Morgunblaðið - 24.06.1989, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
% ! ' ' ' ■ : l——m—i r i t . . ■■ i. i . i i
32
Sumarmáltíð
Yfirleitt borðum við öðruvísi mat á sumrin en á veturna. Við viljum léttari mat. Hvort
hitastigið á sinn þátt í því hér hjá okkur, skal ósagt látið. Hitinn hefur ekki verið
mikill það sem af er sumri, a.m.k. hér sunnanlands. Verslanir eru með miklu meira
úrval af grænmeti á sumrin og sumir eru svo lánsamir að eiga heimaræktað græn-
meti. Eg á t.d. heimaræktaðar papríkur í borðstofuglugganum mínum og eru þær orðnar stór-
ar og fallegar. Mér finnst reyndar hálfgerð synd að taka þær af og matbúa, en barnabörnin
mín hafa mjög gaman af að tína þær og stífa úr hnefa eins og epli. En papríkurnar eru margar
og vonandi er nóg af þeim handa okkur öllum. Svo er sumarið rétt að byrja og ég á von á
uppskeru allt sumarið og fram eftir vetri. Að þessu sinni tók ég fræ úr fallegri grænni papríku
og sáði í marsbyrjun og sjaldan hafa papríkurnar mínar verið fallegri og fleiri, þrátt fyrir litla
sól og vafalaust kulda frá gluggarúðunum. Undanfarin ár hefi ég keypt fræ, en gerði það
ekki núna og þetta gafst mjög vel.
Svo er rabarbarinn fullsprottinn í garðinum, en hann er hvað ljúffengastur á þessum tíma.
En jarðarberin í kökuna eru ekki heimaræktuð. Þau keypti ég frosin, en hægt er að fá mjög
góð og ódýr frosin jarðarber.
Fylltar papríkur
6 meðalstórar grænar papríkur
6 dl vatn
3 dl hrísgijón
1 tsk. soðkraftsduft eða 1 súpu-
teningur
nýmalaður pipar
1 stór laukur
'k msk matarolía
3 egg
150 g rifinn mjólkurostur
1 msk. parmesanostur
fersk steinselja eða graslaukur.
1. Reynið að velja breiðar paprík-
ur, jafnar til endanna, sem geta
staðið vel. Takið stilkinn og það
sem er umhverfis hann úr, takið
steina og hvítar himnur innan úr.
Papríkan þarf að haldast heil.
2. Setjið vatn og soðkraftsduft í
pott og látið sjóða. Setjið
hrísgijónin út í, látið sjóða við
hægan hita í 10 mínútur á hell-
unni.
3. Setjið matarolíu í lítinn pott
Afhýðið og saxið laukinn, setjið í
olíuna og sjóðið við hægan hita í
5-7 mínútur.
4. Setjið lauk út í gijónin, setjið
síðan eggin út í.
5. Rífið ostinn gróft og setjið út í.
6. Fyllið papríkumar með þessu.
Það má gjaman vera kúfur á
þeim.
. 7. Stráið parmesanosti yfír ásamt
steinselju eða graslauk.
8. Hitið bakaraofn í 210°C, blást-
ursofn í 190°C, setjið papríkumar
á eldfasta skál, setjið örlítið vatn
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
í skálina. Setjið papríkumar síðan
í ofninn og bakið í 15-20 mínútur.
Meðlæti: Ristað brauð. Þetta
má einnig borða með físki eða
kjöti.
Rabarbara/j arðarberj a-
kaka
Botninn:
1 dl haframjöl
'k dl sólblómafræ eða möndlur
% dl hveiti
'h dl sykur
'h dl brætt smjör eða smjörlíki
2 msk. mjólk.
1. Blandið saman haframjöli, sól-
blómafræi (söxuðum möndlum),
hveiti og sykri.
2. Bræðið smjörið, setjið mjólkina
út í. Hellið út í mjölblönduna.
Hrærið saman.
3. Þrýstið deiginu á botninn á
bökumóti, 22-25 sm í þvermál.
4. Hitið bakaraofn í 190°C, blást-
ursofn í 170°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 12 mínútur.
Fyllingin:
2 dl mjólk
h bréf Ötker-búðingsduft, van-
illu- eða möndlu.
h msk. hunang
14 tsk. vanilludropar
'h dós hrein jógúrt.
1 egg.
1. Hitið % hluta mjólkurinnar, en
hrærið '/< hluta út í búðingsduftið.
Hrærið síðan út í heita mjólkina
og látið sjóða. Hrærið stöðugt í.
2. Sétjið hunang og vanilludropa
út í.
3. Hrærið síðan jógúrt og egg
út í. Hellið á bökubotninn.
Ofan á:
4 mjóir rabarbaraleggir, 50 sm
á lengd
150 g frosin eða fersk jarðarber
2 msk. hunang.
1. Skerið rótina af rabarbara-
leggjunum, afhýðið síðan. Það er
auðvelt. Kljúfið hvern legg í 3-4
hluta, skerið síðan einu sinni
þvert. Raðið leggjunum í stjömu
ofan á bökuna.
2. Kljúfið jarðarberin og raðið
ofan á, skurðflötur snúi upp.
3. Hitið hunangið, ausið yfir með
skeið.
4. Minnkið hitann á ofninum um
15°. Setjið botninn í ofninn og
bakið í 25 mínútur.
Meðlæti:Is eða þeyttur ijómi.
Vanskil eða vanskilmiigur
eftir Steinar Berg
Isleifsson
Eins og hver einasti söluskatts-
greiðandi á íslandi veit, hóf fjár-
málaráðuneytið harðar aðgerðir til
innheimtu á „vanskilum“ á sölu-
skatti sl. mánudag. Það er í sjálfu
sér fagnaðarefni að ráðuneytið grípi
til áhrifaríkra og árangursríkra
aðferða hvað varðar innheimtu á
þeim söluskatti sem aðilar hafa inn-
heimt og ber að skila til ríkisins.
Ég reikna með að allir söluskatts-
greiðendur skilji hugtakið sölu-
skattur á þann hátt að þar sé um
að ræða skatt, sem leggst ofan á
vöru eða þjónustu, sem síðasta stig
áður en sala á sér stað til endan-
legs neytanda. Einnig á ég von á
því að flestir myndu skilja það svo,
að ef um vanskil væri að ræða á
söluskatti ætti það við um peninga,
sem söluskattsgreiðandi hefði greitt
til seljanda sem síðan hefði svikist
undan að skila þessum peningum
til ríkisins. Slík eru hin dæmigerðu
vanskil og er réttlætanlegt að harð-
lega sé gengið fram við innheimtu
slíkra vanskila.
En undantekningin sannar regl-
una og vissulega eru til undantekn-
ingar og afbrigði við þessa einföldu
meginreglu. Tökum sem dæmi að
þú, söluskattsgreiðandi góður,
keyptir þér hús, greiddir það að
fullu og flyttir inn í það. Nokkrum
árum seinna fengir þú tilkynningu
frá skattstjóra þar sem þér væri
tjáð að samkvæmt skoðun gagna
hefði það komið fram að trésmiður
sá sem sló upp mótunum við bygg-
ingu hússins hafði ekki rukkað sölu-
skatt eins og honum bar skylda til.
Þess vegna hefði verið ákveðin
álagning á þig að upphæð krónur
1.000.000 auk viðurlaga og dráttar-
vaxta frá því að mótin voru sett
upp. Auðvitað mótmælir þú þessari
óvæntu skuld sem þú ert skyndilega
kominn í, en allt kemur fyrir ekki,
svo þú ákveður að leita réttar þíns
hjá ríkisskattanefnd, sem er úr-
skurðaraðili um skattaleg ágrein-
ingsmál. Nokkrum mánuðum
seinna banka uppá hjá þér lögreglu-
þjónar, serh segjast hafa fyrirmæli
frá fjármálaráðuneytinu um að inn-
sigla húsið þar til „vanskil" þín eru
að fullu greidd.
Þetta dæmi er að sjálfsögðu mjög
einfölduð mynd en þó sambærileg
við skuldamyndun myndbandaút-
gefenda við ríkissjóð en öllu heldur
þeim innheimtuaðferðum sem fjár-
málaráðuneytið beitti við innheimtu
„söluskattsvanskila" myndbanda-
útgefenda. Upp úr stendur fárán-
leiki skuldakröfunnar og hið hróp-
andi óréttlæti sem beitt er við inn-
heimtu hennar.
Lesanda til örlítillar glöggvunar
á helstu eðlisþáttum hvað sölu-
skattsálagningu skattstjóra á
myndbandaútgefendur varðar, skal
eftirfarandi tekið fram. Kostnaðar-
verð, sem myndbandaútgefendur
greiða vegna útgáfu myndbanda,
skiptist í eftirfarandi meginþætti:
Kaup á framleiðslu „master", fjöl-
földun á spólum, prentun límmiða
og kápu og höfundarlaun til hand-
hafa myndbandaréttar, sem er
langstærsti hluti kostnaðarins. Þeg-
ar svo myndbandsspólur eru seldar
myndbandaleigum ieggur mynd-
bandaútgefandi söluskatts ofan á
útsöluverð til myndbandaleiganna.
Myndbandaútgefendur hafa ger'
full skil á þessum söluskatti, um
það snýst ágreiningurinn ekki.
Ágreiningurinn snýst um að árið
1987 gerði skattsjóri kröfu til þess
að myndbandaútgefendur greiddu
söluskatt af kostnaði við fjölföldun
á öllum myndbandaspólum og
prentun á kápum myndbandaspóla,
sem séldar voru árin 1985 og 1986.
Myndbandaútgefendur mótmæltu
þessari skattlagningu. Meginrökin
eru þau að söluskatti hafi að fullu
verið skilað af útsöluverði vörunnar
og skattstjóra sé óheimilt að leggja
söluskatt á framleiðslukostnað sölu-
vöru enda tíðkast slíkt ekki við
neina aðra framleiðslu. Einnig fæst
ekki séð hvemig skattstjóra er stætt
á því að rukka fyrir söluskatt sem
aldrei hefur verið innheimtur né
settur inn í vömverð þeirrar vöm,
sem seld er. Kæm og gögnum var
skilað til ríkisskattanefndar sem
enn hefur ekki úrskurðað í málinu.
Það var auðvitað vemlega pirr-
andi að fá sífellt yfirlit frá Toll-
stjóraembættinu, sem sýndi þessa
afturvirku álagningu, sem skuld.
Þegar svo þrýstingur fór að vaxa
fyrir nokkmm mánuðum fóm að
berast lokunarhótanir. Ég fór þá á
fund fulltrúa tollstjórans í
Reykjavík og varð úr, að tekið var
lögtak í einni af verslunum Steina
hf. vegna „söluskattsskuldar“ fyrir-
tækisins. Jafnframt sem mér var
sagt að ekki yrði um frekari aðgeð-
ir að ræða fyrr en úrskurður Ríkis-
skattanefndar lægi fyrir. Þetta
munnlega samkomulag var síðan
rofið einhliða þegar lögregluþjónar
lokuðu Steinum hf. fyrirvaralaust
að morgni 19. júní sl.
Fyrr í 12. greininni er fjallað um
hvemig skil eigi sér stað með sölu-
skattsskýrslu, upplýsingar um
heildarveltu, söluskattsskylda veltu,
uppgjörstímabil, gjalddaga o.s.frv.
— Tollstjóri telur sig hafa ótvíræða
heimild skv. þessari grein. Ég vek
athygli á að þessi grein fjallar um
skil á söluskatti fyrir ákveðin upp-
gjörstímabil, en ekki álagðan aftur-
virkan skatt, þar sem ljóst er að
þeir peningar sem skattstjóri gerir
kröfu um komu aldrei inn í fyrir-
tækið. — Það er gmndvallarmunur
á því að standa skil á þeim pening-
um sem innheimtir hafa verið og
einhliða álagðri óviðurkenndri
skuld, sem ekki hefur fengið úr-
skurð óháðs úrskurðaraðila. — Ég
dreg því í efa rétt tollstjóra til lok-
unar á fyrirtækjum, sem em í full-
um skilum en eiga óútkljáðan
ágreining vegna tilvika sem hefur
verið lýst. Jafnframt hefur myndast
hefð um það, að sé um efnislegan
rökstuddan ágreining að ræða er
ekki gengið þannig til verka. Lögin
sem hér var farið eftir em frá árinu
1960 en þá var söluskattsstigið 3
prósent og vægi þess í verðmyndun
vöm og þjónustu á engan hátt sam-
bærilegt við daginn í dag. Það er
því umhugsunarvert fyrir löggjafar-
valdið hvort hér sé ekki um úrelt
lagaákvæði að ræða, sem brýnt sé
að bæta úr. Víðtæk túlkun laga-
ákvæða af þessu tagi em stór-
hættuleg í höndum ráðamanna, sem
em tilbúnir til að knésetja fyrirtæki
í skjóli laga en í bága við allt sið-
ferði. Einnig hlýtur svona fram-
kvæmd að stangast illilega á við
réttarvitund fólks þar sem kæmað-
ila er heimilt að taka sér dómsvald
og fella dóm yfir ákærða og fram-
fylgja hegningu án þess að úrskurð-
ur óháðs löggilts dómsaðila liggi
fyrir. Þá er mér tjáð af þeim sem
til þekkja, að lögtaksmálum vegna
vangoldinna skatta sé alltaf frestað
í fógetarétti, þegar mál vegna lög-
takskröfu er tekið fyrir ríkisskatta-
nefnd.
„Við ákváðum að allir þeir sem
skulda söluskatt skyldu sitja við
sama borð, til að gæta sanngirni
og mismuna ekki skuldumm", sagði
Snorri Olsen, forstöðumaður sölu-
skattsdeildar fjármálaráðuneytis-
ins. Með öðrum orðum var ákveðið
Steinar Berg ísleifsson
„Ef þessar „nýjungar“
við innheimtu skatta,
þar sem skattgreiðandi
viðurkennir ekki skuld
sína, er það sem koma
skal, þarf hver einasti
Islendingur að spyrja
sjálfan sig hver er næst-
ur?“
að líta ekki á eðli þeirra skulda sem
skráðar em hjá tollstjóraembætt-
inu, né skil viðkomandi fyrirtækja
á söluskatti eða staðgreiðsluskatti.
Finnst nokkrum skrýtið þó mynd-
bandaútgefendur frábiðji sér sann-
girni af því tagi, sem setur þá við
sama borð og aðila, sem ítrekað
hafa staðið í vanskilum og svikum
á söluskatti? Hefði ráðuneytinu ekki
verið meiri sómi að því að forvinna
málið betur, líta á eðlisþætti ein-
stakra „skulda" og nota í sína þágu
almenna viðskiptahætti og skyn-
semi eins og tíðkast í samskiptum
fólks. Hér er um hinn mannlega
þátt að ræða, sem greinilega er í
alvarlegum vanskilum hjá fjármála-