Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 Harpa Rut Sonju- dóttir — Kveðjuorð Fædd 29. janúar 1970 Dáin 15. júní 1989 Það var mikið reiðarslag fyrir mig og fjölskyldu mína, að heyra um lát Hörpu. Hún lifði hamingjusöm innan um fjölskyldu sína og vini og alltaf var margt fólk og fjör í kringum hana. Við tvær kynntumst fyrir tólf árum, þá báðar sjö ára gamlar, þeg- ar ég flutti í hverfið hennar þar sem við gengum síðan saman í barna- skóla. Það var alltaf gaman hjá okkur og í mörg ár vorum við nær óaðskilj- anlegar. Harpa Rut var daglegur gestur hjá fjölskyldu minni og ég hjá hennar. Foreldrar mínir kynntust henni vel og oft fengum við að gista hjá hvor annarri. Prakkarastrikin voru mörg og flest skemmtileg, tveir stelpukjánar sem kenndu hvor annarri margt og mikið. Þremur dögum fyrir slysið sátum við einmitt saman, rifjuðum upp og hlógum mikið. T.d. þegar Harpa var alltaf að fá straum þegar hún kveikti ljós og eitt sinn leiddi út og öll ljós fóru af húsalengjunni, þá urðum við skelkaðar. Mér datt stundum í hug að þetta mikla lífsfjör hefði komið af stuðinu sem hún fékk. Mér hiýnar um hjartaræturnar þegar ég minnist þess hvað þær samglöddust mér bestu vinkonur mínar þijár á brúðkaupsdaginn minn fyrir skömmu, Harpa, Bídó og Dilla. Og þegar þær komu saman blaðskell- andi næsta dag að skoða gjafimar, spenntar og forvitnar. Harpa gladdist svo sannarlega með vinum sínum og var alltaf tilbú- in að hjálpa og hlusta ef svo bar undir. Síðustu vikumar sem Harpa var hjá okkur, voru spennandi og allt virtist ætla að ganga upp hjá henni og Bídó vinkonu okkar. Skemmtilegasta sumar lífs okkar allra var fyrir höndum. Þær höfðu leigt sér íbúð saman, komið sér vel fyrir og gleðin og ánægjan yfir nýja heimilinu skein af þeim. Grillveisla var framundan, því auðvitað átti að halda reisugilli með pomp og pragt. Þá kom áfallið. Það er erfítt að skilja hvers vegna ung, hraust og lífsglöð stúlka er hrifin brott með svo sviplegum hætti. En við verðum að trúa því, að til- gangur almættisins sé, að ætla henni nýtt hlutverk á öðmm sviðum. Ég er glöð í hjarta að hafa fengið að kynnast Hörpu og njóta þeirra stunda er við áttum saman. Ég á henni margt að þakka og minningin um hana mun fylgja mér ævina á enda. Elsku Sonja, Engilbert, Guðrún, Jón og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sor&- Kolla Þann 15. júní síðastliðinn frétti ég að ein besta vinkona mín, hún Harpa Rut, væri dáin. Ég ætlaði varla að trúa þvi að þessi lífsglaða og hláturmilda stúlka hefði látist svo snögglega. Harpa með sinn smitandi hlátur sem kom manni oft í gott skap. Hún var mér traustur vinur bæði í gleði og sorg og minningar um hana munu aldrei gleymast. Með söknuði kveð ég þessa ungu vin- konu mína og votta móður hennar, sambýlismanni, afa og ömmu og föður innilega sanlúð. „Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund." Maja Skyndilega, á þessum bjartasta sumartíma ársins, er sem veturinn hafi bankað upp á á ný með öllum sínum drunga og dimmleika. Með þessum orðum ætlum við, gamlar bekkjarsystur og vinkonur hennar Hörpu Rutar Sonjudóttur, að lýsa líðan okkar eftir þær hörmulegu fregnir að hún hafi kvatt okkur óra- langt fyrir aldur fram í voveiflegu bílslysi þann 15. júlí síðastliðinn. Það slær þungah og tárin geta ekki hætt að renna við þær hugsan- ir að Harpa okkar sé allt í einu kom- in inn á annað tilverustig en við og spurningin, af hveiju hún? er tíð á vörum okkar. Hún sem var okkur svo kær og ljóslifandi fyrir stuttu. Hin eina og sanna Harpa sem fylgdi okkur í gegnum súrt og sætt allan barnaskólann. Harpa var mjög glaðlynd að eðlis- fari og átti þann góða eiginleika að láta björtu hliðamar yfirbuga svörtu hliðamar. Oftar en einu sinni þegar lífið dansaði á kaktusum hjá okkur vinunum þá var eins og Harpa gæti fengið lífið til að dansa á rósum með því að ýta á einn takka. Hún bjó yfir svo miklu lífí og fjöri að það var með ólíkindum. Hver af okkur bekkj- arfélögunum minnist ekki rauðhærðu stelpunnar með freknumar sínar, sem var ekki fyrr sest á skólabekk- inn en hún hafði heillað alla upp úr skónum með sínum smitandi hlátri og uppátækjum. Harpa var kjörkuð og fæddur prakkari, enda var það sjaldan að hún væri ekki með eða kennd við prakkarastrikin sem áttu sér stað fyrir innan og utan skóla- veggina. E.t.v. hefur hreysti hennar og kjarkur skipt þar miklu máli en Harpa var óhrædd við að opna munn- inn og standa upp í hárinu á fólki. Hún tók afleiðingum gerða sinna og okkar félaganna með afburðum og við erum þess fullvissar, að við, ekki síður en aðrir, hafí oft staðið sig að því að vera full aðdáunar þegar Harpa stóð í ströngu við einhvem kennarann fyrir okkar hönd. Já, Harpa var frökk og skemmtileg og kryddaði skólagönguna til muna. Harpa var oft óviss um veg sinn í lífínu en þegar hún fékk innblást- ur, þá vann hún hörðum höndum að því að komast veginn á enda. Þetta kom fram í mörgum myndum og sem dæmi má nefna þegar hún lauk gagnfræðaskólaprófí með glæsibrag úr héraðsskólanum Reykjanesi. Glæsilegur námsárangur Hörpu kom okkur stöllunum samt ekki á óvart, því við vissum að ef Harpa tók ást- fóstri við skólabækur sínar þá var árangurinn eftir því. Hún var greind og átti mjög gott með að læra. Harpa var ákveðin, glaðvær, hug- myndarík og óvenjulega hreinskilin persóna. Skapgerð hennar mátti líkja við fljót sem er úfíð í illviðri og lygnt í góðviðri. Hún var í einu orði sagt: Stór kona. Þrátt fyrir að Harpa sé horfin á braut þá á hún stórt rúm í hjarta okkar sem við munum varðveita í farsælum og saknaðarfullum minn- ingum um ástkæra vinkonu. Elsku Sonja, sambýlismaður, amma og afí, faðir og aðrir aðst'and- endur, við vottum ykkur innilega samúð í sorg ykkar og söknuði. Megi Guð styrkja ykkur og styðja um alla framtíð. Nanna, Erna og Bára. Ég vil minnast frænku minnar, Hörpu Rutar, með þessu versi: Sál mín, hrind þú harmi’ og kvíða, hvers kyns neyð sem fyrir er heyr þú raust þíns herra blíða, hana segja láttu þér Það, sem horfir þyngst til móðs, þér skal verða mest til góðs. Huggarinn á himni bætir hvað, sem mæðir þig og grætir. (Bjöm Halldórsson frá Laufási. 406.) Ég kveð Hörpu með söknuði og bið Guð áð styrkja fjölskyldu henn- ar á þessari sorgarstundu. Rósa Helga Mig setti hljóðan þegar hringt var í mig 15. júní og mér tjáð að Harpa vinkona mín og æskuvinur hefði dáið í umferðarslysi á leið til vinnu um morguninrt og að önnur vinkona okk- ar, Hrafnhildur, lægi þungt haldin í sjúkrahúsi eftir sama slys. Harpa sem mér þótti svo vænt um var dáin. Þessu vildi ég ekki trúa en var þó bláköld staðreynd sem er- fitt var að horfast í augu við. Hún, sem var mér alltaf svo góður vinur og gott var að leita til þegar á móti blés hjá manni, var horfin og allt lífið 29 framundan, æskuárin að líða og al- varan að taka við. Núna er komið stórt skarð í vina- hópinn sem seint verður fyllt. Með þessum fátæklegu línum kveð ég mína bestu vinkonu og bið algóðan Guð að styrkja ástvini hennar í þeirra miklu sorg. " Róbert Guðmundsson Fimmtudaginn 15. júní barst okk- ur sú sorgarfregn að Harpa Rut, fyrrverandi bekkjarsystir okkar, hefði látist í hörmulegu bílslysi. Öll- um brá okkur jafnmikið og næstu daga varð okkur smám saman ljóst hversu mikill missir það var. Krökkum á okkar aldri virðist tíminn svo fljótur að líða því alltaf er nóg um að vera. Við æðum áfram án þess að gefa okkur tíma til að staldra við og hugsa okkur um. Það er ekki fyrr en við erum vakin harka- lega til umhugsunar að við áttum okkur á hvað við erum rík að eiga vini. Það var margt misjafnlega fallegt brallað í Austurbæjarskólanum. Eftir margra ára samveru hafa margir atburðir gerst og erfitt er að velja einn öðrum fremri til að minnast á. Hörpu sjálfa ber hærra. Hún var sumum kennurum erfið því hún var fyrirferðarmikil og stóð á sínu. Hversu undarlega sem það kann að hljóma að kalla stelpu „töffara“ þá var Harpa það, en við vissum að þetta var bara brynja sem hún sló um sig gegn þeim sem þekktu hana minna. Við sáum hana frekar bros- ^ andi og káta, 'því Harpa var að öllu jöfnu glaðlynd og skemmtileg. Það var gaman að sjá hvað hún varð stundum bamalega ofsakát, t.d. þeg- ar sniðug hrekkjahugmynd var borin upp. Þegar Harpa hætti í Austurbæjar- skólanum fór hún og við hin seinna hvert í sína áttina. 15. apríl síðastlið- inn hittumst við gömlu bekkjarfélag- arnir og var það eins og að hverfa fjögur ár aftur í tímann. Þótt við hefðum breyst vom flestir sjálfum sér líkir, komnir í gamla hópinn. Harpa var engin undantekning, var hress og kát að venju. Þannig mun- um við elsku Hörpu, þennan góða félaga. Hafí hún bestu þakkir fyrir gott innlegg í skemmtileg ár. Að lokum vottum við vinum og vandamönnum okkar dýpstu samúð. Bekkjarfélagar í Aus’turbæj arskóla Sumarhúsalóðir í Kjós Til leigu eru örfáar sumarhúsalóðir á skipu- lögðu landsvæði, sem er í fallegu landslagi við eða í námunda við Meðalfellsvatn, um 45 km frá Reykjavík. Verð við allra hæfi. Upplýsingar í dag og næstu daga í síma 667007. ATVINNUHÚSNÆÐi Iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði íHafnarfirði Til leigu 240 fm iðnaðar- og skrifstofuhús- næði á jarðhæð í Hafnarfirði ásamt 120 fm rými í kjallara með innkeyrsluhurð. Laust strax. Upplýsingar í símum 42613 og 651344. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN FÉLÁGSSTARF Fulltrúar á SUS-þing liriMDAUUK F U • S Félagsmenn i Heimdalli, sem áhuga hafa á þvi að komast á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki 18.-20. ágúst, eru beðnir að skrá sig í sima 82900 fyrir 21. júli. irnin. Auðbrekku 2.200 KðfHvogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. YWAM - fsland Bænastund verður i Grensáskirkju i dag, laugardag, kl. 10.00. Allir velkomnir. i&ft Útivist Sunnudagur 16. júlí: Kl. 08 Elnsdagsferð I Þórsmörk. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Verð 1.500,- kr. Kl. 13 Tóarstígur. Ný gönguleiö. Leiðin liggur um gróðurvinjar í Afstapahrauni. Skoöaöar mann- vistarleyfar, jarðfall og grósku- mikill gróður. Göngunni lýkur um Seltóarstig og Brunaveg. Munlð miðvlkudagsferðlr f Þórsmörk. Brottför i feröirnar frá BSl, bensinsölu. Kynnið ykkur sumarleyfisferðlr Útivistar, t.d. hálendishringur 22.-29. júli. Aðeins nokkur sæti laus. Sjáumst! Útivist, feröafélag. FERÐAFELA6 ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR117Mog 19533. Oagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 16. júlf: Kl. 08.00 Hveravellir - dags- ferð. Einstakt tækifæri. Komið með í dagsferö um Kjöl að Hveravöll- um. Verð kr. 2.000,-. Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferö og sumarleyfisfarþegar. Ferða- félagið veitir sumarleyfisgestum í Þórsmörk aflsátt. Kynnið ykkur tilboðsverð F( fyrir þá sem gista fleiri nætur en tvær. Kl. 10.00 Háifoss - Stöng - Þjórsárdalur. Gengiö að Háafossi, komiö við i Gjánni og bærinn á Stöng skoð- aöur. Verð kr. 1.500,-. Kl. 13.00 Kambabrún - Núpa- fjall Ekið að Hurðarási, gengið eftir brún Núpafjalls, komið niður hjá Hjalla i Ölfusi. Verð kr. 800,-. Miðvikudagur 19. júli: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000,-. Kl. 20.00 Búrfellsgji - Kaldársel. Ekið að Hjöllum, gengið um Búr- fellsgjá og áfram að Kaldárseli. Verð kr. 600,-. Laugardagur 22. júlf: Kl. 08.00 Hekla. Gangan á Heklu tekur um 8 klst. Verð kr. 1.500,-. Sunnudagur 23. júlf: Ki. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000,-. Kl. 08.00 Hftardalur - ökuferð. Verð kr. 2.000,-. Brottför I ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinnl, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Feröafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 ofl 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 19. -23. júlí (B dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Gengiö milli sæluhúss F.(. á leið- inni frá Landmannalaugum til Þórsmerkur þ.e. i Hrafntinnu- skeri, viðÁlftavatn og á Emstrum. 20. -26. júlf: Landmannalaugar - Þórsmörk: UPPSELT. 21 .-30. júlf (10 dagar): Nýidalur - Vonarskarð - Hamarinn - Jökulheimar - Veiðivötn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Nokkur sætl laus. 21.-26. júlf (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. 26.-30. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar - Álftavatn. Gist eina nótt i Laugum. Gengið á tveimur dögum að Álftavatni og gist þar i tvær nætur. 26.-30. Júlf (5 dagar): Þórsmörk - Álftavatn. Gist eina nótt i Þórsmörk. Geng- ið á tveimur dögum að Álfta- vatni og gist þar i tvær nætur. 26. -30. júlf (B dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Nokkur sæti laus. 27. júlf - 1. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar - Þórsmörk. UPPSELT. 9.-13. ágúst (B dagar): Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.f., Oldugötu 3. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.