Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 28

Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Slökkvilið; Oánægðir með launin UNDIRMENN í Slökkviliði Akur- eyrar hafa sent firá sér bréf sem lagt var fram í Kjaranefnd fyrir skömmu þar sem þeir lýsa óánægju sinni með launakjör og óska eftir endurskoðun á kjörum sínum. Kjaranefnd hefur vísað bréfinu til starfsmatsnefhdar. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði slökkviliðsmenn á Akureyri með verst launuðu slökkviliðsmönnum iandsins. „Launin eru skammarlega lág og það er til vandræða að fá starfs- menn í sumarafleysingar og til að manna varaliðið vegna þess,“ sagði Tómas Búi. „Ef ekki kæmi til vaktaálag og annað slíjct væri ekki nokkur kjaft- ur í slökkviliðinu." Húsbílar 520 • 550 • 610 A-610 B Morgunblaðið/Rúnar Þór Þýska myndlistarkonan Hedy Heise sýnir á Akureyri. Hedy Heise sýn- ir í Háskólanum í dag, laugardag, opnar Hedy sín og haldið sýningar víða um Heise myndlistarsýningu í húsnæði Evrópu. Háskólans á Akureyri við Þórunn- Útvegum allt í húsbílinn. Ýmsar vörur á lager, gas-mið- stöðvar, ofnar, vatnshitarar, elda- vélar, vaskar, plasttankar, kranar, dælur, ódýr ferða WC, léttar inn- réttingaplötur, læsingar, loftlúgur, ísskápar o.m.m.fl. Húsbílar sf., Fjölnisgötu 6, Akureyri. Sími 96-27950 milli kl. 16 og 18.30. flesta daga. Fax 96-25920. Ath.: Lokað 19. júlf — 25. ágúst. arstræti. A sýningunni verða um 60 verk af ýmsum gerðum, olíu og vatnslitaverk, auk teikninga með penna og blýanti. Sýningin verður opin til 2. júlí. Á sýningunni eru m.a. myndir frá íslandi, en Hedy hefur ferðast um landið og það orð- .ið henni að myndefni. Hedy Heise er fædd í Póllandi árið 1944, alin upp í Austur-Þýska- landi, en nú búsett í Vestur-Þýska- landi. Hún hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og verðlaun fyrir verk Til sölu Vel staðsett 550 fm verslunar- eða iðnaðarhús- næði á Fjölnisgötu 1a, Akureyri. Stór lóð. Viðbyggingarréttur. Upplýsingar gefa: Víkingur Antgnsson, sími 91-656703, Guðmundur Óskar Guðmundsson, sími 96-21441. Sveit Arnar sigraði í bridskeppni Norðurlands Bikarkeppni Norðurlands eystra og vestra í brids lauk fyr- ir skömmu og var úrslitaleikur- inn spilaður á Siglufirði. Þar átt- ust við sveit Arnar Einarssonar firá Akureyri og sveit Ásgríms Sigurbjömssonar frá Siglufirði. Spilaðar voru fjórar lotur, sextán spil í hverri lotu. Eftir fyrstu lotuna höfðu Öm og félagar tekið foryst- una, 67 stig gegn 41 og eftir aðra lotu var munurinn orðinn 40 stig, 98 gegn 58. Þriðja lotan var nokk- uð jöfn, en að henni lokinni hafði Örn skorað 129 stig gegn 86 stigum Ásgríms. Leikar fóru svo að sveit Amar sigraði, hlaut 151 stig á móti 134 stigum Ásgríms og félaga. í sveit bikarmeistara Norður- lands voru auk sveitarforingjans, Amar Einarssonar, þau Hörður Steinbergsson, Soffía Guðmunds- dóttir og Hermann Tómasson. Alls tóku um 20 sveitir víðs vegar af Norðurlandi þátt í keppninni. FJÓRAR NÝJAR BÆKUR! BÆKUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Vistheimilið Sólborg; Starfefólki sagt upp störfúm Breyting-ar á starfsfyrirkomulagi ÖLLU starfsfólki á vistheimilinu Sólborg, nema deildarstjórum, hef- ur verið sagt upp störfum frá og með 1. júlí næstkomandi. Sigrún Sveinbjömsdóttir framkvæmdasljóri Svæðisstjóraar um málefiii fatl- aðra sagði að vonast væri til að hægt yrði að endurráða nær alla. Hún sagði að umtalsverðar breytingar yrðu gerðar á starfsfyrirkomu- lagi og taka þær gildi 1. október. Hert eftirlit með að stofnanir á vegum ríkisins haldi sig innan þess stöðugildaramma sem þeim hefur verið úthlutaður hefur í för með sér að stöðugildum á Sólborg verður fækkað um 7 og verða því alls 63 stöðugildi við stofnunina eftir breyt- inguna. Fækkun stöðugilda hefur í för með sér miklar breytingar á starfsfyrirkomulagi á heimilinu og verður að segja upp starfsfólki við aðhlynningu, í eldhúsi, á vinnustof- um, á skóladagheimili og á sauma- stofu. Sigrún sagði að iðulega yrðu töluverðar breytingar á starfsfólki á heimilinu og því ætti að vera hægt að endurráða alla þá sem halda vilja áfram að vinna þar, en ef til vill yrðu einhveijir fluttir til í störfum. „Það eiga sér stað breytingar í málefnum fatlaðra í þá átt að fólk- ið sjálft taki aukna ábyrgð á sínu daglega lífi. Það hefur í för með sér að verið er að reyna að bijóta upp stofnanirnar eins og þær áður voru hugsaðar, þ.e. sameiginleg mötuneyti fyrir alla og allir sendu þvottinn sinn í sama þvottahúsið. Þannig er æ meir horft til sambýla fyrir fatlaða sem byggð eru upp með það í huga að þau séu heimili fólksins og er þá miðað við getu hvers og eins varðandi þátttöku í þeim störfum sem heimilislífinu fylgja," sagði Sigrún. Klippt af 17 bílum LÖGREGLAN á Akureyri hefur verið með klippurnar á loffci und- anfarna daga og klippt númer af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið feerðar til skoðunar á til- settum tíma. í gær, föstudag, klippti lögreglan númer af sautján bílum. Varðstjóri lögreglunnar ságði að um væri að ræða bíla sem færa hefði átt til skoðunar fyrir alllöngu. „Þetta er nú aðallega trassaskapur hjá fólki, að koma ekki með bílana til skoðun- ar,“ sagði varðstjórinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá við eitt verka sinna á sýningunni. Kristín Jónsdóttir sýnir í Myndlistarskólanum KRISTÍN Jónsdóttir frá Munka- þverá heldur sýningu á verkurn sínum í Myndlistarskólanum á Akureyri dagana 24. júní til 2. júlí. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 24. júní kl. 14.00 og verður hún opin daglega frá kl. 15.00- 19.00. Kristín stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og famhaldsnám í Kaupmannahöfn, Frakklandi og á Ítalíu. Þetta er þriðja einkasýning Kristínar, en hún hélt einkasýningu í Rauða húsinu á Akureyri árið 1981 og í Lista- safni ASÍ árið 1988. Auk þess hef- ur Kristín tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði hérlendis og erlendis, á Norðurlöndum, í Frakklandi, Ung- veijalandi, Júgóslavíu, Banda- ríkjunum og Kanada. Verk eftir hana eru í söfnum hér á landi og erlendis. Á sýningu Kristínar í Myndlistarskólanum verða 20-30 verk, flest gerð úr ull með blandaðri tækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.