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 59,00 55,00 57,91 13,354 773.260
Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,024 360
Ýsa 100,00 76,00 83,72 7,251 607.039
Ýsa(smá) 13,00 13,00 13,00 0,075 975
Karfi 32,50 15,00 31,01 121,141 3.756.673
Ufsi 38,50 35,00 37,80 35,715 1.350.110
Steinbítur 53,00 42,00 45,79 0,206 9.433
Langa 38,00 38,00 38,00 0,505 19.190
Lúða 215,00 210,00 214,56 0,158 33.900
Skarkoli 59,00 25,00 56,65 0,362 20.508
Keila 12,00 12,00 12,00 0,162 1.944
Samtals 36,70 178,366 6.546.089
Selt var úr Viðey RE og bátum. Á mánudag verður selt óákveð-
ið magn af blönduðum afla úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 65,50 54,50 61,27 4,429 271.380
Þorskur(umál) 20,00 20,00 20,00 0,106 2.120
Ýsa 93,00 35,00 85,06 2,210 187.982
Karfi 39,50 29,00 32,57 10,715 349.026
Ufsi 40,50 32,00 36,93 13,886 512.836
Steinbítur 23,00 15,00 20,68 0,069 1.427
Hlýri 23,00 23,00 23,00 2,056 47.288
Langa 23,00 12,00 21,17 0,360 7.620
Lúða 240,00 70,00 117,92 0,128 15.035
Grálúða 21,00 21,00 21,00 0,050 1.050
Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,110 4.400
Keila 14,50 12,00 14,31 1,084 15.508
Skata 5,00 5,00 5,00 0,060 300
Skötuselur 310,00 310,00 310,00 0,025 7.750
Samtals 40,35 35,287 1.423.722
Selt var úr Gnúpi GK og Oddgeiri ÞH. Á mánudag verða meðal
annars seld 35 tonn, aðallega af ýsu, úr Eini GK, 30 tonn af
þorski, ýsu, ufsa og steinbít úr Eldeyjar-Boða GK og 1 tonn af
humri. Seld verða 60 til 100 tonn úr Hauki GK á mánudag eða
þriðjudag.
Morgunblaðið/Arni Johnsen
Þorri hluthafanna sem eiga verslunina Kjarabót á Selfossi, við opnun-
ina í júníbyrjun.
Selfoss:
Ný verzlun
Kjarabót
Kjarabót heitir ný verslun sem
opnaði fyrir skömmu á Selfossi,
en 41 einstaklingur á hlutafélag-
ið Dug h.f. sem rekur Kjarabót.
A boðstólum em 600-800 teg-
undir í stað 2000-3000 í venjuleg-
um verslunum og byggist verslunin-
á staðgreiðslu. Kjarabót er til húsa
við Eyrarveginn í 360 m2 húsnæði
og að sögn verslunarstjórans, Auð-
uns Guðjónssonar er markmiðið að
keppa við stórmarkaðina í Reykja-
vík og bjóða sérstaklega þá vöm
sem hreyfist mest, matvörar og
hreinlætisvömr.
V estmannaeyj ar:
Tónleikar á 70
ára aftnæli
Vestmannaeyjakaupstaður
heldur upp á 70 ára afinæli sitt
á morgun. I tilefni af því heldur
Sinfóníuhljómsveit íslands tón-
leika í Samkomuhúsinu i Vest-
mannaeyjum og hefiast þeir
klukkan 16.30.
Á efnisskrá verða tvö verk, eftir
Haydn og Dvorák. Hljómsveitar-
stjórar verða Guðmundur H. Guð-
jónsson, organisti Landakirkju, en
hann er jafnframt kórstjóri og Petri
Sakari. Einsöngvarar verða Margr-
ét Bóasdóttir og Viðar Gunnarsson.
Dósamóttaka
o g dósaleikar
þjóðþrifa
SKÁTAR, Hjálparsveitir skáta
og Hjálparstofnun kirkjunnar
hafa tekið höndum saman um
verkefiii, sem kallast Þjóðþrif.
Þjóðþrif gefa almenningi kost á
að losa sig við einnota drykkjar-
vömumbúðir og innheimta skila-
gjaldið. Féð rennur til styrktar
æskulýðs- og björgunarstarfi á
vegum skátanna og hjálparstarfi
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Í dag byrja Þjóðþrif dósamóttök-
una við Skátahúsið, Snorrabraut
60 í Reykjavík. Klukkan 14 verða
haldnir sérstakir Dósaleikar þar
sem börnum á öllum aldri verður
boðið að spreyta sig í ýmsum dósa-
keppnum og dósaþrautum. Allir
þeir sem taka þátt í keppnunum
fá sérstök þátttökuverðlaun.
Ráðsteftia
dómara í hár-
snyrtingu
DAGANA 25. til 27. júní nk.
verður haldin hér á landi al-
þjóðleg ráðsteftia fyrir dómara
í hársnyrtingu.
Hingað munu koma 27 gestir frá
um 11 þjóðlöndum og á meðal
þeirra er stjóm alþjóðasambands-
ins. Á ráðstefnunni verður rætt um
nýjar reglur og dómgæslu á næsta
heimsmeistaramóti sem verður
haldið í Rotterdam 23. og 24. sept-
ember 1990.
Friðarhlaup 89
HLAUPARAR í Friðarhlaupinu
koma til Reykjavíkur á morgun
eftir að hafa lagt um 3500 km
leið að baki. Hlaupinu lýkur
formlega með athöfti sem hefst
klukkan 15 á Lækjartorgi, en
hlauparar eru væntanlegir kluk-
an 15.30.
Frá Mosfellsbæ er tímaáætlunin
þessi: Klukkan 11.30 Mosfellsbær,
12.30 Ársel Árbæ, 13.00 Höfða-
bakkabrú, 13.30 við sundlaugina í
Breiðholti, 14.00 Breiðholtskirkja
Mjódd, 14.30 vestan Elliðaárbrúar,
15.00 Miklatún, 15.30 Lækjartorg.
Hljómsveitin Gildran byijar að
leika klukkan 15 á Lækjartorgi.
Fulltrúar þingflokkanna, ÍSÍ og
Ungmennafélags íslands hlaupa
með frá Miklatúni. Kynnir verður
Jakob Þór Einarsson.
(Fréttatilkynning)
Göngudagur
fjölskyldunnar
1989
Ungmennafélag íslands og
Bandalag íslenskra skáta gang-
ast fyrir „Göngudegi flölskyld-
unnar“, í dag og á morgun.
Framkvæmd göngudagsins er í
höndum ungmennafélaga og skáta-
félaga á hveijum stað. Á síðast-
liðnu ári tóku um 2-3000 manns
þátt í Göngudegi fjölskyldunnar.
Almennt em gönguferðir á bilinu
tveir til sjö tímar.
Sumarsýningar í
Norræna húsinu
17. júní voru opnaðar tvær
sýningar í Norræna húsinu.
Sýning á málverkum eftir Jó-
hann Briem er í sýningarsölum.
Sýnd eru um 30 málverk öll í eigu
einstaklinga eða stofnana. Verkin
em máluð á ámnum 1958-1982.
Sýningin stendur fram til 24. ágúst
ogeropin daglega klukkan 14-19.
I anddyri hússins var opnuð sýn-
ing er nefnist Jörð úr ægi. Þessi
sýning er haldin í tilefni af 100 ára
afmæli Náttúmfræðistofnunar ís-
lands. Sýningin lýsir myndum
Surtseyjar og hamfömnum í
Heimaey sem em á margan hátt
táknræn fyrir myndun íslands.
Sýndir era helstu sjófuglar eyj-
anna og algengar háplöntur. Einn-
ig er lýst landnámi lífvera í Surtsey.
Sýningin verður opin fram til
24. ágúst og opin klukkan 9-19
nema sunnudaga frá 12-19.
Á hveijum laugardegi frá 17.
júní til 26. ágúst heldur Borgþór
S. Kjærnested fyrirlestra í Nor-
ræna húsinu um íslenskt samfélag.
Klukkan 17 fer fyrirlesturinn fram
á sænsku og kiukkan 18 verður
fyrirlesturinn haldinn á finnsku.
Borgþór mun svara fyrirspurnum
fundargesta.
Jazzpíanótríó
í Heita pottinum
ÞEIR Egill B. Hreinsson, Þórður
Högnason og Maarten van der
Valk leika jazz í Heita pottinum,
Duus húsi á morgun sunnudags-
kvöld.
Leikin verða m.a. íslensk lög
útsett í jazzstíl, m.a. eftir Pál
ísólfsson og Emil Thoroddsen.
Gestaleikari verður Stefán S. Stef-
ánsson. Tónleikarnir hefjast um
klukkan 21.30.
(Fréttatilkynning)
Ferð til Nesja-
valla
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag
eftiir til ferðar á morgun sunnu-
daginn 25. júní til Nesjavalla.
Ekið verður meðfram nýju Nesja-
vallaæðinni og litast um í dölum
Dyrafjalla norðan Hengils og á
jarðhitasvæðinu á Nesjavöllum.
Leiðsögumen verða Einar Gunn-
laugsson, jarðfræðingur og Magn-
ús Jóhannson, líffræðingur. Lagt
verður af stað frá Umferðarmið-
stöðinni klukkan 11 og áætlað að
koma til baka um klukkan 16.
Tölvusumarskóli
fyrir börn og
unglinga
TOLVU- og verkfræðiþjónustan
heldur í sumar námskeið fyrir
börn og unglinga á aldrinum
11-16 ára og byijar næsta nám-
skeið 26. júní og síðan 14.ágúst.
Hvert námskeið stendur yfir í 3
vikur (15 virka daga) og nemendur
geta valið um hvort þeir verða fyr-
ir eða eftir hádegi, klukkan 9-12
eða klukkan 13-16. í hveijum hóp
verða 10 nemendur og hefur hver
sína Macintosh-tölvu til umráða í
kennslustundum.
Höfimdur Is-
fólksins til
Islands
\
HÖFUNDUR bókaflokksins um
ísfólkið kemur hingað til lands
á morgun. Það er skáldkonan
Margit Sandemo, sem hefur sam-
ið rúmlega 50 framhaldssögur.
Hér á íslandi mun Margit Sande-
mo hafa vikudvöl og meðal annars
hitta íslensk starfssystkin sín,
heimsækja fjölmiðlana, hitta
íslenska lesendur sína í húsnæði
Prenthússins í Faxafeni 12 í Skeif-
unni og árita bækur.
Prenthúsið hefur gefið bækurnar
um ísfólkið út í 6 ár. Út em komn-
ar 45 bækur og em aðeins 2 bæk-
ur eftir þar til flokknum lýkur.
Morgunblaðið/Þorkell
Listin að lifa
STUÐMENN sendu nýverið frá
sér sína níundu plötu, sem hljóm-
sveitin hefiir gefið nafnið Listin
að lifa.
Það er hljómplötuútgáfan Skífan
sem gefur plötuna út, en Stuðmenn
eru í dag Egill Ólafsson, Jakob
Magnússon, Ragnhildur Gí^ladótt-
ir, Tómas Tómasson, Ásgeir
Óskarsson og Þórður Árnason.
Valgeir Guðjónsson leggur hljóm-
sveitinni lið við lagasmíðar og einn-
ig á Sigurður Bjóla eitt lag á plöt-
unni sem hann syngur sjálfur. Flosi
Ólafsson syngur og eitt lag.
Stuðmenn halda í tónleikaferð
um landið til að kynna plötuna í
enduðum júní.