Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 36 Minninff: Vigfus Jónsson fv. oddviti, Eyrarbakka FæddurlB. októberl903 Dáinn 16. júní 1989 Vigfús var úr sveitinni hennar mömmu og mér fannst hann alltaf bera sterk einkenni þjóðarinnar við Bolafljót. Gestrisinn, hugaður, bjartsýnn og eðallundaður. Kom nákvæmlega til dyranna eins og hann var klæddur. í huga margra var Vigfús Eyrarbakki. Þangað var honum komið í fóstur á fyrsta ári upp úr aldamótunum og staðnum vann hann allt sitt líf. Hann var í hreppsnefnd Eyrarbakka í nær fjörutíu ár, oddviti og sýslunefndar- maður. Formaður skólanefndarinn- ar, einn af stofnendum ungmenna- félagsins og æðstitemplar stúkunn- ar. Félagi í verkalýðsfélaginu frá unga aldri og formaður Alþýðu- flokksfélagsins. Stofnaði trésmiðju Eyrarbakka og rak hana lengi, stofnaði líka frystihúsið og rak í áratugi, ásamt fískimjölsverksmiðju og útgerðarfélagi. Vann á hrepps- skrifstofunni í áratugi sem fram- kvæmdastjóri og var einnig fram- kvæmdastjóri fyrir rafveitu og sjúkrasamlag staðarins. Vigfús hélt heimili með fóstur- systur sinni Vigfúsínu Bjamadóttur og þangað var yndislegt að koma og ræða máli, skoða fallegu mynd- imar á veggjunum og alltaf var heitt á könnunni og meðlætið veisluborð. Snemma fann ég, að af öllum hugðarefnum hans, brann brúin þó heitast á honum. í áratugi vomm við búnir að ræða Óseyrar- brúna yfír Ölfusá, skrifa um hana og _sjá í hugljóma þá breytingu fyr- ir Árborgarsvæðið, Eyrarbakka og Stokkseyri, sem þetta glæsta mann- virki myndi hafa. Og svo kom brú- in. Það var stolt stund fyrir aldinn höfðingja að ganga eftir brúnni langþráðu. Nú gátu dugnaðarfork- amir og sjómannshetjumar á Eyr- arbakka aftur fundið sér merkileg- an starfsvettvang. Örlög mannanna em misjöfn. Sumir hljóta sína eldskírn í árdaga. Fátækt, umkomuleysi og örbirgð, bömum komið í fóstur. En göfgin býr líka hjá vandalausum, hún býr meðal allra manna. Þeir sem skilja þetta og skynja, verða jafnaðar- menn. Kærleikur og ást þessarar mestu mannúðarstefnu veraldar- innar lýsir þeim sem kyndill að al- veldissál hugsjónarinnar. Vigfúsínu og öllum aðstandend- um votta ég mína dýpstu samúð. Nú gengur hann Vigfús minn á Eyrarbakka brúna sína á enda í náðarfaðm þess, sem öllu lífi ræður. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Nú þegar fímmtíu ára samferð minni með kæmm föðurbróður mínum, Vigfúsi Jónssyni, er lokið, er margs að minnast. Þessa mikla atorku- og hugsjónamanns, en um þá hlið á lífshlaupi hans læt ég aðra um að minnast. í minningum mínum er hann fýrst og fremst ástríkur frændi sem alltaf hafði tíma til að sinna fjöl- skyldu sinni. Hann kom oftast á heimili foreldra minna er hann var að gegna einhveijum erindum fýrir sveitarfélag sitt, Eyrarbakka, en hag þess bar hann ávallt fyrir brjósti. Við systkinin nutum góðs af þessum útréttingum og vorum vel- komin í bíltúr um Reykjavík og nágrenni, en á þessum árum voru bílar ekki algengir á hveiju heimili. Viðkomustaðirnir voru Qölbreyttir, eftir því hveiju var að sinna, útgerð- arstaðir, vélsmiðjur, rannsókna- stofa Háskólans o.fl. Við börnin gerðum okkur ekki grein fýrir mik- ilvægi þessara ferða, en nutum samverunnar við frænda okkar og fróðleiks hans um umhverfið. Vigfús hafði ávallt mikla gleði af ferðalögum og í mörg ár ferðað- ist hann um landið með systkinum sínum og Vigfúsínu og voru það að jafnaði nokkurra vikna tjald- ferðalög. Einnig ferðaðist hann nokkuð til útlanda. Lestur góðra bóka, tónlist og önnur menningar- mál veittu honum líka ánægju þeg- ar tími vannst til frá öðrum störf- um. Saga Eyrarbakka og athafnalíf þar fyrr og nú voru honum og mjög hugleikin. Á efri árum skrifaði hann niður ýmsan fróðleik um sögu byggðarlagsins og umhverfísins. Kirkjunni sinni sýndi hann mikla ræktarsemi, söng í kórnum lengst af og sinnti viðhaldi hennar af mik- illi natni. Þannig liðu árin og er margs að minnast en fátt eitt tínt til. Ég og fjölskylda mín viljum þakka langa samfýlgd, sem hvergi bregður skugga á og gleði sem fylgdi mörgum en oftast of stuttum heimsóknum, svona til að athuga hvernig við hefðum það. Sunnu- dagsbíltúrar austur á Bakka til Fúsa frænda og Sínu frænku voru börnum okkar ávallt mikil gleði. Ástkær frændi og frænka tóku okkur opnum örmum. Að ferðalokum Vigfúsar frænda míns lifir í minningum þeirra sem honum kynntust, mynd manns hug- sjóna og framfara, sem bar hag samferðarmanna sinna fyrir bijósti. En fjölskyldan var honum líka nærri, kærleikur og áhugi fyrir því hvað við tókum okkur fyrir hendur entist fram í andlátið. Kæra Vigfúsína, frændsystkini og vinir, minning um frænda okkar Vigfús Jónsson mun ávallt verða okkur kær. Katrín H. Ágústsdóttir Það er sérhveiju byggðarlagi mikil gæfa að eignast þegna, sem eru reiðubúnir að fórna starfsævi sinni í þágu uppbyggingar og fram- fara þess. Eyrarbakki átti slíku láni að fagna. Starfsævi Vigfúsar Jóns- sonar, sem Eyrbekkingar kveðja í dag hinstu kveðju, er samofin hags- muna- og framfarabaráttu Eyr- bekkinga á þessari öld. Ævisaga Vigfúsar er um leið saga Eyrar- bakka síðustu níu áratugi. Um og upp úr 1920 verða miklar breytingar á atvinnuháttum á Eyr- arbakka. Verslunin, sem verið hafði undirstaða byggðar á Eyrarbakka í margar aldir, fluttist annað með bættum samgöngum og breyttum tíðaranda. Þá fækkaði íbúum á Eyrarbakka mjög. Menn fluttu í aðrar byggðir, þar sem tækifæri til fjölbreyttari atvinnu voru fleiri og uppbyggingin hraðari. Það brann því á þeim, sem eftir urðu, að snúa vöm í sókn og tók Vigfús virkan þátt í þeirri baráttu. Strax innan við tvítugt hóf Vig- fús afskipti af félagsmálum á Eyr- arbakka og var meðal annars einn af stofnendum Ungmennafélags Eyrarbakka, þegar það var endur- vakið árið 1920 af Aðalsteini Sig- mundssyni, Ingimar Jóhannessyni og Jakobínu Jakobsdóttur, kennur- um við Bamaskólann á Eyrar- bakka. Starfsemi félagsins varð fjölþætt undir stjóm þessara þre- menninga og má segja að hún hafi í mörgu jafngilt framhaldsnámi, sem á þeim tíma var af skomum skammti, og hefur Vigfús sagt í viðtali að starfíð í Ungmennafélag- inu hafi verið sinn besti skóli, sem hann hafí búið að alla tíð. Jafnframt tók Vigfús þátt í starfí stúkunnar á Eyrarbakka og varð félagi í Verkamannafélaginu Bárunni, þeg- ar hann hafði aldur til. í báðum þessum félögum var hann í forystu- sveit um árabil. Á ámnum milli 1920 og 1930 stundaði Vigfús mest sjómennsku, en einnig var hann við smíðar á Eyrarbakka og í nálægum byggðar- lögum og árið 1930 tekur hann próf í húsasmíðum. Það ár má segja að afskipti Vigfúsar af uppbygg- ingu atvinnulífs á Eyrarbakka hefj- ist, þegar hann stofnar Trésmiðju Eyrarbakka ásamt Bergsteini Sveinssyni í Brennu. Trésmiðjan var fyrsta vélvædda trésmiðja austan- fjalls og var Vigfús forstöðumaður hennar til ársins 1946. Á þessu tímabili var hann formaður Iðnaðar- mannafélags Árnessýslu í nokkur ár. Árið 1943 var stofnað hlutafélag um rekstur frystihúss á Eyrarbakka og var Vigfús einn forgöngumanna þess. Þá hafði útgerð legið niðri á Eyrarbakka um nokkur ár og eng- inn afli borist þar á land. Hrað- frystistöð Eyrarbakka hf. tók til starfa fyrri hluta árs 1944 og þá t KARVEL SIGURGEIRSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 26.júníkl. 13.30. Blóm og kransar afþakkað, en þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Sigri'ður Karvelsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Þór Magnússon, Maria Heiðdal og barnabörn. t Tengdamóðir mín, EDITH KAMILLA GUÐMUNDSSON, fædd KAARBYE, Ránargötu 22, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. júní kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag islands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Heimir Áskelsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN JÓNSSON, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. júní, verður jarðsunginn mánudaginn 26. júnífrá Landakirkju, Vestmannaeyjum, kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Hermannsson, Þorvaldur Hermannsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, GUÐRÚNAR FRIÐBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins í Neskaupstað. Systurnar frá T ungu. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar og bróður, TRAUSTA GEIRS HREINSSONAR, Fáskrúðsfirði. Hreinn Hermannsson, Valdís Þórarinsdóttir, Ásmundur Þór Hreinsson, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Pétur Gauti Hreinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hlíf, Torfnesi, ísafirði. Sólveig K. Daviðsson, Þórdís Þorleifsdóttir, Anna Þorleifsdóttir, Örnólfur Þorleifsson, Kjartan Brynjólfsson, barnabörn og Olav Davfðsson, Héðinn Kristinsson, Alfons Guðmundsson, Brynja Einarsdóttir, barnabarnabörn. hófst útgerð að nýju frá Eyrar- bakka. Vigfús var forstöðumaður og framkvæmdastjóri hins nýja fyr- irtækis strax í upphafí og gegndi því starfí fram undir 1970. Frysti- húsið varð brátt stærsti atvinnu- veitandinn á Eyrarbakka og er svo enn, þó hlutafélagið, sem Vigfús tók þátt í að stofna, hafí verið lagt nið- ur. Upphaflegt markmið með stofn- un frystihússins, að skapa næga og trygga atvinnu fyrir íbúa á Eyr- arbakka, er þrátt fyrir það í fullu gildi. Árið 1942 er Vigfús fyrst kosinn í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps, en hann hafði áður verið vara- hreppsnefndarmaður og setið fundi nefndarinnar í forföllum annarra. Það er svo eftir hreppsnefndarkosn- ingamar 1946 að Vigfús er kosinn oddviti Eyrarbakkahrepps og gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1970, eða í 24 ár samfleytt, lengur en nokkur annar. Allan þennan tíma er Vigfús framkvæmdastjóri og starfsmaður sveitarfélagsins og helgar sig óskiptur málefnum þess og íbúanna, við að efla atvinnulífíð og að skapa fólkinu viðunandi af- komu. Þeir sem til þekkja vita að daglegur rekstur sveitarfélags skil- ar ekki alltaf sýnilegum árangri, þó menn séu sístarfandi. Það ein- kenndi starf Vigfúsar fyrir sveitar- félagið, að hvorki var spurt um vinnutíma né verklaun. Meðal þeirra framfaramála, sem komust í höfn í tíð Vigfúsar sem oddvita, má nefna stækkun hrepps- ins með því að Flóagaflstorfan í Sandvíkurhreppi var lögð undir Eyrarbakkahrepp, en hreppurinn hafði keypt jarðimar í Flóagafli í áföngum í upphafí aldarinnar, teng- ing Rafveitu Eyrarbakka við orku- kerfí Sogsvirkjunar, kaup hreppsins á þeim jörðum sem þorpið stendur á, öflun neysluvatns og lagning vatnsveitu um þorpið frá Kaldaðar- nesi, vinnu við hafnarbætur og byggingu brimbijóts á skeijunum framan við höfnina og að síðustu má nefna þrotlausa baráttu hans fyrir brúargerð við Ölfusárósa, sem stóð yfir í áratugi, en Vigfús var svo lánsamur að sjá þann draum verða að veruleika á síðasta ári. Árið 1970 verða þáttaskil í starfí Vigfúsar í þágu sveitarfélagsins, þegar hann hættir að gegna starfi oddvita, en hann sat þó áfram í hreppsnefndinni til ársins 1978. Þegar starfi hans lauk hjá sveitarfé- laginu hóf hann rekstur fiskverkun- arfyrirtækis í samstarfí við Sverri Bjamfínnsson, en þeir höfðu um árabil átt saman og gert út báta, og sýnir það vel þann áhuga, sem Vigfús hafði alla tíð á atvinnumál- um og uppbyggingu þeirra á Eyrar- bakka. Vigfús Jónsson sat í 36 ár í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps og eyddi starfævi sinni í þágu Eyrar- bakka. Árið 1983 á áttræðisafmæli Vigfúsar ákvað hreppsnefnd Eyrar- bakkahrepps að gera hann að heið- ursborgara hreppsins og sýna hon- um þannig þakklæti fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu sveitarfé- lagsins og íbúa þess. Enginn var betur að þeim titli kominn en hann. Eyrbekkingar kveðja í dag Vig- fús Jónsson með virðingu og þökk. Magnús Karel Hannesson oddviti. Tveggja vikna gamall var hann reiddur á hestbaki yfir Hellisheiði og austur á Eyrarbakka, þar sem honum var komið í fóstur. Þar ólst hann upp á blómaskeiði byggðar- lagsins, valdist snemma til fomstu í félagsmálum, stjómaði undanhaldi í atvinnumálum, en beitti upp í og sá marga af draumum sínum ræt- ast. Er Vigfús varð áttræður, kjöri hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps hann heiðursborgara hreppsins. Hann er borinn til grafar í dag. Vigfús Jónsson var fæddur í Reykjavík 13. október 1903, sonur Jóns Vigfússonar, steinsmiðs, og konu hans Helgu Sigurðardóttur. Þau áttu fjögur böm fyrir, og var því fímmta komið í fóstur hjá Tóm- asi bróður Jóns og Margréti Vigfús- dóttur, konu hans, sem þá vom nýflutt á Eyrarbakka austan úr Rangárvallasýslu. Hjá þeim ólst Vigfús upp. Þau ólu einnig upp^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.