Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 12
Y
12_____________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989_
Velferðarþj óðfélagið
eftirKatrínu
Fjeldsted
Heiti þessarar greinar gerir ráð
fyrir því að allir viti hvað við er
átt. En- skyggnumst nánar á merk-
ingu orðsins velferðarþjóðfélag til
þess að taka af öll tvímæli. í raun
er það nýyrði. í orðabók Menningar-
sjóðs frá 1963 finnst það ekki. Þar
kemur hins vegar fram að velferð-
arríki sé ríki er sjái um að (allir)
þegnar þess hafi nóg að bíta og
brenna. Þá má ætla að velferðar-
þjóðfélagið sé það þjóðfélag þar sem
velferð allra sé tryggð. I mínum
huga er hins vegar pólitískur
ágreiningur um það hver skuli
tryggja þá velferð. í kennisetning-
um vinstri manna er það ríkið, hið
opinbera, en í hugum hægri manna
er það fyrst og fremst einstakling-
urinn sjálfur, þótt ríkið veiti stuðn-
ing ef með þarf.
Ef til vill er merking orðsins svo-
lítið tvöföld: vel efnum búið þjóð-
félag, og þar eru Norðurlönd nútím-
ans líklega besta dæmið, en þar sem
líka er tryggilega séð fyrir þeim sem
minna mega sín, svo sem með heil-
brigðisþjónustu, menntakerfi og
tryggingum.
Þannig hefur draumsýn fyrir-
rennara okkar verið fyrir 60 árum,
á tímum mikils ungbarnadauða og
atvinnuleysis. Draumsýn þar sem
allir þessir þættir voru tryggðir. A
þeim árum þótti sjálfsagt að hafa
hreint loft og ómengaðan sjó og
ekki hugsuðu menn sig um tvisvar
áður en þeir fengu sér sopa úr lækj-
arhyl. Fjölskyldumynstrið var þá
annað en nú, margar kynslóðir
bjuggu saman, bæði til sjávar og
sveita og þótti sjálfsagt. Óldrunar-
deildir og barnaheimili voru ekki
hluti af daglegu lífl almennings og
líklega framandi tilhugsun ef ekki
útilokuð.
Ný skilgreining
Nú þarf að skilgreina draumsýn-
ina upp á nýtt. Við þurfum ekki
lengur að hafa áhyggjur af því að
hafa ekki nóg að bíta og brenna.
Þess í stað eru það aukaefni í fjölda-
framleiddum mat sem orðin eru
stórmál. í stað búsmala á beit í
grónum hlíðum ofbeitum við landið
og stuðlum að uppblæstri og gróð-
ureyðingu. Það er ekki lengur erfið
sjósókn á léiegum bátum sem er
vandi í sjávarútvegi heldur ofveiði,
ofíjárfesting og mengaður sjór.
Námsþyrstir unglingar fyrr á öld-
inni gátu ekki fengið sig fullsadda
af þekkingu og fengu oftar en ekki
minni skólagöngu en þeir vildu.
Með kjamafjölskyldu nútímans og
útivinnandi' foreldrum geta skólar
og dagvistarstofnanir orðið
geymslustaðir, ef ekki' er vel að
gáð, þar sem námsleiði ríkir og ein-
hæf verkefni staðlaðra hugmynda
nægja ekki til að stuðla að frjórri
hugsun. Aðskilnaður kynslóðanna
leiðir af sér fábreytilegra og snauð-
ara uppeldi barna og unglinga, auk
þess sem aldraðir einangrast. Ungl:
ingar eru víða firrtir þátttöku í al-
vöm lífsbaráttu og skortir verðug
verkefni og hvatningu. Rosalegur
vinnutími nútímaforeldra á íslandi
og raunar síðustu 20 ár eða svo
bitnar á velferð fólks beint og
óbeint.
Tryggja þarf auknar samvistir
bama og foreidra t.d. með því að
draga úr vinnuálagi. Ef til vill getur
fólk skilað svipuðum afköstum á
styttri vinnudegi, en tekjuþörfin
minnkar þó ekki nema mun auð-
veldara verði að koma sér upp þaki
yfir höfuðið og matarverð lækki.
Einnig tel ég rétt að beina miklu
af þeim Ijármunum, sem nú er var-
ið til að greiða niður dagvistargjöld,
til foreldra sjálfra, sem þá hafi
raunverulegt val um það hvort þeir
vilji vinna utan heimilis og nota
greiðslurnar upp í kostnað við dag-
vistun eða vera sjálf heim með böm-
unum. Sá valkostur er varla tii í
dag.
Samræming í dagvistarmálum
rofnar talsvert þegar einkaaðilar
taka til við slíkan rekstur og er
rétt að hvetja til þess. Engin aug-
ljós ástæða er fyrir því, að leikskól-
ar séu reknir og byggðir fyrir opin-
bert fé. Sé fagleg þekking tryggð
geta foreldrar oftast sjálfir vegið
og metið hvort leikskóli er góður
eða ekki.
Val I menntakerfi
Mér finnst einnig að valkostir
þurfí að koma til í menntakerfinu
í ríkara mæli. í framhaldsskólum
má nálgast stúdentspróf eftir mis-
munandi leiðum, en innan grunn-
skólans er allt um of steypt í sama
mótið að mínu áliti. Hverfaskipting
skóla hér í Reykjavík er að mörgu
leyti skynsamleg, bömin geta víða
gengið milli skóla og heimilis og
félagahópurinn kemur úr nágrenn-
inu. Kostur væri þó að hafa vissa
samkeppni milli skólanna. Hvers
vegna bjóða ekki sumir skólar upp
á lengri skóladag og skólamáltíðir
sem foreldrar greiða fyrir? Hví em
ekki gerðar tilraunir með fleiri
einkarekna skóla hér í Reykjavík
sem bjóði upp á fjölbreyttara náms-
efni, t.d. málanám fyrir mjög ung
börn, tónlistarnám í tengslum við
einhvern af tónlistarskólunum, kór-
söng, myndlist, fuglaskoðun eða
hvað mönnum kann nú að detta í
hug.
Vinstri menn hafa verið hræddir
við einkavæðingu í menntakerfinu
og barist gegn tilraunum í þá átt.
Krafan um einokun ríkisins er alls-
ráðandi. Allt skal staðla. Sonur
minn 8 ára skrifaði nýverið bænar-
skjal til menntamálaráðherra þar
sem hann óskaði eftir því að fá að
læra lykkjuskrift í stað þeirrar
formskriftar sem kennd er, en hon-
um hafði verið tjáð í sínum skóla
að skólinn réði engu um málið. En
áfram um einkavæðinguna:_ bestu
rithöfundar fyrri alda á íslandi,
Snorri Sturluson og Ari fróði voru
aldir upp í einkaskólum og virðast
hafa haft gott af. Ég held að sam-
ræming innan skólakerfisins sé
nauðsynleg upp að vissu marki til
að tryggja að nemendur fái grunn-
fræðslu í tilteknum greinum en þar
fyrir utan verði samræmingin fíötur
um fót fijórri hugsun og sköpun-
argáfu góðra kennara og hindri
breytingar og allt tilraunastarf.
Líklega er þetta orsök þess að kenn-
arasamtökin eru nú í augum ai-
mennings hagsmunasamtök sem
hugáa einungis um kaup og kjör.
Þó hafa kennarar lagt vinnu í að
móta skólastefnu og ber að meta
þá viðleitni þótt á gæði þeirrar
skólastefnu hafi verið deilt á eftir-
minnilegan hátt. En hvað sem segja
má um skólastefnu er ég þess full-
viss að góður kennari er það sem
mestu máli skiptir í skólastarfi.
Dæmi um slíka kennara eru til allr-
ar hamingju nokkur og vil ég nefna
sérstaklega, Herdísi Egilsdóttur
kennara í ísaksskóla. Hún kynnti
reyndar kennsluaðferðir sínar á
fundi hjá Hvöt í vetur. Hæfileiki
hennar til að kenna ungum börnum
flókna hluti er einstakur og að-
ferðin skemmtileg.
Katrín Fjeldsted
„Þá má ætla að velferð-
arþjóðfélagið sé það
þjóðfélag þar sem vel-
ferð allra sé tryggð. í
mínum huga er hins
vegar pólitískur
ágreiningur um það
hver skuli tryggja þá
velferð. í kennisetning-
um vinstri manna er
það ríkið, hið opinbera,
en í hugum hægri
manna er það fyrst og
fremst einstaklingurinn
sjálfiir, þótt ríkið veiti
stuðning ef með þarf.“
Skattheimta vinstri afla
Velferðarþjóðfélag þeirra vinstri
afla sem nú stjórna landinu byggir
á skattheimtu á skattheimtu ofan.
Ríkisbáknið gildnar eins og púkinn
á ijósbitanum forðum. Verðugt var
að Þorsteinn Pálsson skyldi láta
steyta á matarskattinum í síðustu
ríkisstjórn. En matarskatturinn er
bara einn af ranglátum sköttum
sem núverandi ríkisstjórn vill ná í.
Annar ranglátur skattur sem sam-
þykktur var í lok nýliðins þings er
svokallaður ekkjuskattur en um
hann ritaði Þuríður Pálsdóttir grein
í Morgunblaðið 26. maí. Þar segir
meðal annars:
„Og svo er það júlíglaðningur
ríkisstjórnarinnar sem fann upp
á því á jólaönn að sjálfsagt væri
nú að byija upp á nýtt að skatt-
leggja margskattlagðar eignir
einstaklinga. Sá illræmdi eignar-
skattur hefur verið nefndur
„ekknaskatturinn“ vegna þess
að hann leggst með meira en
tvöföldum þunga á ekkjur og
ekkla. Þar sem ég er jafnréttis-
kona jafnframt því að vera ekkja
vil ég þó sannarlega að fram
komi að sá skattur kemur víðar
illa niður en hjá ekkjum, ekklum
eða einbúum. En hjón standa að
því leyti betur að vígi, að saman
mega þau eiga eign upp á 5
milljónir án þess að borga af
henni skatt, en einstaklingur að-
eins eign upp á 214 milljón. Hjón
þurfa síðan að borga 1,2% eign-
arskatt af næstu níu milljónum,
eða upp að 14 milljónum, en 2,7%
af eignarskattstofni yfir 14 millj-
ónum. Einstaklingurinn þarf aft-
ur á móti að borga 1,2% upp að
næstu fjórum milljónum, eða upp
að 7 milljón króna eignarskatt-
stofni og'þar fyrir ofan er pró-
sentan 2,7%. Til að.einfalda hlut-
ina getum við tekið þijú dæmi
um skuldlausar eignir sem metn-
ar eru á 6,8 og 12 milljónir og
reiknað út hvað einstaklingur
þarf að borga af þeim og til sam-
anburðar hvað hjón þurfa að
borga. í engu dæmanna ná hjón
því að borga helming á við ein-
staklinginn. Vissulega eru til
fasteignir sem metnar eru undir
4—5 milljónum króna. Fasteigna-
mat fer t.d. eftir staðsetningu
íbúða sem oftast var algjörlega
tilviljunarkenr.d þegar þær voru
upphaflega keyptar og svo eftir
stærð þeirra og ásigkomulagi.
En mestar líkur eru á því að hjón
sem unnið hafa langan og strang-
an vinnudag allt sitt líf hafi kom-
ið sér upp 3—5 herbergja íbúð.
Sumir eiga meira að segja hús
eða stærri íbúð eftir áratuga
sambúð og alls konar basl eins
og gengur. Já, dæmin eru mý-
mörg og gæti ég sagt margví-
slegar sögur af ekkjum og þeirra
högum. En langflestar leggja
þær áherslu á það að reyna að
búa á heimili sínu svo lengi sem
unnt er og víst er að þessi skatt-
ur var örugglega ekki það sem
þær áttu von á í þeirri viðleitni
sinni að reyna að bjarga sér sjálf-
ar og halda reisn sinni“.
'i' :
Nói-sfrfus - Pósthólf 5074
Merkið tryggir gæðin.
Síríus vanilin Konsum súkkulaði er í senn úrvals suðusúkku-
iði og gott til átu. Það er framleitt úr völdum kókóbaunum
í nýtískuvétum. Síríus vanilin Konsum súkkulciði er ruerandi.
Fyrir svanga ferðalanga
MteMÉI