Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 48
Efstir á blaði
FLUGLEIDIR
LAUGARDAGUR 24. JUNI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Þjóðlegir hættir;
Veltu sér
naktar upp úr
dögginni á
almannafæri
ÍBÚAR í Breiðholti hringdu í lög-
regluna um miðnætti Jónsmessu-
næturinnar, en Jónsmessa er í-
dag. Fólkið tilkynnti að tvær kon-
ur væru að velta sér naktar upp
úr dögginni og vildi að lögreglan
skakkaði leikinn. Lögregla leitaði
strípalinganna árangurslaust.
Samkvæmt íslenzkri þjóðtrú á það
að vera afar hollt að velta sér upp
úr dögginni á Jónsmessunótt. Hún á
að vera svo heilnæm að menn lækn-
ist af kláða og átján öðrum óhrein-
indum í holdi við að velta sér í henni
allsberir. Um leið mega menn óska
sér. Þessi þjóðlegi siður mun hins
vegar brjóta í bága við lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur og fór fyrir bijóst-
ið á nágrönnunum.
Veiðieftjrlitsmenn;
Sljóm gáma-
útflutnings
gagnrýnd
VINNUBRÖGÐ utanríkisráðu-
neytisins í sambandi við stjóm
gámaútflutnings em gagnrýnd
harðlega í skýrslu veiðieftirlits-
manna frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Segja þeir meðal annars, að
afgreiðsla ráðuneytisins á um-
sóknum um leyfi til gámaútflutn-
ings sé algjört kák og ekki bóli á
neinni skynsamlegri vinnureglu
þar að lútandi. Kristján Ragnars-
son, formaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna, er sömu
skoðunar og telur sljórn þessa
útflutnings betur komna í höndum
útvegsmanna sjálfra.
„Þetta er það sem við höfum sagt
undanfama mánuði,“ sagði Kristján,
þegar Morgunblaðið leitaði álits hans
á skýrslu veiðieftirlitsmannanna.
Kristján sagði, að LÍÚ hefði lagt
mikla áherslu á að stjóm gámaút-
flutningsins væri í höndum samtaka
þeirra, sem fiskinn ættu; þar væri
fyrir hendi þekking á því, hvemig
haga ætti framboði í samræmi við
eftirspurnina. Til þess þyrfti hins
vegar tilstyrk stjómvalda, því slík
samtök hefðu ekki vald yfir félags-
Sumarhátíð barnanna
Morgunblaðið/RAX
Sumarhátíö var haldin á leikskólanum Rofaborg í gær og börnin á
skóladagheimilinu Selásborg tóku þátt í skemmtuninni. Börnin
bjuggu til kórónur, grilluðu pylsur, borðuðu ís og teyguðu hátíðar-
drykk. Af svipnum á þeim að dæma skemmtu þau sér hið besta.
monnum smum.
Vmnuveitendasambandið:
Innheimtuaðgerðir ijáriiiála-
ráðherra skerða réttaröryggi
Fyrirtæki með 300 starfsmönnum innsiglað vegna umdeildrar skuldar
Skrifstofúr verktakafyrirtækisins Hagvirkis hf. í Hafnarfirði,
sem hefúr um 300 manns í vinnu, voru innsiglaðar í gær vegna
meintra vanskila á söluskatti af vega- og virkjanaframkvæmdum.
Forráðamenn fyrirtækisins halda því hins vegar fram að vinnan
hafi lögum samkvæmt verið undanþegin söluskatti, og hefiir krafan
verið til meðferðar dómstóla og ríkisskattanefndar undanfarið.
Vinnuveitendasambandið sendi forsætisráðherra bréf í gær, þar
sem hvatt er til að látið verði af innhéimtuaðgerðum vegna sölu-
skattskrafiia, sem séu til meðferðar hjá dóms- og úrskurðaraðilum.
.Vinnuveitendasamband ís-
lands telur ótvírætt að heimildir
söluskattslaga til lokunaraðgerða
Almerniingur bend-
ir á skattsvikara
Jafnmargar ábendingar nú á einum
degi og hafa áður borist á heilu ári
Fjármálaráðuneytinu bárust jafnmargar ábendingar frá al-
menningi í gærdag og ráðuneytið fær alla jafna á heilu ári, eða
fimm talsins. Snorri Olsen deildarsljóri tekju- og lagasviðs ráðu-
neytisins segir að þetta séu tvímælalaust áhrif frá umræðu og
aðgerðum í söluskattsmálum undanfarna daga.
Fólkið sem haft hefur sam- ingarnar?
band við fjármálaráðuneytið gef-
ur upp nöfn og heimilisföng
þeirra sem það telur stunda
skattsvik. Snorri Olsen segir að
í sumum tilvika fylgi með ná-
kvæm útlistun á því hvernig
skattsvikin eru framkvæmd. En
hvað gerir ráðuneytið við ábend-
„Við könnum allar ábendingar
sem okkur berast,“ segir Snorri
Olsen. „En við gerum það ekki
með neinum látum. Hugsanlega
geta ábendingarnar verið þannig
tiikomnar að einhver vilji ná sér
niðri á öðrum með þessum
hætti.“
takmarkist við óumdeildar kröfur
og heimili ekki skattyfirvöldum að
beita slíkum þvingunaraðgerðum
til að knýja fram greiðslu um-
deildra krafna, sem bíða úrskurðar
þar til bærra skattyfirvalda eða
dómstóla," segir í bréfi VSÍ. „Með
þvingunaraðgerðum sem þessum
grípur framkvæmdavaldið fram
fyrir hendur dómsvaldsins og
skerðir stórlega réttaröryggi
þegnanna í þessu landi."
Jóhann G. Bergþórsson, for-
stjóri Hagvirkis, segir að annar
rekstur fyrirtækisins muni stöðv-
ast sjálfkrafa, verði aðalstöðvarn-
ar áfram innsiglaðar. Hann segir
að greiðslustaða fyrirtækisins sé
þannig, að það eigi erfitt með að
reiða fram 153 milljónir, sem fjár-
málaráðhprra geri kröfu um. Hann
segir að Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, hafi sagt við sig
í gær að aðeins greiðsla í bein-
hörðum peningum kæmi til greina
til að ljúka skuldinni.
Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, segir að ráðu-
neytið hafi ótvíræða lagaheimild
til að innheimta skuldir, sem deilt
sé um. Hins vegar beri því einnig
lögum samkvæmt að endurgreiða
skuldina, falli úrskurður í deilunni
á þann veg að viðkomandi fyrir-
tæki hafi ekki verið skylt að greiða
skuldina.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, segist telja að ekki sé nægi-
legt fyrir fyrirtæki að gera ágrein-
ing um skattskuld til þess að kom-
ast hjá innheimtuaðgerðum. Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra segist telja fyrirvaralausa
lokun stórfyrirtækis eins og Hag-
virkis alvarlegt mál. Hann segist
einnig þeirrar skoðunar að kanna
eigi sérstaklega mál, þar sem deilt
sé um réttmæti skattskulda fyrir
dómstólum.
Að sögn Snorra Olsen er inn-
heimtuaðgerðum gagnvart fyrir-
tækjum úti á landi að mestu lokið.
Hins vegar sé enn eftir að grípa
til aðgerða gegn fjölda fyrirtækja
í Reykjavík. Krafizt var harðra
innheimtuaðgerða hjá 244 fyrir-
tækjum í Reykjavík. Þar af hefur
113 verið lokað, en 82 hafa verið
opnuð aftur eftir að gengið hefur
verið frá skuldum.
Sjá fréttir á bls. 4 og miðopnu.
Yarð konu að bana með ölvunarakstri:
Dæmdur í árs fang’elsi
og missir ökuréttíndi
Ungur maður hefúr í sakadómi verið dæmdur til tólf mánaða fangels-
isvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir ölvunar- og hrað-
akstur á Skúlagötu aðfaranótt 11. júní í fyrra. Bifreiðin, sem maðurinn
ók, lenti á annarri með þeim afleiðingum að kona sem var farþegi í
henni lézt.
Níu mánuðir af fangelsisdómi
mannsins eru skilorðsbundnir til
þriggja ára. Hann var einnig dæmd-
ur til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
hafa ölvaður tekið bifreið í heimildar-
leysi, ekið henni úr Tjarnargötu og
austxir Skúlagötu, á öfugum vegar-
helmingi og langt yfir leyfilegum
hámarkshraða. Bifreiðin skall á bíl,
sem ekið var á réttum vegarhelmingi
vestur götuna. Ökumaður hennar
slasaðist mikið, en farþeginn lézt
sköminu siðar.