Morgunblaðið - 30.06.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 30.06.1989, Síða 31
MOBGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 31] Vinnuhópur gegn sifjaspellum eftir Söru Karlsdótt- ur og Sveinbjörgu Júlíu Svavarsdóttur Vegna mistaka við birtingu þess- arar greinar í blaðinu 22. júní sl. birtist hún aftur. Beðið er velvirðingar á mistökunum. Vinnuhópur gegn siijaspellum hefur nú starfað í u.þ.b. þrjú ár. Frumkvæði að þeirri starfsemi áttu nokkrir félagsráðgjafar, félagsráð- gjafanemar og konur úr samtökum um kvennaathvarf og funduðu þess- ir aðilar vikulega haustið 1986. Þá var m.a. ákveðið að reyna að ná til kvenna sem orðið höfðu fyrir sifja- spellum, auk þess að kynna sér það sem skrifað hefur verið um þessi mál. Þær konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum hafa verið einangraðar með sín vandamál og hafa þær jafn- vel talið sig vera þær einu sem orð- ið hafi fyrir þessari reynslu og þannig átt erfitt með að leita hjálp- ar. Hugmyndin var að fá þessar konur til að koma úr einangrun og að opna umræðu í þjóðfélaginu um að þetta vandamál væri til staðar hér á landi, ekki síður en í öðrum löndum. Til þess að ná sambandi við kon- ur sem orðið höfðu fyrir siijaspell- um var ákveðið að auglýsa opinn síma í Hlaðvarpanum. A einni viku hringdu 27 konur víðsvegar að af landinu og tjáðu reynslu sína. Kon- urnar sem hringdu voru á aldrinum 16-60 ára, en meðalaldur þeirra var 6,8 ár þegar sifjaspeilin hófust eða á þeim aldri er börn byija í skóla. í flestum tilfellum höfðu siijaspellin Selfoss: Selfossi. staðið í nokkur ár. Sumar kvenn- anna höfðu einnig orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi síðar á ævinni. Konurnar sem höfðu samband óskuðu sumar eftir einhvers konar stuðningi. Vinnuhópurinn tók, í framhaldi af þessari athugun, þá ákvörðun að bjóða þessum konum aðstoð í sjálfshjálparhópum. Sjálfs- hjálparhópar hafa verið starfræktir á vegum vinnuhópsins síðan. Tilgangur og markmið sjálfshjálparhópa Frá árinu 1987 hafa samtals starfað 14 sjálfshjálparhópar, þar af einn hópur mæðra þeirra kvenna sem orðið höfðu fyrir siflaspellum og einn hópur unglingsstúlkna frá 13-17 ára. Annars er aldur þeirra sem hafa tekið þátt í hópstarfi frá 18 ára til 76 ára. Fimm tíl sjö konur eru í hverjum hópi. Fyrst er komið saman tvisvar í viku fyrstu þijár vikurnar en síðan vikulega í fjórar vikur, eða samtals í 12 skipti. Síðan er fundur mánað- arlega í nokkur skiþti. Tvær konur leiðbeina í hveijum hópi. Á þessum fundum er farið yfir fjölmörg atriði. Hópstarf hefst með því að þátttakendur kynna sig og segja deili á sér. Þá tjá konurnar sig um reynslu sína af sifjaspellum og hvaða afleiðingar þau hafa haft á líf þeirra. Þær tifinningar sem upp kona, s.s. þunglyndi, sektar- kennd o.fl. eru ræddar. Þegar nokk- uð er liðið á starfið er fjallað um hvernig hægt er að byggja upp það sem brotið hafði verið niður í æsku. Markmið sjálfshjálparhópa eru mörg, s.s. að konurnar geti rætt sameiginlega reynslu og áhrif þeirr- ar reynslu á líf sitt. Það hjálpar þeim að styrkja sjálfsímynd sína og eykur samkennd og skilning á afleiðingum sifjaspella. Með tíman- um er stefnt að því að konurnar geti yfirstigið þá erfiðleika sem sifjaspellin leiddu af sér. í sjálfs- hjálparhópnum hafa allar konurnar sömu reynslu, sem er sú að hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af fullorðnum, skyldum eða ná- komnum. Meðal markmiða hóp- starfsins er að koma í veg fyrir að konu finnist hún öðruvísi en aðrar. Hún kemst að því að hún hefur ekki ein upplifað þessa hræðilegu reynslu og að hún er ekki frávik eða afbrigðileg á nokkurn hátt. Konurnar ræða hver við aðra í hópnum um viðhorf sín og tilfinn- ingar. Þær finna að skilningur er til staðar, þar sem hver og ein bygg- ir á eigin reynslu. Eitt einkenni starfsins er hinn gagnkvæmi stuðn- ingur allra i hópnum. Frá því að starfsemi hófst hafa u.þ.b. 200 einstaklingar leitað að- stoðar og um 80 konur hafa tekið þátt í hópstarfi. Þær konur sem tekið hafa þátt í hópstarfi eru úr Reykjavík og nágrenni. Hvað hefiir áunnist? — Hvað er framundan? Öll vinna var unnin í sjálfboða- vinnu fyrsta árið. Þá kom í ljós að mun fleiri konur leituðu aðstoðar vinnuhópsins, en búist hafði verið við. Þær konur sem störfuðu í vinnuhópnum sáu sér ekki fært að vinna svo mikið starf ólaunað. í október 1987 var samþykkt á fundi vinnuhópsins að reyna að leita eftir stuðningi ríkis og bæja um fjármagn vinnuhópnum til handa. Einstaklingar innan vinnuhópsins höfðu samband við flárveitinga- nefnd Alþingis og kynntu starfsem- ina og nokkrir aðilar hópsins fóru á fund nefndarinnar í desember 1987. Þá var farið á fund borgar- stjórans í Reykjavík og rætt við bæjarstjóra Kópavogs, Garðabæjar og Hafnaríjarðar. Árið 1988 var veitt til starfsins kr. 500 þús. úr ríkissjóði, kr. 120 þús. frá Reykjavíkurborg og kr. 100 þús. frá Kópavogsbæ, eða samtals 720 þúsund krónum. Árið 1989 var veitt til starfsins einni milljón króna úr ríkissjóði, kr. 120 þús. frá Reykjavíkurborg og kr. 25 þús. frá Garðabæ og 5-10 þús. frá fímm öðrum sveitarfélög- um, eða samtals kr. 1.170 þúsund. Fjárveitingarnar gera okkur kleift að greiða starfsmanni í hluta- starfi laun, greiða húsaleigu og greiða leiðbeinendum í sjálfshjálp- arhópum laun. Þá hefur verið hægt að standa straum af hluta kostnað- arins vegna gerðar bæklings. Einn- ig af nokkurri fræðslustarfsemi. Mikill hiuti þeirrar vinnu sem unnin er á vegum vinnuhópsins er þó enn unninn í sjálfboðavinnu. Samsetning vinnuhóps gegn siflaspellum hefur breyst nokkuð frá því sem hann var í upphafi. Breytingar eru þær að nú vinna fleiri konur í hópnum sem sjálfar hafa reynslu af sifjaspellum. Það eru konur sem tekið hafa þátt í sjálfshjálparhópum. Stefnt er að því að þær taki svo alveg yfir starfsem- ina. Hér er um grasrótarhreyfingu að ræða þar sem stjórn og frum- kvæði kemur frá þeim sem reynsl- una hafa. Þær konur sem lifa við reynslu af sifjaspellum eru best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvaða aðgerða er þörf í þjóðfélaginu til stuðnings og forvarna. I öllu okkar starfi höfum við lagt mikla áherslu á fræðslu og kynn- ingu af ýmsu tagi. Við höfum verið með fræðslu og kynningu í fjölmiðl- um í formi greinaskrifa, viðtala o.fl. Gerður hefur verið bæklingur, „Samhjálp gegn sifjaspellum", sem er með upplýsandi efni um vanda- málið. Fyrirlestrar hafa verið haldn- ir um þetta málefni í skólum og hjá félagasamtökum. Merki hefur verið hannað fyrir starfsemina til þess að vekja athygli á vinnuhópn- um og því málefni sem hann berst fyrir. Ennfremur höfum við verið með kynningu í öðrum löndum. Við kynntum starfsemi okkar í Noregi sl. sumar á norrænu kvennaráð- stefnunni (Nordisk Forum) og á öðrum ráðstefnum sem tengdust beint og óbeint sifjaspellum. Enn- fremur hefur okkur verið boðin þátttaka í ráðstefnu sem „Stötte- senter mot insest“ í Noregi heldur ár hvert. Við höfum tekið þátt í þeirri ráðstefnu sl. tvö sumur og munum taka þátt í henni nú í sum- ar. Venjulega hafa tvær konur far- ið á vegum vinnuhópsins og þá konur með reynslu af siflaspellum. Með aukinni fræðslu um eðli og -afleiðingar sifjaspella er hægt að vekja fólk til umhugsunar um skað- semi þessa afbrots. Þannig getum við stuðlað að viðhorfsbreytingum hjá fólki og með tímanum reynt að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð. Fræðsla fyrir foreldra er mikil- væg. Fræðslan getur m.a. miðað að því að vekja feður til umhugsun- ar um mikilvægi þess að taka þátt í uppeldi og umönnun barna sinna og sýna þeim fram á að tilfinningar vega þungt í lífi fólks. Það er æski- legt í fyrirbyggjandi starfi að fræða börn á þeirra máli án þess að hræða þau. Börnin þurfa að fá upplýsingar um að þau megi og eigi að segja nei þegar einhver úr ijölskyldunni eða annar fullorðinn snertir þau þannig að þeim finnst það ekki rétt eða vera óþægilegt. Starfsemi vinnuhóps gegn sifjaspellum verður kynnt úti á landi í sumar. Konur úr vinnuhópnum fara til helstu þétt- býliskjarna landsins og kynna starf- ið. Æskilegt væri að þeir sem hefðu áhuga að hitta þær hringdu til okk- ar á skrifstofuna í síma 91-21260 þegar fundir verða auglýstir. Vinnuhópurinn einn og sér má sín lítils í vinnu við slíkt vandamál sem sifjaspell eru. Það er augljóst mál að virkja þarf fleiri aðila úti í þjóðfélaginu sem tækju virkan þátt í fræðslustarfsemi og kynntu mál- efnið innan sinna vébanda. Fóstrur, kennarar, félagasamtök, heilsu- gæslustöðvar og ýmsir hópar gætu vel lagt þessu málefni lið. Opin- berir aðilar verða að viðurkenna að þetta vandamál er til staðar í okkar þjóðfélagi og taka á því strax. Til þessa hefur verið lítið um að karlmenn hafi leitað aðstoðar vinnuhópsins, en þeim er það að sjálfsögðu velkomið. Þeir karlmenn sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi okkar ættu að hafa sam- band. Ánægjulegt væri ef þeir vildu setja á fót sjálfshjálparhópa fyrir karla og munum við fúslega miðla þeim reynslu af okkar starfi. Það er líka kominn tími til að mynda hópa með gerendum sifjaspella. Þar er óplægður akur hér á landi. Allt sem getur hjálpað er þess virði að reyna það. Við sem vinnum að þessum mál- um álítum að sifjaspell sé þjóðfé- lagslegt vandamál sem snerti okkur öll sem siðferðilega hugsandi mann- eskjur. Við verðum í sameiningu að takast á við þetta vandamál og uppræta það úr íslensku samfélagi. Við teljum ódýrara fyrir þjóðfélagið að takast á við vandamálið en þegja um það. Höfundar: Sara Karlsdóttir er starfsmaður vinnuhópsgegn sifjaspellum ogSveinbjörgJúlía Svavarsdóttir er félagsráðgjafi. Vatnsöflun aukin um 40% Mikil þörf á að vernda vatnsöflunar- svæðið meðfram Ingólfsflalli SELFOSSBÆR fær innan tíðar til afiiota 30 sekúndulítra af köldu vatni til viðbótar við það sem hann hefur nú til afiiota. Þetta er árangurinn af vatnsöfl- unarframkvæmdum undir Ing- ólí'sfjalli sem hófiist í vor. Mikil þörf hefur verð fyrir meira kalt vatn fyrir bæjarfélagið en þessi eina framkvæmd eykur vatnsmagnið um 40$ sem bær- inn hefur til afnota. Við vatnsöflunina var beitt ein- faldri aðferð. Grafinn var tíu metra djúpur, 70 metra langur skurður í eina skriðuna ofan við fyrsta vatnsból Selfoss, rétt aust- an við svonefndan Blákoll. Skurð- urinn var fóðraður með plastdúk og rör sett í hann sem leiða vat- nið í steyptan brunn. Botn skurð- arins stendur fimm metrum hærra en yfirborð miðlunartanksins sem vatnið verður leitt í og því auð- velt að leiða vatnið í tankinn. Áformað er að vatnslögnin verði lögð í ágúst. Verkið var unnið undir stjórn Páls Kristinssonar eins af starfs- mönnum Veitustofnunar Selfoss. Aðferðin við vatnsöflunina er ein- föld og sú sama og beitt var fyrir nokkrum árum þegar síðast var unnið að öflun vatns. í mýrinni fram undan Ingólfs- fjalli streymir kalt vatn upp á yfirborðið og þrátt fyrir þessa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Páll Kristinsson kannar renns- lið úr vatnsöflunarskurðinum. vatnsöflun er enga breytingu að sjá á uppsprettum rétt við vatn- söflunarstaðinn. Páll segir auðvelt að auka enn við kaldavatns- rennsli til bæjarins með sömu aðferð á fleiri stöðum í skriður fjallsins. Vatnsöflunarsvæðið er í eigu Selfossbæjar en er með öllu opið fyrir umferð. „Það er knýjandi mál að vernda þetta svæði með fjallinu því það eru óhemju verð- mæti í kalda vatninu. Það mundi enginn skilja Landsbankann eftir opinn," sagði Páll Kristinsson um nauðsyn þess að vernda vatnsöfl- unarsvæðið. — Sig. Jóns. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 6.431,67 1978-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 4.108,81 1979-2. fl. 15.09.89-15.09.90 kr. 2.678,58 *lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.