Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 11
/ _____v_____MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 Sj ávarútv egnrinn og Morgunblaðið eftir Halldór Blöndal Mér þykir vænt um Morgun- blaðið. Það hefur viljað vera mál- gagn hinna borgaralegu afla í landinu, víðsýnt og frjálslynt. Sl. sunnudag birtist þar grein eftir Benedikt Stefánsson, sem bar yfír- skriftina: Sjávarútvegur á kross- götum. Svo mikið var í greinina borið, að óhjákvæmilegt var að draga þá ályktun, að hún væri á vegum ritstjómarinnar en ekki að- send. Það skýrðist svo í forystu- grein á þriðjudag að grein Bene- dikts var ætlað að túlka sjónarmið Morgunblaðsins. Erum við allir sama tóbakið? Það er mikið í tísku núna (og skiljanlegt hjá vinstri mönnum reyndar) að nota samheitið „stjórn- málamenn" og breiða sig þannig yfír þjóðmálaumræðuna, ef menn hafa ekki dugnað í sér til að kynna sér mál eða vilja ekki greina á miili mismunandi skoðana og mála- fýlgju. Þessa gætir i grein Bene- dikts Stefánssonar. Þar er haft eft- ir Vilhjálmi Egilssyni: „Með gerðum sínum hafa stjórnmálamenn viður- kennt“ o.s.frv. Eftir Biynjólfí Bjarnasyni er haft: „Það dugir ekki að stjórnmálamenn tali sífellt um nauðsyn hagræðingar'1 o.s.frv. Og ennfremur: „Ef það á að vera stefn- an að halda öllum á floti væri betra að stjórnmálamenn segðu það hreint út“, sem er endurtekið í for- ystugrein Morgunblaðsins. Báðir þessir menn eiga sæti í efnahags- nefnd Sjálfstæðisflokksins og annar er auk heldur varaþingmaður. For- ystugrein Morgunblaðsins lýkur svo með þessum orðum: „Slík opinber afskipti eru allt annars eðlis en hin sem stjórnmálamennirnir standa fyrir með fjármálavafstri sínu.“ Það er eflaust af því að, ég er alþingismaður og „stjórnmálamað- ur“, sem mér finnast orðaleppar af þessu tagi lítilfjörlegir ... Börnin hennar Evu Það veldur þeim erfiðleikum, sem vilja fýlgjast með þjóðmálum, að eftirErnu Indriðadóttur Bráðlega ná Skagfirðingar og Sauðárkróksbúar útsendingum svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri. Um leið og það gerist missa þeir útsendingar Rásar tvö milli klukkan 8.10 og 8.30 á morgnana og milli klukkan 18.00 og 19.00 á kvöldin. Það stafar af því að svæðis- útvarpið frá Akureyri, eins og frá Egilsstöðum og brátt ísafirði, er sent út á dreifikerfi Rásar tvö. Og hver er þjónusta svæðisútvarpsins? Þegar Ríkisútvarpið á Akureyri hóf þessa starfsemi var það fyrst og fremst gert til að auka þjónustuna við íbúa landsbyggðarinnar sem eiga Ríkisút- varpið rétt eins og aliir aðrir lands- menn. Það bar nokkuð á þvi hér á árum áður og gerir raunar sums staðar enn, að fólk utan Reykjavíkur kvartaði undan því að þetta útvarp allra landsmanna væri full einskorð- að við höfuðborgina. Svæðisútvarp- inu er ætlað að ráða bót á þessu, bæði með því að veita íbúum svæð- anna upplýsingar af ýmsu tagi sem ekki þykja endilega eiga erindi við alla landsmenn, og með því að veita efni sem ætla má að fólk annars staðar hafi áhuga á, inn í landsút- varpið. I svæðisútvarpinu er hægt að fjalla býsna ítarlega um ýmislegt sem er að gerast á viðkomandi hlustunar- dagblöð eru ekki góð heimild, — ekki einu sinni Morgunblaðið alltaf (ég geri greinarmun á blöðum eins og ég geri greinarmun á stjóm- málamönnum). Þetta rak ég mig á við lestur greinar Benedikts Stef- ánssonar. Hún virtist samviskusam- lega unnin. Á hinn bóginn gætti þar sums staðar misskilnings. Ágreiningi um stjórn fiskveiða var þannig til skila haldið, að sum sjón- armið voru tíunduð rækilega, önnur mistúlkuð eða yfir þeim þagað. Enn eitt tilbrigðið af dæmisögunni um hreinu og óhreinu börnin hennar Evu. Allir eru sammála um, að mark- mið fiskveiðistjórnunar sé að ná sem mestum afrakstri af miðunum umhverfis landið. Flestir eru líka sammála um, að því markmiði sé ekki hægt að ná með taumlausri sókn eða samkeppni. Áður en varir muni slíkt leiða til ofveiði, hruns fiskstofna og ördeyðu. Því sé óhjá- kvæmilegt, að „stjómmálamenn“ setji sjávarútveginum leikreglur eða að „opinber afskipti" í einu eða öðru formi séu höfð af sjávarútveg- inum. Spumingin snýst því um það, hvemig en ekki hvort hægt sé að tryggja hæfilega sókn í fiskstofna með almennum reglum. Vemlegur hluti þeirra, sem starfa við sjávarútveg, eru þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að hafa aflakvóta í fyrirsjáanlegri framtíð. Byggist það á þeirri stað- reynd, að fiskstofnar við landið em svo veikir, að ekki er'unnt að hafa annan hátt á, nema tefla afkomu þjóðarinnar í tvísýnu. Þetta skilur hvert mannsbarn. Þessum sjónarmiðum vom ekki gerð skil í grein Benedikts Stefáns- sonar, sem ásamt fleiru reyndar kemur í veg fyrir, að hægt sé að kalla hana „úttekt á stöðu sjávarút- vegs“ eins og menn geta gengið úr skugga um við lestur hennar. Þegar gildandi lög um stjórn fisk- veiða voru samþykkt á Alþingi, var ég einn þeirra þingmanna, sem höfðu sannfærst um, að nauðsyn- legt væri að lögfesta aflakvóta um fyrirsjáanlega framtíð, ella nýttust kostirnir ekki til fulls, en gallarnir yrðu að sama skapi meiri. Það kem- svæði og þá jafnvel um eitthvað sem þykir ef til vill ekki það stórmerki- legt að það hlyti einhveija umfjöllun að ráði í landsútvarpinu. Það er líka hægt að veita upplýsingar sem varða ef til vill ekki mjög marga þegar lit- ið er á landið í heild, en skipta íbúa ákveðinna byggðarlaga meira máli en aðra. Það skiptir Norðlendinga til dæmis máli að morgni dags, hvort Öxnadalsheiðin er fær, vegurinn til Siglufjarðar, Kísilvegurinn o.s.frv. og hvort hægt er að fljúga þann daginn. Að öllu jöfnu velta íbúar höfuðborgarsvæðisins þessum hlut- um ekki jafn mikið fyrir sér. í svæðis- útvarpinu hafa verið beinar útsend- ingar frá stöðum á hlustunarsvæð- inu, fluttar hafa verið fréttir af stóru og smáu í byggðarlögunum þar sem menn heyra svæðisútvarp og rabbað við ýmsa hér og þar um lífið og tilver- una. Þá hafa verslanir og ýmsar stofnanir fært sér það í nyt að aug- lýsa í svæðisútvarpinu og ná þannig með litlum sem engum fyrirvara til neytenda á svæðinu, sem innan skamms nær ekki einungis um Eyja- §örð og Þingeyjarsýslur, heldur einn- ig til Sauðárkróks og Skagafjarðar. Búast má við að hlustunarsvæðið verði svo stækkað enn meira til vest- urs þegar fram líða stundir. Svæðisútvarp Ríkisútvarpsins á Akureyri er ekki fullkomið útvarp fremur en önnur mannanna verk. Mikill meirihluti hlustenda hefur þó lýst ánægju með það og fínnst greini- ur berlega fram að vegna hins stutta gildistíma laganna hafa út- gerðarmenn verið hikandi við að kaupa skip einungis kvótans vegna og úrelda þau. Þó eru nokkur dæmi um það. Þannig hefur óvissa um framhald aflakvóta tafíð fýrir hag- ræðingu í sjávarútvegi, sem þjóðar- búið hefði að sjálfsögðu notið góðs af. Aflakvóti stuðlar að samræm- ingu veiða og vinnslu, dregur úr útgerðarkostnaði og hvetur til góðr- ar meðferðar aflans. Aflakvóta hefur verið fundið til foráttu, að hann komi í veg fyrir, að ungir menn kaupi skip og hefji útgerð. Reynslan sýnir annað. Og reynslan sýnir raunar líka, að óvissa í efnahagslífí, tilviljanakennd stefna í gengismálum, verðbólga og háir raunvextir hafa komið mörgum á kné. Engin von er til þess, að allir geti orðið sammála um, hvernig best sé að nýta fískimiðin umhverf- is landið. Til þess eru hagsmunir of mismunandi. Vestfirðingar og Norðlendingar hafa að mörgu leyti ólík sjónarmið, þótt hagsmunir séu líka að súmu leyti þeir sömu. Sama gildir um menn í öðrum landsfjórð- ungum. Svo eru þeir, sem eru fjarri sjávarútvegi og sjávarplássum. Þeim fínnst mörgum hveijum, að sjómenn, útgerðarmenn og físk- vinnslufólk eigi engan rétt. Auð- lindaskatt beri að leggja á óveiddan fisk og selja síðan á fiskmörkuðum. Hagræðing og hagræðing ekki ... Það er spaugilegt, þegar Jón Sig- urðsson hrósar sér af því að hafa selt Iðnaðarbanka og Verslunar- banka ásamt Alþýðubanka Útvegs- bankann. Hann hafði allt annað í huga. Haustið 1987 þóttist hann vera búinn að selja SÍS Útvegs- bankann, en við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins komum í veg fýrir, að úr kaupunum gæti orðið. Kratar og framsóknarmenn brugðust ókvæða við og voru ónothæfir í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar eftir það. Sameining fyrirtækja hefur verið mikið töfraorð: „Offjárfesting er % Erna Indriðadóttir „Ósk af hálfu íbúa Norðurlands vestra að fá sitt eigið svæðisút- varp er skiljanleg- og eðlileg. Á meðan slíkt er ekki unnt hefur verið afráðið að reyna að þjóna sem flestum Norðlendingum með svæðisútvarpi frá Ríkisútvarpinu á Akur- eyri.“ Halldór Blöndal „Við íslendingar höfum nú um sinn orðið að una því, að við völd séu menn, sem telja, að gengisskráningin sé „afgangsstærð“ eins og fleiri en einn ráðherra hafa sagt. Aðferðin er sú, að Þjóðhagsstofhun er látin reikna mánað- arlega, hvernig hún telji stöðu sjávarútvegs- ins vera.“ meginvandi fískvinnslunnar að mati Benedikts Valssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun. Hann telur að fækka þurfi vinnslustöðvum og gera einingarnar stærri. Könnun sem hann gerði á sambandi stærðar og hagkvæmni í fiskvinnslu leiðir þó ekki í ljós tölfræðilegt samband milli þessara þátta nema eitt ár af fjórum sem skoðuð voru.“ (Tilvitn- un í grein Benedikts Stefánssonar.) Ég kannast ekki við, að það sé regla, að stór fyrirtæki séu betur rekin en lítil. Ég held satt að segja, að það sé tvennt til um það. Á hinn bóginn er ljóst, að ýmis fískvinnslu- fyrirtæki og sjávarpláss stæðu áfram höllum fæti, þótt sjávarút- vegurinn byggi við eðlileg rekstrar- skilyrði. Því miður. Það er mikil einföldun að offjár- festing sé meginvandi fískvinnsl- lega fengur að þeirri umíjöllun um menn og málefni sem þar fer fram. Hlustendur hafa líka komið með ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara. Þá hafa stndum hevrst raddir um að þetta væri alltof mikið Akureyrarútvarp, nú eða þá, að allt- of mikið efni væri þar frá stöðum utan Akureyrar. Um þetta sýnist auðvitað sitt hveijum. Þegar svæðis- útvarpið nær til Sauðárkróks verður reynt að efla mjög fréttaþjónustu þaðan svo og efnisöflun í byggðarlög- um þar í grennd. Við óskum eftir góðri samvinnu við menn á þessum slóðum og heitum á þá að láta okkur vita af því sem er að gerast í þeirra heimabyggð svo hægt verði að segja frá því í svæðisútvarpinu. Því frétta- og útvarpsmenn fínna það ekki svo glatt á sér hvað um er að vera hér og þar. Þótt svæðisútvarp hafi fengið góð- ar viðtökur þar sem því hefur verið komið á laggirnar, hefur sumum fundist það galli að missa af útsend- ingum Rásar tvö á meðan á svæðisút- varpi stendur, og þá einkum á timan- um milli klukkan 18 og 19. Eins og dreifikerfið er uppbyggt í dag er þetta óhjákvæmilegt. Oðrum hefur þótt það mikill fengur í efni svæðisút- varps að þeir hafa ekki sett þetta fyrirkomulag fyrir sig. Eins og er, missa hlustendur Ríkisútvarpsins á Akureyri af tæplega einni og hálfri klukkustund á Rás tvö á virkum dögum á meðan svæðisútvarp er í gangi. Alla aðra tíma sólarhringsins eiga þeir kost á efni sem sent er út frá Reykjavík, eða í tuttugu og tvær og hálfa klukkustund og geta að degi til valið um tvær rásir. Sumir þessara hlustenda eiga einnig um fleiri útvarpsstöðvar að velja. Margir hafa spurt hvort ekki sé hægt að koma upp sérstökum send- um fyrir svæðisútvarp, svo menn þurfí ekki að missa af öðru efni fyr- Svæðisútvarp til Sauðárkróks 11 --------------------------— unnar og beinlínis rangt, eins og raunar oftast, þegar alhæft er. En það er efni í sérstaka grein að bijóta þá fullyrðingu til mergjar. Tvígengi á krónunni Við þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins höfum ekki hvikað frá þeirri grundvallarstefnu hans, að það sé hlutverk ríkisvaldsins að búa at- vinnuvegunum almenn og viðun- andi rekstrarskilyrði. í forystugrein Morgunblaðsins var tekið undir það. Við, þingmenn í Sjálfstæðis- flokknum, sem höfum borið hag sjávarútvegsins fyrir brjósti, höfum löngum talið að skrá ætti gengi krónunnar lægra en gert hefur ver- ið. Það er skiljanlegt Samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem ég hef, kemur 11% aflaverðmætis í hlut höfuðborgarsvæðisins en 89% í hlut landsbyggðarinnar. 3,7% vinnuafls á höfuðborgarsvæðinu eru bundin við að skapa þessi verðmæti en 23,5% í öðrum byggðarlögum. Þess- ara verðmæta er aflað í sjávarpláss- um stórum og smáum hringinn í kringum landið. Þess vegna leggj- um við áherslu á, að heilbrigð byggðastefna er óhugsandi nema verðgildi krónunnar sé í samræmi við þarfir sjávarútvegsins. Útflutningurinn býr nú við tvígengi á krónunni a.m.k. Ríkis- stjórnin hefur látið Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins taka erlend lán til að greiða uppbætur á frystar sjávarafurðir og fela hallann þann- ig. Saltfiskverkendur áttu í sjóði; sem senn er að ganga til þurrðar. Aðrar greinar verða að láta sér nægja gengið eins og það er skráð. Loks óttast þeir, sem verka skreið á Ítalíumarkað, að tekið verði af þeim í Verðjöfnunarsjóð. Endur- greiðsla á uppsöfnuðum söluskatti, sem er sjálfsögð í útflutningsgrein- um, hefur verið með ýmsum hætti. Við íslendingar höfum nú um sinn orðið að una því, að við völd séu menn, sem telja, að gengis- skráningin sé „afgangsstærð" eins og fleiri en einn ráðherra hafa sagt. Aðferðin er sú, að Þjóðhagsstofnun er látin reikna mánaðarlega, hvern- ig hún telji stöðu sjávarútvegsins vera. Slíkir útreikningar geta auð- vitað aldrei orðið einhlítir. Síðan koma ráðherrar hringborðsins sam- an og velta því fyrir sér, hvað hægt sé að láta sjávarútveginn tapa miklu næstu vikumar, þannig að hann skrimti en dafni ekki. Það er ekki von á góðu, þegar þannig er staðið að verki. Höfundur er þingmaður SjálfstæðisBokksins í Norðurlandi eystra. ir það. Pað yrði óhemjudýrt og er ekki á dagskrá eins og er, en það má hugsa sér slíkt fyrirkomulag í framtíðinni. Það er samt þægilegt fyrir hlustendur að fá sitt svæðisút- varp í bland við annað efni. Menn vilja heyra hvað um er að vera í þeirra nánasta umhverfi og vilja jafn- framt fylgjast með því sem gerist innanlands og utan. Það er kostur að fá það allt á einni og sömu út- varpsrásinni. í haust hefst svæðisút- varp á Vestfjörðum þannig að þeim fjölgar sífellt sem fá svæðisútvarp inn á Rás 2 á tilteknum tímum. Og þegar svæðisútvarp verður komið nær alls staðar á landinu samtímis, munu menn ekki missa af neinu á Rás tvö á meðan á svæðisútvarpi stendur, nema svæðisútvarpi hinna landshlutanna. Að þessu fyrirkomu- lagi er stefnt, en vart við því að búast að það verði að veruleika alveg íbráð. En hvers vegna ættu Sauðkræk- ingar að fá svæðisútvarp frá Akur- eyri? spyija menn ef til vill. Því er til að svara að það er ekki útlit fyrir það á næstu árum, að komið verði upp aðstöðu til hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins eins og kveðið er á um í gildandi útvarpslögum. Sú ósk af hálfu íbúa Norðurlands vestra að fá sitt eigið svæðisútvarp er skilj- anleg og eðlileg. Á meðan slíkt er ekki unnt hefur verið afráðið að reyna að þjóna sem flestum Norð- lendingum með svæðisútvarpi frá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Sú ákvörðun er meðal annars tilkomin vegna óska heimamanna þar um, og einnig vegna þess, að Ríkisútvarpið hefur mikinn áhuga á að efla starf- semi sína á Norðurlandi vestra og þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Höfundur er deildarstjóri Rikisútvarpsins á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.